Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 3. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 13:28 0 0°C
Laxárdalsh. 13:28 0 0°C
Vatnsskarð 13:28 0 0°C
Þverárfjall 13:28 0 0°C
Kjalarnes 13:28 0 0°C
Hafnarfjall 13:28 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Aðalsteinn Þorsteinsson. Mynd: N4.is
Aðalsteinn Þorsteinsson. Mynd: N4.is
Fréttir | 07. maí 2020 - kl. 11:57
Byggðagleraugun þurfa að vera uppi

Þegar stórar ákvarðanir eru teknar varðandi stuðning við efnahagslífið er mikilvægt að taka tillit til byggðasjónarmiða, segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í þættinum Landsbyggðunum sem sýndur verður á N4 í kvöld klukkan 20:30. Í þættinum ræðir hann um byggðamál og segir m.a. að skilningurinn á þeim og byggðasjónarmiðum hafi aukist stórlega á undanförnum árum.

 „Í fyrstu aðgerðunum ríkisvaldsins var aðallega horft til vinnumarkaðarins, reyna að milda höggið og halda ráðningarsambandi starfsmanna og vinnuveitenda. Aðgerðirnar miðast sömuleiðis við að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot og vonandi tekst það. Viðtökurnar hafa að mestu verið jákvæðar, heyrist mér. Þrátt fyrir alla þessa svokölluðu pakka er ljóst að umtalsverð endurskipulagning á atvinnulífinu muni eiga sér stað á komandi misserum, það liggur svo að segja í augum uppi. Þegar svo stórar ákvarðanir eru teknar varðandi stuðning við efnahagslífið er mikilvægt að taka tillit til byggðasjónarmiða. Ef efnahagsreikningar eiga að vera helsti mælikvarðinn í ákvarðanatökum, þá vitum við að mat á eignum getur verið mismunandi, eftir því hvar á landinu eign viðkomandi fyrirtækis er. Þess vegna leggjum við svo mikla áherslu á að byggðasjónarmiðin verði höfð til hliðsjónar. Það er sem sagt ekki nóg að exelskjölin ráði ferðinni, byggðagleraugun verða að vera uppi,“ segir Aðalsteinn í þættinum.

Byggðastefna ekki fyrirgreiðslupólitík
Aðalsteinn telur að byggðamál og byggðasjónarmið hafi fengið aukið vægi í stefnumótun stjórnvald, sem sé merki um aukinn skilning á málaflokknum. „Byggðastofnun er líka kölluð æ oftar að borðinu þegar verið að að leggja línurnar í ýmsum málaflokkum, auk þess sem gildandi byggðaáætlun var unnin í góðri samvinnu allra hagsmunaaðila og samþykkt samhljóða á Alþingi. Við viljum að landið allt sé í byggð og þá þurfa innviðirnir líka að vera í lagi. Ég nefni í þessu sambandi þætti eins og fjarskipti, heilbrigðisþjónustu og menntun. Byggðastefna er ekki lengur fyrirgreiðslupólitík, langt í frá, heldur snýst hún um jöfn tækifæri og aðgengi að grunnþjónustu og atvinnu.“

Aðalsteinn ræðir byggðamál í þættinum Landsbyggðum á N4 í kvöld, klukkan 20:30.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið