Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Laugardagur, 27. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 06:53 0 0°C
Laxárdalsh. 06:53 0 0°C
Vatnsskarð 06:53 0 0°C
Þverárfjall 06:53 0 0°C
Kjalarnes 06:53 0 0°C
Hafnarfjall 06:53 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 15. mars 2024 - kl. 15:08
Sögukorn: Vor Vigdísar 1980
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
  1. Meðan takast menn á hér
    og margir saknæmt rausa
    yfir vaka vil ég þér
    Vigdís makalausa. JG

     
  2. Vigdísarvor kallaði Guðmundur Bergsstaðaskáld vorið 1980, en það sáum við ekki fyrir hvernig þróaðist frekar en veður á ókomnum vikum eða mánuðum, já og áratugum því Vigdís, stjarnan okkar, hefur bæði orðið langlíf, heilladrjúg og áhrif hennar og starfa hennar hafa breiðst víða.
     
  3. Kosning hennar kemur manni iðulega í hug, nú seinast við endurtekna og umdeilda kosningu um lag fyrir Söngvakeppnina 2024, Hera Björk gegn Bashar Murad.
     
  4. Þeir birtust ýmsir, upphlaupsmennirnir til að krefjast nýrra kosninga þegar Vigdís sigraði með 33,8% atkvæða, hálfu öðru prósenti hærri en Guðlaugur Þorvaldsson.
     
  5. Og enn finn ég svo mikla íhaldsmenn meðal vina minna að þeir vilja ekki taka undir með okkur Vigdísarmönnum að kaflaskil hafi orðið í jafnréttisbaráttunni. Nei, það hafi tekist laklega til svo ég noti ekki sterkari orð, held helst að þessi vinur minn hafi verið Albertsmaður, en hvorki Guðlaugs eða Péturs.
     
  6. Ég vil ekki kalla okkur Guðmund Halldórsson teymi og enn síður deild og jafnvel þótt konan hans góða, Þóranna Kristjánsdóttir væri með okkur og aðalmaður eins og konur hafa löngum verið – í hvers kyns útsjónarsemi, kjördrótt er full fornt, en dagar þeir sem í hönd fóru, snerust að sjálfsögðu um framboð, við urðum öll frambjóðendur þessarar fyrstu konu, snerum okkur að þessu stórverkefni, þar sem stjórnmálamaðurinn og fótboltagarpurinn Albert Guðmundsson var einnig í kjöri, annar var góðmennið og hagfræðingurinn Guðlaugur Þorvaldsson, mér kunnur frá þjóðskrár- og haustvinnu á Hagstofunni laust fyrir 1970, var einnig háskólakennari og ríkissáttasemjari og svo sá fjórði, Pétur Thorsteinsson, ráðherrasonur, ráðuneytisstjóri og þrautreyndur garpur úr utanríkisþjónustunni, var farinn að reskjast nokkuð.
     
  7. En hverfum til kosningafundar fram í Árgarði, þangað kom Ófeigur á Reykjaborg, Monikubróðir á gamla hjólinu sínu og fleiri sveitungar, en aðalsprautan fyrir þessum aukafundi, sem varð einnig nokkur aðalfundur, var vinkona og sveitungi okkar Jóa í Stapa, símstöðvarstjórinn og prestsfrúin á Mælifelli, Guðrún Lára, sem þekkti Vigdísi frá skólaárunum þeirra í Reykjavíkurborg og var strax örugg um að þessa konu vildi hún sem forseta og var alls ósmeyk við karlaliðið, sem komið var í framboð.
     
  8. Ekki man ég hvort Jói í Stapa kom til Árgarðsfundarins, en hann lá sannarlega ekki á liði sínu þegar á hólminn var komið, en ég mun hafa hringt út á Krók um morguninn í Önnu og Munda í Skógargötunni til að hvetja þau að koma fram í Árgarð á fundinn, sem var um eða upp úr nóni og Vigdís átti að fara á fund í Varmahlíð um kvöldið og sá fundur var áreiðanlega vel auglýstur.
    En Guðrún Lára fékk þá snjöllu hugmynd að hafa samband við Vigdísi svo koma mætti á öðrum fundi, síðdegisfundi, sem líka var allvel auglýstur með símhringingum innsveitis og varð upphafið að kosningarskrifstofunni á neðri hæðinni hjá Huldu og Lúðvík Hjálmarssyni við Skagfirðingabrautina.

     
  9. Og Vigdís átti með okkur ágætisfund, Lýtingum í Árgarði, fór síðan heim í kaffi að Mælifelli, til Guðrúnar Láru og sr. Ágústs, hinn fundurinn framundan, kvöldfundur með Skagfirðingum í Varmahlíð og ég tel sjálfsagt að Guðrún hafi ætlað og farið  þangað líka, en þau sveitungar mínir, Anna og Guðmundur, settumst inn hjá mér á Lækjarbakka 13 þar sem masað var áfram um nýja ráðagerð sem kom upp í fundarlok, hjá áðurnefndri Guðrúnu Láru, setja kosningarskrifstofu á Krók og kennarinn mig, nýkominn í sumarfrí að stjórna þar húsum og sitja fyrir svörum.
    Anna og Guðmundur, sem bjuggu við Skógargötu 6, buðu fæði og húsnæði, en félagi Jói, vísnasmiður og skáld í Stapa, varð síðan daglegur gestur.

     
  10. GLÁ skrifar í minningabók sína:
    Fyrsti framboðsfundur Vigdísar úti á landi var hjá okkur í Árgarði og mættu þar kjósendur frá flestum bæjum. Þegar fundur hafði verið settur kom eldri maður á hjóli heim að félagsheimilinu. Ég heyrði til hans og opnaði útidyrnar til að bjóða Ófeig á Reykjaborg velkominn. Hann var vel þekktur og á undan sinni samtíð í mörgu. Hann var einn af þeim fjölmörgu körlum sem hafði skorað á Vigdísi að bjóða sig fram. Hún vissi strax hvers kyns var og heilsaði honum með nafni og þakkaði honum fyrir bréfið. Og hreif alla með sér eins og vant var.

     
  11. Svo segir Guðrún frá því í bók sinni – Meðan ég man II 132 – hvernig Vigdísi tókst að heilla dvalargest hennar, vinkonu úr Reykjavík til fylgis við sig með prúðri framkomu og sjarma. Sú hafði áður ætlað að kjósa Albert, vin litla mannsins og Guðrún heldur áfram að rifja upp úr kosningabaráttunni:
     
  12. Rannveig Pálmadóttir, starfsmaður sýsluskrifstofu, var mikill stuðningsmaður Vigdísar. Hún kom iðulega á kosningaskrifstofuna og fór með stóra mynd af forsetaframbjóðandanum í verslun eina. Fáum dögum síðar var þar líka komin stór mynd af Guðlaugi Þorvaldssyni aðalkeppinauti Vigdísar. Rannveig varð reið mjög og þreif sína mynd úr glugganum.
     
  13. Í framboðsblaðið skrifaði Guðrún Lára:
    Það er mikils um vert, að Vigdís Finnbogadóttir er frjálshuga, bjartsýnn og hollur þegn þessa lands. Við fögnum því innilega að hún steig þetta þýðingarmikla skref og heitum á alla sanna og hugsandi Íslendinga að styðja hana til sigurs og velja þar með mikilhæfan leiðtoga í stöðu forseta Íslands.

     
  14. Hvort starfsdagar mínir, kennarans, á skrifstofunni voru 12, 16 eða fleiri þá urðu þarna ýmsir fundir og allir góðir. Ég kynntist bræðraþeli í Hegranesi þegar Þórður á Ríp sendi Guðlaugsmanninn og bróður sinn, Leif í Keldudal með orðsendingu til mín sem ekki var hægt að orða í sveitasímann, Sveinn Sölva var einn af fastagestum hússins, skemmtilegur, hýr og sögumaður, Guðmundur Tryggvason kom vestan úr Blöndudal með fúlgu í kosningarsjóðinn og annar sveitungi minn, sömu erinda, minnir helst að hafi verið Sigurður á Fossum, kennaradóttirin Guðrún sem ekki mátti kjósa vegna æsku sinnar kom með kunningjakonu, nýflutta í Krókinn og kannski aðeins óráðna og við trúðum því að hún hafi gengið einörð út til kosninga. Já og svo kom auðvitað húsbóndinn af Skógargötunni, bókavörður og rithöfundur Guðmundur Halldórssonar frá Bergsstöðum í Svartárdal. Það var vorið hennar Vigdísar – og okkar hinna þar með. Hún kom og fengum fjölsóttan og góðan fund á Krók. Þorsteinn oddviti á Varmalandi hringdi til mín framan úr Sæmundarhlíð og lauk samtalinu með vísunni spásagnarlegu:

    Giftum manni er voðinn vís
    – við skulum hætta að rausa –
    en meirihlutinn kátur kýs
    konu makalausa. ÞÁ

     
  15. Sem betur fór var Jói nærstaddur þar á kosningaskrifstofunni svo Þorsteinn fékk svar um hæl:

    Meðan takast menn á hér
    og margir saknæmt rausa
    yfir vaka vil ég þér
    Vigdís makalausa. JG

     
  16. En það kom að kosningadegi og þá kom til liðs sjóaður og frækinn heimamaður og Króksari, með traustar rætur vestur í Svartárdal, Hörður Ingimarsson að nafni og sat þennan dag á skrifstofunni, tók við taumunum en ég þurfti fram í Árgarð að kjósa en fór svo flugleið suður til Reykjavíkur í launaða sumarvinnu á mánudegi. En þar tóku Reykjavíkursystur mínar móti mér og fóru með mig í kosningapartý hjá vinum sínum, Guðlaugsfólki, svo miklu alúðarfólki að það var eins og ég hefði unnið fyrir þeirra mann síðustu vikur. En við Hörður höldum sambandi og leitum að fleiri kosningavísum frá vorinu góða og kannski setur hann nokkra þanka á þrykk, sér í lagi ef þær koma úr kafinu og einhverjum blaðakassanum.  Margur lagði hönd á plóg og heill fylgdi starfi og ráðagerðum.

Ítarefni: Ný sýning: https://loftskeytastodin.hi.is/ljadu-mer-vaengi/?fbclid=IwAR2abuLi7bm_xl4gBlCu4W6HmFCbQkkmeJyCxcYw1fjWqdIZfumrddHGU1s
Kosningarnar 1980: https://is.wikipedia.org/wiki/Forsetakosningar_%C3%A1_%C3%8Dslandi_1980
Guðrún Lára Ásgeirsdóttir: Meðan ég man II  Rv. 2016
Vísa Þorsteins á Varmalandi: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/visur.php?VID=26686

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið