Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 2. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 18:08 0 0°C
Laxárdalsh. 18:08 0 0°C
Vatnsskarð 18:08 0 0°C
Þverárfjall 18:08 0 0°C
Kjalarnes 18:08 0 0°C
Hafnarfjall 18:08 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Víðidalstunga. Ljósm: wikipedia.org/Navaro
Víðidalstunga. Ljósm: wikipedia.org/Navaro
Pistlar | 20. júlí 2017 - kl. 07:50
Stökuspjall: Hvar er hann Sumarliði?
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Sigurður djákni, segðu á skil
sem minn hugann friði.
Heillavinur, hvað kemur til?
Hvar er hann Sumarliði?

Vísuna orti Páll Vídal á leið sinni yfir Kaldadal og tók þar með þátt í leik hagyrðinga sem ortu vísu, stungu henni í bein og því næst í vörðu við veginn. Vísan var lögð í munn beinakerlingunni þ.e.a.s. vörðunni, var oftast nokkuð groddaleg eða klúr, og beið þar eftir næsta ferðamanni sem gat verið nafngreindur í vísunni. Páll kemur tveim nöfnum fyrir í vísunni.

Hér er önnur, höfundarlaus:

Sækir að mér sveina val
sem þeir væri óðir
kúri eg ein á Kaldadal;
komi þið piltar góðir.

En hverfum nú til ársins 2017, til fundar við Jón Torfason og Pál Vídal, upp á Hakið á Þingvöllum, í blíðviðrinu fimmtudagskvöldið 13. júlí. Jón hafði tekið saman skemmtilegan þátt af þessum sýslunga sínum, dró fram gögn um glöggskyggni og skipulagsgáfu Páls, tók áheyrendurna með sér í huganum norður í Víðidal, til höfuðbóls Vídalínanna í Tungu og greindi frá búháttum Páls, samskiptum hans við vinnumenn og upprennandi sveina úr kotunum við Víðidalstungu. Fundargestir fetuðu síðan í fótspor Jóns niður Almannagjá og hann flutti þeim næsta áfanga fyrirlestrarins í tréþrepunum á Lögbergi. Þar fjallaði Jón um störf Páls lögmanns á Alþingi, að Jarðabókinni og samstarf þeirra Árna Magnússonar. Þeir Jarðabókarmenn bundu með sér hlýja vináttu og eftirminnilegt var að fylgja fyrirlesaranum milli tjalda þeirra vinanna þar á Þingvöllum snemma á átjándu öldinni – og Öxará í flóði. Í þessum bjarta sumarmánuði hittust einmitt yfirvöld, nýjustu óbótamenn landsins og jafnvel lögmannsdætur. Öld eftir öld riðu menn fjallvegi, sanda og fljótin stríð til að hittast á þessum forna og helga fundarstað. Og þar vakti Jón sterki úr Kjósinni.

Í Þingvallakirkju lauk fyrirlestri Jóns og þar greindi hann frá mótlæti Páls og sonamissi á efstu árum hans. Um fornyrði lögbókar, merka bók Páls, fjallaði sagnfræðingurinn frá Torfalæk að lokum en gestir þáðu súkkulaðibolla í fundarlok á kirkjuhlaðinu.

Jón biskup Vídalín, jafnaldri Páls og frændi á fræga Kaldadalsvísu:

Herra guð í himnasal
haltu mér við trúna.
Kvíði ég fyrir Kaldadal
kvelda tekur núna.

Yngri ljóðasmiðir hafa ýmsir lagt leið sína um Kaldadal, kannski sumir í andanum, en Hrútfirðingurinn og kennarinn, Böðvar Guðlaugsson gerir sér lítið fyrir og tekur Jónas Hallgrímsson/Ferðalok með sér í ferðina og jafnvel stúlkuna hans. Líklega hefur það þó verið yngra fljóð sem Böðvari fylgdi, eða hann því:

Kroppuðum við af rifi
á Kaldadal,
hugðum hangikjöt vera,
drukkum við úr brúsa
daunillt og rammt
Kaabers-kaffi með.

Austur fyrir Langjökul fór skáldið líka með stúlkunni:

Hímdum við í tjaldi
á Hveravöllum,
sífraðir þú um svengd,
fleygði ég í fússi
flatkökuparti
í þig, ástin mín.

Tilvísanir:
Kersknisvísur Páls Vídalín um Halldóru sýslumannsfrú í Bólstaðarhlíð: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=26876
Beinakerlingarvísur: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?ID=8 Lýsing Óskar Halldórssonar lektors á beinakerlingavísum: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=24649
Ferðavísur: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?ID=47
Jón biskup Vídalín í wikipediu: https://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3n_V%C3%ADdal%C3%ADn
Böðvar Guðlaugsson: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=4962
Síðasta stökuspjall: https://www.huni.is/index.php?cid=13905
Nokkur eldri: https://www.huni.is/index.php?pid=13
Messupistill frá sumri 2016: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13102
Nokkrar línur/IHJ á hörpu 2017, minnt á messu 20. ágúst n.k.: http://stikill.123.is/blog/2017/05/10/764889/  
Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson: http://jonashallgrimsson.is/index.php?page=ferdalok

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið