Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 26. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:06 0 0°C
Laxárdalsh. 01:06 0 0°C
Vatnsskarð 01:06 0 0°C
Þverárfjall 01:06 0 0°C
Kjalarnes 01:06 0 0°C
Hafnarfjall 01:06 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Róbert Daníel og fjölskylda
Róbert Daníel og fjölskylda
Pistlar | 06. júlí 2015 - kl. 10:46
Blönduós er staðurinn fyrir fjölskylduna
Eftir Róbert Daníel Jónsson

Við fjölskyldan ákváðum að flytja aftur út á land fyrir tíu árum síðan eftir að hafa verið nokkur góð ár í Reykjavík. Ég og konan mín erum bæði frá Bolungarvík þannig að við þekktum vel þá kosti að búa í litlu samfélagi í mikilli nálægð við fallega náttúru. Við erum mjög dugleg að fara í gönguferðir í bænum og okkar og næsta nágrenni og eigum ótal uppáhaldsstaði.

Mig langar að fjalla um útivistar- og afþreyingarmöguleika á Blönduósi fyrir fjölskyldur á ferðalagi. Það sem mig langar þá að skrifa um tengist því að ég fæ oft sömu spurninguna frá vinum, kunningjum og reyndar viðskiptavinum líka þar sem ég starfa sem forstöðumaður í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi sem er „hvað er eiginlega hægt að gera á Blönduósi?“.

Einn vinur minn sem er mikill húmoristi sagði einu sinni, „stoppar maður ekki bara á bensínsjoppunni, skóflar í sig, prumpar og heldur áfram til Akureyrar“. Mig langar að leiðrétta þennan miskilning og benda á hvað er hægt að gera sér til afþreyingar á Blönduósi og þá svoldið fjölskyldumiðað. Blönduós er algjör útivistarparadís, fallegar gönguleiðir, mikið fuglalíf og klárlega staður veiðimannsins þar sem margar þekktustu laxveiðiár landsins eru í næsta nágrenni og veiðivötnin fjölmörg. Sólsetrin eru stórkostleg og sjást svo fallega ef horft er frá ósi Blöndu og út á Húnaflóann.

Það eru margir möguleikar fyrir þá sem vilja stoppa í lengri tíma en mig langar að koma með hugmyndir ef fjölskyldan ætlar að stoppa í ca. 3 tíma á Blönduósi. Þá langar mig að mæla með þremum fjölskyldustoppum sem er hægt er að stokka upp að sjálfsögðu:

Fjölskyldustopp númer 1.
Í fyrstu þá mæli ég með gönguferð í Hrútey sem er eyja sem klífur Blöndu í tvennt. Í eyjunni er mikið fuglalíf og fallegar gönguleiðir í ævintýralegu umhverfi. Eftir gönguferðina er komið að sundferðinni en hér er glæsileg útisundlaug og aðstaðan þar eins og best verður á kosið fyrir fjölskyldufólk; heitir pottar, vaðlaug og rennibrautir. Þannig að það er bæði hægt að fá útrás og ná góðri slökun. Að lokum eftir sundferðina þegar allir eru orðnir svangir er farið á Ömmukaffi og fengið sér hressingu en Ömmukaffi er krúttlegt kaffihús við sundlaugina í gulu húsi sem opnaði í maí. 

Fjölskyldustopp númer 2 (fyrir þá sem eru að koma t.d. frá Reykjavík).
Gönguferð upp með Giljá sem er rétt vestan við Blönduós sem hefst hjá bílaplani móts við bæinn Stóru-Giljá. Gangan er einn kílómetra upp með ánni og svo tilbaka aftur. Þetta er skemmtileg fjölskylduganga meðfram fallegum gljúfrum og endar við Efstafoss. Eftir gönguferðina er tilvalið að koma við á Laxsetrinu á Blönduósi og skoða fróðlega sýningu, lifandi fiska og barnahorn.
Að því loknu er tilvalið að borða á veitingastaðnum Pottinum  sem er mjög barnvænn.

Fjölskyldustopp númer 3.
Hestaferð hjá Hestaleigunni Galsa. Ferðin sem ég ætla mæla með tekur 1 ½ klst. Einnig er hægt að láta teyma undir í gerði sem er tilvalið fyrir þau yngstu, það tekur um 20 mín. Eftir hestaferð tilvalið að leggja bílnum hjá Kvennaskólanum og fara í gönguferð eftir Bakkastígnum, yfir Blöndubrúnna og ganga vestan megin við ánna að ósnum. Í Fuglaskoðunarhúsinu á Einarsnesi eru góðar upplýsingar um fuglana á svæðinu og flott aðstaða til að taka myndir og fyrir sjónauka líka. Góð nestisaðstaða við fuglahúsið, þannig að endilega taka nesti með.

Ég gæti haldið áfram að upp í tillögu númer 100 af fjölskyldustoppi svo margir eru möguleikarnir hér í austur-Húnavatnssýslu til að njóta dagsins með fjölskyldunni í rólegu og fallegu umhverfi í lengri eða skemmri tíma.

Njótið sumarsins.
Róbert Daníel Jónsson Blönduósingur

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið