Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Fimmtudagur, 1. desember 2022
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2022
SMÞMFL
27282930123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 13:20 S 9 1°C
Laxárdalsh. 13:20 SSA 9 2°C
Vatnsskarð 13:20 S 9 1°C
Þverárfjall 13:20 S 7 2°C
Kjalarnes 13:20 SA 8 5°C
Hafnarfjall 13:20 SSA 12 5°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
28. nóvember 2022
Eftir Högna Elfar Gylfason
24. nóvember 2022
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. nóvember 2022
Eftir Gný Guðmundsson
21. nóvember 2022
37. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. nóvember 2022
Eftir Harald Benediktsson
17. nóvember 2022
Rugludalur í Blöndudal. Ljósm: hunavatnshreppur.is
Rugludalur í Blöndudal. Ljósm: hunavatnshreppur.is
Pistlar | 16. febrúar 2022 - kl. 18:52
Húnvetningur
Eftir Gunnar Tr. Halldórsson, sveitarstjórnarfulltrúi á Blönduósi

Nú ganga íbúar Húnavatnshrepps og Blönduós til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna tveggja 19. febrúar. Ég tel mig þekkja vel bæði sveitarfélög þar sem ég er fæddur og uppalinn í Húnavatnshrepp og nú búsettur ásamt fjölskyldu minni á Blönduósi. Vel skil ég að fólk sé með mismunandi skoðanir á þessu skrefi en mín sannfæring er að saman stöndum við betur sem eitt sveitarfélag. Húnavallaskóli var minn grunnskóli og seinna meir vinnustaður þegar ég starfaði þar sem kennari í upphafi aldar. Það voru vissulega forréttindi að ganga í Húnavallaskóla og ekki síður að fá tækifæri til að starfa þar síðar með nokkrum af mínum gömlu kennurum og upplifa hina hliðina á sama tening. Að vera Blönduósingur eða Bólhlíðingur skiptir mig ekki öllu máli þar sem ég er alltaf Húnvetningur.

Áherslur íbúa eru mismunandi og margir þættir sem móta skoðanir okkar. Ég er alinn upp við að Húnaver sé miðstöð menningar sem tengdi saman fólkið í sveitinni. Það var samkomustaður í sveitinni þar sem fólk kom saman á skemmtanir, fundi, íþrótta- og kóræfingar, kosningar og alla þá viðburði sem gerir svæði eða hóp fólks að samfélagi. Félagsheimilin gegna áfram þessu mikilvæga hlutverki og munu gera um ókomna tíð. Umræða um að stærra sveitarfélag sjái félagsheimili sem bagga er á villigötum.  Það eru t.d. stór tækifæri í mínu gamla og sögulega félagsheimili við þjóðveg 1 og stærra sveitarfélag hefur enn meiri möguleika á að byggja þar upp til framtíðar.

Atvinnulífið vinnur allt saman á svæðinu og íbúar sækja atvinnu í þéttbýlið og öfugt. Dreifbýlið skapar hráefni til vinnslu í þettbýlinu sem á móti skapar atvinnu. Sveitarfélögin tvö eru í sókn á mörgum sviðum og sú sókn getur haldið áfram með sameiningu en ég er hræddur um að bæði sveitarfélög verði að pakka í vörn næstu ár standi þau áfram ein.  Sameining sveitarfélaga á alls ekki að leiða af sér einhliða hagræðingu í rekstri og niðurskurði heldur á að nota þá hagræðingu sem til verður í ný tækifæri og uppbyggingu. Það er lykilatriði sem verður að halda til haga.

Raforkuframleiðsla í Blönduvirkjun er vafalaust styrkur og forskot okkar í atvinnumálum á Norðurlandi vestra. Uppbygging Gagnavers á Blönduósi er í fullum gangi á grunni sem bæði Blönduós og Húnavatnshreppur byggðu fyrir um fjórum árum. Áfram þarf að sækja í orkufrekum iðnaði og skoða einnig atvinnuuppbyggingu nær raforkuframleiðslu við Blöndustöð með umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Uppbygging á öllu svæðinu styrkir heildina og bætir búsetuskilyrði, samgöngur ofl..

Það er okkar réttur að fá að velja og kjósa og það eru allar skoðanir réttar og gildar. Með þessum orðum er ég aðeins að greina frá minni skoðun á þessu málefni sem ég er óhræddur við að setja fram. Þó Bólhlíðingurinn sé búsettur á Blönduósi breytir það ekki þeirri staðreynd að Blöndudalurinn er fallegasti staður á Íslandi.

   

 

Höf. ass
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2022 Húnahornið