09:14 |
18. mars 2023 |
Þættir úr sögu sveitar: Erlendur og Guðrún Skúladóttir á Torfalæk
44. þáttur. Eftir Jón Torfason
Eftir að Erlendur hafði haft sitt fram í erfðamálinu gegn frænkum sínum á Orrastöðum kom hann sér fyrir á sínum helmingi jarðarinnar, þ.e. þeim sem hann hafði eignast. Nú dundu skelfingar móðuharðindanna yfir hann og hans fólk eins og aðra með hungri og fénaðarfelli. Sumarið 1785 var sett saman búnaðarskýrsla fyrir hreppinn og voru á Torfalæk (sem þá var tvíbýli) 6 kýr, 31 ær og 21 lamb en tamdir hestar voru 6. |
16:30 |
16. mars 2023 |
Sögukorn frá ævi Sigurjóns
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Birt áður á Húnahorni 11. nóv. 2022. Föstudaginn 10. mars s. l. lést Sigurjón Guðmundsson, fyrrum bóndi og fjallskilastjóri á Fossum. Hann hafði búið síðasta aldarfjórðunginn á Blönduósi og lést á Héraðshælinu. Á Húnahorninu birtist sögukorn s.l. haust. Það var frá haustinu 1995 um fjárskaða Sigurjóns er hann missti fjörutíu ær í ána hjá Kóngsgarði. Þá voru þeir sveitarstjórnarmennirnir Sigurjón og Sigurður á Brúnastöðum í borginni syðra, sinntu erindum sveitunga sinna vegna Blönduvirkjunar, kominn vetur og stórhríð gekk yfir seint í október með snjóflóðum og manntjóni. |
22:09 |
11. mars 2023 |
Sögukorn: Ég ann þér af einlægu hjarta ...
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Húnavaka, ársrit USAH, kom út í vetur, en litlu munaði að svo yrði ekki og þar með hefði þetta merkisrit lognast út af. Þetta var eitt hefti fyrir 2 ár, árin 2020 og 21. Hægt er að panta nýja ritið á usah540(hjá)simnet.is. Það liggur mikið verk að baki hverju riti og síðasti ritstjórinn, Skagstrendingurinn Ingibergur var vinnusamur, nákvæmur og ötull. Ingibergur lét af ritstjórastarfi með 60. árgangi, þ.e. fyrir árið 2019. |
16:28 |
06. mars 2023 |
Sögukorn: Hásalur ása
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Launstafir tímans úr hugskoti Heimis Steinssonar. Eiguleg bók kom úr hjá Sæmundi, bókaútgáfu á Selfossi á síðasta ári, höfundurinn, sr. Heimir Steinsson er látinn, lést aðeins 62 ára, en systkini hans söfnuðu brothættum en dýrmætum minningum og vona að verkið rati í góðar hendur." Bókin er persónuleg, hlý og djúpsæ skrif og ljóð og Guð er er nálægur, nánast á hverri síðu. Næsti töluliður er úr formála dr. Atla Harðarsonar meistara í heimspeki. |
09:16 |
06. mars 2023 |
Þættir úr sögu sveitar: Svipleg afdrif feðga
43. þáttur. Eftir Jón Torfason
Flestar jarðir í Torfalækjarhreppi heyrðu undir Þingeyraklaustur eða kirkjur en Torfalækur einn fárra jarða í hreppnum sem voru í einkaeigu. Bændur þar voru þó lengi leiguliðar, eins og annars staðar, og þegar jarðabók Árna og Páls var tekin 1706 skiptist eignarhaldið í fimm staði en ábúandinn var þó einn. Lengst af 18. öld og fram yfir miðja þá nítjándu var hér tvíbýli og stundum þríbýli. |
17:13 |
04. mars 2023 |
Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu
Eftir Eyjólf Ármannsson
Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafahljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafahljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni. |
18:44 |
01. mars 2023 |
Hugmyndir eru auðveldar - framkvæmdin er allt!
Pistill Péturs Bergþórs Arasonar, sveitarstjóra Húnabyggðar
Janúar er sjötti mánuðurinn minn í starfi og fyrirfram þá var ég búinn að sjá fyrir mér að á sex mánuðum væri ég hálfnaður með allar þær helstu breytingar sem þyrfti að gera. Ég vissi að það mundi síðan taka einhvern tíma að keyra þær inn, en þetta var svona það sem ég sá fyrir mér. |
07:31 |
26. feb. 2023 |
Stökuspjall: Viska og tíska
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Hví sækir það á konur og karla að stunda ljóðasmíði, öldungana, laugargesti sem og hátíðlega handritafræðinga? Jú, það er skemmtilegt að skapa, ætli þar sé ekki stór skýring og við áttum aldrei nógan leir til að móta úr á bernskudögunum, legókubbarnir voru þá að birtast, lítt var sinnt um myndmennt á barnaskólaárunum, nokkuð meira um söng en bækur voru í uppáhaldi margra og ljóðabækurnar komu upp í hendur þegar á leið ævina..... |
13:45 |
23. feb. 2023 |
Andi sköpunarinnar og lífsins
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Kærleiksríki, stórkostlegi Guð! Það ert þú sem hefur sett okkur hérna niður þar sem þú sjálfur hefur unnið og starfað í þúsundir ára. Þú sem ert andi. Andi sköpunarinnar. Andi lífsins. Andi kærleikans. Andi vonarinnar. Andi trúarinnar. Andi fyrirgefningarinnar og náðarinnar. Andi miskunnseminnar. Andi gleðinnar og andi hamingjunnar. Þú hinn heilagi andi. Andi upprisunnar. |
17:34 |
20. feb. 2023 |
Ævin er æfing í auðmýkt og þakklæti
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Þegar maður gefur sér tíma til að nema staðar og taka inn og meta allt það sem er í gangi í heiminum, allan þann hrylling og mannvonsku, skilningsleysi og vanvirðingu, kærleiksþurrð og óþarfa óáran, þá setur mann hljóðan og fyllist depurð, vonleysi og máttleysi.
En svo hugsar maður aðeins nær sér og fer yfir farinn veg sem er jafnvel hin síðari ár einnig þrúgandi af þverrandi heilsu, minni starfsorku og dvínandi getu til flestra verka. Þá verður maður samt eitthvað svo þakklátur. |
11:20 |
17. feb. 2023 |
Villuráfandi ríkisstjórn
Eftir Eyjólf Ármannsson
Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Boðleiðin var útgerðarstjóri - þingmaður - ráðherra - seðlabankastjóri. Allt til að mæta þörfum útgerðarinnar. Hagræðingarkrafan var engin. Og auðvitað skipti það stjórnvöld engu máli þótt almenningi blæddi. |
17:30 |
02. feb. 2023 |
Stökuspjall úr Klaustursferð árið 2004
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Hagyrðingamótin árlegu sem náðu tölunni 24 og stóðu nær aldarfjórðung, hófust með haustferð okkar Jóa í Stapa norður á Skagaströnd 1989 og ólu af sér ýmsa stikla eins og fjölsótta samkomu með Hauki skólabróður hans heima á Snorrastöðum við Eldborg, ferð út í Flatey og Skáleyjar að heimsækja bræðurna Jóhannes og Eystein og ferð frá Selfossi austur að Klaustri 17. jan. 2004 þar sem safnast var saman í stóra rútu. |
12:25 |
29. jan. 2023 |
Þættir úr sögu sveitar: Enn um Rannveigu á Skinnastöðum
42. þáttur. Eftir Jón Torfason
Björn Ísaksson dó 30. janúar 1805 úr brjóstveiki og þótt Rannveig Helgadóttir væri þá orðin ekkja öðru sinni lét hún engan bilbug á sér finna heldur bjó áfram á Skinnastöðum með börnum sínum. Helgi Björnsson er nú orðinn rúmt tíu ára (f. 1793) og Þórdís uppkomin svo það hefur verið nægilegt vinnuafl. |
09:23 |
26. jan. 2023 |
Sögukorn um dýrmætið mesta, mold
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Meistari minnisblaðanna var Leonardo da Vinci. Hann bar alltaf kompu sér við mittisól og rissaði og skissaði hugmyndir og athugasemdir hvert sem hann fór. Árið 1971 var nóg af mat í heiminum - og er enn. F. M. Lappé, þá ung kona, nýskriðin úr háskólanum Berkerley og allir fjölmiðlar voru fullir af fréttum um matarskort og hungur, hún fór á bókasafnið þar sem duglegur bókasafnsfræðingur veitti hjálp og tók til við að raða saman og tengja og reiknaði upp í topp. Þetta var áður en tölvur fóru að hjálpa til við slíkt. |
09:21 |
26. jan. 2023 |
Farsæld í lífi og samskiptum
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Gildi farsældar í mannlegum samskiptum, uppspretta virðingar og vellíðunar, er að vera einlægur, auðmjúkur og þakklátur og gefa sig ekki út fyrir að vita allt best. Við þurfum að hlusta. Vera tillitsöm, nærgætin og hjálpleg. Sýna skilning, vera uppörvandi og hvetjandi. Vera fyllt hugarfari fyrirgefningar og þakklætis. Við þurfum að stuðla að bjartsýni, umvefjandi kærleika, friði og von. Í stað hroka, yfirlætis og afskiptaleysis. |