Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 26. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 02:22 0 0°C
Laxárdalsh. 02:22 0 0°C
Vatnsskarð 02:22 0 0°C
Þverárfjall 02:22 0 0°C
Kjalarnes 02:22 0 0°C
Hafnarfjall 02:22 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Æsustaðatúngarður og Auðólfsstaðahnjúkur
Æsustaðatúngarður og Auðólfsstaðahnjúkur
Pistlar | 06. febrúar 2020 - kl. 09:54
Stökuspjall: Gullkornin í svaðinu
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Nú vildi ég gefa gull mitt allt
að gjaldi í kvæðis stað.
Mér finnst, ég hafi aldrei ort
neitt annað ljóð en það. JT

Þau voru vinir prestshjónin á Æsustöðum og Jónas í Tungu og við vorum sum svo lánssöm að fá að kynnast þessu fólki. Vísnasmiðir voru þeir prestur og Jónas, þó ekki héldu þeir mjög á lofti, sístarfandi og skoðandi mannfélagið sem við tökum þátt í. Við sem nú skröflum og skoðum og fæddumst framni í dölunum sömu mannsaldri síðar en þessir forgöngumenn okkar, við eigum svo margar auðveldar leiðir til samskipta, senda vísur, kveðjur eða einhver dýpri sannindi í tölvupóstum, síma eða finna sér stund og strætó til að skreppa norður og suður.

Svo eiga flestir bíla.

Hólmfríður prestsdóttir vitnar í dagbók Jónasar frá 1945:

Útför Sveins frá Elivogum fór fram í Reykjavík og kirkjuathöfninni útvarpað. Séra Gunnar á Æsustöðum flutti líkræðuna og var það eftir ósk Sveins. Hafði hann látið sr. Gunnar lofa sér þessu áður en hann fór síðast suður. Ræðan var með ágætum og þótt sr. Gunnar flytji að jafnaði mjög góðar líkræður, mun þessi – að mínum dómi – vera í röð þess allra besta sem ég hef heyrt við slík tækifæri. Undir slíkri ræðu hlýtur hugur manns að hefjast langt upp fyrir það hversdagslega og smávægilega og hið sanna gildi lífsins verður um leið miklu ljósara en fyrr. Það þarf meira en í meðallagi leiðinlegt og fúlt skaplyndi til þess að geta þegar í stað, tekið þar til við sem áður var frá horfið – með nöldur og sýtingssemi út af hinum smávægilegustu hlutum en svona getur þetta nú samt gengið til, áhrifin eru ekki djúptækari en svo.

Við erum stundum furðulega ófundvís á gullkornin í svaðinu og okkur sést oftlega yfir það sem gott er og mannbætandi, ekki síst ef okkur finnst við geta gert okkur mat úr því gagnstæða.

En ég held satt að segja, að enda þótt Sveinn hefði um dagana aðeins unnið sér það verk eitt að kveða aðeins eina af sínum bestu vísum og þó að séra Gunnar hefði fæðst til þess eins að flytja ræðuna sem hann flutti í dag, þá hefðu samt báðir til nokkurs lifað og enda leyst mikið hlutverk af hendi í þágu betra og fegurra lífs á jörðunni."

En JT sleppti því í dagbók sinni að velja vísu eftir Svein, þær voru alkunnar og margar áreitisvísur, hann var að klekkja á einhverjum með snjöllum orðum eða rími, en ég ætla nú að finna okkur Sveinsvísu sem ekki er álas en snýr einmitt að áðurnefndum presti. Sveinn bjó uppi á snjóþungum Laxárdalnum og var að þakka presti fyrir að taka hrossin hans í hagagöngu í Æsustaðafjalli:

Þegar hestahaga þraut,
– herti klakatakið
Gunnar prestur skildi skaut
skálds yfir nakið bakið. SH

Frá Ártúnum flutti Jónas til Blönduóss þegar Guðrún Þóranna systir mín var níu ára, en þau JT áttu afmælisdaga 8. og 9. febrúar og af sjálfu sér kom að kaka var bökuð fyrir þau sameiginlega og afmæliskaffið haft annan hvorn daginn.  

Með lokavísu úr ljóði Jónasar í Björk á Blönduósi hófst þetta stökuspjall og ljúka skal því með ljóðinu öllu og spurningunni stóru: Hvað viljum við varðveita, hverju skal hampa og hverju er best að gleyma strax?

Gleymt ljóð

Ég skrifað hafði lítið ljóð
á lúið pappírsblað,
en þótti í engu um það vert
og ekkert skeytti um það.

Svo týndist þetta litla ljóð
og lagðist gleymsku í,
en hending síðar örfá orð
mér aftur færðu úr því.

Þá fann ég þessi fáu orð
úr fyrnsku endurheimt
mér voru ei lengur lítils verð
þótt ljóðið væri gleymt.

Nú vildi ég gefa gull mitt allt
að gjaldi í kvæðis stað.
Mér finnst, ég hafi aldrei ort
neitt annað ljóð en það. JT


Fleiri heimildir um dalamenninguna:
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir: hjá grassins rót Rv 2018
Sveinn Hannesson: https://bragi.mmagnusson.net/hunafloi/visur.php?VID=25266
Bókakaffi í Varsjá og sr. Gunnar í Herdísarvík: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=14211
Ljóð og vísur Jónasar: https://bragi.mmagnusson.net/hunafloi/hofundur.php?ID=16936
Meira um prest og kór: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=12589

Ingi Heiðmar Jónsson
Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið