Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Mánudagur, 29. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 20:30 0 0°C
Laxárdalsh. 20:30 0 0°C
Vatnsskarð 20:30 0 0°C
Þverárfjall 20:30 0 0°C
Kjalarnes 20:30 0 0°C
Hafnarfjall 20:30 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
Pistlar | 16. maí 2016 - kl. 16:29
Stökuspjall: Vatn í læk og á
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Nú er hljótt um haf og rótt.
Hjúpar nóttin engi.
Ég hef sótt mér sælugnótt
á sumaróttu lengi.

Vorkoma hefur lengi verið vinsæl yrkisefni og sýnist muni verða, en vísuna hér að ofan orti Skarphéðinn Bjarnason Neðra-Vatnshorni. Þórarinn á Skúfi kvað hringhendu af sama tilefni:

Fjall úr híði hraðar sér,
hvamma prýði skorið.
Ó, það bíður eftir þér,
yndis blíða vorið.

Meðal merkisbóka skáldsins Hannesar Péturssonar frá Sauðárkróki er ein frá 1973 og heitir Ljóðabréf. Bókin er í 40 þáttum, og eru sumir mjög stuttir – og hnitmiðaðir. Stundum sögulegir þankar, en fá farveg í myndauðugri elfu með öðrum þönkum skáldsins.

Í 6. þætti segir höfundur okkur frá „dálæti sínu á bergvatnsám sem renna straumkvikar um malarbotn, ísbláan malarbotn. Hvergi gróðurslý, silungalaust bergvatn sem fellur með söng ofan úr fjöllunum. Það er gagntært mestan part ársins, en ólgar þegar það brotnar á steinhnullungum. Það streymir eftir möl, brotnar til skrauts, að því er virðist, á steinhnullungum og syngur og skemmtir í eyðidölum áður en það nær til byggða. Það rennur utan og ofan við stangveiðifélögin og leigutekjur bænda. Frjálst vatn ofan úr fjöllunum. Slíkt bergvatn er oftast kalt. Og hvergi er jafngott að slökkva þorsta sinn. Maður vantreystir ekki drykkjarvatni sem streymir um ískaldan malarbotn. Og það gera dýrin ekki heldur. Ungir hestar stíga fram á bakkann, teygja höfuðið niður að vatnsborðinu og svolgra nægju sína.“

Óður til vatns kviknaði einnig hjá norska skáldinu Nordahl Grieg í ljóði sem heitir Vatn:

Þetta er mig oft að dreyma:

Að ég liggi þarna og svelgi.

Freyðir um og yfir báða
úlnliðina vatnið kalt.
Stinnum hnúum stutt í botninn.
Steinar marka för í holdið
við hinn svala þunga þrýsting.
Þannig sé og finn ég allt.

Skáldið rabbar við lesandann í miklum trúnaði:

Veistu hvað ég þrái, – þó að

Það sé bara til að hlæja að –
og ég gæfi af ævi minni
ár til þess að sjá og fá
–       hvað mig er að dreyma á daginn
–       hvað mér veldur vöku um nætur?
Vatn í læk og á.

Vatn, sem streymir, vatn sem niðar
vor og haust með sínu lagi.

Geturðu skilið þessa þrá.

Þýðandi þessa ljóðs, Magnús Ásgeirsson, kom ofan úr Lundarreykjadal til að sinna bókmenntum út við sundin blá. Magnús þýddi líka þetta vísukorn eftir Goethe:

Hvar sem söngvar hljóma þér
hefurðu samfylgd góða.
Vondum mönnum var og er
varnað allra ljóða.

Vísað er til:
Skarphéðinn á Neðra-Vatnshorni: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=s0&ID=16193
Vatnið heima, ó Drottinn minn: http://jam.blog.is/blog/jam/entry/325919/
Lög við nokkur ljóða MÁ: http://thorhrod.mmedia.is/maasg/maasg.html
Eldra stökuspjall: http://www.huni.is/index.php?cid=12707
Nýhafið verkefni á Stikilsvef: Skáld við Húnaflóa: http://stikill.123.is/blog/2016/05/13/748717/   

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
Jóhann Örn Finnsson. Mynd: hunathing.is
Jóhann Örn Finnsson. Mynd: hunathing.is
Fréttir | 29. apríl 2024 - kl. 15:13
Jóhann Örn Finnsson hefur verið ráðinn í nýtt starf tengslafulltrúa á fjölskyldusviði Húnaþings vestra sem auglýst var á dögunum. Tengslafulltrúi mun starfa með ungmennum í sveitarfélaginu í samræmi við áherslur farsældarlaga og er tengiliður þeirra við stjórnkerfi og stofnanir. Hann mun leitast við að aðstoða ungmenni við að finna ástríðu sína og vinna að henni með fjölbreyttu tómstundastarfi og stuðningi, eins og segir á vef Húnaþings vestra.
Glaðheimar
Fréttir | 29. apríl 2024 - kl. 15:07
Skagabyggð heldur íbúafund í Skagabúð sunnudaginn 5. maí næstkomandi klukkan 14. Á dagskrá fundarins eru sameiningarmál og önnur mál. Farið verður yfir stöðu sameiningarviðræðna við Húnabyggð og annað það sem liggur á íbúum að ræða.
Pistlar | 29. apríl 2024 - kl. 14:31
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Á ævigöngunni hvort sem það er nú í gleði eða sorg eða bara þegar við mögulega kunnum að sigla einhvern lygnan sjó um stutta stund, þá er það mín reynsla að ekkert sé dýrmætara og betra en að fá að hvíla í mætti og undri andans heilaga og góða og bænarinnar. Því þótt yfir mig fenni aða ég verði undir fargi vonbrigða og volæðis, þá bið ég þess að kærleikur þinn, góði Jesús, mér bjargi nú og um alla framtíð, líkt og fyrri daginn.
Frá hópslysaæfingu við Blönduós árið 2011. Mynd: Birgir Ingólfsson.
Frá hópslysaæfingu við Blönduós árið 2011. Mynd: Birgir Ingólfsson.
Fréttir | 29. apríl 2024 - kl. 11:45
Lögreglan á Norðurlandi vestra auglýsir eftir fólki til að taka þátt í hópslysaæfingu og leika fórnarlamb eða jafnvel óttasleginn ættingja, eins og segir á facebooksíðu hennar. Þar kemur fram að nýverið hafi verið haldin kynning fyrir unglinga í Húnaskóla um hlutverk og mögulega aðkomu að æfingunni. Æfingin verður haldin 11. maí næstkomandi og hægt er að senda tölvupóst á netfangið nordurland.vestra@logreglan.is og tilkynna þátttöku.
Pistlar | 29. apríl 2024 - kl. 09:25
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Nú birtist Þröstur og við sem lesið höfum sr. Árna og Þórberg erum æ síðan ginnkeypt fyrir góðum ævisögum, síðast varð ég upptekinn af ævisögu sr. Sigurjóns úr Arnarfirðinum, eftir sumarferð Húnvetninga vestur 2023, Undir hamrastáli heitir hún sú góða bók eða eitthvað í þá áttina. En nú er komin ný bók, nýsamin af Þresti, ekki bara ævisaga, líka landssaga, þjóðarsaga og spurningin vaknar, er hún heiðarleg? Jú, það sést á þættinum um soninn Eilíf Örn og fleiri, málfarið er skínandi gott og víða frumlegt
Fréttir | 29. apríl 2024 - kl. 09:13
Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Húnabyggð 1. maí, sem er miðvikudagur að þessu sinni, undir yfirskriftinni Sterk hreyfing - sterkt samfélag. Kaffiveitingar verða að venju í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst dagskráin klukkan 15. Boðið verður upp á fábæra tónlist og söng. Ræðumaður dagsins er Sigurey A. Ỏlafsdóttir, formaður Stéttarfélags Samstöðu. Afþreying fyrir börnin. Kvenfélag Svínavatnshrepps sér um glæsilegar veitingar.
Halla Hrund. Mynd: Aðsend
Halla Hrund. Mynd: Aðsend
Fréttir | 28. apríl 2024 - kl. 21:53
Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að framundan eru forsetakosningar. Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir verður á ferð og flugi um Norðurland í vikunni og býður heimamönnum til opinna funda og samtals um embætti forseta Íslands. Tveir fundir verða í Húnavatnssýslum, í Víðigerði og á Blönduósi.
Katrín M. Guðjónsdóttir framkvstj. SSNV og Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitastjóri undirrituðu samninginn. Mynd: ssnv.is
Katrín M. Guðjónsdóttir framkvstj. SSNV og Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitastjóri undirrituðu samninginn. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 27. apríl 2024 - kl. 10:03
Húnaþing vestra og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa undirritað samning um 10,5 milljón króna styrk til uppsetningar samfélagsmiðstöðvar og tæknimiðstöðvar í anda FabLab smiðju í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Verkefnið, sem nefnist Hjartað í Húnaþingi vestra, snýst um að koma upp nýsköpunar-, viðgerða- og þróunaraðstöðu fyrir íbúa á svæðinu, sem og aðstöðu fyrir félagsstarf.
Verkefni um land allt. Mynd: stjornarradid.is
Verkefni um land allt. Mynd: stjornarradid.is
Fréttir | 27. apríl 2024 - kl. 09:43
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, úthlutaði í gær úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2024. Alls bárust 125 umsóknir um styrki, fyrir rúmlega 2,9 milljarða króna, til verkefna að heildarfjárhæð rúmlega 4 milljarða. Að þessu sinni hljóta 29 verkefni styrk úr sjóðnum, samtals að fjárhæð 538,7 milljónir króna, og dreifast þau um land allt. Tvö verkefni í Austur-Húnavatnssýslu fengu styrk.
Fréttir | 26. apríl 2024 - kl. 10:39
Fimm textíllistamenn í Kvennaskólanum á Blönduósi halda sýningu í skólanum í dag klukkan 17-19 og nefnist hún Warped. Listamennirnir eru Siri Petterson og Klara Gardtman frá Svíþjóð, Brianna Dunn frá Kanada og Linda Lemire og Kristen L´Esperance frá Bandaríkjunum. Allir eru velkomnir.
Fréttir | 26. apríl 2024 - kl. 10:32
Stóri plokkdagurinn er á sunnudaginn. Íbúar sveitarfélaga eru hvattir til þess að taka þátt í deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni, eða á öðrum vel völdum svæðum. Í Húnaþingi vestra verður plokkað alla helgina og ætla krakkar í leik- og grunnskólanum að ríða á vaðið og byrja að plokka í dag. Hægt verður að nálgast plastpoka í sundlauginni á opnunartíma og þar verður einnig hægt að losa sig við ruslið í ruslakör.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 22:20
Síðdegis á laugardaginn er upplagt að kíkja í heimsókn til listamannanna í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd. Hægt er að skoða og spjalla um verk þeirra og njóta fjölbreyttrar og skapandi tjáningar, þar á meðal teikninga, málverka, bókmennta og kvikmynda. Allir eru velkomnir á laugardaginn 27. apríl klukkan 16-18 að Fjörubraut 8.
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 21:19
Eins og flestir vita þá lenti Ingimar Emil Skaftason í alvarlegu slysi í Þýskalandi þann 28. mars sl. Hann er byrjaður í endurhæfingu en þurfti að fara í þriðju aðgerðina í morgun 25. apríl. Þessu fylgir mikill kostnaður og því hefur verið hrundið af stað söfnun fyrir hann.
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:33
Húnahornið óskar Húnvetningum sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið