Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 26. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 17:43 0 0°C
Laxárdalsh. 17:43 0 0°C
Vatnsskarð 17:43 0 0°C
Þverárfjall 17:43 0 0°C
Kjalarnes 17:43 0 0°C
Hafnarfjall 17:43 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Harmonium orgel í Hólmavíkurkirkju. Mynd: ismus.is
Harmonium orgel í Hólmavíkurkirkju. Mynd: ismus.is
Pistlar | 16. september 2022 - kl. 09:21
Sögukorn: Vítt barst hljómur skólans
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Undirfell – Lækjamót – Hof – Ytri-Ey – Blönduós

Skrafdrjúgt hefur mér, stökuspjallara, orðið um Sigurð frá Selhaga, vísnasafnarann ötula á Akureyri. Hann unni Svartárdalnum og sveitunum vestra í sumarfögrum dölum eins og býlunum smáu uppi á Skörðum. Og þar bjó fjölskylda hans lengst, á jörðinni Selhaga og forlög Sólveigar móður hans hafa einnig orðið hugstæð.

Hún kemur 22 ára vestan úr Arnafirði til náms við Kvennaskólann á Ytri-Ey og fer suður til Reykjavíkur til ljósmóðurnáms 1900, eftir að hafa eignast eiginmann framan úr Þingi og elsta barn þeirra, áðurnefndan Sigurð f. 1898.

Sigurður varð mikill Húnvetningur þó þau flyttu um 1930 til Akureyrar en þau voru þá flutt ofan úr fjöllunum, komin í húsmennsku og vinnu að hluta til hjá ungum ekkjumanni, Birni presti á Bergsstöðum, síðar Auðkúlu og hefur þeim/henni þá orðið fullljóst að betra væri að komast af í borginni, en kannski hefur Akureyri, vaxandi bær í nálægu héraði verið málamiðlun þeirra en karlmennirnir í fjölskyldunni, feðgarnir Halldór og Sigurður sóttu vestur, sérstaklega um heyskapartímann og áttu þar vinum að fagna.

Áratug síðar kom önnur stúlka kom til skólans um langan veg, einnig að vestan, en talsvert skemmri þó en Sólveig, hún kom utan frá Dröngum í Strandasýslu.

Steinunn Guðmundsdóttir var 24 ára er hún settist á skólabekk í kvennaskólanum haustið 1905, skólinn kominn á Blönduós og hún heyrði þá fyrsta sinni orgelhljóma þegar Guðríður forstöðukona skólans frá Lækjamóti og síðar húsfreyja á Holtastöðum, tók í hljóðfærið. Söngur hefur sjálfsagt líka verið iðkaður í skólanum en þegar stúlkan sneri heim, héldu tónarnir áfram að hljóma í eyrum hennar og hana dreymdi um að fá orgel heim að Dröngum.

Og það varð!

Faðir hennar pantaði orgel frá Danmörku, það kom fyrst í Siglufjörð, þaðan til Norðurfjarðar og þá var eftir spölurinn heim að Dröngum. Allar flutningaleiðirnar á sjó.

Fyrir Steinunni átti að liggja að giftast að Skriðnesenni inn við Bitrufjörð, áfram var haldið með spilanám og dóttir hennar Ólafía hreifst einnig með og spilaði í sinni fyrstu messu í Óspakseyrarkirkju meðan hún enn var unglingur:

Þá höguðu örlögin því svo að organistinn kom ekki til kirkjunnar, en prestur vék því þá til húsfrú Steinunnar hvort hún væri ekki til í að spila við athöfnina. Hún skoraðist undan en sagði að Lóa/Ólafía dóttir sín væri ekki síður fær svo unga stúlkan hlaut þennan óvænta kaleik –  að dreypa á – að spila þar í Bitrufirðinum sína fyrstu messu.

Seinna átti Lóa eftir að læra ljósmóðurfræði og annast sjúklinga í sjúkraskýlinu á Ströndum. Þangað, til Hólmavíkur, flutti hún 1962 og þá var farið að leita til hennar að kenna raddir í kirkjukórnum og eins að spila þar við messur. Og hún var síðan ráðin organisti og starfaði við það lengi síðan.

Fyrir vígslu Hólmavíkurkirkju 1968 komu til aðstoðar við undirbúning, þeir Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri, Magnús Jónsson frá Kollafjarðarnesi og Guðni Þ. Guðmundsson, allir orgelleikarar. Við það tilefni fékk Lóa organisti hvatningu þeirra, sérstaklega frá Guðna organista, hver ávinningur henni yrði að sækja árleg organistanámskeið hjá Hauki söngmálastjóra í Skálholti sem hún brást vel við og átti þar síðan margar góðar stundir. Góðan styrk hafði Lóa af Jóhanni Guðmundssyni, járnsmið og söngstjóra á Hólmavík sem sótti einnig námskeiðin –  og þangað, á þennan fornhelga höfuðstað landsins, lágu leiðir fjölmargra kór- og starfsmanna kirknanna úr dreifðum byggðum vítt um land.

Í bók þeirra Magnúsar á Syðra-Hóli um Kvennaskóla Húnvetninga frá 1939 segir:„Söng lærðu allar námsmeyjar, er til þess höfðu rödd og lagvísi, og orgelspil var kennt þeim, sem það vildu. Fékk skólinn orgel á fyrsta eða öðru ári hans á Ytri-Ey."

Þegar Steinunn á Dröngum kom til skólans 1905 var hann fluttur inn á Blönduós og Guðríður á Lækjamóti orðin skólastjóri en hún var einnig orgelleikari og síðar organisti við Holtastaðakirkju.

Önnur orgelsaga tengist Kvennaskólanum. Sigríður prestsfrú á Æsustöðum f. 1903 sagði Hólmfríði dóttur sinni „að sig hefði langað mikið til að fara í kvennaskóla eins og mamma hennar hafði gert og Hildur systir hennar.(Bræðurnir voru auðvitað sendir suður í Lærða skólann, útbúnir að heiman með ullarföt til skiptanna og kæfubelgi í nesti.) En pabbi hennar gat ekki hugsað sér að sjá af henni heilan vetur og bauðst í staðinn til að kaupa handa henni orgel. Hún þáði orgelið, sem nýttist henni vel til æviloka, en oft hafði hún á orði að það hefði nú verið gagnlegt að fara í húsmæðraskóla!"

Konur þessar urðu kyndilberar á Ströndum:

  1. Ólafía Jónsdóttir, Lóa organisti á Hólmavík f. 1928
  2. Steinunn Guðmundsdóttir Skriðnesenni f. 1889
  3. Anna Jakobína Eiríksdóttir Dröngum 1856

Og faðir Steinunnar sá er orgelið pantaði og keypti var Guðmundur Pétursson á Dröngum, f. 1854:

Heimildir og ítarefni:
Ólafía Jónsdóttir fyrrv. organisti Hólmavík
Kvennaskóli Húnvetninga 1879-1939 Rv. ´39
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir: ... hjá grassins rót Tindur 2018
Sr. Þorsteinn B. Gíslason: Skólar í Húnaþingi – Húnaþing I 1975
Elín Briem: https://is.wikipedia.org/wiki/El%C3%ADn_Briem#Ytri-Ey_og_Kvennafr%C3%A6%C3%B0arinn
Hólmavíkurkirkja: https://is.wikipedia.org/wiki/H%C3%B3lmav%C3%ADkurkirkja
Kristjana Pétursdóttir: https://timarit.is/files/25933769
Guðríður Líndal Holtastöðum 18 ára https://atom.blonduos.is/index.php/352-gudridur-sigurdardottir-lindal-1878-1932-18-ara-holtastodum

 Af Stikilsvef 1.    

Hulda Pálsdóttir Höllustöðum 1908-1995
Vetur á Kvennaskólanum
Minningar úr Kvennaskólanum á Blönduósi 1924-5

Sigríður Theódórsdóttir frá Bægisá kenndi flest bóklegu fögin og hvítsaum. Hún gekk í peysufötum alla daga og átti erfðasilfur enda af fyrirfólki komin. Þó held ég að hún hafi ekki átt glaða æsku.

Einu sinni man ég, að hún lét okkur hafa sendibréf fyrir stílefni. Ég hafði ekki Kvennaskólann Blönduósi fyrir heimilisfang, heldur skrifaði ég frá „Klaustrinu" og tíndi eitthvað til sem gerðist daglega og lét það m. a. koma fram hversu lítið var um herraheimsóknir.

Þar var aðeins gamli Mangi sem var vinnumaður í skólanum og gerði erfiðisverkin, sómakarl. Og svo kom stundum í matinn stútungs-bílstjóri innan af Blönduósi, sem þótti sparsamur og bjó einn. Hann hefir eflaust verið tungulipur, annars hefði hann ekki mætt þessari gestrisni ástæðulausri. Hann var kurteis og lét námsmeyjar afskiptalausar og hann hafði, kannski vegna aldurs, ágætan frið fyrir þeim. Eitthvað ruglaði ég meira niður á pappírinn. En þegar Sigríður sá þennan samsetning, setti að henni ótrúlega mikinn hlátur, og það gladdi mig, því hún var annars svo mikil dama.

Ég var í orgelspilatímum hjá Sigríði og líka vorum við tvær stelpur í dönskutímum hjá henni á kvöldin tvisvar í viku. Tvær aðrar voru í enskutímum hjá Kristjönu. Ekki voru tekin próf í þessum aukafögum.

Til að byrja með var skopast bæði að kvenfélögum og kvennaskólum og þó meira að kvenfélögum, því í þá daga þóttu konur standa svo mikið að baki karla og hafa hvorki félagsþroska né vit til að vinna að opinberum málum, enda höfðu þær ekki fjárráð, ekki einu sinni yfir þeim eignum sem þær fengu í arf. Þrátt fyrir þessa trú og tíðaranda, höfðu ýmsar konur góða yfirsýn og var ósanngirnin vel ljós.

Forstöðukona var á þessum árum frk. Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum. Hún kenndi kjólasaum, útsaum og söng. Ég man eftir fyrsta laginu sem við æfðum. Vísurnar eru eftir Guðmund Guðmundsson og eru á þessa leið:

Haust er á heiðum, hvílir á meiðum
þögn yfir þrastahóp.
Man ég hve sungu svanirnir ungu
áður við Austur-Hóp.

Heiðrænir hljómar, hugljúfu ómar
bjartra drauma brot.
Vekja mér gleði, vorþrá í geði,
undir aldurþrot.

Við æfðum með röddum og það var gaman.

Frk. Kristjana var, held ég, öllum ógleymanleg, sem kynntust henni. Hún var gædd óvenjulegum persónutöfrum. Hún var andlitsfríð og svipmikil með fallegt bros og viðfelldin málróm, hafði virðulega og fallega framkomu og engum hefði getað dottið í hug að misbjóða henni á nokkurn hátt. Andrík og skemmtileg var hún og gat talað um hvað sem var, enda fjölgáfuð og fjölhæf á allan hátt, dugleg og krafðist þess líka af öðrum. Fyrst og fremst held ég að hún hafi verið góð kona og óvenju rík af samúð og skilningi. Húnvetningar tóku henni með fögnuði og vildu allt gera henni til hæfis, en kvöddu hana með hryggð og sárri sorg, er hún fór eftir sex ára dvöl.

Sýslungar hennar lögðu fast að henni, einkum Helga Kristjánsdóttir á Laugum í Reykjadal að koma þangað austur og móta þar og stofnsetja kvennaskóla. Heyrt hefi ég að Kristjönu hafi verið þetta erfitt. Nemendur hennar gleymdu henni ekki og hugðu á endurfundi og eina konu þekkti ég, sem varð svo mikið um þegar hún frétti andlát Kristjönu, mörgum árum síðar, að henni fór ekki tár úr auga í tvær vikur. - Kristjana gerði lítið að því, a.m.k. veturinn 1924-25 að kalla okkur saman og flytja áminningarræður, enda hefur þess sennilega ekki gerst þörf, því við vorum hlýðnar og alveg eins og ljós. Annars efa ég að frk. Kristjana hafi verið mælsk, líklega hefir henni fallið betur að skrifa. Bréf á ég frá henni skrifað nokkrum árum síðar og mér finnst það vera dýrgripur.                

Af Stikilsvef 2.  

Elínborg Lárusdóttir rithöf. og hfr. Mosfelli Grímsnesi 1891 – 1976
Skólaminningar 1907 – 1909

En allar munum vér minnast kvennaskólans á Blönduósi með fögnuði í huga og yngri í anda því að minningin um æskuárin ber blæ vorsins segir Elínborg Lárusdóttir rithöfundur sem var í Kvennaskólanum á Blönduósi tvo vetur, 1907-1909 og rifjar upp daga sína á bökkum Blöndu í bókinni um Kvennaskólann á Blönduósi 1879-1939. Elínborg var fædd á Tunguhálsi í Skagafirði 1891 og var aðeins 15 ára þegar hún fór í Kvennaskólann.

Hún skrifar: Félagslíf utan skólans var ekki fjölbreytt. Nokkrar stúlkur voru í stúku og sóttu fundi yfir á Blönduósi. Mig minnir að við yrðum ætíð að vera komnar inn kl. 11 að kvöldi. En félagslíf innan skólans var skemmtilegt. Við dönsuðum á laugardagskvöldum og skemmtum okkur ágætlega þótt herrana vantaði. Eining og samhugur var meðal námsmeyja. Ég held, að við höfum yfirleitt saknað þess að skilja á vorin og hlakkað til þess að mæta aftur næsta haust.

Kvennaskólinn á Blönduósi gleymist ekki þeim sem einu sinni hafa þar dvalist. Við vorum allar á æskuskeiði. Margar langt innan við tvítugt. Lífið lá eins og óráðinn draumur fram undan. Verkefnin biðu okkar í komandi framtíð. Allar höfum við víst átt óskir, sem stefnt hafa að einhverju vissu marki. Og tíminn einn og atburðir lífsins hafa nú sennilega skorið úr því, hvað langt við höfum komist áleiðis. Sumar eru dánar og horfnar - aðrar sitja sem gráhærðar gamlar konur hver á sínu landshorni. Meðal þeirra er ég. En allar munum vér minnast kvennaskólans á Blönduósi með fögnuði í huga og yngri í anda því að minningin um æskuárin ber blæ vorsins. Skólinn - grundirnar í kring þar sem við vorum að leikjum í frímínútum þar til bjallan kallaði okkur inn til þess náms sem átti að verða undirstaða þeirrar þekkingar sem lífið sjálft gerði kröfu til. - Kaupfélagið, er bauð okkur ýmislegt góðgæti sem var óþarflega ágengt á budduna okkar því að vasapeninga höfðum við flestar mjög af skornum skammti og sumar enga, - Blanda kolmórauð og ægileg var á milli okkar og kaupstaðarpiltanna. En sjálfsagt hefir svo verið til ætlast er skólinn var byggður að við skinum í hæfilegri fjarlægð eins og lýsandi stjörnur. - Ja - ég skal nú láta það ósagt, hversu lýsandi við vorum. En heitar höfum við víst verið, því að ég minnist þess nú, að einn góður borgari, sem þó var kominn af unglingsárunum, sendi þrettán stúlkum kort á þrettándanum. Á einu kortinu stóð þetta: Ó það brennur, fleira er heitt en eldurinn.

Þegar gott var veður og Blanda söng sitt gamla lag sínum dimma, þunga rómi, þá held ég, að hún hafi sungið inn í okkur kjark og þor. Og er við gengum eftir sandinum og litum brimgarðinn, sem lá meðfram ströndinni, hvítfreyðandi öldurnar teygðu sig hátt í loft upp, en lengra úti lá sjórinn lygn og spegilsléttur og stafaði á hann gullnum bjarma í aftanskini sólarinnar. Og lengst í fjarska risu myrkblá Strandafjöllin úr hafinu, há og tíguleg, með sínum einkennilegu bergstöllum, sínum risavaxna myndugleik gnæfðu þau hátt við himin, þá störðum við hugfangnar á fegurð náttúrunnar - eitthvað bærðist í brjósti okkar, sem engin orð ná yfir. - Við vorum allar ungar. Þá var vor æskunnar og útþráin kallaði.

                                    Elínborg Lárusdóttir

Skrá yfir forstöðukonur við Kvennaskólann

1.    Björg Hlöðversdóttir Schou forstöðukona 1879 – 1880 á Undirfelli
2.    Elín Briem frá Reynisstað forst. 1880 – 1881 á Lækjamóti
3.    Þórdís Eggertsdóttir frá Kleifum forst. 1881 – 1883 á Lækjamóti og Hofi
4.    Elín Briem frá Reynisstað forst.k. 1883 – 1895 á Ytri-Ey
5.    Guðrún Jónsdóttir frá Litladal/Auðkúlu forst.k. 1895 – 1898 á Ytri-Ey
6.    Kristín Jónsdóttir frá Litladal/Auðkúlu forst.kona 1898 – 1901 á Ytri-Ey 
7.    Elín Briem frá Reynisstað forst.k. 1901 – 1903 á Blönduósi
8.    Kristín Jónsdóttir Auðólfsstöðum forst.k. 1903 – 1904 á Blönduósi
9.    Guðríður Sigurðardóttir Lækjarmóti forst.k. 1904 – 1011 á Blönduósi

Húsbruni Kvennaskólans v/Blönduós 11. febr. 1911

10. Elín Briem, forstk 1912 – 1915  í nýbyggðu skólahúsi Blönduósi
11. Sigurrós Þórðardóttir forst.k 1911 –´12 í Möllershúsi byggingarárið
12. Sigurrós Þórðardóttir Stóra-Fjarðarhorni forst.k 1911 - ´12 og 1915 – ´18

Féll niður skólahald 1918 – 1919

13. Anna R. Þorvaldsdóttir Arasen Víðimýri forst.k.1919 – 1923
14. Guðrún Björnsdóttir frá Veðramóti forst.k. 1923 – ´24
15. Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum forst.k. 1924 – ´29
16. Árný Filippusdóttir frá Hellum á Landi forst.k. 1929 – ´32
17. Hulda Á Stefánsdóttir Þingeyrum 1932 – ´37
18. Sólveig Benediktsdóttir Sövik 1937 – ´47
19. Salóme Gísladóttir frá Saurbæ forst.k. 1947 – ´48
20. Ásdís Sveinsdóttir frá Egilsstöðum forst.k. 1948 – ´53
21. Dómhildur Jónsdóttir Höskuldsstöðum forst.k. síðasta ár ÁS v/veikinda.
22. Hulda Á. Stefánsdóttir Þingeyrum forst.k. 1953 – ´67
23. Aðalbjörg Ingvarsdóttir Blönduósi forst.k. 1967 –

     Skrá yfir kennslukonur Kvennaskólann á Ytri-Ey og Blönduósi  

24. Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal 1883 - 1887
25. Dýrfinna Jónasdóttir frá Keldudal 1885 - 1889
26. Marta Stephensen frá Viðey 1888 - 1891
27. Margrét Sigurðardóttir frá Sæunnarstöðum 1889 - 1894
28. Herdís Pétursdóttir frá Álfgeirsvöllum 1890 - 1891
29. Marja Ásgeirsdóttir 1891 - 1894
30. Sigríður Briem frá Reynisstað 1892 - 1893
31. Þórey Jónsdóttir frá Klyppsstað 1893 - 1895
32. Þuríður Jakobsdóttir Árbakka 1894 - 1895
33. Björg Þorláksdóttir Vesturhópshólum 1894 - 1897
34. Guðlaug Eiríksdóttir Brú á Jökuldal1895 - 1897
35. Kristín Jónsdóttir frá Litladal 1895 - 1901, forst.kona 1898 - 1901 
36. Guðrún Jóhannsdóttir Lýtingsstöðum 1897 - 1901
37. Jórunn Þórðardóttir Reykjavík 1897 - 1901
38. Kristín Jónsdóttir Auðólfsstöðum 1901 - 1904 forst.k. 1903 - 1904
39. Kristín Guðmundsdóttir Purkey 1899 - 1900
40. Dýrfinna Jónasdóttir frá Auðólfsstöðum 1901 - 1904
41. Guðríður Sigurðardóttir Lækjarmóti 1901 - 1911 forst.k. 1904 - 1011
42. Þuríður Sigfúsdóttir Kornsá 1902 - 1903
43. Halldóra Matthíasdóttir Akureyri 1903 - 1904
44. Guðrún Björnsdóttir Kornsá 1904 - 1908
45. Guðrún R. Guðmundsdóttir Reykjavík 1904 - 1908
46. Sigurrós Þórðardóttir Stóra-Fjarðarhorni 1905 -´18,
47. Margrét Stefánsdóttir Flögu 1907 - 1910     
48. Guðrún Björnsdóttir Vaði, Skriðdal 1907 - 1908
49. Aðalheiður R. Jónsdóttir Finnstungu, síðar Hrísum 1907 - 1909
50. Anna R. Þorvaldsdóttir Arasen Víðimýri 1909 - 1916, forst.k.1919 - ´23
51. Elín Sigurðardóttir Reykjavík 1909 - 1911
52. Ingibjörg Sigurðardóttir Sæunnarstöðum 1908 - 1913
53. Ingibjörg Benediktsdóttir Bergsstöðum 1910 - 1912
54. Ingibjörg Briem frá Álfgeirsvöllum 1913 - 1914
55. Ingibjörg Einarsdóttir Reykholti 1914 - 1918
56. Kristín Jónsdóttir Siglufirði 1914 - 1918
57. Elín Theódórsdóttir Blönduósi 1916 - 1918
58. Guðlaug Hjörl. Kvaran frá Undirfelli 1919 - 1920
59. Rannveig Hansdóttir Líndal frá Lækjamóti 1919 - 1921
60. Guðbjörg Björnsdóttir Miklabæ 1919 - 1920
61. Unnur Pétursdóttir Bollastöðum 1920 - 1923
62. Sigurlaug Sigurðardóttir Víðivöllum 1920 - 1923
63. Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum 1923 - ´29 forst.k. 1924 -´29
64. Hólmfríður Hemmert Blönduósi 1923 - 1924
65. Jóhanna Jónsdóttir frá Eyri 1923 - 1924
66. Rannveig Jónasdóttir Stóru-Laugum 1923 - 1932
67. Lilja Sigurðardóttir Víðivöllum 1924 - 1925
68. Rannveig Hansdóttir Líndal frá Lækjamóti 1924 - 1933
69. Sigríður Theódórsdóttir Bægisá 1924 - 1930
70. Ásta Sighvatsdóttir Blönduósi 1925 - 1932  
71. Brynhildur Ingvarsdóttir Akureyri 1932 - 1934
72. Hulda Stefánsdóttir Þingeyrum 1932 - 1937
73. Margrét Jónsdóttir Akureyri 1932 - 1939
74. Sigurlaug Björnsdóttir Kornsá 1933 - 1939
75. Sigrún Ingólfsdóttir Fjósatungu 1934 - 1936
76. Magdalena Hallgrímsdóttir Akureyri 1934 - 1935
77. Margrét Bjarnadóttir Leifsstöðum 1936 - 1939  
78. Karlotta Jóhannsdóttir Brekkukoti 1937 - 1939
79. Lára Jóhannesdóttir Auðunarstöðum 1930 - 1932
80. Jóhanna Björnsdóttir Stóru-Giljá 1948 - ´54
81. Karlotta Jóhannsdóttir Brekkukoti Hjaltadal 1937 - ´50
82. Sigurlaug Björnsdóttir Kornsá 193ein9 - ´44

Þorsteinn Jónsson, sýsluskrifari og organisti á Blönduósi f. 1904, kenndi söng í skólanum 1947 - ´52 en fyrsta ár skólans/1879 var sr. Hjörleifur Einarsson á Undirfelli, ættfaðir Kvaranættar, skólahaldari og aðalkennari í bóklegum greinum. Lækjamótshjón, Sigurður og Margrét Eiríksdóttir, Steinneshjón, Guðrún og sr. Eiríkur Briem og sr. Páll Sigurðsson á Hjaltabakka voru einnig miklir liðsmenn nýja skólans, „gáfufólk og menntavinir" kallar greinarhöf., sr. Þorsteinn í Steinnesi þetta hugsjónafólk, að ógleymdum brautryðjandanum Birni Sigfússyni sem varð skólahaldari, nýfluttur að Hofi er skólinn, ennþá á hrakhólum, var haldinn þar á Hofi veturinn 1882-3.

Þaðan flutti skólinn að Ytri-Ey, haustið 1883 og var þá sameinaður kvennaskóla Skagfirðinga en Húnvetningar kostuðu Bændaskólann á Hólum móti Skagfirðingum. En upp úr því samstarfi slitnaði þegar skólinn flutti inn á Blönduós 1901.  

Björn Sigfússon hrstj. og alþm. á Kornsá var dóttursonur sýslumannsins í Hvammi, Björns Blöndal og Guðrúnar konu hans. Sigríður móðir hans lærði að lesa með bræðrum sínum sem settir voru til mennta. Hún vildi læra að skrifa eins og þeir en Guðrún móðir hennar lagðist gegn því:„Þú ferð bara að skrifast á við einhverja stráka!" Og sonur hennar Björn varð skeleggasti baráttumaður fyrir menntun kvenna í héraðinu svo og í Vatnsdalnum.

                        Úr Manntalinu 1880:

Prestsfjölskyldan á Auðkúlu í Húnavatnssýslu 1880 og prestsdæturnar þar en tvær urðu kennslukonur við Ytri-Eyjarskóla og sr. Stefán M. Jónsson sem varð maður Þóru var stjórnarnefndarmaður 1897-1900.

Jón Þórðarson prófastur 54
Sigríður Eiríksdóttir húsmóðir 52
Vilborg Jónsdóttir        17 ára
Guðný Jónsdóttir         16  ára
Guðrún Jónsdóttir        11 ára
Þóra Jónsdóttir            8    f. 1872
Kristín Jónsdóttir         6  ára
Sjá númer 5 og 35

Ingi Heiðmar Jónsson
Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið