Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Þriðjudagur, 19. janúar 2021
NNA  11 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Janúar 2021
SMÞMFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 12:00 NNA 11  0°C
Þverárfjall 12:00 NA 18 -3°C
Vatnsskarð 12:00 N 14  -3°C
Brúsastaðir 12:00 NNV 7  0°C
Holtavörðuh 12:00 N 12  -3°C
Laxárdalshe 12:00 NNA 17 -2°C
Reykir í Hr 12:00 N 12  -0°C
Reykjavík 12:00 NNA 8  1°C
Akureyri - 12:00 N 7  2°C
Egilsstaðaf 11:00 N 7  1°C
Vegagerðin
Holtavörðuh. 12:00 N 12 -3°C
Laxárdalsh. 12:00 NNA17 -2°C
Vatnsskarð 12:00 N 14 -3°C
Þverárfjall 12:00 NA18 -3°C
Kjalarnes 12:00 NNA18 0°C
Hafnarfjall 12:00 NNA 11 -1°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. nóvember 2020
Við upphaf vetrar
Þá hefur vetur konungur haldið innreið sína og verið rólegur þessar fyrstu vikur og verður vonandi spakur áfram. Okkur finnst við eiga skilið góðan vetur eftir allar þær hremmingar sem við höfum mátt þola á árinu, eins og veiruskömmina og stórviðri og vetrarhörkur í fyrra.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
14. janúar 2021
Eftir Friðrik Á. Brekkan
13. janúar 2021
Eftir Friðrik Á Brekkan
07. janúar 2021
Eftir Ólaf Bernódusson
07. janúar 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
04. janúar 2021
Eftir Friðrik Á Brekkan
01. janúar 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
30. desember 2020
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
21. desember 2020
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Pistlar | 23. nóvember 2020 - kl. 11:08
Stökuspjall: Ljóðasnekkjan - töfraskip

Í eikitré bjó ugla hátt
hún eygði margt, en sagði fátt
og glöggt hún heyrði, en gat ei neins.
Ó, gætum við bara verið eins. P.Kolka þýddi úr ensku

Læknir Húnvetninga, Páll Kolka, var orðsnjall og fróður eins og birtist þeim sem lesa ljóðabækur hans eða héraðssöguna Föðurtún, fróðleik og myndir úr heimahéraði, kryddað með svipleiftrum af nafnkenndum Húnvetningum, vísum og sögubrotum. Hann gaf út ljóðabækurnar Hnitbjörg 1936, Ströndina 1940 og ljóðaflokkinn Landvættir 1952. Ennfremur leikritið Gissur jarl.

Í ljóði sínu Kjarval segir Kolka:

Sjá bergsins breiðu dyr
sem blasa gestum við.
Sjá vafurloga um vegg og þil
og veislubúið álfalið.

Hann færir áhrifin af málverkum Kjarvals í búning orðanna, yrkir ljóð um það sem grípur hug hans á málverkasýningunni og lýkur ljóðinu svo:

Sjá steinsins leynda líf
er listin vakið fær
og brunahraunsins hrjúfu sál
er hönd og auga snillings nær.
Sjá heiðamosans mjúka silkiflos
hið milda húm í burknans grýttu kvos.
Sjá ótal djásn um auðnir sands.
Sjá ógn og töfradýrð vors föðurlands.

Nokkur dæmi úr Föðurtúnum:

 1. Á Örlygsstöðum byggði Björn Guðmundsson hreppsstjóri  – afi Björns í Hlíð og Rafns á Örlygsstöðum – fyrsta húsið á Íslandi 1913 með tvöföldum steinsteypuveggjum og tróði eftir fyrirsögn Guðmundar Hannessonar prófessors – frá Guðlaugsstöðum. – Björn var vinsæll og valmenni.
 2. Um miðja nítjándu öld bjó í Háagerði Jón bóndi Jónsson, d. 1865, búþegn góður og lagvirkur, heldur skjótlegur og vel viti borinn. Hann átti margar myndarlegar dætur og er um þær þessi vísa: 

Að Háagerði helst ég vildi stýra
gjarðafleyi, því að þar
þykjar meyjar fegurstar.

Dótturdóttir Jóns var Halldóra Bjarnadóttir ritstjóri Hlínar, flutti á Héraðshælið Blönduósi 1957 og bjó þar til æviloka. f. 1873, d. 1981 108 ára.

 1. Á Ytri-Ey bjó Arnór Árnason sýslumaður og kammerráð á árunum 1847-1859, einkennilegur maður og flumósa. Arnór reisti á Ey timburhús, sem síðan var stækkað, er jörðin var keypt undir Kvennaskóla Húnvetninga, sem starfaði þar 1882-1901. Á húsi Arnórs sýslumanns voru karldyr gegnt suðri, en bakdyr til norðurs.

Kvöld eitt guðaði maður á suðurglugga, en sýslumaður ansaði ekki lengi vel. Maðurinn barði þess fastar og hrópaði:„Hér sé guð.“ Leiddist þá sýslumanni þófið, kom út í gluggann og hrópaði á móti:„Hvað er þetta maður, hér er enginn guð. Farðu til andskotans að norðurdyrunum.“

 1. Innlegg um Arnór sýslumann á Ytri-Ey frá Magnúsi á Syðra-Hóli:

„Kristján minn í Stóradal er kominn.“

Nú bar svo til eitthvert sinn, að hreppsstjóri nokkur var kominn að Ytri-Ey og sat inni á skrifstofu sýslumanns. Hafði hann ýmislegan erindrekstur með höndum og kom ekki tómhentur að bréfum og skjölum. Sýslumaður endurskoðaði jafnan og úrskurðaði sveitarsjóðsreikningana alla úr sýslunni og nú sátu þeir báðir, sýslumaður og hreppsstjóri álútir yfir „hreppstöflunni“ og prófuðu reikningsliði og niðurstöður. Þótti sýslumanni margt athugavert um reikningshaldið og vafasamir ýmsir reikningsliðir. Hreppsstjóri var hortugur og þóttist allt hafa vel gert. Er þeir þjörkuðu um þetta, heyrðist reiðdynur úti og hófasláttur og riðu gestir í hlað. Sýslumaður leit út um gluggann og bar kennsl á þann sem fremstur fór. Hann sneri sér að hreppsstjóra, hátalaður og fljótmæltur: „Kristján minn í Stóradal er kominn og farðu nú til fjandans með allt þitt rusl.“

 1. Þegar leið um landið á
  laufameiður glaði
  ekki sneiðir Ósnum hjá
  Einar á Breiðavaði.
 2.  Hildur gagntók huga minn
  á hana ég lengi starði
  ó, að væri uppnuminn
  Árni á Geitaskarði.
 3. Auðólfsstaðir eru kostajörð með grasgefnar engjar út úr túni. Þangað flutti Guðmundur Skagakóngur 1720 -1787 frá Höfnum og bjuggu þeir þar Björn 1749 - 1821 sonur hans og Ólafur 1786 - 1836 sonarsonur hans,faðir þingskörungsins síra Arnljóts Ólafssonar á Bægisá og Sauðanesi. Annar sonur Ólafs var Björn bóndi í Finnstungu, faðir Sigvalda á Skeggsstöðum, Ólafs á Árbakka og Olsonsbræðra í Ameríku.

Margrét systir Arnljóts var formóðir Jóa í Stapa, en með því að Kolka þekkti ekki Jóa hefur dregist að upplýsa þetta.

 1. Til er svofelld sveitavísa um Langadal:
  Langidalur grasi grær
  grænu snemma á vorin.
  Fagur er hann, en einatt ær
  yfirstígur horinn.

Síðari hluti vísunnar er í talsverðri mótsögn við fyrra helminginn, sem flestir telja sannari. Dalurinn er engin horsveit. Að vísu er næðingssamt í norðurhluta hans og engjalönd lítil. Þar er og snjóasamt þí að í norðaustanhróðum kembir mjöllina niður af Kaldbak og fjallinu. Þéttbýlla er þar en í framdalnum og jarðir því minni, en á ýmsum þeirra hafa verið gerðar allverulegar jarðabætur í seinni tíð.

Óvíða sér maður fegurri liti en þegar síðdegissól skín á norðurhluta Langadalsfjalls seinni hluta sumars. Hlíðarnar eru dökkgrænar langt upp eftir fjalli, með fjólubláa rinda,er ofar dregur og ljósfagurgræn dýjadrög sums staðar milli þeirra. Fjallshliðin verður eins og flosvefnaður, einkum eftir úrkomur.

Ársins 2020 verður minnst vegna farsóttarinn sem heimsbyggðin glímir við þessa mánuðina, en Páll læknir fékk líka að finna fyrir glímunni við farsótt á námsárum sínum í læknisfræðinni eins og hann segir frá hér að neðan þegar hann var sendur til Keflavíkur á dögum spönsku veikinnar:

Þegar veikin fór að breiðast út frá Reykjavík til nærliggjandi byggða voru fimm læknanemar löggiltir sem læknar og sendir út á landsbyggðina til starfa. Einn þeirra var Páll V.G. Kolka og kom Keflavíkurlæknishérað í hans hlut. Eins og áður segir kom veikin þar hart niður á íbúum, að minnsta kosti 33 íbúar létust á örfáum dögum og læknisstörfin urðu honum því mikil eldskírn:  Mér leið illa, bæði andlega og líkamlega, þar sem ég lá andvaka í skammdegismyrkrinu og rifjaði upp atburði síðustu daga. Ég þóttist sjá fram á það, að hjálp mín yrði yfirleitt að engum notum, því að ég kæmi alls staðar of seint, rétt aðeins í tæka tíð til að sjá fólkið deyja [...] Ég varð svo örvinglaður, að ég formælti þeim degi, sem ég hafði ákveðið að lesa læknisfræði, ásetti mér að síma landlækni um leið og síminn yrði opnaður, segja honum, að hann yrði að senda annan mann í minn stað suður ....

Páll sá sig þó um hönd og hélt starfinu áfram um fimm vikna skeið. Í endurminningum sínum, sem skrifaðar voru við starfslok, sagði hann: „Engan mánuð ævi minnar vildi ég síður hafa farið á mis við að lifa en þennan tíma, sem spænska veikin var í algleymingi. Hún varð mér, ungum, tilfinninganæmum og óhörðnuðum sú eldraun, sem hefur sjálfsagt verið mér nauðsynleg.“ .

Ljúkum nú þessu rabbi um húnvetnska lækninn Pál Valdimar Kolka með haustvísu hans um leka ljóðasnekkjuna,sem hann hefur þó sýnilega hrundið úr vör á góðum stundum, fengið byr í segl og braglínur í hug. Það sýna ljóðin hans:

Ýfast tekur aldan sölt
úti um svið á hausti.
Ljóðasnekkjan lek og völt
liggur upp í nausti.

Heimildir og ítarefni:
Páll Kolka á vísnavefnum: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=15881
Minningarorð Jóns Ísberg um Pál Kolka: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/174420/ 
Magnús Gottfreðsson: Um Spænsku veikina, Læknablaðið 2008: https://www.laeknabladid.is/2008/11/nr/3323
PVG Kolka: Föðurtún Rv. 1950
Fortíð og fyrirburðir – Svipir og sagnir V. Ak. 1962 – Arnór kammerráð á Ytri-Ey bls. 11

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2021 Húnahornið