Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Miðvikudagur, 1. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 18:18 0 0°C
Laxárdalsh. 18:18 0 0°C
Vatnsskarð 18:18 0 0°C
Þverárfjall 18:18 0 0°C
Kjalarnes 18:18 0 0°C
Hafnarfjall 18:18 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Úr kvæðabókinni gömlu sem Jón forseti tók saman um ljóð og vísur nafna síns.
Úr kvæðabókinni gömlu sem Jón forseti tók saman um ljóð og vísur nafna síns.
Pistlar | 16. maí 2021 - kl. 14:06
Stökuspjall: Lítill veraldarbyr
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Blíður er árblær
blíð er dags koma
fylgja henni tónar
töfrafullir
árvakra fugla
sem er eyrna lyst.

Ofanritað stef er úr ljóðum sr. Jóns Þorlákssonar á Bægisá –  birtast í Paradísarmissi Miltons enska, en þá er kvöldið fyrir syndafallið. Skáldklerkurinn á Bægisá hlaut frægð af þýðingum, að snúa erlendum verkum á tungu okkar, þessarar fámennu eyþjóðar sem glímdi við harðindi og skort sem aldrei fyrr á prestsárum Jóns hjá Norðlendingum frá 1788 til dánardags hans 1819.

„Hann virðist hafa búið þar áfallalitlu smábúi, fátækur, en ekki við beinan skort, skipti sér lítt af landsmálum, enda sér þess stað í kvæðum hans, lenti aðeins einu sinni í stórdeilum, sálmabókardeilunni, en fátt virðist í frásögur  færandi. Þrátt fyrir lítinn veraldarbyr hélt hann andlegu þreki til hinstu stundar og lauk síðasta stórvirki sínu í þýðingum skömmu fyrir andlátið.“ Frá ævi skáldsins greinir þannig Heimir Pálsson, dósent frá Uppsalaháskóla, í inngangi að kvæðabók JÞ, sem er nr. 1 í ritröð, gefið út af Rannsóknarstofnun í bókmenntafræði við HÍ,  Rv. 1976.
Sr. Jón kom gangandi norður til sóknarbarna sinna með viðkomu á Hólum í Hjaltadal, en kona prestsins neitaði að yfirgefa æskustöðvarnar vestur í Breiðafirði og fylgja honum á nýjar slóðir – auk heldur fékk hann ekki leyfi til að skilja við hana, en „af kvenhylli hans fóru sögur og sjálfur hefur hann greinilega haft gaman af að gefa þeim byr með hálfkveðnum vísum, hvort sem einhver fótur hefur verið fyrir nokkrum þeirra.“ segir Heimir í áðurnefndum inngangi.

Ljóð Jóns – Spakmæli – er að finna í útgáfu Jóns Sigurðsson forseta sem gaf út ljóð og vísur nafna síns 1842:
1.

Vænt er að kunna vel að slá
veiða fisk og róa á sjá
smíða tré og líka ljá
lesa á bók og rita skrá.

2.
Vænt er að vera valmenni
viljugur með iðninni
þolgóður í þrautinni
þýðlyndur í umgengni.

3.
Sómi er að siðprúðum
sæla fylgir dyggðunum
best er vit í bóknámum
búsæld eykst af hagleikum.

4.
Gott er að þjóna Guði best
geta numið þarfligt flest
hafna styggð, en hýsa gest
hrumum veita aðstoð mest.

5.
Fallegt er að lesa lög
letra fögur vísnadrög
byggja hús og beita sög
blessun stýrir mundin hög.

6.
Gott er að eignast gæðin flest
góða jörð og sauðfé mest
góða konu og góðan prest
góða kú og vakran hest.

7.
Vænt er að stýra sjálfum sér
sómann læra eins og ber
fróðleik nema og fremdir hér
og forðast það sem bannað er.

8.
Frægð er að heiðra foreldra
forlíkjast við jafningja
hlýða góðum höfðingja
hjástoð veita aumingja.

9.
Gott er hóf í gleðinni
geðugt þol í rauninni
sífelld bæn í sorginni
sönn guðhræðsla í meðlæti.

10.
Vænt er að hafa hyggið þel
hugarnæmið gott eg tel.
Fátt er betra en fara vel
og finna Guð með Ísrael.

Rasmus Kristian Rask, málfræðingurinn snjalli heimsótti fólk á ýmsum stöðum og var alls staðar tekið á móti honum af hlýju og gestrisni. Fágaðastir og alúðlegastir voru íbúar Norðurlands, einkum í Eyjafirði, en í júlí 1814 reið hann norður yfir miðhálendi Íslands þar sem hann skoðaði m.a. biskupssetrið aldna, Hóla, heimsótti prestinn og skáldið Jón Þorláksson, rithöfundinn Jón Espólín og amtmanninn og konferensráðið Bjarna Thorarensen skáld.

Jón orti til Rasks:

Fróðri mennt hefir feðra
frummál Norrænu vorra
Rask af rótum visku
réttvel látið spretta.
Engin íslensk tunga
ætlag geti það betur.
Heiðrist ærður af hauðri
höfundur rits og gjöfull!

Á lausu blaði sem Rask hefur ritað á þessa vísu skáldsins stendur öðru megin önnur vísa, sem Rask hefur ort aftur til séra Jóns:

Hvernig skal eg
skáldi Fróns
verðugt ástar
veita þakkir?
Lifi hann lengi!
líði´ honum vel!
skáldi hann margt
að skemmtun þjóða
sjálfum sér
til sóma eilífs
en ljómandi æru
Ísa-hauðri. Rasmus Kristian Rask

Hauður þýðir land.

Ljúkum svo spjalli með lausavísum. Þar birtist grallarinn Jón:

  1. Þegar eg sný frá þessum dal
    þunnri karls ásjónu
    ríða, teyma, reiða skal
    Rauðku, Fálu, Gránu.

     
  2. Margur fengi mettan kvið
    má því nærri geta
    yrði fólkið vanið við
    vind og snjó að éta.

     
  3. Gíslasonar Gísla má
    geta mærðarpenni
    Húnvetninga héraðs frá
    hann er bænum Enni.

     
  4. Gunnlaugur sem hittist hér
    hennar fremst í broddi
    Finns af tungu brynju ber
    bónda fæddur Oddi.

     
  5. Brynjólfur þá borinn telst
    Bjarna klerk í elli
    Skagfirðingur ungur elst
    upp á Mælifelli.

     
  6. Auðunsson er borinn Björn
    Blöndudals í hólum
    hérað kennt við Húnatjörn
    hann á að föðurbólum

Vísur 3.-6. eru  úr Skólaröð í Bessastaðaskóla 1807, eru úr 40 vísna bálki sem hefst með vísunni:

Appolló vill almúgans
eyrum kynnt á blöðum
námsæfingar herlið hans
hýst á Bessastöðum.

Gísli í Enni varð prestur í Vesturhópshólum, Staðarbakka og Gilsbakka, var faðir sagnamannsins góða, sr. Skúla Gíslasonar sem safnaði þjóðsögum fyrir Jón Árnason og ólst upp í Vatnsdal með móður sinni eftir skilnað foreldranna.

Björn Auðunsson er ættfaðir Blöndalsættar.

Í 4. vísu er Gunnlaugur frá Finnstungu talin fremst í broddi fylkingar Appollós.

Rangt ártal hefur birst í fyrra/ársgömlu stökuspjalli, en Jón flytur norður að Bægisá 1788 en skrifað var 1784.

Meira efni:
Ársgamalt spjall um Bæsár-Jón: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=17230
Glefsur úr Paradísamissi J. Miltons: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=5867
JÞ í wikipediu: https://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3n_%C3%9Eorl%C3%A1ksson_%C3%A1_B%C3%A6gis%C3%A1
Bragi – vísnavefur: JÞ: http://bragi.arnastofnun.is/hofundur.php?ID=4
JÞ Kvæði frumort og þýdd – Úrval – Heimir Pálsson bjó til prentunar Rv. 1976
Hugsað stórt í litlu landi/e. Kirsten Rask, þýtt af Magnúsi Óskarssyni Rv. 2019
Íslensk ljóðabók Jóns Þorlákssonar prests að Bægisá, 2 bindi, útg. í Kh. 1842 og 1843. Jón Sigurðsson forseti sá um útgáfuna.

Ingi Heiðmar Jónsson
 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið