Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Mánudagur, 6. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 13:39 0 0°C
Laxárdalsh. 13:39 0 0°C
Vatnsskarð 13:39 0 0°C
Þverárfjall 13:39 0 0°C
Kjalarnes 13:39 0 0°C
Hafnarfjall 13:39 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 21. september 2015 - kl. 13:24
Landsbyggðargleraugun og þjóðarkakan
Eftir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur

Fjárlögin liggja nú fyrir, fyrsta umræða hefur farið fram og frumvarpið komið til fjárlaganefndar. Nú þegar afrakstur erfiðra aðgerða sem gerðar voru vegna efnahagshrunsins er að skila ríkissjóði góðum tekjuafgangi mætti ætla að fjárlögin bæru þess vitni og veruleg innspýting væri í málaflokka sem höfðu tekið á sig skerðingar og nú væri komið að því að setja verulega fjármuni í innviðauppbyggingu samfélagsins.

Nei, því er nú ekki fyrir að fara heldur eru málaflokkar eins og samgöngumál svelt, fjarskiptaáætlun og fyrirætlanir um ljósleiðaratengingu til dreifðra byggða vanfjármögnuð, framhaldsskólarnir skornir niður í nemendaígildum, skorið er niður til byggða og sóknaráætlana og stuðningur til brothættra byggða felldur niður.

Þessar áherslur bera þess ekki merki að hagsmunir landsbyggðarinnar séu ofarlega á blaði hjá þessari ríkisstjórn.

En áfram skal haldið og dregið er úr jöfnun námskostnaðar. Enn vantar mikið uppá að jöfnun orkukostnaðar sé komin í höfn og enn er sami vandræðagangurinn með fjármögnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og í hann settir alltof litlir fjármunir miðað við þá gífurlegu aukningu ferðamanna sem streyma til landsins.

Húsnæðismálin eru enn óleyst og ríkisstjórnin kemur sér ekki saman um hvernig eigi að mæta þeim mikla húsnæðisvanda sem blasir við og þá sérstaklega gagnvart ungu fólki og þeim efnaminni. Það vill gleymast að margir staðir á landsbyggðinni glíma við húsnæðisskort og víða er það vandamál að fólk sem vill setjast þar að fær ekkert húsnæði og enginn treystir sér í að byggja því eignin er verðfelld um leið og fasteignamatið liggur fyrir. Í þessum málaflokki liggja engar heildarlausnir fyrir og alltof litlum fjármunum er varið í væntanlegar úrbætur. Vaxtabætur eru skornar niður um 1.5 milljarð og barnabætur fylgja ekki verðlagi og fæðingarorlofssjóður er sveltur.

Ríkisstjórnin gefur á garðinn áfram til þeirra efnameiri og lækkar á þá skatta eins og enginn sé morgundagurinn. Hverjir eiga að standa undir velferðarkerfinu og skuldbindingum inn í framtíðina ef okkar kynslóð ætlar ekki að leggja sitt af mörkum miðað við efni og aðstæður? Verið er að leggja af þrepaskipta skattakerfið sem er miklu sanngjarnara gagnvart þeim tekjuminni ,eflaust hefði mátt endurskoða prósentutöluna og bilið á milli þrepa en fækkun þrepa þýðir bara eitt, þ.e. lægri skatta á þá efnameiri.

Ríkisstjórnin hefur frá því að hún tók við aflétt sköttum allt að 45 milljörðum í formi skatta, auðlegðarskatts, orkuskatts, veiðigjalda, vörugjalda og tolla sem hún hampar nú svo mjög. En gleymum ekki því að hún hækkaði matarskattinn svo um munaði og aukinn kostnaður er í ýmiss konar beinum kostnaði fyrir almenning í heilbrigðis og menntakerfinu.

Það er gamalkunnur leikur hægri manna að tala fyrir lágum sköttum en íþyngja svo almenningi með beinum þjónustugjöldum sem koma verst niður á þeim tekjuminni. Tryggingagjaldið er lækkað sáralítið en það hefði ýtt undir fjölgun starfa og ætti að lækka í takt við minna atvinnuleysi. Hægri menn tala fjálglega um að fólkið eigi að ráðstafa sínum tekjum sjálft og skattar séu af hinu vonda. En fólkið í landinu gerir kröfur til jöfnuðar, til öflugs heilbrigðiskerfis og menntakerfis, góðra samgangna og fjarskipta. Einnig að laun elli- og örorkulífeyrisþega fylgi launaþróun svo hægt sé að lifa sómasamlegu lífi og að þeim sé tryggt öruggt ævikvöld. Ef þetta á að ganga eftir þá verða allir að leggja sitt af mörkum til sameiginlegra sjóða og krefjast þess af ríkinu að það skili skattfénu í þau verkefni sem brenna á þjóðinni sem eru orðin æði mörg og bíða úrlausnar. Við hefðum getað gert ýmislegt við þá 45 milljarða sem ríkisstjórnin hefur kosið að afsala sér í tekjum frá þeim best settu og nýtt t.d. í uppbyggingu Landspítalans og annarra þjóðþrifamála sem ég hef nefnt hér að ofan

En veldur hver á heldur og ég gef þessari ríkisstjórn ekki háa einkunn fyrir stjórn landsins en það kemur kannski ekki á óvart af hægri stjórn að vera sem mylur undir þá sem nóg eiga fyrir!

Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið