Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Miðvikudagur, 8. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 22:02 0 0°C
Laxárdalsh. 22:02 0 0°C
Vatnsskarð 22:02 0 0°C
Þverárfjall 22:02 0 0°C
Kjalarnes 22:02 0 0°C
Hafnarfjall 22:02 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
07. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Fréttir | 26. maí 2021 - kl. 09:19
Nýsköpunarvika á Norðurlandi vestra hefst í dag

Dagana 26. maí til 2. júní er haldin Nýsköpunarvika um land allt. Hér er um að ræða hátíð þar sem fyrirtækjum og frumkvöðlum gefst kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þar sem spennandi sóknarfæri og frjóar hugmyndir geta sprottið upp. Hátíðin vekur athygli á nýsköpun sem á sér stað innan stofnana,fyrirtækja og sprotafyrirtækja þar sem framúrstefnulegar lausnir, ólík sköpunarferli og kraftmiklir frumkvöðlar fá notið sín.

Nýsköpunarvikan er þannig vettvangur fyrir innlenda jafnt sem erlenda aðila til að kynnast nýsköpun á Íslandi, tengjast sprotum, fjárfestum og frumkvöðlum og mynda ný viðskiptasambönd og tengsl.

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra taka þátt í hátíðinni í ár og er ætlunin að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað í landshlutanum, meðal annars innan stofnana, fyrirtækja og sprotafyrirtækja. Einnig verður stuðningur sem er í boði fyrir frumkvöðla á Norðurlandi vestra kynntur. SSNV sér mikil tækifæri í þátttöku frumkvöðla og fyrirtæki á svæðinu til að koma sér á framfæri á þessum vettvangi.

SSNV hefur í samvinnu við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sett upp dagskrá en um er að ræða þrjá viðburði undir yfirheitinu Nýsköpunarvikan á Norðurlandi.

Nýsköpunarhádegi á Norðurlandi –  eru streymisviðburðir þar sem verður varpað ljósi á það frjóa og spennandi nýsköpunarstarf sem á sér stað á Norðurlandi. Fjallað verður um nýsköpun í ferðaþjónustu, menntamálum, matvælaframleiðslu, hönnun og menningarmálum. Viðburðirnir eru haldnir alla virka daga á meðan að á Nýsköpunarvikunni stendur kl. 12:00-12:30.

Hugmyndaþorp Norðurlands –  Hugmyndasamkeppni þar sem leitast verður eftir hugmyndum um hvernig hægt sé að auka og hvetja til fullvinnslu afurða. Þátttakendur nota Hugmyndaþorp sem er hannað af Austan mána til að koma með hagnýtar og frumlegar hugmyndir útaf frá viðfangsefninu. Fullvinnsla afurða er sameiginlegt markmið sóknaráætlana landshlutasamtakanna á Norðurlandi, SSNE og SSNV. Hægt verður að taka þátt í Hugmyndaþorpinu á meðan að á Nýsköpunarvikunni stendur. Verðlaun frá frumkvöðlafyrirtækjum á Norðurlandi verða veitt fyrir bestu hugmyndirnar sem og virkustu þátttakendurna.

Nýsköpunarferðalag um Norðurland – Rafræn opin hús í frumkvöðlasetrum á Norðurlandi. Með þessum viðburði er verið að bjóða íbúum, fyrirtækjum og stofnunum að kynna sér þá starfsemi sem er í stuðningsumhverfinu til framdráttar og beina ljósi á tækifæri til nýsköpunar sem nú þegar er í boði á Norðurlandi. Myndböndunum verður streymt fimmtudaginn 27. maí kl. 13:00.

Nánari upplýsingar um viðburðina er að finna í viðburðadagatali samtakanna. Streymt verður af Facebook viðburðinum Nýsköpunarvikan á Norðurlandi.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið