Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Laugardagur, 27. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 09:56 0 0°C
Laxárdalsh. 09:56 0 0°C
Vatnsskarð 09:56 0 0°C
Þverárfjall 09:56 0 0°C
Kjalarnes 09:56 0 0°C
Hafnarfjall 09:56 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Eiðsstaðir í Blöndudal. Mynd: Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu
Eiðsstaðir í Blöndudal. Mynd: Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu
Pistlar | 22. mars 2024 - kl. 10:25
Sögukorn: Varir á blautum öldum
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
  1. Horfinn er þangað hugurinn.
    Hrakningar, leitir, villa
    ónáða byggðamanninn minn
    mögnuðum kitlum fylla.
    Horfinn er þangað hugurinn,
    hvenær sem gengur illa.

    Sigurður gaf út tvær ljóðabækur, Sandfok 1940, Rætur og mura 1955, en ferða- og hestabækur skrifaði hann líka og fyrst hreif hann mig með bók sinni Einn á ferð og oftast ríðandi.

     
  2. Að Anna og Jón, verðandi Brúnarbændurnir hafi látið einn brúnan hest fyrir jörðina er ótrúleg sögn – Brún fyrir brúnan – en sögur lifa og þroskast og bera tíðarandanum stundum sterkasta vitnið. En umrætt var, að Sigurbjörg Frímannsdóttir, ekkja Jóns á Brún Hannessonar, bróður Önnu, hafi flutt þaðan ófús, er nýju bændurnir komu, flutti vestur um haf.
     
  3. Hulda á Höllustöðum/frá Guðlaugsstöðum, var náfrænka Sigurðar, mælir svo eftir látinn frænda sinn:
    „Ljóst er mér í minni er þú, fyrir tæpum fimmtíu árum, komst á heimili foreldra minna ásamt heitmey þinni, Guðrúnu Kristjánsdóttur. Mikið voruð þið hamingjusöm og glöð. Þá var vor um Norðurland og fögur fyrirheit. Þið komuð á hestum, allar leiðir norðan úr Fnjóskadal, til að sækja heim frændur þína og vini í Húnaþingi.
    Að tveimur árum liðnum var kona þín látin, - „hjartað unga hætt að slá og hýra augað brostið."-

     
  4. Indriði sonur þeirra lifði en móðirin dó, hann ólst upp hjá móðursystur sinni og manni hennar, en Benedikt frá Hofteigi skrifar er Sigurður kom  síðar til kennslustarfa austur á Jökuldal:
     
  5. „Mér varð ákaflega vel við manninn, skildi að hér var fágætur maður á ferð, hinn besti og traustasti drengur og leyndi það sér þó ekki, að þar bar hann þröng er rúmt skyldi vera. Sigurður var oftar á ferð og fór aldrei fram hjá Hofteigi. Undir sumarmálin var hann á ferð hjá okkur og gisti. Þá var Sigurður glaður og í allri okkar viðkynningu sá ég aldrei eins rúmt um hjartað í Sigurði og í þetta sinn."
     
  6. Í Landeyjum

    Mér líður svo unaðslega
    í leikandi svala blænum.
    Það velta svo allavega
    votar bárur á sænum
    og sandurinn úðann eimir
    og „Eyjarnar" töfraðar dreymir
    og „Gljáin" er horfin af glænum.

    Og vangana sólin vermir
    og varir á blautum öldum
    og hafið það eftir hermir
    og hendir af báruföldum
    blikandi, bjarmandi glömpum
    sem brimill sletti af kömpum
    að sandinum kominn á kvöldum.

     
  7. Rekjum áfanga Sigurðar með því að glugga í Kennaratalið:
    1898 Sigurður fæddur á Brún
    1915 Gagnfræðapróf Akureyri
    1919 Kennarapróf
    jan. ´17-18 Heimiliskennari í Háls-, Ljósavatns- og Bárðd.hr.
    1919 – 21 Eftirlitskennsla Reykdælahreppi
    1921-´23 & 1925-28 Kennari Hrafnagilshreppi
    1923-´24 Kennari Svalbarðsstrandarhreppi
    1924-´25 Heimiliskennari Hálshreppi
    1928-´30 Kennari Austur-Landeyjum
    1931 - ´33 Kennari Svínavatnshreppi
    1933 - ´34 Kennari Jökuldal
    1934 - ´42 Kennari Öngulstaðahreppi
    1942 - ´44 Kennari Hörðudalshreppi
    1943 - ´44 einnig Skógarstrandarhreppi
    1944 – ´45 Miðdalahreppi
    1945 - ´47 Andakílshreppi
    1947 - ´54 Skorradalshreppi.
    1954– dd bjó Sigurður í Reykjavík
    vann sem vaktmaður hjá Skeljungi hf.
    -         Sigurður lést 1968

    Bækur: Sandfok ljóð 1940
                    Einn á ferð og oftast ríðandi, ferðapistlar 1954
    Rætur og mura ljóð 1955
    Stafnsættirnar 1964 

     
  8. Minningarorð Huldu á Höllustöðum – seinni hluti:
    „En þótt dimmi að kvöldi þá gránar ætíð aftur fyrir degi. Það getur verið hrollkaldur morgunn, en morgunn þó, með einhverjum fyrirheitum. Sonur ykkar, Indriði, lifði og var í góðum höndum hjá Helgu móðursystur sinni, konu Arnórs Sigurjónssonar, er reyndist honum sem besta móðir. Þakklæti þitt til frú Helgu var ótæmandi.

    Tíminn leið. Þú kenndir börnum, sýslaðir um hross, varst fylgdarmaður náttúrufræðinga á sumrum, en það var þér að skapi því heiðalöndin áttu hug þinn. Síðar átti fyrir þér að liggja að kvongast aftur gáfaðri og góðri konu, Þorgerði Stefánsdóttur í Kristnesi, en ykkur varð heldur ekki langra samvista auðið. Dauðinn kom. Svo firna stríð voru þau örlög.

    Ein tryggðavina hvarf þér þó aldrei, og það var ljóðadísin. Að vísu var samkomulag ykkar með nokkrum hnökrum framan af, en það batnaði stöðugt og varð að lokum til fyrirmyndar. Þér voru aldrei boðin skáldalaun ,- óskaðir heldur ekki eftir þeim-, og vel er það. Síðari ljóð þín sum hver voru listilega fáguð, og einnig þýðingarnar.
    Þú lékst þér með dýra hætti.

    Sem betur fór hafði gæfan ekki alveg gleymt þér. Þú áttir eftir að eignast skyldulið og heimili, elskulega tengdadóttur, Svövu Þorsteinsdóttur, og yndisleg sonarbörn, Guðrúnu og Sigurð. Nú áttir þú nokkuð að unna og bera umhyggju fyrir, þar sem var heimili sonar þíns, og þú hafðir þann metnað að vilja vera niðjum þínum betri en enginn. En löng og daufleg hefur mörg vökunóttin hlotið að verða þér, sem vökumanni á olíustöð. Þú, sem elskaðir birtu, gróður, víðáttur, útilíf og hesta.

    Hugbót var það nokkur að Pegasus var venjulega skammt undan, og þú gast skroppið á bak þegar tóm gafst til og teygt úr honum töltið, já lofað honum að stökkva stundum.
    Nú er þetta liðna tímans, en þú varst ætíð góður gestur. Ég þakka allar snjöllu vísurnar og öll átakanlegu, hrífandi kvæðin sem þú last mér, þakka orðkynngi þína og snillisvör.
    Aldrei framar fæ ég bréf með þinni snyrtilegu og fögru rithönd og gjarnan litlu ljóði, ýmist frumsömdu eða þýddu, og oft nokkrum harmatölum svona í bland, enda engin mynd raunhæf án skugga.

    Ef þú nú, Sigurður minn, skyldir hitta fyrir á ókunnum víðáttum jarpa hryssu með unað í hverri hreyfingu, og ef hún skyldi lyfta höfðinu með göfugum yndisþokka og líta á þig tindrandi augum og hneggja ofurlágt og mjúklega, þá berðu Vöku kveðju mína."

     
  9. Veðurhljóð

    Veinar í skörðum vindurinn.
    Var hann á mig að kalla?
    Eiga eg vildi annað sinn
    útkomuleið til fjalla.
    Horfinn er þangað hugurinn,
    hvenær sem stormar gjalla.

    Horfinn er þangað hugurinn.
    Hlæjandi minning lokkar
    þegar fjörlega fákurinn
    fiðrar við taum og brokkar.
    Horfinn er þangað hugurinn
    hestur er fram hjá skokkar.

    Horfinn er þangað hugurinn.
    Hrakningar, leitir, villa
    ónáða byggðamanninn minn
    mögnuðum kitlum fylla.
    Horfinn er þangað hugurinn
    hvenær sem gengur illa.

    Og lesum og ígrundum ljóð Sigurðar í Mjódd fi. 11. apríl kl. 14. Kaffi og kleinur.
    Safnaðarheimili Breiðholtskirkju.

    Stökuspjall um Sigurð frá Brún: https://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=20902

 

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið