Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Laugardagur, 27. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 04:48 0 0°C
Laxárdalsh. 04:48 0 0°C
Vatnsskarð 04:48 0 0°C
Þverárfjall 04:48 0 0°C
Kjalarnes 04:48 0 0°C
Hafnarfjall 04:48 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 08. mars 2021 - kl. 09:50
Sögukorn: Merkurfréttir 1917
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

„Mjólkurlítil hefi ég verið í sumar því Skrauta mín veiktist um burðinn í vetur og ágerðist það svo að hún varð steingeld rétt eftir að við komum í vor og er nýbúið að deyða hana. Svarta Skrauta hefur mjólkað heldur lítið en þó ekki verr en hin sumrin. Og svo hafa kýrnar verið þægar í sumar að það hefur aldrei þurft að skipta sér af þeim. Við keyptum snemmbæra kú í vor á 300 kr. og hún er nú að verða geld. Svo erum við að ala upp 2 kvígur. Guðrún systir mín gaf mér aðra þeirra og er hún snemmborin, hin undan Skrautu.

Lítið höfum við veitt í sumar enda höfum við ekki haft nema slæman útbúnað. Einu sinni fengum við um 50 í fyrirdrætti. Það er líka það mesta, en silungurinn er afar góður. Hann veiðist í tjörninni í Vatnsskarðinu. – “

Hér þrýtur bréfið sem Jósefína á Mörk skrifar mágkonu sinni, Stefönu Björnsdóttur í höfuðborginni fyrir rúmum 100 árum, eða 16. sept. 1917. Niðurlagið hefur týnst.

Unga konan er áhyggjufull yfir líðan eiginmannsins, Ólafs frá Ketu í Hegranesi, sem var dögum saman á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í byrjun þessa sama árs en þau flytja þetta vor úr Skagafirðinum vestur að Mörk á Laxárdal, á stórbýlið, sem fyrr var skipt í Stórumörk og Litlumörk 20c og 10c. Öll jörðin var þrjátíu hundruð.

Þar bjuggu á undan þeim Jósefínu önnur ung hjón, Jónína Ólafsdóttir og Jón Pálmason frá Ytrilöngumýri, voru aðeins í tvö ár, 1915-17, fluttu þá aftur að Ytri-Löngumýri í 6 ár áður en þau fluttu vestur að Akri árið 1923.

Jón varð þingmaður sýslunnar tíu árum seinna og sat í þeim sessi í rúman aldarfjórðung eða til 1959 og var þá forseti alþingis hátt í áratug. 

Jósefína segir í bréfinu „rétt eftir að við komum í vor“ en þá hafa þau flutt frá Ketu í Hegranesi vestur í fjalladalinn grösuga, heilsan hefur skánað aftur hjá Ólafi þó þessi krankleiki tæki sig upp fram eftir ævinni og talið var að tengdist hjartataugunum þó hjartað væri sterkt og gott.

Í þessu sama haustbréfi segir Jósefína: „Okkur hefur liðið vel síðan við komum hingað, alltaf verið vel frísk sem ætti þó ætíð að vera fyrir mestu. Heyskapartíðin hefur verið ágæt í sumar og gras nóg, ef nokkur mannskapur hefði verið til að afla þess. Kaupamann höfum við haft í 5 vikur og Guðmundu(elstu systur Ólafs, ekkju á fertugsaldri með 10 ára dóttur, Klöru Jónasdóttir) sem hefur verið alltaf nema 1½ viku sem hún var í Holtsmúla.

Pabbi þinn(tengdafaðir Jósefínu, Björn Stefánsson Ketu) hefur lítið þolað að vera við heyskap í sumar; verður alltaf svo slæmur yfir höfðinu ef hann reynir nokkuð á sig en er annars vel frískur svo við höfum ekki viljað láta hann eiga neitt við það. Honum leiddist nú í vor sem vonlegt var, því tíðin var heldur ekki svo góð, en síðan farið var að heyja og hann hefur séð hvað grasið var gott og landgott yfir höfuð, þá virðist mér hann vel ánægður og oft hefur hann sagt að hefði hann komið hér ungur mundi hann ekki hafa kært sig um að fara héðan.

Engjar eru hér góðar, allt í kringum túnið og hefur mér þótt gott að þurfa ekki að bera mat á engið nema aðeins hálfan mánuð sem var heyjað í parti sem liggur fyrir utan ána sem kemur úr Vatnsskarðinu. Ekki get ég talið að nokkur partur hafi verið sleginn blautur í sumar og aldrei færð nokkur tugga til nema í fyrradag, fáeinir hestar því það blotnaði svo mikið um.

Tvöhundruð hesta fengum við af túninu og er 90 hestum minna en í fyrra og hefur það gert mikið að það var of snemma byrjað á því, þar sem allt spratt svo seint, en svo spratt það afar mikið aftur. Um 250 er komið af útheyi og dálítið úti, enda vika eftir því göngunum var frestað um viku og er það mikil bót ef tíð yrði góð.“

Stefana frá Ketu, mágkona Jósefínu á Mörk, síðar í Holti á Ásum, var mikil bréfa- og sendingakonu, hún geymdi bréf Ólafs bróður síns, mágkonu sinnar, barna þeirra og barnabarna, en hennar bréf eru glötuð. Hún hafði verið kaupakona hjá sr. Lúðvík á Bergsstöðum og taldi til skuldar hjá honum sem verður stundum umræðuefni í bréfum Ólafs bróður hennar, en þó var Jarpur hennar eftirsóknarverðara umræðuefni en Stefana hafði átt hann meðan hún stundaði kaupamennsku í dölunum nyrðra, tímdi ekki að farga honum, svo bróðir hennar var að reyna að finna honum stað og stundum að reyna að selja hann.

Stefana Björnsdóttir rak saumastofu í Reykjavík, hafði stúlkur í vinnu og nutu þess vinir hennar norður í dölunum húnvetnsku eins var seint og snemma önnum kafin við að greiða fyrir lítt kunnugum sveitamönnum í hinni stóru Reykjavík, útbúa sendingar á fatnaði, bókum, dagblöðum jafnvel leirtaui til frændfólks og vina, sem utanbæjar bjó.

Í Stikli 2 eru geymd nokkur af bréfum úr fórum Stefönu, sem unni mjög fæðingarhéraði sínu og þó mest Nesinu góða og hvílir í kirkjugarðinum á Sauðárkróki þar sem sér um sjálfan bæinn, Borgarsand og yfir í Hegranesið sjálft og á Furðustrandir Jóns Ósmann.

Jósefína og Ólafur eiga nær 150 afkomendur segir Íslendingabók sem er líka uppáhaldsbók.

Guðrún Sólveig Pálmadóttir, húsfreyja á Æsustöðum og Bjarnastöðum, einkasystir Jósefínu sem gaf þeim kvíguna, nýfluttum aftur í héraðið, hafði misst mann sinn frá tveim ungum sonum, en hún kom þeim vel til manns og þar dafnar Zóphóníasarnafn, sem maður Guðrúnar hafði borið: Zóphónías Einarsson Andréssonar frá Bólu. Afkomendur Guðrúnar á Bjarnastöðum eru orðnir um 70.

Af börnum Merkurhjóna lifir sú yngsta, Sigríður í Ártúnum, býr á hæðinni fjórðu á Héraðshælinu á Blönduósi.

Systkinin á Mörk urðu fimm, tvö þau elst voru fædd í Ketu:
Helga María Ólafsdóttir í Hnjúkahlíð f. 10. júlí 1915 - d. 1982
Pálmi Ólafsson Holti f. 12. okt. 1916 - d. 2005
Drengur Ólafsson f. 10. ág. 1918 –  dó sama dag.
Ingimar Guðmundur Ólafsson f. 29.jan. 1922 – dó 7. apríl 1938
Sigríður Ólafsdóttir Ártúnum f. 4. nóv. 1924

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið