Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Miðvikudagur, 8. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 00:04 0 0°C
Laxárdalsh. 00:04 0 0°C
Vatnsskarð 00:04 0 0°C
Þverárfjall 00:04 0 0°C
Kjalarnes 00:04 0 0°C
Hafnarfjall 00:04 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
07. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 21. apríl 2022 - kl. 20:26
Hátíðahöld í tilefni sumardagsins fyrsta í 65. skipti á Hvammstanga
Eftir Guðmund Hauk Sigurðsson

Í dag gekkst Lilla Páls, Ingibjörg Pálsdóttir fyrir hátíðahöldum á sumardaginn fyrsta á Hvammstanga í 65. sinn. Í upphafi blésu Lilla og fjórir aðrir vinir til þessara hátíðahalda til fjáröflunar fyrir gróðursetningu í Sjúkrahúsgarðinum en þau stofnuðu svokallað Fegrunarfélag til að koma því verkefni á koppinn. Sá garður er löngu orðinn dásamlegur unaðsreitur. Hátíðin hefur þróast í ýmsar áttir í gegnum tíðina en alltaf haldið sama kjarna í dagskránni þ.e. skrúðgöngu með Vetur konung og Sumardísina í fararbroddi. Vetur konumgur hefur síðan afhent Sumardísinni völdin. Þau hafa alla tíð verið klædd í búninga sem forvígiskonurnar saumuðu.

Sigurður Helgi Oddsson sonarsonur Lillu ávarpaði samkomuna fyrir hennar hönd og afkomenda þeirra Sigurðar Eiríkssonar. Greindi hann fá því að þetta yrði í síðasta skipti sem Lilla stæði fyrir þessum hátíðahöldum. Búningar sem væru orðnir lúnir yrðu nú teknir úr umferð og komið fyrir á einhverju góðu safni. Rakti hann í stórum dráttum þróun hátíðarinnar í þessi 65 ár en þar hafa eins og gefur að skilja margir komið að málum þó forvígismaðurinn væri alltaf sá sami.

Hátíðahöldin í dag voru óvenju glæsileg og ekki spillti blíðviðrið fyrir. Mikill fjöldi fólks tók þátt í hátíðinni sem að venju hófst með skrúðgöngu hring um bæinn með gamlan farmal í fararbroddi sem Gústi frá Mörk stýrði lipurlega. Staðnæmst var við Sjúkrahúsið þar sem sungið var fyrir heldra fólk svæðisins sem sólaði sig í góða verðrinu. Því næst var farið í Félagsheimilið þar sem valdaskiptin fóru fram og kór yngstu bekkja grunnskólans fluttu sumarlög. Sigurður Helgi ávarpaði síðan samkomuna eins og áður sagði og lék síðan undir á píanó, eins og honum einum er lagið, fyrir söngvara sem fluttu valdar söngperlur úr gamanóperunni Ástardrykknum sem sýnd er í Þjóðleikhúskjallaranum um þessar mundir. Á meðan gæddu gestir sér á heitu súkkulaði og öðrum drykkjum ásamt ilmandi vöfflum með sultu og rjóma og súkkulaðiköku. Á eftir voru spilaðir nokkrar umferðir í bingói með glæsilegum vinningum.

Já og öll þessi skemmtun var ókeypis fyrir gesti og gangandi, geri aðrir betur en Lilla Páls, afkomendur hennar og styrktaraðilar. 17. júní og jafnvel sjómannadagurinn eru víða aðal hátíðisdagarnir í hinum ýmsu bæjarfélögum. Ég fullyrði að sumardagurinn fyrsti er aðal hátíðin á Hvammstanga og sú hátíð sem ungviðið minnist með gleði enda hafa nær allir tekið þátt í henni á einn eða annan hátt.

Lilla Páls ég þakka þér innilega fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur íbúa Húnaþings vestra til að við getum fagnað sumrinu og reyndar ótal margt annað sem ekki verður tíundað hér og veit að ég get svo mælt í orðastað margra samborgara þinna.

Ritað á saddan maga með glöðu sinni á sumardaginn fyrsta 2022.

Guðmundur Haukur

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið