Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 7. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 20:26 0 0°C
Laxárdalsh. 20:26 0 0°C
Vatnsskarð 20:26 0 0°C
Þverárfjall 20:26 0 0°C
Kjalarnes 20:26 0 0°C
Hafnarfjall 20:26 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
07. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Marðarnúpur. Mynd: HAH/Björn Bergmann
Marðarnúpur. Mynd: HAH/Björn Bergmann
Pistlar | 20. apríl 2022 - kl. 16:43
Stökuspjall: Söng af kæti
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Titra og hljóma ögur öll
iðar blómaþekja
glitra og ljóma fögur fjöll
friðar óma vekja. GB

Guðmundur Björnsson landlæknir var gott skáld, en frægari þó af læknastarfi sínu þar sem hann varð í fyrstu héraðslæknir í Reykjavík og kenndi við Læknaskólann en varð síðar landlæknir og prófessor við Háskóla Íslands.

Guðmundur fæddist í Gröf í Víðidal 1864 en foreldrar hans fluttu síðar að Marðarnúpi og eru kennd við þann bæ.

Guðmundur gaf út ljóðabókina Undir ljúfum lögum þar sem er að finna þýðingar á glúntatextanum Næturgöltrið í Eiríksgötunni og var gamangjöf til Guðmundar Finnbogasonar, Söngur Sólveigar við lag e. Grieg og Pílagrímasöngur Wagners eiga þar einnig ljóð frá hendi Guðmundar sem gaf bókina út undir dulnefninu Gestur.

Fjósastrákurinn, eintal léttastráks við flórmokstur, segir sögu af einstæðingi, sem átti þó skjól hjá Guddu, en hún á prologusinn í ljóðinu:

Það er von hún Gudda gamla
gretti sig og fjasi um það
að veröldin sé vond og flá
og veiti fáum griðastað;
hann Sveinn í Öxl, hann afi minn
var óðalsbóndi og sat í kór;
en ég er Sveinki sveitabarn
og sveitist við að moka flór.

Sveinki rifjar upp komur húsbóndans heim úr kaupstaðarferðum og segir:

þegar hann kemur, karlinn heim
úr kaupstaðnum á gamla Hroll,
og veður upp með vonzku og stríð
og veltir fullur öllu um koll.

Skáld og rithöfundar fá margar kveðjur frá Guðmundi, s.s. áttræður Jochumson þessa:

Þreyti mas og þras og fjas
þú ert líknin Matthías:
Þér skal ellin einskis varna
Íslands barna himinstjarna. GB

Ritstjórinn Þorsteinn Gíslason er fimmtugur:

Þú hefur jafnan, Þorsteinn karl
þreifað meira á stríðu – en blíðu
aldrei skreiðstu undir pall
útigarpur róstusnjall – á fróni fríðu.

Ár og síð og alla tíð
átt hefir þú í harki – og skarki
Lifðu heill við strit og stríð
státinn eftir hverja hríð – í þjóðar þjarki.

Skáldið Guðmundur Friðjónsson og tréskurðarmeistari Ríkharður hlutu þessar kveðjur:

Lif heill í landi
lif sívaxandi.
Firri goð grandi
Goð-mund á Sandi.

Hvar sem mynd af manni
mótarðu Rikkarður
heiðurs lind skal höndin
hag-gerða þér vera.

Þessi ljóðabók Guðmundar er í góðu gildi nú rúmlega öld síðar til að heimsækja litla bæinn Reykjavík eða rifja upp minningar með lækninum norðan úr Vatnsdalnum góða og Húnaþingi þaðan sem birtust fimm læknar á einum áratug og hétu Guðmundur þrír þeirra. Einn læknirinn til, Páll Kolka segir okkur meira um Guðmund Björnson í krækju hér neðan við stökuspjallið.

Mörg ljóða GB eru okkur kunn af kórsöng, s.s. Ólafur Tryggvason, Nú hlýnar og þánar, Engan grunar álfakóngsins mæðu, Því er hljóðnuð þýða raustin(Sibelius), Hæ tröllum á meðan við tórum, Hún var svo væn og rjóð og ljóðið Svanurinn:

Sólarljómi lék um svaninn
litlu blómin og grösin smá
grundir, móar, holt og hæðir
heyrðu kvæðin og brostu þá.
„Hvað ert þú að kyrja þarna
kjáninn latur um dægrin löng?
Farðu að vinna, fylli þína
færðu aldrei af neinum söng
flengja þig og þvinga bæri!“
Þannig kvað hann krummanefur
klækjarefurinn þessu brá
yndi mega þeir aldrei ná.

Einu sinni svanur fagur
söng af kæti við loftin blá
gamankvæði í kyrrð og næði
átti heima á heiðarvatni
himinn undir og ofan á.

Bókinni er skipt í nokkra kafla: Sveinkaljóð, Vikivakar, Bergmál, Hendingar og Í hálfum hljóðum.

Saffó, skáldið snjalla langt aftur í öldum ávarpaði skáldið og læknirinn Guðmundur norðan úr Reykjavík:

Saffó! Saffó! Lof mér að heyra í hljóði
hvernig má ég leita mér lags í ljóði?
Kvæða móðir! Kenndu mér hjartaslögin
ljáðu mér lögin.

Bókinni er skipt í nokkra kafla: Sveinkaljóð, Vikivakar, Bergmál, Hendingar og Í hálfum hljóðum.

Margt snjallra kvæða eru enn ónefnd, s.s. Tistram og Ísodd og Sigurður Íslandströll og Hólamannahögg sem hefst þannig:

Gamli Hólabiskupinn
gekk út á hlað.
Tólf voru piltar hans
að tygja sig af stað.

En stefið var:

Þó að hönd sé helköld
og hrikti kjúkum í,
ekki léttast Hólamanna
högg fyrir því.

Ljúkum nú spjalli með heilræðavísu skáldsins:

Þetta gott að eiga er
ásamt kærleik sönnum:
Traust á Guði, traust á sér
traust á öðrum mönnum.

Meira efni:
Andvari 1955, Páll Kolka: https://timarit.is/page/4317294?iabr=on#page/n5/mode/2up
Vísur og ljóð GB á Húnaflóa – vísnavef: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=15587
Saffó bjó og starfaði á eynni Lesbos: https://is.wikipedia.org/wiki/Saff%C3%B3

Mynd: Marðarnúpur: Marðarnúpur - HAH (blonduos.is)

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið