Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Laugardagur, 18. janúar 2020
SA  4 m/s
-2°C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Janúar 2020
SMŢMFFL
2930311234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 05:00 SA 4  -2°C
Reykir í Hr 05:00 SSA 4  -4°C
Reykjavík 05:00 SSA 2  -1°C
Akureyri - 05:00 S 1  0°C
Egilsstaðaf 05:00 SV 5  0°C
Haugur 05:00 SSV 7  -4°C
Holtavörðuh 05:00 SSV 7  -5°C
Þverárfjall 05:00 VSV 6  -3°C
Laxárdalshe 05:00 VSV 4  -4°C
Brúsastaðir 05:00 SA 3  -3°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 05:30 SV 5 -6°C
Laxárdalsh. 05:30 SV 2 -5°C
Vatnsskarđ 05:30 SSV 7 -6°C
Ţverárfjall 05:30 9.2 7 0°C
Kjalarnes 05:30 ASA 4 -4°C
Hafnarfjall 05:30 SSA 3 -0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. desember 2019
Látum heyra í okkur
Nú held ég sé kominn tími til að Húnvetningar láti heyra frá sér, minni landsmenn á að Norðurland vestra er meira en Skagafjörður og hér gerðust alvarlegir atburðir í veðurofsanum á dögunum. Íbúar á þessu svæði fengu illilega að finna fyrir óveðrinu sem gekk yfir landið núna í desember.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Arnheiði Jóhannsdóttur
15. janúar 2020
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. janúar 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. janúar 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
31. desember 2019
Eftir Halldór Gunnar Ólafsson
25. desember 2019
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. desember 2019
Eftir Guðjón S. Brjánsson
16. desember 2019
Eftir Iðunni Vignisdóttur
13. desember 2019
Fréttir | 02. desember 2019 - kl. 09:08
Íþróttamaður USVH ársins 2019

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga óskar eftir ábendingum frá íbúum Húnaþings vestra vegna tilnefningar til íþróttamanns USVH árið 2019, í samræmi við 1. grein reglugerðar um íþróttafólk sem sýnt hefur góðan árangur í sinni keppnisgrein árið 2019. Ábendingar skulu berast stjórn USVH fyrir þriðjudaginn 10. desember næstkomandi. 

Skila skal inn ábendingum ásamt greinagerð yfir árangur ársins í tölvupósti á netfangið usvh@usvh.is.

Höf. rzg
Fréttir | 17. janúar 2020 - kl. 15:31
Þorrablótið í Húnaverið verður haldið 1. febrúar næstkomandi og hefst klukkan 20:30 en húsið opnar 19:45. Freyja Ólafsdóttir sér um matinn og veislustjóri er Axel Kárason. Afdaladrengir leika fyrir dansi. Miðapantanir þurfa að berast fyrir klukkan 12 mánudaginn 27. janúar til eftirtalinna:
Blönduósbær
Fréttir | 17. janúar 2020 - kl. 11:22
Á sveitarstjórnarfundi Blönduósbæjar í gær voru lagðar fram og samþykktar tvær bókanir sem snúa að innviðum samfélagsins. Í þeirri fyrri er komið á framfæri sérstökum þökkum til allra viðbragðsaðila sem komu að rútuslysinu við bæinn Öxl þann 10. janúar síðastliðinn við mjög erfiðar aðstæður. Þá er bæjarbúum öllum sem og öðrum sjálfboðaliðum sem komu að málum, með beinum eða óbeinum hættið, þakkað fyrir ómetanlegt framlag sitt við að taka á móti allt að 90 einstaklingum sem lentu í slysinu.
Lífland áburður
Hrognkelsi. Ljósm: biopol.is.
Hrognkelsi. Ljósm: biopol.is.
Fréttir | 16. janúar 2020 - kl. 16:09
Sveitarfélagið Skagaströnd hvetur sjávarútvegsráðherra til þess að taka reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 til gagngerrar endurskoðunar. Sveitarfélagið lýsir jafnframt yfir mikilli andstöðu við drög að reglugerðinni sem finna má í Samráðsgátt stjórnvalda. Á fundi sveitarstjórnar í gær urðu umræður um drögin og telur sveitarfélagið að ef reglugerðin verði samþykki muni veiðarnar að mestu leyti leggjast af.
Maður ársins
Skagastrandarhöfn
Skagastrandarhöfn
Fréttir | 16. janúar 2020 - kl. 15:43
Sveitarfélagið Skagaströnd harmar mjög að gert sé ráð fyrir rúmlega 40% skerðingu á byggðakvóta til sveitarfélagsins á núgildandi fiskveiðiári. Nýverið sagði Húnahornið frá því að sveitarfélög í Húnavatnssýslum hefðu fengið samtals 352 tonn af almennum byggðakvóta fiskveiðiárið 2019/2020. Og að það væri 87 tonnum minna en fiskveiðiárið 2018/2019. Skagaströnd fékk mest eða 179 tonn sem er 121 tonni minna en síðustu ár. Skerðingin er vegna þess að heildarmagn til úthlutunar er að minnka og þær almennu reglur sem notaðar eru til úthlutunar verja brothættar byggðir og sveitarfélög með íbúa undir 400 fyrir skerðingu milli ára.
Frá Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Frá Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 16. janúar 2020 - kl. 09:08
Tími veðurviðvarana er lokið, í bili að minnsta kosti, og flestir fjallvegir færir á Norðurlandi vestra eða unnið að mokstri þeirra. Vetrarfærð er á flestum leiðum. Spáð er norðaustan 5-13 metrum á sekúndu í dag með dálitlum éljum hér og þar í nótt, annars hægari og þurrt. Suðaustan 3-10 metrar á sekúndu og skýjað með köflum á morgun og hiti um frostmark. Allt skólahald í Húnaþingi ætti að vera komið í eðlilegt horf.
Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 15. janúar 2020 - kl. 11:47
Vert er að minna á nokkra viðburði sem eru framundan í Húnaþingi vestra í þessa vikuna. Fyrst má nefna Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra en hún verður haldi í Félagsheimilinu á Hvammstanga í annað kvöld klukkan 19 en halda átti keppnina í kvöld. Á morgun, 16. janúar klukkan 16, opnar sýning á Bóka- og héraðsskjalasafninu á 17 myndverkum Halldórs Péturssonar úr Grettis sögu.
Fréttir | 15. janúar 2020 - kl. 11:38
Kirkjustarf Skagastrandarprestakalls árið 2020 hefst með messu í Hólaneskirkju sunnudaginn 26. janúar næstkomandi klukkan 11. Í henni sameinast kynslóðir í lofgjörð og bæn. Kór Hólaneskirkju syngur og sunnudagaskólabörnin og söfnuðurinn lætur heldur ekki sitt eftir liggja að taka undir í söng. Organistinn Hugrún Sif spilar undir og Bryndís prestur þjónar fyrir altari og predikar. Gengið verður til altaris. Eftir stundina er boðið upp á veitingar og föndur á kirkjuloftinu.
Pistlar | 15. janúar 2020 - kl. 09:05
Eftir Arnheiði Jóhannsdóttur
Ferðaþjónustan á landinu öllu kemur saman árlega á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Sýningin hefur það að markmiði að efla tengsl á milli fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtækja allra landshluta auk þess að kynna vel nýjungar á svæðunum og auka sölumöguleika. Þennan frábæra dag er auðvelt að sjá hvers vegna erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og hvers vegna áhuginn á Íslandi eykst ár frá ári.
Sameining A-Hún
Fréttir | 15. janúar 2020 - kl. 07:35
Gul viðvörum er í dag á Norðurlandi vestra og gildir hún til klukkan 15. Nú er hvasst, 13-20 metrar á sekúndu og má búast við snjókomu og skafrenningi með takmörkuðu skyggni. Búast má við samgöngutruflunum. Vetrarfærð er um mest allt land. Vegir eru víða ófærir eða lokaðir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Vegirnir um Holtavörðuheiði, Þverárfjall og Vatnskarð eru lokaðir sem og um Öxnadalsheiði. Skólahald fellur niður á Húnavöllum í dag.
Fréttir | 14. janúar 2020 - kl. 16:41
Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að vegna bilunar í útsendingarkerfi Ríkisútvarpsins liggja útsendingar Rásar 1 niðri á svæði frá utanverður Hrútafirði að hluta Skagafjarðar þar með talið eru Hólmavík, Hvammstanga, Blönduós Skagaströnd og innsti hluti Skagafjarðar. Hægt er að ná útsendingum RÚV á öðrum miðlum svo sem í Rúv Appinu, á sjónvarpsdreifikerfum símafélaga, á vefnum okkar ruv.is og á Langbylgju frá Gufuskálum á 189kHz.
Ljósm: stjornarradid.is
Ljósm: stjornarradid.is
Fréttir | 14. janúar 2020 - kl. 16:12
Áætlun hefur verið gerð til að fjölga starfsmönnum stofnana á landsbyggðinni sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sett hafa verið fram tölusett markmið um fjölgun árin 2021, 2023 og 2025. Stofnanirnar eru Fiskistofa, Hafrannsóknastofnun og Matvælastofnun. Í ætluninni, sem unnin var í samráði við forstöðumenn þessara stofnana, eru bæði sameiginlegar áherslur og tölusett markmið en sérstakur stýrihópur ráðuneytisins og forstöðumanna stofnana hefur verið falið að tryggja framkvæmd hennar og verður árangur hennar metinn árlega.
Mynd af vef RARIK.
Mynd af vef RARIK.
Fréttir | 14. janúar 2020 - kl. 11:20
Rafmagn fór af Húnavallalínu í morgun og varð rafmagnlaust á Húnavöllum og í Svínadal að vestanverðu. Rafmagn komst aftur á klukkan 10:45. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik er talið að samsláttur hafi orðið á línunum. Hitaveita á svæðinu er drifin með rafmagni og var hitaveitudælum komið yfir á varaafl á meðan rafmagnslaust varð. Leiðindaveður er í Húnaþingi og appelsínugul viðvörun í gangi fram á nótt. Allt skólahald liggur niðri í Húnavatnssýslum í dag.
Í lok frumsýningar. Ljósm: FB/Elín Ósk Magnúsdóttir.
Í lok frumsýningar. Ljósm: FB/Elín Ósk Magnúsdóttir.
Fréttir | 14. janúar 2020 - kl. 10:46
Sýningin Öxin – Agnes og Friðrik, var frumsýnd á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi á sunnudaginn. Þar fór Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum á kostum þegar hann rifjaði upp síðustu aftöku Íslandssögunnar. Þennan dag voru 190 ár liðin frá því Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson létu lífið á höggstokki í Vatnsdalshólum, 12. janúar 1730. Á vefnum Tímarit Máls og menningar fjallar Silja Aðalsteinsdóttir um frumsýninguna.
Fréttir | 14. janúar 2020 - kl. 10:21
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórinn halda nýársfagnað í Húnaveri laugardaginn 18. janúar næstkomandi klukkan 20:30. Til stóð að halda fögnuðinn 11. janúar en vegna slæms veðurs var honum frestað. Á dagskrá nýársfagnaðar kóranna verður kvöldverður, kórsöngur, skemmtiatriði og dansleikur. Fagnaðurinn verður opinn utan kóranna og geta áhugasamir skráð sig til þátttöku hjá Höskuldi í síma 894-8710 eða hjá Valborgu í síma 869-8108.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
09. ágúst 2019
Aldurssmánun samtímans
Margrét S. Björnsdóttir skrifaði áhugaverða grein á visir.is fyrr á þessu ári þar sem hún talar um aldurssmánun samtímans. Í greinninni fjallar hún um mestu sóun okkar, sóun á reynsluþekkingu. Lítil samfélög hafa ekki efni á að sóa áratuga reynsluþekkingu þeirra sem eldri eru.
::Lesa
Spaugið
28. október 2019
Farandverkamaðurinn
Farandverkamaður í Neskaupstað fékk tölvupóst frá kærustu sinni í Reykjavík sem hljóðaði svona: Kæri Jón. Ég get bara ekki lengur verið með þér. Fjarlægðin er bara allt of mikil.
::Lesa
©2020 Húnahorniđ