Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 30. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:41 0 0°C
Laxárdalsh. 01:41 0 0°C
Vatnsskarð 01:41 0 0°C
Þverárfjall 01:41 0 0°C
Kjalarnes 01:41 0 0°C
Hafnarfjall 01:41 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
75. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
17. maí 2024
74. þáttur. Eftir Jón Torfason
09. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
07. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Máninn á siglingu. Mynd: IHJ
Máninn á siglingu. Mynd: IHJ
Pistlar | 02. maí 2024 - kl. 15:36
Stökuspjall: Fjóla og músareyra
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

1. Áttræður með ellibrag
elds við sterkan hita.
Ljái tvo ég lamdi í dag
löðrandi í svita.

2. Fallega Guðný fötin sker
fagrir saumar prýða
en stakkinn handa sjálfri sér
sú kann ekki að sníða.

Sigurður í Jörva orti um Guðnýju ljósmóður sem var líka ágætur klæðskeri, en þá fyrri um sig sjálfan. Sigurður Helgason er ekki öðrum líkur, neyðarlegur í vísum sín, hefur kannski ekki verið þjáll í sambúð, en þessa vísu orti hann, þegar hann flutti frá konu sinni á Fitjum:

Hér hef ég fargað hug og kröftum
hrelling marga sinnið ber
burt úr varga klóm og kjöftum
kýs því bjarga sjálfum mér.

3. Helgi sonur Sigurðar varð prestur og skrifaði lýsingu á Setbergsprestakalli þar sem hann varð prestur 1866, hafði numið læknisfræði í Höfn án þess ljúka prófi. Auk þess lagði hann stund á dráttlist og ljósmyndagerð. Níu árum síðum varð hann prestur á Melum, því fornfræga setri og var þar prestur á annan áratug. Þeir Sigurður málari voru stofendur Forngripasafnsins – Þjóðminjasafnsins sem síðar var kallað.

4. Þó ég fari margs á mis
mundi ég una högum
ef friðarögn til fágætis
fengi á sunnudögum SH

5. Er hann Sigurður ekki aðallega nöldrari, fylli jafnvel flokk svokallaðra álasara? Ég hika við svarið, en hann er fundvís á snjallyrði, lýsandi myndir og hefði hann farið að uppnefna forsetaframbjóðendur þó honum stæði einhver ógn af þeim, eins og sannast á sumum fjasvinum mínum nú í kosningum 2024?

6. Stal hér mötu, stór sem jötunn,
strákur grófur.
beygði af götu, bölvaður skötu-
barðaþjófur. SH

7. Annar höfundur sóknalýsinga af Snæfellsnesi er sr. Guðmundur í Kvennabrekku, faðir skáldsins snjalla og húsfreyjunnar farsælu, Theódóru Thoroddsen, en Guðmundur varð síðar prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd og lýsir þeirri sókn og Narfeyrarsókn árið 1875.

8. Skoðum brot úr þulu eftir Theódóru:

Glitruðu af blómum grundirnar
gáskafullir ljósálfar
öllum látum létu þar
í lifandi blóma móðu.
Opnir fyrir mér allir himnar stóðu.
Fákurinn okkur burtu bar
brá á skeið um flatirnar
kveikti eld við urðirnar
allar stökk hann sprungurnar
flanaði niður á fjörurnar
og fór þar beint á nasirnar. TT

9. Kunnari þula liggur eftir skáldkonuna Theódóru, hefst á ávarpi hennar til tunglsins en þar segir síðar:

Ljúktu upp, Lína!
Nú skal ég kveða ljúflingsljóð
um lokkana þína,
kveða og syngja ljóðin löng
um lokkana mjúku þína. TT

10. Í húsinu okkar við Engjaveg búa tvær Hörpur, önnur tók þátt í stofna Þingborgarhópinn, sem þurrkar ull og vinnur úr gull, en báðum Hörpunum þykir eftirfarandi kafli úr þulunni Theódóru harla góður:

Þar situr hún María mey
man ég, hvað hún söng:
Ég er að vinna í vorið
vetrarkvöldin löng.
Ef að þornar ullin vel
og ekki gerir stórfelld él
sendi ég þér um sumarmálin sóley í varpa.
Fögur er hún harpa.
Um messur færðu fleira
fjólu og músareyra
hlíðunum gef ég grænan kjól
svo göngum við upp á Tindastól
þá næturvökul sumarsól
sveigir fyrir norðurpól
en dvergar og tröll sér búa ból
í bergsins innstu leynum
og ljósálfar sér leika á hól
að lýsigulli og steinum. TT

11. Móðir Theódóru, Katrín Ólafsdóttir Sívertssen, prestsfrúin í Kvennabrekku, var komin

utan úr Flatey á Breiðafirði. En afkomandi þeirra, Katrín Jakobsdóttir er í framboði til forseta nú á þessu vori, rétt eins og Vigdís var 1980 og var þá kosin, harla naumlega. Munurinn á þeim Guðlaugi var einasta hálft annað prósent.
Fáir munu nú finnast sem ósáttir eru við það kjör.
Og ég minnist þess ekki frá Vigdísarvorinu okkar góða norður á Sauðárkróki að nokkur frambjóðandi væri uppnefndur, honum til óvirðingar.
Hinir frambjóðendurnir hétu Guðlaugur, Albert og Pétur.  

Heimildir og ítarefni:
Snæfellsnes III Sýslu- og sóknarlýsingar hins íslenska bókmenntafélags Rv. 1970
Sig.Helgason í vísnasafni: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=15345
Gamalt stökuspjall m/vísum Sig. Helgasonar: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13285
Melar í Melasveit: https://is.wikipedia.org/wiki/Melar_(Melasveit)
Fáséð þula Theódóru: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=6209
Önnur þula: Tunglið tunglið taktu mig: https://vefir.mms.is/komdu/himingeiminn/sogur_him/tunglid_taktu.html
Forsetakosninga 1980: https://is.wikipedia.org/wiki/Forsetakosningar_%C3%A1_%C3%8Dslandi_1980

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið