Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Mánudagur, 2. október 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Október 2023
SMÞMFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:10 NNV 5 1°C
Laxárdalsh. 01:10 N 10 4°C
Vatnsskarð 01:10 NNA 9 5°C
Þverárfjall 01:10 NA 9 4°C
Kjalarnes 01:10 301.0 2 7°C
Hafnarfjall 01:10 ANA 13 9°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. september 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
27. september 2023
Eftir Sigurjón Þórðarson
25. september 2023
58. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. september 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
23. september 2023
Eftir Bjarna Jónsson
19. september 2023
Eftir Svölu Runólfsdóttur, Elínu S. Sigurðardóttur og Dagnýju Sigmarsdóttur
13. september 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
12. september 2023
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Háuklettar í Kálfshamarsvík. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Háuklettar í Kálfshamarsvík. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Pistlar | 08. ágúst 2021 - kl. 08:42
Sögukorn: Hofsmessa 17. ágúst fellur niður!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Undralönd og ævintýra birti Jón Árnason samferðamönnum sínum og nýrri kynslóðum með sögum, þulum og öðrum skáldskap sem safnað var á nítjándu öldinni og þeir Magnús Grímsson urðu forgöngumenn fyrir. Konrad Maurer hinn þýski lagðist vel í ólarnar í þessum leiðangri og fyrsta útgáfa af þjóðsögum JÁ kom út í Leipzig 1862 og 1864 fyrir tilstyrk Maurers.

Alþingismennirnir Vilhjálmur Bjarnason og fleiri þingmenn minntu í tæka tíð á væntanleg tímamót – er 200 ár væru frá fæðingu Jóns á Hofi. Góðu heilli komst hann til mennta en þó ekki Hafnar.

Við heyrðum hvatningu þeirra Vilhjálms Bjarnasonar norður í land, tókum okkur til og höfðum guðsþjónustu og messukaffi á Hofi, fæðingarstað JÁ árið 2016, sem tókst með ágætum enda komu þar að margar framréttar hendur, sumar til að taka þátt í hálftímaforspili fyrir messuna, mun fleiri tóku þátt í safnaðarsöngnum í kirkjunni og safnaðarfólk úr heimasókn lét ekki sitt eftir liggja.

Þessi góða stund í Skagabúð og kirkju sýndi okkur að við gátum fylkt okkar liði á heimaslóð Jóns og fagnað þar hvað sem stofnanir gerðu syðra, en við náðum saman traustu samstarfi í sveit og borg og  hátíðin norður á Skaga á sjálfan afmælisdaginn varð sú fyrsta af þremur. Hinar tvær voru í Landsbókasafni og á vegum Árnastofnuna. Meðal gesta í Hofskirkju var landsbókavörðurinn Ingibjörg Steinunn, Örn Hrafnkelsson sagnfræðingur við sömu stofnun og forsetinn og sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson kom til málþingsins og afhjúpaði minnismerki um Jón við Spákonufellshöfðann.

Dagurinn, 17. ágúst 2019, varð mikill og góður hátíðardagur og Skagamenn, Skagstrendingar og héraðsbúar margir lögðu leið sína á Ströndina til að gleðjast yfir þessum ötula syni sveitarinnar.  

En guðsþjónusta á Hofi - tengd degi JÁ - féll niður í fyrra og fellur niður í ár vegna kóvíd 19. Við höfðum undirbúið guðsþjónustu á Hofi nú í sumar þann 17. ág., með þeim Kristínu Leifs Árnadóttur, djákna á Borðeyri og sr. Ólafi á Mælifelli. Einnig ætlaði Ólafur Dýrmundsson búvísindamaður og Húnvetningur að rabba við okkur um bóndann í borginni, en Ólafur hefur haldið sauðfé í Reykjavík allt frá unglingsárum sínum. Fleiri úr hirð Jóns voru væntanlegir en vonandi fáum við betra leiði næsta sumar, sjáum skína sól á stuðlabergið út í víkinni og gluggana á Hofskirkju.

Eldra efni:
Römm er sú taug . . um Bessastaðaskóla: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=15326 Sögukufl úr sólskini – um þjóðsögur JÁ: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13068
Ný þjóðsagnabók og Jónsdagar: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=15105
Kalt er við kórbak: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=15980
Sögukorn af JÁ - 2019: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=16088
JÁ heiðraður í Reykjavík 2019: https://www.huni.is/?cid=16123
Messufall í fyrra – Fornastaðir og Jónas Illugason: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=17286 Hátíð á Skaga fyrir tveim árum: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=16098
Jónsdagar fyrir þrem árum: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=15039
Tjarnarmessa fyrir fjórum árum: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=14000
Hofsmessa fyrir fimm árum: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13102

Grein Vilhjálms Bjarnasonar frá febr. 2015, m.a. er þar getið um þingsályktun þeirra Katrínar Jakobsdóttir, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og Valgerðar Gunnarsdóttur að minnast Jóns Árnasonar, þegar 200 ár verða liðin frá fæðingu hans, 17. ágúst 2019: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1543208/

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið