Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Fimmtudagur, 9. desember 2021
   m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2021
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 11:10 NNV 6 -4°C
Laxárdalsh. 11:10 NA 5 -2°C
Vatnsskarð 11:10 ANA 7 -1°C
Þverárfjall 11:10 A 3 -2°C
Kjalarnes 11:10 ASA 10 2°C
Hafnarfjall 11:10 ASA15 4°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
29. október 2021
Spennandi tímar
Alþingiskosningarnar eru yfirstaðnar og eins og gengur eru sumir sáttir og aðrir ósáttir og enn aðrir mjög ósáttir.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
08. desember 2021
Eftir Unni Valborgu Hilmarsdóttur
02. desember 2021
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
02. desember 2021
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
28. nóvember 2021
15. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. nóvember 2021
Eftir Hafdísi Báru Óskarsdóttur
17. nóvember 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
17. nóvember 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. nóvember 2021
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Pistlar | 17. nóvember 2021 - kl. 10:06
Opið bréf til almennings í Húnavatnshreppi og Blönduósi
Eftir Hafdísi Báru Óskarsdóttur

Ég sit hér heima hjá mér í sóttkví eftir að það bar á smitum hér á Vopnafirði og mér finnst ég knúin til þess að skrifa þetta bréf eftir svar sem ég fékk frá sveitarstjóra Húnavatnshrepps sem pínu fyllti glasið hjá mér. Þið sem eigið heima á Blönduósi veltið að öllu fyrir ykkur hvað það gæti tengst ykkur, en mig langar að rekja smá undanfara fyrir ykkur sem gerði það að verkun að ég ákvað að skrifa þetta bréf.

Árið er 2016, nánar til tekið 1. apríl. klukkan er að verða ellefu að morgni þegar ég sendi Önnu Margréti varaforseta póst varðandi vangaveltur mínar um starf iðjuþjálfa eftir að Arnar Þór fyrrum bæjarstjóri Blönduósbæjar hafði ekki svarað mér. Ástæðan fyrir því að ég sendi sveitastjóranum þetta erindi er einfaldlega vegna þess að 17. júní 2016 útskrifaðist ég sem iðjuþjálfi og mig langaði að sækja á heimaslóðir mínar.

„Sæl Anna Margrét

Hafdís heiti ég og er dóttir Herdísar og Óskars á Steiná í Svartárdal. Ástæða fyrir þessum pósti er að mig langar að kanna hvort áhugi sé í sveitinni fyrir að fá iðjuþjálfa á svæðið? Ég var búin að senda Arnari póst fyrir all nokkrum vikum síðan en ekki enn fengið svar til baka. Spurning mín er þá kannski líka við hverja ræði ég í sambandi við þetta?

Kær kveðja
Hafdís Bára Óskarsdóttir“

Var Anna Margrét svo dásamlega að svara mér og benti mér á að hafa samband við Valgarð Hilmarsson, sem ég gerði. Ég sendi honum þær sömu vangaveltur og ég var með í póstinum við Önnu Margréti. Valli svaraði mér um hæl og segir:

Sæl Hafdís
Gaman að heyra að þú sért að útskrifast sem iðjuþjálfi. Það er nú þannig að við erum með sameiginlega félagsþjónustusvæðanna öll sveitarfélögin í A-Hún. en það vantar oft gott fólk. Ég skal athuga hvaða möguleikar eru.
Gangi þér vel
Kv. Valg
.“

Ég svara svo Valgarði:

„Sæll Valgarður
Takk fyrir þetta. Ég gæti þá jafnvel komið í sumar og lagt fram tillögur að þjónustu. Endilega sendu mér línu ef eitthvað er.
Kveðja
Hafdís Bára“

Það var aldrei haft samband við mig eftir þetta og ég lagði þetta mikið á hilluna næstu tvo mánuði þar sem ég var á fullu að klára lokaritgerðina mína. Eftir að ég fékk svo ekki meiri svör frá Blönduósbæ þá ákvað ég að prófa Húnavatnshrepp.

Það er kominn 6. júní 2016. Klukkan er að verða hálf tíu að kvöldi til þegar ég sendi mitt fyrsta bréf til sveitarstjóra Húnavatnshrepp sem ber yfirskriftina: „iðjuþjálfi í hreppinn?“ Aftur er ástæðan fyrir því að ég sendi þetta erindi er vegna útskriftar minnar þarna 17. júní 2016 og mig langaði að komast á heimaslóðir mínar.

Ég skrifa:

Sæl verið þið
Í meðfylgjandi bréfi renni ég stuttlega yfir vangaveltum mínum um mögulega stöðu iðjuþjálfa í hreppinn. Ef þið takið ekki við svona þá megið þið endilega benda mér á þann sem ég get sent þetta til. Þar sem ég var búin að senda svona fyrirspurn áður á Blönduósbæ en fékk engin svör.
Kær kveðja
Hafdís Bára Óskarsdóttir“

Og Einar svarar mér og segir:

„Sæl Hafdís
Rekstur þeirra þátta sem kannski þyrftu mest á þessari þjónustu þinni að halda er rekinn saman með sveitarfélögunum í Austur Húnavatnssýslu undir heitinu Fél A-Hún, Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd er framkvæmdastjóri þess byggðasamlags.
En ef það er þitt mat að þú teljir að þetta eigi heima í grunnskólanum hér á Húnavöllum vil ég benda þér á að senda póst á skolastjori@hunavallaskoli.is
Vona að þetta svari beiðni þinni
Með kveðju,
Einar Kristján Jónsson,“

Þarna var ég komin aftur með þá von um að þetta myndi hafast og ég hafði samband við Magnús sveitarstjóra á Skagastönd 8 júní 2016. Ég sendi honum sömu vangaveltur og áður og ég fékk svar:

Sæl Hafdís
Til hamingju með að vera að útskrifast sem iðjuþjálfi. Það er alltaf áhugavert að fá aftur heim í hérað ungt áhugasamt fólk sem hefur aflað sér menntunar.  Það er svo alltaf spurning hvernig við sköpum skilyrði til að það geti orðið. Ég er ekki alveg klár á hvernig við leysum það í þínu tilfelli en skal með mestu ánægju skoða hvaða möguleikar eru. Við erum að reka félagsþjónustu þar sem ýmsir þættir mannlegra veikleika koma við sögu. Það eru öldrunarstofnanir á bæði Blönduósi og Skagaströnd og svo er auðvitað sambýli á Blönduósi.

Kveðja
Magnús B. Jónsson
Skagaströnd“

Ég svara á móti:

„Sæll Magnús
takk fyrir það. Ég myndi meta það ótrúlega mikið. Ég er eins og er að vinna hjá Landsvirkjun allavega fram í nóvember en svo eftir það laus og til í að fara á vit ævintýranna. Endilega hafðu samband ef einhverjar spurningar vakna
kveðja
Hafdís Bára“

Eftir þetta varð ekkert meira úr neinu. Ég man að ég reyndi að hringja eitthvað líka en þá var mér bara bent á næsta og næsta. Það endaði auðvitað með því að ég gafst upp. Í dag veit ég að ég hefði átt að þrýsta meira á svör og fylgja þeim betur eftir… en hvað um það.. mér fannst það frekar lélegt að þetta bara svona fuðraði upp í umræðunni.

Vorið 2017 flyt ég svo á Vopnafjörð. Það tók sinn tíma að koma stöðu iðjuþjálfa á svæðið en eftir barneignir og elju þá rétt komst ég í 15% vinnu hjá hreppnum, sem jókst upp í 80% janúar 2019. Þökk sé Þór Steinarssyni fyrrum sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps. Eftir það þá hef ég haft meira en nóg að gera og vinn í dag stundum meira en 100% sem iðjuþjálfi. Hins vegar þá blundaði draumurinn minn alltaf í mér að vinna með fólki og hestum. Ég sá það fyrir mér að geta gert það á mínum heimaslóðum og einnig unnið sem iðjuþjálfi á svæðinu. Það kemur því aftur upp í mér að hafa samband við sveitarfélögin.

13. nóvember 2020 sendi ég Einari sveitarstjóra póst varðandi Húnaver og Steinholt eftir auglýsingu sveitarfélagsins um húsnæðin. Lá hugur minn þó meira til Húnavers. Einar svarar mér varðandi húsnæðin sem vakti upp margar spurningar eins og gefur að skilja miða við aðstæður hjá manni. 17 nóvember sendi ég Einari aftur póst og segi honum að við ætlum að melta þetta aðeins.

29. apríl 2021 sendi ég svo á Hjálmar Björn varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar og Jón Gíslason oddvita Húnavatnshrepps bréf með yfirskriftinni „Iðjuþjálfi A-Hún“. Það bréf er mun ítarlegra en það fyrsta sem ég sendi þarna árið 2016 og vonaðist ég til þess að ná árangri núna um svör. Ég sendi þetta reyndar í svona miðri kosningum varðandi sameiningu sveitarfélagana, en hvað um það.. maður veit aldrei nema að reyna.

Ekkert svar fékk ég frá Jóni Gíslasyni oddvita, en Hjálmar Björn varaforseti svaraði mér á jákvæðan hátt og tjáði, eins og ég hélt, að kosningarnar væru í forgangi yfir allt núna en Blönduósbær væri opinn fyrir aukinni þjónustu og ætlaði að koma þessu áfram. Í kringum kosningardag þá prófa ég að senda Hjálmari aftur póst og athuga hvort að þetta hafi eitthvað verið borið upp á fundum, eða eins og ég orðaði það:

„Sæll Hjálmar
Mig langaði svona bara að kasta á þig línu og ath hvort að eitthvað hafi verið litið á þessar hugmyndir mína með iðjuþjálfun í sveitarfélaginu? Eða er verið að bíða eftir að kosning á sameiningu sé yfirstaðin?
Kveðja
Hafdís Bára Ó“

Mér var svarað:

„Sæl ég var búinn að taka óformlega umræðu um þetta og það voru allir áhugasamir með að auka þjónustuna í sveitarfélaginu.
En í ljósi sameiningarviðræðna og svo kosninga var ekki talið
tímabært akkúrat eins og er að fara í frekari ákvörðanatöku og
bíða eftir því hvað kemur út úr kosningum.“

Ég skildi þessi svör og beið þá bara átektar. Hins vegar þá kom ekkert meir eftir þetta.

11. maí sendi ég svo Einari sveitarstjóra Húnavatnshrepps enn einu sinni póst, í honum stendur:

Sæll Einar
Hafdís heiti ég og kem frá Steiná í Svartárdal. Ég sendi þér póst í enda síðasta árs með vangaveltur mínar varðandi Húnaver en lét svo kjurrt liggja. Svo hef ég aðeins verið að fylgjast með gang mála varðandi húsið og sá að það væri kominn umsjónarmaður fyrir húsið út þetta ár. Þegar sá samningur fer að ljúka máttu endilega vera í sambandi við mig. Ég er með svona ýmsar hugmyndir í höfðinu og þá gæti verið að Húnaver sé akkurat rétti staðurinn fyrir mig ef ég næði að semja við ykkur eitthvað varðandi leigu og þess háttar.

Annars þá sendi ég Jóni á Búrfelli póst varðandi það hvort að Húnavatnshreppur og Blönduósbær væri tilbúinn til þess að vinna saman og fá iðjuþjálfa á svæðið til þess að vinna í leik- og grunnskólum á svæðinu. Skil vel ef það yrði beðið með þetta fram að kostningu varðandi sameiningu sveitarfélagana. Hins vegar þar sem ég fékk ekki staðfestingu frá Jóni að hann hafi fengið þetta þá sendi ég þér þetta einnig.

Kveðja
Hafdís Bára Óskarsdóttir
Iðjuþjálfi“

Við þessum pósti fékk ég ekkert svar. Það var ekki fyrr en 14. júní síðastliðnum sem ég ákvað að senda honum aftur póst og þá skrifa ég:

„Sæll aftur Einar
Mig langaði bara aðeins að forvitnast með Húnaver og sjá hvort ég geti fengið einhver svör með húsið þó svo að ég hafi ekki fengið svar með annað.

Þú nefndir við mig að leigan væri um 2 milljónir á ári fyrir húsnæðið og rafmagnið væri svo ca. 15-1800 þúsund. Sagðir einnig að það væri að öllu hægt að ná þeim reikning eitthvað niður með einföldum hætti. Spurning mín er því eru þið þá með varmadælu í huga og ef svo er. Hver myndi sjá um að setja það upp í húsið. Væri það hreppurinn eða sá sem væri að leigja húsið??

Miða við þessi útgjöld þá er leiga rúm 300 þúsund á mánuði eins og er. Vangaveltur mínar eru því vitið þið hver var innkoman hjá síðustu leigutökum á mánuði á húsið eða ársveltan? Bara svona svo ég viti hvað ég á von á ef ég myndi sækja um að komast í húsið?

Kveðja
Hafdís Bára Ó“

Þarna fékk ég loks svar… varðandi húsið.. ekkert annað. Þar kemur fram að það sé stefnt á að auglýsa aftur fyrir húsnæðið í september/október. Ég þakka fyrir og segi ég að það væri mjög gaman að reyna að láta þetta verða að veruleika.

Nokkrum dögum áður var ég að verða  pínu óþreyjufull varðandi að geta fengið vinnu á svæðinu og ákvað að færa mig yfir í það að tala við aðra í sveitastjórn. Ég heyrði þá í Ragnhildi Haraldsdóttur, varaoddvita símleiðis og tjáði ég henni farir mínar í þessum málum. Hún segir mér að ekki hafi hún heyrt af þessu frá sveitarstjóra eða oddvita. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki allt samtalið en mig minnir að hún hafi bent mér á Alexöndru Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra byggðasamlagsins. Sem ég gerði 7. júní síðastliðnum og sendi henni sama bréf og ég sendi á hina. Ég fékk aldrei svar.

Ég ákvað að senda þá á annað netfang sem Jón Gíslason oddviti Húnavatnshrepps og formaður félags- og skólaþjónustu A-Hún var með hjá sér og fékk þá svar frá honum þar sem hann tjáir mér að það hafi ekki verið ráðgert að ráða í stöðu iðjuþjálfa en benti mér á hana Alexöndru Jóhannesdóttur eins og Ragnhildur Haraldsdóttir hafði gert.. sem hefur ekki enn svarað mér í pósti og ég ekki náð henni heldur í síma, tvisvar sinnum. Ég hringi svo reyndar sjálf í Jón Gísla eitthvað eftir þetta og ræði við hann varðandi Húnaver og löngun mína að koma á svæðið. Það kom svo sem ekkert nýtt upp úr því samtali og var þegar búið að tjá mér.

13. september síðastliðnum er ég á námskeiði í gegn um símenntun hjá HA þar sem ég kemst í kynni við fyrrum sveitunga minn úr Húnavatnssýslunni. Hún var svo dásamlega að vilja aðstoða mig með allt þetta og benti mér á að hafa samband við Þórdísi Hauksdóttur fræðslustjóra, Guðmund Hauk forseta sveitarstjórnar á Blönduósi og fleiri. Ég ákvað því að senda póst á þau ásamt því að senda á netfang félags- og skólaþjónustu A-Hún.

Enn hef ég ekki fengið nein svör…. ég velti því fyrir mér hvernig í ósköpunum fæ ég enginn svör?? Er enginn áhugi eða metnaður til þess að fá fagfólk á svæðið? Eða vantar svona rosalega mikið í samskipti á milli einstaklinga?

27. október síðastliðinn fæ ég skilaboð á FB frá gamla sveitunga mínum um að það væri hægt að sækja aftur um Húnaver. Ég varð mjög svo ánægð og sótti um í snatri eins og planið var. Ég var með smá vonargeisla um að það gengi upp, en ef ekki þá væri mér greinilega ekki ætlað þetta eins og er.

Stuttu seinna fæ ég svar frá Einari sveitarstjóra að við myndum ekki fá þetta þar sem við vildum ræða frekar um leiguna við sveitarfélagið heldur en að henda inn einhverju tilboði í húsnæðið sem þarfnast viðhalds. Einnig þá er þetta stórt verkefni sem krefst að maður þarf að skoða alla vinkla og möguleika áður en farið er í svona, enda bý ég langt frá með heimili, með börn, dýr og fleira sem maður fer ekki hratt frá. Sjá svar Einars:

„Sæl.
Ég vil í upphafi þakka fyrir póstinn.
En svo að því sé alveg skýrt þá kemur ekki til mála að okkar hálfu að vera með eitthvað hlutfall af innkomu sem leigugjald.

Það sem gerð er krafa um svo að umsókn sé marktæk er eftirfarandi:

  • Leiguupphæð sem leigutakii er tilbúinn að greiða á ári.
  • Leigutaki skal taka við rekstri húsins 1. janúar 2022.

Með kveðju,
Einar Kristján Jónsson,“

Annað sem við fengum neitun á var vegna þess að við gætum ekki tekið við húsnæðinu strax fyrsta janúar 2022. Ég vil þá taka fram að auglýsingin fyrir Húnaver kom ekki inn fyrr en 27. október síðastliðinn. Síðast þegar ég vissi þá þarf fólk venjulega að vinna uppsagnarfrestinn sinn sem eru 3 mánuðir. Mér finnst það mjög svo hart að það skuli ekki vera millimetri í skilning og sveigjanleika fyrir fólk sem er ÍTREKAÐ búið að hafa samband og sína svæðinu, húsinu og öðru áhuga. Þar er ekki verið að gæta jafnréttis gagnvart þeim sem eru í vinnu og þurfa að vinna uppsagnarfrestinn sinn gagnvart þeim sem þurfa þess ekki.

Fyrir mér er klárt mál að hvorki Húnavatnshreppur né Blönduósbær er tilbúið eða opið fyrir því að ráða inn fleiri fagaðila á svæðið sem geta frætt, eflt, styrkt og hvatt börn, foreldra, aldraða, fyrirtæki og alla þar á milli. Verið með í uppbyggingu á skólastarfi eða annarri þjónustu.

Eitthvað þarf allavega að efla og laga þannig að fólk fái einhver svör. Af hverju er þetta ekki tekið upp á fundum? Af hverju vita bara einn eða tveir einstaklingar í stjórn af þessu en koma því ekki á framfæri? Ég hef fylgst með lang flestum fundagerðum hjá sveitarfélögunum á þessu ári og hef ég aldrei séð þetta tekið fyrir.

Það væri einnig gaman ef maður myndi finna fyrir meiri áhuga frá þeim einstaklingum sem eru í stjórnum og nefndum á svæðinu. Ef það er virkilega áhugi þá myndi þessi umræða ekki fuðra svona upp alltaf.

Ég vona svo innilega að þegar sveitarfélögin sameinist að það verði breytingar á þessum málum. Enda styttist í 2022 og tímarnir eru einfaldlega að breytast hratt. Ef stjórnarfólk nær ekki að fylgja því þá ætti það að fara í eitthvað annað.

Í lokinn langar mig að benda ykkur á starfslýsingu mína inn á heimasíðu Vopnafjarðar: https://vopnafjardarhreppur.is/thjonusta/velferd/idjuthjalfi

Virðingarfyllst
Hafdís Bára Óskarsdóttir
Iðjuþjálfi, hobbí bóndi, frumkvöðull og nemi

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
04. febrúar 2020
Róbinson Krúsó meðferðin
Við getum flest verið sammála um að jákvæð hugsun sé forsenda þess að samþykkja það að jákvæðni auki líkurnar á skilningi og að skilningur sé ein helsta breytan í góðum mannlegum samskiptum.
::Lesa
Spaugið
23. júní 2021
Íslenski karlmaðurinn hefur fimm gangtegundir
Íslenski karlmaðurinn hefur fimm gangtegundir.... Hann er með: Frekjugang, aulagang, ...
::Lesa

©2021 Húnahornið