Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 19. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 06:20 0 0°C
Laxárdalsh. 06:20 0 0°C
Vatnsskarð 06:20 0 0°C
Þverárfjall 06:20 0 0°C
Kjalarnes 06:20 0 0°C
Hafnarfjall 06:20 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
70. þáttur. Eftir Jón Torfason
09. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Húnaflói. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Húnaflói. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Pistlar | 07. maí 2021 - kl. 13:35
Stökuspjall: Minnið góða sofnar
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

1.Blönduhlíðar blessuð fjöll
blasa við sjónum mínum
en Langholtið, það leiða tröll
liggur á hlaunum sínum.

Sölvi Helgason orti vísuna á leiðum sveita milli, en ferðir gengu hægar á dögum hans og Jóns Árnasonar. Jón bókavörður var fæddur á Hofi á Skaga 17. ág 1819 en Sölvi listmálari á Fjalli í Sléttuhlíð 16. ág. 1820

Skáldmæltar konur í Blönduhlíð ortu næstu vísur:

2.Hér er greiða, svampur, sápa
sett til reiðu vatns er ker.
Láttu freyða um skilnings skápa
skarnið leiðast burt frá þér. Þrúður Jónsdóttir Miðhúsum

 

3.Drangey rís úr myrkum mar.
Mörg er lífsins saga.
Illugi og Grettir áttu þar
ömurlega daga. María Rögnvaldsdóttir Réttarholti

 

4.Hvítan hest í Hnúkinn ber
hálsinn reyrir klakaband.
Þegar bógur þíður er
þá er fært um Stórasand. Ók. höfundur

Næstu vísu kvað Indíana Albertsdóttir, bjó á Króknum en uppalinn í Neðstabæ í Norðurárdal. Útvarpstækið hennar var bilað:

5.Mér finnst leitt, hvað lífið er breytt
– lán sem veittist kveður. –
Klukkan er eitt, en ekki neitt
andann þreyttan gleður.

Smalinn gætir fjárins upp í hlíðinni og aðalleiðin um Norðurland liggur um Langadal. Norðurárdalur og Þverárfjall eru nú orðin mikilvæg samgönguleið, t.d. frá Skagströnd til Sauðárkróks og Siglufjarðar:

5.Flest í blíða fellur dá
frekum kvíða sleginn
eg má bíða ánum hjá
en aðrir ríða veginn. Jónas smali á Geitaskarði

Uppi á Laxárdal yrkir Björn á Refsstöðum, vaknar kannski um óttubil eða er ekki sofnaður:

6.Að mér læðast hlýtt og hljótt
hugðar kæru efnin.
Þessi varð mér vökunótt
verðmætari en svefninn. Björn Leví Gestsson 

Sigrún Haraldsdóttir komst ekki á hagyrðingamótið á Hólmavík 2006, en sendi vísu um flóann himinbláa:

7.Bára á fleti tiplar tær
tindrar sólargljái
hrifning mína fangað fær
flóinn himinblái. Sigrún Haraldsdóttir frá Litladal

 

8.Fjöllin skarta fagurblá
faðma grund og móa.
Sólargeislar gárum á
gylla Húnaflóa. Ingibjörg Eysteinsdóttir Beinakeldu

 

9.Brosa við mér berjalönd
blánar á grænu lyngi.
Inn til dala og út við strönd
í öllu Húnaþingi. IE

Ingibjörg var virk í kórstarfi um dagana og þakkar hér söngstjórum sínum, Sigrúnu organista í Saurbæ og Kristófer í Köldukinn:

10.Sigrún! þú átt algjört hrós
áratuga er saga
þú varst okkar leiðarljós
ljúfa söngvadaga. IE

 

11.Þú hefur lengi götu söngsins greitt
og gleði með því vakið hreina og sanna.
Nú hafa árin ýmsum hlutum breytt
en áfram njótum góðu minninganna. IE

 

12.Flettingsrýju rak á vog
rétt upp í hann Sigurð
nettar tíu álnir og
eftir því á digurð. Guðmundur Ketilsson Illugastöðum

 

13.Andann ljóða burt ég bý
brjóstið óðum dofnar
förlast móðurmálið, því
minnið góða sofnar. GK

Jörundur á Hellu yrkir vísur þrjár til konu sinnar og ljúkum stökuspjallinu með einni vísunni hans:

14.Ég veit þín æska er á brott,
því árin liðu brátt.
En samt mér finnst þú alltaf ung,
þú átt minn hjartaslátt. JG

Meira til fróðleiks: 

Sölvi Helgason: https://timarit.is/page/4819641#page/n78/mode/2up    
Sölvi í wikipediu: https://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%B6lvi_Helgason
Nokkrar vísur og ljóð Ingibjargar á Beinakeldu: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=18067
Vísan GKetilssonar: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/visur.php?VID=27735
Vetrarstökuspjall og GKetilsson: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13418
Jörundur Gestsson, Hellu, Selströnd: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=4777  

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið