Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Mánudagur, 2. október 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Október 2023
SMÞMFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:30 NNV 6 2°C
Laxárdalsh. 01:30 N 10 5°C
Vatnsskarð 01:30 NNA 9 4°C
Þverárfjall 01:30 ANA 9 4°C
Kjalarnes 01:30 141.0 3 8°C
Hafnarfjall 01:30 ANA14 9°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. september 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
27. september 2023
Eftir Sigurjón Þórðarson
25. september 2023
58. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. september 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
23. september 2023
Eftir Bjarna Jónsson
19. september 2023
Eftir Svölu Runólfsdóttur, Elínu S. Sigurðardóttur og Dagnýju Sigmarsdóttur
13. september 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
12. september 2023
Spaugið | 04. mars 2013 - kl. 21:52
Ipadinn - Tengdamamma - Beljan í eldhúsinu

Ipadinn
Ég bað konuna mína um að rétta mér Morgunblaðið. “Ekki vera svona gamaldags” svaraði hún, “Þú getur fengið lánaðan iPadinn minn.” Það má svo sem deila um hvort þessar tækninýjungar séu eitthvað framfaraskref en flugan steindrapst við fyrsta högg!

Tengdamamma
Hjón voru að fara út að djamma til að halda uppá afmæli konunnar. Þegar þau eru að gera sig klár til brottfarar, skýst köttur inn í húsið. Í sömu andrá kemur leigubíllinn.

Þau vildu auðvitað ekki að ókunnugur köttur hlypi um allt hús á meðan þau voru í burtu, svo maðurinn fer aftur inn til að ná honum, en konan fer í leigubílinn.

Konan vildi auðvitað ekki heldur að leigubílstjórinn vissi að hú…sið væri tómt, svo hún segir:

 “Hann kemur eftir smá stund, hann er bara að kveðja mömmu.”

Nokkrum mínútum seinna kemur maðurinn inn í bílinn:

 “Afsakið hvað ég var lengi, helvítis kvikindið var búið að skríða undir hjónarúm.. þurfti að pota með herðatré undir rúm til að ná helvítinu undan!”

Beljan inn í eldhúsi
Mamman var í eldhúsinu að elda og hlusta á litla son sinn, 5 ára inni í stofu að leika sér með nýju rafmagnslestina sína.

Hún heyrir lestina stöðvast og sonur hennar segir: “Allir að drulla sér út ef þið ætlið út, því þetta er síðasta andskotans stoppistöðin í dag! Og allir drullusokkar sem ætla með, drulla sér inni í lestina, því við erum andskoti seinir í dag.”

Mömmunni bregður auðvitað og fer o……g skammar strákinn: “Ég vil ekki hafa svona orðbragð í mínum húsum. Snáfaðu inn í herbergi og vertu þar. Ég skal kalla á þig þegar þú mátt koma fram aftur og þá ætlast ég til þess að þú notir ekki svona orðbragð.”

Tveimur tímum seinna fær strákurinn að koma fram og byrjar aftur að leika sér með lestina.

Brátt er leikurinn kominn aftur á fullt og lestin stöðvast. Mamman heyrir strákinn segja: “Góðir farþegar, munið að taka allt dótið ykkar með þegar þið farið út. Við þökkum fyrir okkur og vonandi komið þið fljótt aftur.”

Hún heyrir litlu elskuna sína halda áfram: “Þeir sem eru að koma um borð, munið, það er bannað að reykja í lestinni. Við vonum að ykkur líði vel í ferðinni í dag.”

Þegar mamma hans var að byrja að brosa, bætir hann við: “Og þið ykkar sem eruð fúl yfir tveggja tíma seinkunni, talið við beljuna inni í eldhúsi…”

Höf. Spaugiđ
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið