Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Sunnudagur, 3. desember 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2023
SMÞMFL
262728293012
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:30 N 5 -8°C
Laxárdalsh. 01:30 ANA 4 -7°C
Vatnsskarð 01:30 NNA 3 -5°C
Þverárfjall 01:30 NA 6 -4°C
Kjalarnes 01:44 0 0°C
Hafnarfjall 01:30 V 1 -5°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. nóvember 2023
62. þáttur. Eftir Jón Torfason
18. nóvember 2023
Ingi Heiðmar Jónsson
11. nóvember 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. nóvember 2023
Eftir Bjarna Jónsson
06. nóvember 2023
61. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. nóvember 2023
Nöldrið | 03. apríl 2022 - kl. 12:05
Vorið kemur

„Vorið er komið og grundirnar gróa,“ segir í texta Jóns Thoroddsen sem fjallar um vorið. Vorið er svo sem ekki alveg komið hér um slóðir en eitt er víst að það kemur. Í maí verður kosið til sveitarstjórna í öllum sveitarfélögum landsins, þar á meðal í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Íbúar sveitarfélaganna báru gæfu til þess að samþykkja sameiningu þeirra og eru spennandi tímar framundan í að byggju upp nýtt sveitarfélaga. Miklu máli skiptir að til forystu veljist kraftmikið og hugmyndaríkt fólk með þekkingu á málefnum svæðisins og hugrekki til að taka ákvarðanir. Þegar þetta er skrifað hafa þrjú framboð komið fram og má búast við að fleiri bætist við, a.m.k. eitt í viðbót.

Í samtölu við fólk heyrist mér að flestir séu hlynntir því að nýja sveitarfélagið fái nafnið Húnabyggð. Á vefnum betraisland.is var efnt til hugmyndasöfnunar og sendu 88 hugmyndasmiðir inn 98 hugmyndir að nafni. Flestar byrja þær á „Húna“ eitthvað og langflestir nefndu Húnabyggð. Nafnið Húnaþing eystar er líka oft nefnt og það væri þá í takt við heiti sveitarfélagsins sem er aðeins vestar, þ.e. Húnaþing vestra. Þess má geta að hugmyndasöfnun fer einnig fram í skólum sveitarfélaganna en ekki hefur verið gert opinbert hvaða nafn bar þar helst á góma. Nafnið á nýja sveitarfélagið á að samrýmast íslenskri málfræði og málvenju og falla að þeim reglum sem útlistaðar eru í lögum um örnefni. Þegar búið verður að safna hugmyndum saman mun undirbúningsstjórn velja 5-10 hugmyndir sem sendar verða Örnefnanefnd til umsagnar og hefur hún þrjár vikur til að skila rökstuddu áliti sínu. Gert er ráð fyrir að samhliða sveitarstjórnarkosningunum fari fram skoðanakönnum um nafn meðal íbúa. Niðurstöður hennar verða leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur endanlega ákvörðun um nafn.

Karólína Elísabetardóttur, sem lesendur Húnahornsins völdu Mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu 2021, hlaut nýverið Landbúnaðarverðlaunin 2022, ásamt þremur öðrum. Verðlaunin fær hún fyrir frumkvæði sitt að síðastliðið vor var hafin leit í erlendum rannsóknum sem gætu sýnt fram á lausnir gegn riðuveiki. Í kjölfarið var farið af stað með tvö rannsóknarverkefni sem höfðu það meginmarkmið að leita að verndandi arfgerðum gegn riðu í íslensku sauðfé. Karólína komst á snoðir um rannsóknarskýrslur frá Ítalíu sem sýndu fram á að tvær arfgerðir í viðbót, við ARR-arfgerðina sem er alþjóðlega viðurkennd, kynnu að vera verndandi. Önnur þeirra hét T137. Í gegnum verkefnin hafa nú fundist tíu gripir með arfgerðina T137 og níu með ARR-arfgerðina sem eru mjög mikilvæg tíðindi fyrir íslenska sauðfjárrækt og baráttuna við riðuveiki sem gefur góða von um að það verði hægt að útrýma sjúkdómnum í náinni framtíð í gegnum ræktunarstarfið. Þetta er auðvitað stórmerkilegt allt saman og frábær tíðindi fyrir bændur á Íslandi og Karólína er svo sannarlega vel að verðlaununum komin.

Sagnameistarinn Magnús Ólafsson þreytist seint á að segja sögu Agnesar og Friðriks en sýningin hans Öxin, Agnes og Friðrik hefur fengið frábærar viðtökur og dóma frá landsmönnum. Hún fjallar um síðustu aftökuna á Íslandi sem fram fór fyrir 192 árum og aðdraganda hennar. Magnús hefur verið með sýninguna sína á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi í tvö ár og var í síðasta mánuði í Iðnó í Reykjavík. Þá hefur hann í mörg ár ferðast með fjölda fólks um söguslóðir í Húnaþing. Magnús ætlaði að vera með sýninguna á Blönduósi í nóvember en varð að fresta henni vegna kórónuveirunnar. Var hún færð til 13. janúar en enn varð að fresta. En nú er loksins komið að því, Magnús verður í Félagsheimilinu á Blönduósi 8. apríl klukkan 20. Og það sem meira er, hann ætlar að láta alla innkomu sýningarinnar renna til Björgunarfélagsins Blöndu og Þingeyrakirkju. Á báðum stöðum er þörf á stuðningi en Blanda er að byggja myndarlegt hús undir starfsemi sína og Þingeyrakirkja þarf ávallt á stuðningi að halda svo hún geti áfram verið stolt Húnvetninga. Frábært framtak hjá Magnúsi og hvet ég alla til að mæta og hlusta á merkilega sögu og sagnamann af guðs náð.

Óska ykkur gleðilegra páska og ánægjulegrar vorkomu.
Nöldri

Höf. Nöldri
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið