Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Fimmtudagur, 26. nóvember 2020
SSA  18 m/s
5.7°C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Nóvember 2020
SMÞMFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293012345
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 03:00 SSA 18 6°C
Þverárfjall 02:00 S 18 2°C
Vatnsskarð 02:00 SSA 19 1°C
Brúsastaðir 03:00 SA 12 4°C
Holtavörðuh 02:00 SSA 24 0°C
Laxárdalshe 02:00 SSA 24 1°C
Reykir í Hr 02:00 SSA 18 3°C
Reykjavík 03:00 SSV 8 5°C
Akureyri - 03:00 SSA 11 4°C
Egilsstaðaf 03:00 SSA 11  5°C
Vegagerðin
Holtavörðuh. 04:00 SSV 16 1°C
Laxárdalsh. 04:00 SSV 13 2°C
Vatnsskarð 04:00 SSA19 2°C
Þverárfjall 04:00 S18 2°C
Kjalarnes 04:00 ASA 3 5°C
Hafnarfjall 03:50 S 12 5°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. nóvember 2020
Við upphaf vetrar
Þá hefur vetur konungur haldið innreið sína og verið rólegur þessar fyrstu vikur og verður vonandi spakur áfram. Okkur finnst við eiga skilið góðan vetur eftir allar þær hremmingar sem við höfum mátt þola á árinu, eins og veiruskömmina og stórviðri og vetrarhörkur í fyrra.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
18. nóvember 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
11. nóvember 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. nóvember 2020
Eftir Magnús Ólafsson
29. október 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. október 2020

Senda Húnahorninu pistil í tölvupósti

N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
 Frá:   Til: 
Orðaleit:
 Birta   línur
  1-15 af 15  
KlukkanDagsetningFrétt
11:08 23. nóv. 2020   Stökuspjall: Ljóðasnekkjan - töfraskip
Læknir Húnvetninga, Páll Kolka, var orðsnjall og fróður eins og birtist þeim sem lesa ljóðabækur hans eða héraðssöguna Föðurtún, fróðleik og myndir úr heimahéraði, kryddað með svipleiftrum af nafnkenndum Húnvetningum, vísum og sögubrotum. Hann gaf út ljóðabækurnar Hnitbjörg 1936, Ströndina 1940 og ljóðaflokkinn Landvættir 1952. Ennfremur leikritið Gissur jarl.
08:47 18. nóv. 2020   Virkjum vonina
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Öll þurfum við á von að halda. Án vonar gerist ekki neitt. Þegar við fæddumst vonuðu foreldrar okkar og aðstandendur að okkur myndi farnast vel á ævinnar göngu. Finna okkur og verða hamingjusöm. Þegar fólk hefur háskólanám vonast líklega festir til að það gangi vel og klárist fyrr eða síðar. Þegar við förum að sofa vonum við að við sofum vel og vöknum endurnærð að morgni.
13:25 16. nóv. 2020   Stökuspjall: Bláleit fjöll í geislalaugum
Hver, sem ekki á í sjóð, æskubjarta daga, getur aldrei ljúflingsljóð, leikið á hörpu Braga. Yrkir svo Angantýr Jónsson á Skagaströnd fyrsta skáld sem birtist á síðum Húnvetningaljóða. Hann var fæddur í Bólstaðarhlíð vorið 1910 þar sem foreldrar hans, Guðrún Árnadóttir frá Lundi og Jón Þorfinnsson voru að hefja saman vegferð sína. Ljóðunum var safnað af Húnvetningum á Akureyri og gefin út 1955.
20:45 12. nóv. 2020   Þakkar kveðjur til B&S Restaurant
Við GULLBORGARNIR Hlynur og Silla sendum hjartans þakkir til Björns Þórs og Söndru eigenda B&S Restaurant á Blönduósi. Fengum heim að dyrum dýrindis kvöldmat, kótilettur með öllu tilheyrandi eins og allir Gullborgara á Blönduósi, sem eru 70 ára og eldri. Þetta er á annað hundrað manns. Þvílíkt framtak. Ef eitthvað getur glatt gömul hjörtu, er það einmitt svona dásamleg gjöf sem lífgar heldur betur upp á tilveruna.
09:30 11. nóv. 2020   Stökuspjall: Syngjum sólargeisla í hugann
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Jói í Stapa tók þátt í kórastarfi í Lýtingsstaðahreppi allt frá Friðrikskórnum svonefnda í Árgarði, litlum karlakór sem æfði veturinn 1974-75 en jók umsvif næsta ár og fékk þá heitið Heilsubótarkór, varð blandaður kór sem starfaði til vorsins 1978. Rökkurkórinn var stofnaður það haust og æfði þann vetur undir stjórn Sven Arne Korshamn, Norðmanns sem rakti ættir til Kúskerpis í Blönduhlíð.
10:55 02. nóv. 2020   Stökuspjall: Loga ský í loftsins eldi
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Nýr er kominn nágranninn, sem nú er fjarri sorg, vertu Sigfús velkominn í Varmahlíðarborg. Rétt sem fiðrildi væru, flögruðu vísur Jóa í Stapa frá honum, kviknuðu á stundinni þegar tilefnið birtist og vísnasmiðurinn fann orð sem hæfðu. Jói flutti í Varmahlíð fyrir sextán árum, tók fljótt nokkurn þátt í starfi eldri borgara, söng með kórnum sem æfði í Ljósheimum í Borgarsveit og rifjaði upp gömul tengsl við sveitunga í Skagafirði.
16:35 29. okt. 2020   Riða, er niðurskurður eina lausnin?
Eftir Magnús Ólafsson
Fyrir nokkrum dögum setti ég hugleiðingar á Facebook um þær alvarlegu fréttir, sem berast nú úr Skagafirði að þar hafi verið staðfest riða. Kristinn Hugason og einhverjir fleiri hvöttu mig til að uppfæra þessa grein og birta í blaði. Ég hef nú endurskrifað þennan pistil eftir miklar og gagnlegar upplýsingar sem ég hef aflað mér.
09:07 29. okt. 2020   Sögukorn: Af langferðum
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Snæbjörn Halldórsson var biskupssonur, en kona hans Sigríður Sigvaldadóttir var af prestaættum frá Húsafelli og Snæbjörn hóf prestskap sinn á Þönglabakka í Fjörðum 1767 en þangað fluttu á áliðnu vori rúmri öld síðar fjölskylda Theódórs Friðrikssonar frá Flatey og þannig lýsir hann komunni þangað:
12:24 25. okt. 2020   Stökuspjall: Rós í grænum dölum
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
„Sölvi Sveinsson var búhöldur mikill, hagmæltur og vel gefinn. Hann átti gott bú og marga sauði. Bæinn á Syðri-Löngumýri byggði hann upp og var hann mjög stór. Efnið mest rekaviður sóttur á Strandir. Þrjú voru baðstofuhús og stór stofa með lofti yfir fremst í syðstu bæjarröðinni og var hún öll klædd með harðvið, loftið einnig.“ Þannig lýsir Bjarni kennari og fræðimaður í Blöndudalshólum búskap eldri Sölva á Syðri-Löngumýri.
10:35 19. okt. 2020   Meira en minna - ábyrga leiðin
Eftir Guðjón S. Brjánsson
Leiðin út úr yfirstandandi atvinnukreppu er mikil áskorun. Ráð jafnaðarmanna við þessar aðstæður eru skýr, felast í því að fjölga störfum, efla velferð og að skjóta nýjum grænum stoðum undir útflutning og verðmætasköpun framtíðar. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging um land allt. Það er ábyrga leiðin og lítil hænuskref duga ekki.
12:15 18. okt. 2020   Pælingar og spjall við Guð
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Almáttugi Guð, skapari himins og jarðar, höfundur og fullkomnari lífsins! Nú felum við okkur, allt okkar fólk jafnt sem heimsbyggðina alla í þínar hendur. Hjálpaðu okkur að standa saman og láta eitthvað gott af okkur leiða. Blessaðu lífið okkar og samskipti, störf, athafnir og verk. Gefðu að við mættum verða þér til dýrðar og samferðafólki okkar til blessunar og þannig sjálfum okkur til heilla.
11:22 16. okt. 2020   Stökuspjall: Af skáldum á Laxárdal
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Haustið bíður boða enn, bliknar hlíðarvangi. Valdastríðið vinnur senn vetrarkvíðinn langi (Rósberg G. Snædal). Bóndi á Sneis, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi og skáld á Refsstöðum í sömu sókn og Elivogum á Langholti, Skag. 3. apríl 1889 - 2. júlí 1945. Svona kynnir Íslendingabók Elivoga-Svein. Skáldskapur liggur í landi á Laxárdal - eða hefur legið - því þar búa fáir núorðið og engir í framdalnum eftir að Jón í Gautsdal fór á elliheimili og hætti að halda þar uppi merki Laxdælinga.
13:29 12. okt. 2020   Við erum alls konar en einstök og öll jafn mikilvæg
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Náunginn á undan mér í röðinni var með skítugt, sítt hár. Hann virtist sveittur og hallærislegur, í fáránlegum lörfum. Engan veginn í takt við tímann. Það var fnykur af honum. Ætlaði hann aldrei að ljúka erindinu? Hann var farinn að fara verulega í taugarnar á mér. Hélt hann að ég gæti eytt öllum deginum í að bíða vegna hans?
08:32 10. okt. 2020   Sögukorn: Álfkonan: Viltu skerða hárið hörkuþrár?
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Í gömlu bréfi frá unglingnum Ólafi úr Hegranesinu stendur: „Það er að segja af mér að mér líður vel og er orðinn Króksbúi, hélt ég þó að ég mundi ekki verða það að svo stöddu, en lífið er alltaf breytingum undirorpið og svo var nú því ég réðst til Kristjáns Gíslasonar kaupmanns fyrir vetrarmann Ég er búinn að vera hérna í mánuð en það voru tveir menn búnir að ganga í burtu frá Kristjáni þegar ég kom svo það getur nú verið að ég fari líka.
09:18 05. okt. 2020   Ljós og hiti á landsbyggðinni
Eftir Guðjón S. Brjánsson
Það kostar margfalt meira að kveikja ljós í eldhúsinu hjá vini mínum sem býr á landsbyggðinni en heima á Akranesi. Er á þessu einhver skynsamleg og sanngjörn skýring? Nei, ekki þegar um er að ræða sjálfsagða grunnþörf hvers heimilis í nútímasamfélagi. Lög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku tóku gildi árið 2004 og áttu að jafna í stórum dráttum verð á raforku til notendanna sem búa vítt og breitt um landið.
   
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
04. febrúar 2020
Róbinson Krúsó meðferðin
Við getum flest verið sammála um að jákvæð hugsun sé forsenda þess að samþykkja það að jákvæðni auki líkurnar á skilningi og að skilningur sé ein helsta breytan í góðum mannlegum samskiptum.
::Lesa
Spaugið
04. febrúar 2020
Sherlock og Watson
Sherlock Holmes og Dr. Watson fóru í útilegu. Eftir að hafa gætt sér á góðum mat og drukkið flösku af víni, bjuggu þeir um sig og fóru að sofa.
::Lesa

©2020 Húnahornið