14:24 |
29. sep. 2023 |
Sögukorn: Einn sem náði langt
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Þrautahrelling þyngir spor / þjakað ellin getur; um andans velli er eilíft vor / enginn fellivetur.
Þetta er lagleg vísa, segir Stefán. Ég hef ekki heyrt hana. Er hún norðlenzk?
Já, Stefán minn, norðlenzk er hún, og ég lærði hana af höfundinum sjálfum, Stefáni nokkrum Sveinssyni, fyrir 17 árum. Þá varð Stefán undrandi, og mér er næst að halda, að hann hafi gleymt giktinni um stund. |
20:51 |
27. sep. 2023 |
Togstreita trúarinnar
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Við hljótum að þekkja það öll sem einhvern tíma eða jafnvel daglega þurfum að takast á við einhverskonar áskoranir að ég tali nú ekki um erfiðleika eða mótdrægni á ævinnar vegi að óboðnir kynlegir kvistir og kynstrin öll af dulúð, dimmu og doða læðist aftan að okkur og toga í okkur og reyna að fylla okkur af ranghugmyndum svo við villumst jafnvel tímabundið af leið. Og spyrjum: Af hverju? Af hverju ég? |
09:35 |
25. sep. 2023 |
Burt með sjálftöku og spillingu
Eftir Sigurjón Þórðarson
Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum. |
10:49 |
24. sep. 2023 |
Þættir úr sögu sveitar: Sauðanes, sú góða jörð
58. þáttur. Eftir Jón Torfason
Sauðanes var í eigu Þingeyraklausturs umboðs og taldist 36 hundruð að dýrleika. Þar voru nokkuð tíð ábúendaskipti lungann úr 18. öldinni en árið 1775 komu þangað Jón Sveinsson (1738-7. nóvember 1802) og Sigríður Jónsdóttir (1751-14. febrúar 1830). Þau áttu sér eina dóttur barna sem komst til fullorðinsára en sú stúlka, Ólöf að nafni (1778-14. mars 1814), virðist ekki hafa náð fullum þroska. |
08:17 |
23. sep. 2023 |
Sögukorn: Bókin tíunda
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Bókamarkaðinn blessa má og þangað leiddi mig frú Lukka föstudaginn 15. september síðastliðinn. Ég skrapp frá Bakkaflöt til Akureyrar til að heimsækja Safnasafnið sem var að ljúka sumarsýningum um þessa helgi svo Bókamarkaðurinn varð algjör aukageta eða uppbót/bónus, keypti þar dýrindis myndabók með hafnfirskum skáldum og listamönnum. |
16:17 |
19. sep. 2023 |
Verndun villtra laxastofna
Eftir Bjarna Jónsson
Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða.
Það þarf nú þegar að hefjast handa við endurskoðun á áhættumati erfðablöndunar við norska eldislaxa og grípa til annarra þeirra aðgerða sem þörf er á til að vernda stofnana. |
09:29 |
13. sep. 2023 |
Söguferð 7. september 2023
Eftir Svölu Runólfsdóttur, Elínu S. Sigurðardóttur og Dagnýju Sigmarsdóttur
Á Norðurlandi vestra er safnastarf fjölbreytt og breiddin umtalsverð. Byggðasöfn, héraðsskjalasöfn og bókasöfn eru starfandi fyrir allt svæðið. Í landshlutanum er einnig að finna áhugaverð sérsöfn og margvíslega miðlun sem byggir á sögulegri, náttúrutengdri og menningarlegri sérstöðu. |
09:08 |
12. sep. 2023 |
Að ramma hvern dag og öll lífsins verkefni inn með signingu og bæn
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Það er svo gott að vita til þess og fá að hvíla í því trausti sem fylgir því að fá að ramma daginn og hvert lífsins spor og verkefni inn með signingu og bæn. Í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda. Í trausti þess að hann muni yfir vaka og vel fyrir sjá. Okkur var að vísu aldrei lofuð auðvel ævi. Það eina sem öruggt var þegar við fengum dagsbirtuna í augun var að fyrr eða síðar myndu augu okkar bresta og hjartað hætta að slá. |
12:53 |
10. sep. 2023 |
Þættir úr sögu sveitar: Örvasa kona deyr í Holti
57. þáttur. Eftir Jón Torfason
Þann 4. nóvember 1819 baðst gistingar í Holti Helga nokkur Eyjólfsdóttir (1774-2. maí 1821). Sennilega hefur hún verið langveik og þrotin að kröftum þótt það komi hvergi beinlínis fram og dánarmein hennar er ekki skráð. En í Holti dvelur hún um eitt og hálft ár, og þyngir sífellt. Mest af því sem vitað er um þessa konu kemur fram í fáeinum bréfum sem eru skráð síðasta æviár hennar. |
08:56 |
09. sep. 2023 |
Sögukorn af laugamasi
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Til fundar við fortíð er stór hluti af viðfangsefni daganna, öll segjum við sögur, lífsreynslu-, ófara- og skemmtisögur, sagnfræðingar skrifa, kenna, flytja fyrirlestra, þjóðfræðingar bera saman samfélög og tímabil, félagsfræðingar huga að enn öðru og yfirleitt erum við öll stöðugt að rannsaka og finna eitt og annað sem við viljum bera á borð fyrir vini, nemendur - nú eða aðra rannsakendur og viljum jafnvel stundum meina, m.k. höldum, að við séum að bæta heiminn og í leiðinni þá sem þar rölta um grundir og stíga. |
15:54 |
04. sep. 2023 |
Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi
Eftir Sigurjón Þórðarson, varaþingmanns Flokks fólksins í NV-kjördæmi
Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Kvótakerfið hefur skilað helmingi minni afla á land en fyrir daga þess og kvótaþegar hafa komist upp með að selja helstu útflutningsafurð þjóðarinnar í gegnum skúffufyrirtæki í skattaskjólum. |
20:19 |
03. sep. 2023 |
Stökuspjall: Stuðlaföll hjá kumbli Jóns
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Þó að leiðin virðist vönd / vertu aldrei hryggur; það er eins og hulin hönd / hjálpi er mest á liggur. Jón S. Bergmann 1874-1927. Þessi hughreystandi vísa áskotnaðist mér einhvers staðar á vegferð minni meðan ég sat í öðrum bekk unglingadeildar á Blönduósi 1960-61, hljóp í boltaleik með Gumma Ara, Gesti Þóra og öllum hinum í löngu frímínútunum, á vellinum markalausum í brekkunni fyrir utan skólann og sigurinn fólst í því að halda boltanum á vallarhelmingi mótherjanna meðan skólabjallan hringdi inn. Voru auðveldar reglur og spöruðu dómara. |
21:09 |
29. ág. 2023 |
Sögukorn af prestinum í Hindisvík
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Góðir áheyrendur. Á námsárum mínum í HÍ - fyrir rúmum 50 árum - komu upp fréttir, voru að mig minnir í blöðunum, að prestur á eftirlaunum væri farin að stúdera fornmál við háskólann, gríska var málið, en latínu hefur hann án efa lært á námsárum sínum til stúdentsprófs. Þarna birtist Sigurður Norland, skáldprestur og hugmaður af Vatnsnesi og hafði þjónað Tjarnarprestakalli þar sem prestarnir sátu að jafnaði en óðal Sigurðar horfði við norðri - við bláma Húnaflóans, seildist til tærra himin- og listalinda þar sem sr. Sigurður bjó við Hindisvík yst á nesinu og þjónaði þaðan sóknarbörnum sínum. |
11:14 |
26. ág. 2023 |
Þættir úr sögu sveitar: Hugmynd um vinstri handar brúðkaup
56. þáttur. Eftir Jón Torfason
Á stóru búi þarf margar hendur til að sinna störfunum, bæði innan bæjar og utan. Að jafnaði eru í Holti í tíð Þorsteins Steindórssonar og Margrétar Jónsdóttur 2-3 vinnukonur og álíka margir vinnumenn, þó virðast þeir oft heldur færri en vinnukonurnar. Skal það fólk ekki allt upp talið en nefna má að talsverð tengsl virðast vera við fólkið frá Ægisíðu í Vesturhópi. Sveinn Guðmundsson (f. 1791) kom sem vinnumaður að Holti en krækti í Ingibjörgu heimasætu. |
11:52 |
24. ág. 2023 |
Finnum ástríðu okkar og þróum hana
Eftir Hermund Sigmundsson og Svövu Þ. Hjaltalín
Það er ekki alltaf allt eins og best verður á kosið og fyrir því eru margar og mismunandi ástæður. Kulnun verður sífellt algengari, einstaklingar komast í þrot og þurfa jafnvel í veikindaleyfi frá vinnu. Fólk í álagsstörfum er útsettara fyrir því að greinast með kulnun og má nefna að hér á landi hafa allt að 30% kennara fallið í þann flokk. |