Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 7. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 21:45 0 0°C
Laxárdalsh. 21:45 0 0°C
Vatnsskarð 21:45 0 0°C
Þverárfjall 21:45 0 0°C
Kjalarnes 21:45 0 0°C
Hafnarfjall 21:45 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
07. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 10. maí 2022 - kl. 10:59
Úkraínuforseti ávarpar Alþingi
Eftir Eyjólf Ármannsson

Ávarp Volodímírs Selenskís, for­seta Úkraínu, til alþing­is­manna og ís­lensku þjóðar­inn­ar í gegn­um fjar­funda­búnað sl. föstu­dag við sér­staka at­höfn í þingsal Alþing­is var sögu­legt. Þetta var í fyrsta skipti sem er­lend­ur þjóðhöfðingi flyt­ur ávarp í þingsal Alþing­is og mark­ar tíma­mót.

Úkraínska þjóðin heyr nú ein varn­ar­stríð til að verja fóst­ur­jörð sína, sjálf­stæði, frelsi og mann­rétt­indi og þjóðerni sitt. Það er stríð í Evr­ópu. Inn­rás­in í Úkraínu ógn­ar friði í heim­in­um en eng­in vissa er því fyr­ir að átökin tak­markist við Úkraínu. Inn­rás­in er ógn við það alþjóðakerfi sem verið hef­ur við lýði all­an lýðveld­is­tím­ann, eða frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar og bygg­ir á virðingu fyr­ir alþjóðalög­um.

Ræða Selenskís Úkraínu­for­seta er áhrifa­mik­il og mik­il­væg. All­ir eru hvatt­ir til að lesa ræðuna, en hana má finna á vef Alþing­is. Úkraínu­for­seti bend­ir okk­ur á að fleiri en 500.000 Úkraínu­menn hafi nú verið svipt­ir skil­ríkj­um sín­um og flutt­ir á brott til Rúss­lands með valdi.

For­set­inn segir m.a. í ræðu sinni eft­ir­far­andi: Bar­átt­an nú snýst um frelsið, þetta land sem við eig­um með réttu, og um menn­ingu okk­ar, en hún birt­ir þjóðareðli okk­ar og grein­ir okk­ur frá ná­grönn­um okk­ar, og hún varðveit­ir þráðinn sem ligg­ur milli okk­ar, barn­anna okk­ar og þeirra kyn­slóða sem á und­an komu.

Í upp­hafi ræðu sinn­ar minn­ir Úkran­íu­for­seti okk­ur á að Úkraína og Ísland teng­ist sterk­um bönd­um, að við höf­um þekkst vel í meira en þúsund ár og að forfeður okk­ar hafi átt auðvelt með öll sín sam­skipti. Þessi sterku bönd minna okk­ur á sigl­ing­ar nor­rænna manna á miðöld­um til aust­urs, upp fljót­in sem renna í Eystra­salt og niður þau til Svarta­hafs. Um­fjöll­un okk­ar um nor­ræna miðalda­heim­inn tak­mark­ast um of við hinn vestn­or­ræna heim sem Ísland var hluti af. Það tak­mark­ar skiln­ing okk­ar á mik­il­vægi vík­inga­tím­ans og ís­lenskr­ar sagna­rit­un­ar. Forn­sag­an Ey­mund­ar þátt­ur Hrings­son­ar minn­ir á tengsl Norður­landa og Úkraínu. Sag­an ger­ist í Garðaríki (Úkraínu) og seg­ir frá Íslend­ing­um og öðrum nor­ræn­um mönn­um þar. Garðaríki var upp­haf­lega stofnað af Sví­um og nor­ræn­ir menn og af­kom­end­ur fóru þar lengi með völd. Kænugarður (Kyiv) er við Dnépr-fljót á versl­un­ar­leiðinni á milli Skandi­nav­íu og Miklag­arðs (nú­ver­andi Ist­an­búl). Norðmenn hafa ætíð horft út á Atlants­hafið en Sví­ar til aust­urs.

Svíþjóð og Finn­land ræða nú inn­göngu í NATO vegna inn­rás­ar Pútíns. Eystra­salts­rík­in eru í NATO. Við Íslend­ing­ar hljót­um að styðja ein­huga skjóta inn­göngu þess­ara nor­rænu vinaþjóða okk­ar í NATO, kjósi þær að tryggja ör­yggi sitt með inn­göngu. Með henni skap­ast for­send­ur til ná­inn­ar varn­ar­sam­vinnu Norður­landa inn­an NATO. Inn­rás­in í Úkraínu sýn­ir mik­il­vægi aðild­ar Íslands að NATO og Varn­ar­samn­ingi okk­ar við Banda­rík­in, sem eru grunnstoðir ör­ygg­is- og varn­ar­mál­a okk­ar.

Úkraína er ekki aðild­ar­ríki NATO en Íslandi á að standa þétt með vest­ræn­um þjóðum í stuðningsaðgerðum sín­um með hinni hug­rökku úkraínsku þjóð á ör­laga­tím­um í sögu sinni. Við eig­um að taka vel á móti Úkraínu­mönn­um sem hingað leita og veita aðstoð flótta­mönn­um sem streyma frá Úkraínu til Pól­lands og annarra ríkja Evr­ópu. Það ger­um við með að bjóða sér­fræðiaðstoð og senda fjár­magn til alþjóðastofn­ana og sam­taka sem sinna mót­töku flótta­manna.

Ræða Selenskís, for­seta Úkraínu, minn­ir okk­ur á mik­il­vægi þess að Ísland sýni sam­stöðu með úkraínsku þjóðinni í þessu gríðarlega mik­il­væga máli sem varðar grund­völl lýðræðis, mann­rétt­inda og sjálf­stæðis þjóða. Það var vel við hæfi að hún var fyrsta ræða er­lends þjóðhöfðingja á Alþingi og er von­andi upp­hafið á nýrri hefð á Alþingi Íslend­inga. Ræðan minn­ir á mik­il­vægi virkr­ar þátt­töku okk­ur sem sjálf­stæðrar herlausr­ar smáþjóðar í sam­starfi lýðræðisþjóða. Með ræðu sinni í þingsal Alþing­is færði Úkraínu­for­seti boðskap þjóðar sinn­ar sem berst fyr­ir til­vist sinni og frelsi. Það er boðskap­ur sem varðar okk­ur öll.

Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið