Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 26. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 13:38 0 0°C
Laxárdalsh. 13:38 0 0°C
Vatnsskarð 13:38 0 0°C
Þverárfjall 13:38 0 0°C
Kjalarnes 13:38 0 0°C
Hafnarfjall 13:38 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Guðlaugsstaðir. Mynd: HAH/Björn Bergmann
Guðlaugsstaðir. Mynd: HAH/Björn Bergmann
Pistlar | 19. apríl 2023 - kl. 21:09
Sögukorn: Brothætt gler
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
  1. Byrjar Þórusagan ekki í Blönduhlíðinni, þar sem Víðivellir njóta sólar og frjósemi jökulánna? Þar bjuggu Þóra Brynjólfsdóttir Halldórssonar Hólabiskups og prófasturinn Pétur Pétursson og ólu upp börn sín, Elínborgu á Sjávarborg, Pétur biskup, Brynjólf Fjölnis- og stjórndeildarforstjóra í Khöfn og Jón dómsstjóra í Reykjavík. Páll Valsson 19
     
  2. Þóra Pétursdóttir biskups varð sögu- og rannsóknarefni sagnfræðingsins dr. Sigrúnar Pálsdóttur. Hún skrifar sögu Þóru sem segir frá kjólum og karlmönnum, draumum og glæstum vonum; grátbroslegum stundum í lífi lítillar þjóðar. Þetta er saga um tungumál og tjáningu, um þörf og hæfileika kvenna á síðari hluta nítjándu aldar til að búa til margradda frásögn um umhverfi sitt og þetta tímabil sögunnar sem þrátt fyrir allar ljósmyndirnar og textana er hljóðlaust og frosið. Þóra biskups: Kynning á kápu bókarinnar.
     
  3. Skáldið Jónas úr Öxnadal fór til náms hjá sr. Einari Thorlacius í Goðdölum í tvo vetur áður en hann fór suður á Bessastaði. Pétur og Brynjólfur Péturssynir, Víðivallabræður, komu þar til náms seinni veturinn: … og upp frá þessu verða þeir miklir félagar(Br.P. og Jónas) og entist sú vinátta meðan báðir lifðu. Bræðurnir komu frá miklu menningarheimili og til þess var tekið í sveitinni hversu mikið kapp Pétur prófastur lagði á menntun barna sinna og sparaði hvorki til þess fé né fyrirhöfn. … og Jónas Hallgrímsson smitast af stórhug þeirra Víðivallabræðra. Páll Valsson bls. 19
     
  4. Jónas sest á skólabekk í Bessastaðaskóla haustið 1823, en haustið eftir hefja Víðivallabræður nám við Bessastaðaskóla, og Magnús Eiríksson kom norðan af Sléttu, ævinlega kallaður frater – bróðir.
     
  5. Sama haust kemur af Suðurlandi snaggaralegur piltur sem Jónas dregst að, Tómas Sæmundsson, sonur Sæmundar Ögmundssonar stórbónda í Eyvindarholti. Tómas var um margt ólíkur Jónasi, hvatlegur og röskur og gæddur miklum eldmóði. Þá þegar lá Tómasi mikið á, hann útskrifaðist vorið 1827 eftir aðeins 3 ár í skólanum og fór strax til framhaldsnáms til Kaupmannahafnar. Þaðan skrifar hann Jónasi fjölda bréfa – hin góða vinátta þeirra frá Bessastöðum dýpkar með árunum og þeir verða nánari. Páll Valsson 35
     
  6. Sá ljómi sem nú stafar af Bessastaðaskóla er ekki síst að þakka kennurum Jónasar sem unnu menningarafrek; Sveinbjörn Egilsson með þýðingum á Kviðum Hómers, Björn Gunnlaugsson með landmælingum og Hallgrímur Scheving með orðasöfnun, en hann vann að mikilli orðabók sem reyndar kom aldrei út. Páll Valsson 23
     
  7. Í gær reið þreyttur heim í hlað
    hnípinn ferðamaður
    nú fer hann frá Staðastað
    sterkur, hvíldur, glaður. JHallgr./munnl.geymd – Páll Valsson 310

     
  8. Frá Staðarstað sendir Jónas Konráði Gíslasyni mikið bréf með helstu kvæðum sínum, Séra Tómas Sæmundsson og Alþing hið nýja. Honum hefur því liðið allvel hjá Pétri prófasti, skólafélaga frá Goðdalavetri og Bessastaðaskóla og síðar biskupi, en sr. Pétur hafði áður verið prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd og Helgafelli. Páll Valsson 309
     
  9. Reykjavík var smám saman að öðlast sess sem embættismannabær og árið 1847 var latínuskólinn fluttur þangað frá Bessastöðum og prestaskóli stofnaður. Forstöðumaður hins nýja prestaskóla kemur til bæjarins sumarið 1847. Þetta er hið hávaxna heljarmenni séra Pétur Pétursson prestur á Staðastað, sonur Péturs Péturssonar prófasts á Víðivöllum. Þóra biskups 14
     
  10. Sumarið eftir fór Pétur aftur vestur og sótti konu sína, Sigríði Bogadóttur og tvær dætur þeirra, aðra á sjötta ári en hina um það bil níu mánaða gamla. Pétur og Sigríður höfðu gengið í hjónaband árið 1841, en þá var Pétur þrjátíu og þriggja ára ekkjumaður en Sigríður 23 ára, dóttir Boga Benediktssonar, fræðimanns að Staðarfelli í Dölum. Dæturnar voru Elínborg og Þóra fæddar 1842 og ´47. Þóra biskups 14
     
  11. En við það að giftast Pétri yfirgaf Sigríður allsnægtir heima á Staðarfelli, sem var kirkjustaður og eitt helst höfuðból við Breiðafjörð enda Bogaættin auðug og hafði svo verið síðan ættfaðirinn Brokeyjar-Jón sneri til Íslands  frá Englandi 1604, auðugur að lausafé. Þóra biskups 14
     
  12. Á Staðarstað, hinu nýja heimili Sigríðar, var hins vegar skuldugt bú í hálfgerðri niðurníðslu og fór heimanmundurinn, um 1000 ríkisdalir, að mestu í að byggja það upp og borga skuldir þess. Við þann kostnað höfðu bæst ýmis útgjöld vegna fræðistarfa Péturs í Kaupmannahöfn, sem hann stundaði meðfram prestskap og færðu honum ýmsar nafnbætur og doktorsgráðu í guðfræði árið 1844. Þau hjónin voru því skuldug þegar þau fluttu til Reykjavíkur síðsumars 1848 og þurftu að taka hundrað prósenta lán fyrir framtíðarheimilinu, timburhúsinu á horni Austurstrætis og núverandi Pósthússtrætis.
    – En þar reis síðar stórhýsi, Reykjavíkurapótek. Þóra biskups 15

     
  13. Á biskupsheimilinu er hugsað vel um stelpurnar, Elínborgu f. 1842, Þóru f. 1847. Af móður sinni læra þær allt sem hún kann af kvenlegum iðnum en bókleg fræðsla er í höndum nemenda úr prestaskólanum sem Pétur fær á heimilið til að kenna þeim ensku, þýsku, frönsku, landafræði, sögu og reikning. Þóra biskups 17
     
  14.  Þóra var tveggja ára þegar skólapiltar hrópuðu pereat að Sveinbirni Egilssyni rector, þriggja ára þegar skáldsagan Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen var gefin út í Kaupmannahöfn, fimm ára þegar faðir hennar, sem þá hafði fyrir stuttu verið gerður riddari af Dannebrog, yrkir um hana þessa vísu:

Þóra bæði þekk og góð
þykir öllum vera
á sjötta ári rós gulls rjóð
reynir margt að gera.

Þóra var sextán ára þegar vatnsflóð varð svo mikið í Reykjavík að bærinn skalf af ótta og fólkið æpti í skelfingu, Vér forgöngum!
Og Þóra er átján ára  þegar í allri Reykjavíkursókn búa um 1500 manns í 200 húsum og bæjum, þegar Reykjavík er „ekkert nema húsin og göturnar og þetta fólk“ kúgandi „hvað annað með njósnum og kjaptæði“.
Hér vitnar höf. í Pál Imsland sem er að skrifa um Þorvald Thoroddsen náttúrufræðing. Þóra biskups 18

  1. Efst á Arnarhólstúni, þar sem síðar verður Laugavegur eitt, býr Jón Pétursson dómari, bróðir Péturs og fjölskylda. Jón var giftur Jóhönnu Bogadóttur, systur Sigríðar móður Þóru og átti með henni börn, meðal annarra Jarþrúði, sem er ekki bara frænka Þóru heldur einnig góð vinkona. Eftir lát Jóhönnu giftist Jón Sigþrúði Friðriksdóttur. Með henni eignaðist hann þrjár dætur og tvo syni, Friðrik og Sturlu, sem síðar láta að sér kveða sem stórkaupmenn í Reykjavík. Þóra biskups 23
     
  2. Það er 5. júlí árið 1868 og Þóra er á ferð norður ásamt föður sínum og föruneyti hans. Pétur biskup er að fara í sína fyrstu vísitasíu í Norðlendingafjórðungi. Þangað hefur enginn biskup komið í meira en þrjátíu ár. Þóra biskups 46
     
  3. Það rignir og Þóra er klædd í vaxkápu. Á höfðinu hefur hún hatt úr sama efni. Hún er í hópi karlmanna, meðhöndluð sem „brothætt gler“, en hlutverk hennar og skylda er að gæta lyklanna að matarskrínunum. Hún er tvítug. Þóra biskups 46
     
  4. Í Kalmanstungu fá karlmennirnir að tjalda í túninu, en Þóra fær gistingu í bænum. Þar inni er hópur skólapilta úr Reykjavík og eru að reykja. Gegnum mökkinn sér Þóra stúlku sem hún kannast við úr Reykjavík. Þetta er Kristín Jónsdóttir, prestsdóttir frá Víðidalstungu. Þær fara út fyrir, fá sér göngutúr og rabba saman eins og „kvenfólkinu er lagið“. Þegar þær koma inn aftur hittir Þóra „manninn með djúpu augun“. Þóra biskups 47
     
  5. Um morguninn er ferðinni haldið áfram. Það er hiti í lofti og Þóra og Bogi og Eiríkur Briem ríða saman að Surtshelli og skyggnast inn í munnann. Þóra biskups 47
     
  6. Fyrsti bær norðan heiða sem komið er að eru Guðlaugsstaðir í Blöndudal. Þar búa Guðmundur Arnljótsson bóndi og kona hans Elín, líka Arnljótsdóttir. Að vanda tjalda karlmennirnir úti á túni en Þóra sefur inni í bænum, í rúmi sem er svo hátt uppi að hún verður að fara af kistlinum uppí. Húsfreyjan á Guðlaugsstöðum er hjá Þóru þegar hún háttar og svo spjalla þær saman. Hún segir henni af sorgum sínum og raunum, af barninu sínu sem datt niður um ís á bæjarlæknum og drukknaði. Svo gráta þær báðar. Þóra biskups 47 Guðm. Arnlj. f. 1802, en Elín f. 1797
     
  7. Á bænum er líka níræð kerling sem hamast við prjónana en grætur yfir því að fá ekki að deyja. Það hvarflar að Þóru eitt augnablik að lífið geti leikið mann svo grátt að það sé ekki þess virði að lifa því lengur. Til þessa hefur ekkert gerst í hennar lífi sem hefur fengið hana til að hugsa um slík örlög. Þóra biskups 47
     
  8. Næst er haldið yfir Blöndu og í Skagafjörð, að Víðimýri, þaðan í Glaumbæ og að lokum nær hópurinn að Sjávarborg. Þar býr Elínborg, systir Péturs biskups, elst þeirra Víðivallasystkina. Hún var sögð skáldmælt og hefur ort þessa vísu:

Huggun sú ei metast má
mér sem trúin léði.
Hug að snúa heimi frá
til himinbúa gleði. EP Þóra biskups 48

  1. Á Sjávarborg verða líka miklir fagnaðarfundir því þar er stödd Jarþrúður, dóttir Jóns Pétursson háyfirdómara. Þóra biskups 49
     
  2. Skólabræður og vini hef ég átt í þeim Guðjóni og Gunnari Skarphéðinssonum, allt frá skólaárum okkar á Akureyri upp úr 1960, en langalangafi þeirra Jón Pétursson dómsstjóri var yngstur Víðivallasystkinanna. Á Hagstofunni, hitti ég og kynntist ég frænda þeirra, Áka Péturssyni, merkum hugsuði og hagfræðingi. Að draga saman sögukorn handa lesendum og vildarvinum Húnahorns úr þessum sérstöku og merku bókum þeirra Sigrúnar og Páls og dvelja í leiðinni í huga með fornvinum lífs eða liðnum, er mér mikil unun, megi fleiri njóta og þó væntanlega enn betur ef farið er að glugga í ritin sjálf.

Heimildir:
1.Sigrún Pálsdóttir: Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar 1847-1917 Rv. 2010
2.Páll Valsson: Jónas Hallgrímsson Ævisaga 2. útg. Rv. 2007
3.Soffía Auður Birgisdóttir skrifar um Þóru biskups: https://skald.is/ritdomar/58-skrasetjarar-med-combinationsgafu-thora-biskups?fbclid=IwAR3fbezWk5TlZgkqFt7ZmBL3luh1FZsn4tsHgroVTlBswNCSu74okjv4l1Y

Ingi Heiðmar Jónsson

 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið