Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Sunnudagur, 5. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 17:07 0 0°C
Laxárdalsh. 17:07 0 0°C
Vatnsskarð 17:07 0 0°C
Þverárfjall 17:07 0 0°C
Kjalarnes 17:07 0 0°C
Hafnarfjall 17:07 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Úr Blöndudal. Ljósm: “lína Friðriksdóttir.
Úr Blöndudal. Ljósm: “lína Friðriksdóttir.
Æskustöðvarnar á Núpsöxl. Þessi kona/Guðríður B. Helgadóttir.
Æskustöðvarnar á Núpsöxl. Þessi kona/Guðríður B. Helgadóttir.
Pistlar | 17. febrúar 2019 - kl. 18:57
Stökuspjall: Yndi hljóðra sumarnátta

Gamall bær með sögu og sál,
sunnanblær og lömb í haga,
vorið hlær um vötn og ál
vermir kæra æskudaga. GBH

Öldungur úr Blöndudal og þó einnig af Laxárdal hefur kvatt okkur og við þökkum góð kynni, hraustleg handtök, ódeigan hug og hvassa tungu, listamann sem saumaði, orti, ritaði blaðagreinar og lét sig ekki muna um löng ferðalög til að taka þátt í árlegum samkomum með hagyrðingum og vinum: Á Hveravöllum, Núpi, Bændahöllinni og víðs vegar um land en fyrst hittist hópurinn hjá flóanum heima, haustið 1989 á Skagaströnd.

Guðríður Bjargey Helgadóttir ólst upp á Núpsöxl, gekk til spurninga hjá sr. Gunnari á Æsustöðum og fermdist ein barna í Sauðárkrókskirkju 1935 því hún flutti með foreldrum sínum á því sama vori að Tungu í Gönguskörðum. Guðríður nam einn vetur við Kvennaskólann á Blönduósi og lærði sauma við Iðnskólann í Reykjavík 1944-´46 og lauk þaðan prófi sem kvenklæðskeri.

Í bók sinni, Þessi kona Rv. 2010, segir hún frá fermingarvorinu en þau fluttu á fardögum úr Laxárdalnum, viku fyrir hvítasunnu, yfir fjöll og firnindi, norður að Skollatungu. Nú fær Guðríður orðið:

„Fyrr um vorið hafði ég lært undir fermingu og átti að fermast ásamt öðrum í Holtastaðakirkju á hvítasunnudag. Fara átti vestur aftur, ríðandi á laugardag, til þeirrar athafnar. En þá tóku náttúruöflin í taumana eins og oft vill verða og brast á með norðanstórhríð svo fé fennti og jafnvel trippi. Fermingar á Króknum voru löngu afstaðnar en ég gat ekki hugsað til þess að fermast ekki fyrr en næsta vor, þá orðin 15 ára. Presturinn á Sauðárkróki gekk úr skugga um að ég kynni fræðin, lagði blessun yfir og samþykkti athöfnina. Fólk fjölmennti í kirkju til að sjá nýja fólkið í Tungu. Ég var feimin en gleymdi því þegar út í alvöruna var komið. Vinafólk okkar á Sauðárkróki bauð okkur heim í veislukaffi á eftir og reyndar bjó ég mig þaðan í stássið fyrir messu og fór með eina fallegu rósina hennar Sínu í hárinu fyrir altarið. Hennar vinahót þann daginn og oft síðar gleymast ekki.“

Guðríður ólst upp á fjölmennu menningarheimili í vegasmáum fjalladal, en búferli fjölskyldunnar að Tungu færði þau nærri þorpinu á Sauðárkróki þar sem bauðst vinna og nám eða m.k. undirbúningur að því.

GBH segir: Ég var heima á sumrin við heyskap, húsverk og haustannir. Efnahagur leyfði ekki þá að hugsað væri til skólagöngu. Það skyggði á engan hátt á samband mitt við foreldrana. Við vorum bara fátækt fólk, sem tókst þó að vera sjálfstæð og sjálfbjarga. Með því að sníða okkur stakk eftir vexti innan þess ramma sem þjóðfélagsgerðin leyfði á þeim tíma. Seinna rættist úr því. Við systkinin reyndum lengst af að létta undir, frekar en gera kröfur. Það kom af sjálfu sér og átakalaust. Samskipti við vinnuveitendur byggðust á skilningi og vinsemd sem entist í bráð og lengd. Um tvítugt hafði ég önglað saman fyrir námi í kvennaskóla. En það er önnur saga.

Guðríður var góður penni og minningagrein eftir Kristínu móður hennar færir okkur sögu af umkomulitlu barni sem átti illa vist og tíð vistaskipti þar til hún tíu ára var tekin í fóstur af húsbændunum á Kirkjuskarði. Þar kynntist hún piltinum frá Núpsöxl sem varð maður hennar og þau saman foreldrar 7 barna. Kristín fór í Kvennaskólann á Blönduósi eins og Guðríður dóttir hennar síðar og systkinin nutu þeirra heimilismenningar sem góð menntun skapar. Kristín var snjall vísnasmiður og virkur Iðunnarfélagi eftir að hún flutti suður og samdi þessa gráglettnu mannlýsingu:

Elskar mikið vín og víf
villt og hiklaust teygar.
Út af striki allt sitt líf
ör og hvikull geigar. KJG

Vorið glæðir von í sál
vorið græðir trega.
Vorið bræðir vök á ál
vorsins gæði ei reynast tál. KJG

En nú kemur að lokavísu þessa spjalls, sem ort var af meistaranum snjalla, Guðríði B. Helgadóttur sem lengst var húsfreyja í Austurhlíð:

Jafnvel þó að komi kveld
kemur ei til máls að hátta.
Kyndir hlýjan arineld
yndi hljóðra sumarnátta. GBH

Tilvísanir
Guðríður í Austurhlíð: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=17505
Kristín á Núpsöxl: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=17544  
Ársgamalt stökuspjall með hestavísum og mynd frá Austurhlíð: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=14476
Tveggja ára stökuspjall m/vísu GBH: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=12430  

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið