Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 23. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 00:31 0 0°C
Laxárdalsh. 00:31 0 0°C
Vatnsskarð 00:31 0 0°C
Þverárfjall 00:31 0 0°C
Kjalarnes 00:31 0 0°C
Hafnarfjall 00:31 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Blómakarfa í Baðstofunni
Blómakarfa í Baðstofunni
Pistlar | 08. nóvember 2022 - kl. 13:51
Sögukorn: Það hefur dregist með frægðina
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
 1. Margt var masað í Ártúnum, þegar við systkini mín uxum þar úr grasi, áttum frændur og vini á nágrannabæjum og í kaupstaðarferðum kom pabbi stundum við hjá gömlum sveitungum, sem höfðu flutt til Blönduóss fyrir margt löngu og bauð stundum einhverjum öldungi með sér heim í dalinn er kvöldaði, s. s. Guðrúnu Þorfinnsdóttur, sem lengst var ráðskona hjá Jósafat á Brandsstöðum, kannski Unni Pétursdóttur frá Bollastöðum og svo komu amma og afi í Holti oftar, þau Jósefína og Ólafur. Og þó alltof sjaldan – fannst okkur dótturbörnunum.
   
 2. Og Stella frænka okkar var af og til kaupakona í Ártúnum og kvað upp úr með það, að heimilishald þar í Ártúnum minnti stundum meira á sveitahótel en bóndabæ með heyvinnu og fjósastörf.
   
 3. Til vesturs, móti Ártúnabænum, stóð torfbær hátt upp í múlanum, jörðin er vestan Blöndu, fremst á Bakásum, óðalið heitir í Tungunesi og minnisstæð er vetrarferð á ís yfir Blöndu með foreldrum mínum að sækja þangað hvolp. Þar bjuggu öðlingarnir og bræðurnir, Theódór og Haraldur, og þar ólst upp einkasonurinn Stefán Theódórsson, vinsæll bílstjóri og einnig ýtustjóri sem sagðaði út jólasveina, kanínur og fleiri töfragripi á sínum ungu dögum. Við nágrannabörnin nutum svo sannarlega góðs af handlagni hans og gjafmildi. Hansína hét ekkja Erlends, þriðja bróðurins og flutti með Þorvaldi syni þeirra til Sauðárkróks, varð háöldruð, fædd 1884 en lést 1990, nýkomin á 104. aldursár.  Og Þorvaldur var kominn vel á tíræðisaldur þegar brottferðardagur hans birtist. Og kemst nú á dagskrá tilefni þessa sögukorns, þetta að pabbi rifjaði gjarnan upp í elli sinni öldungana sem áttu rætur og uppvöxt þar kringum ármótin Blöndu og Svartár. Og sjálfur átti hann aðeins þrjár vikur í nírætt er hann lést 7. mars 2007.
   
 4. Jósefína Þóranna móðuramma mín, f. 1887, náði því að vera hálfnuð með hundraðasta ár sitt þegar hún lést, hún ólst upp með foreldrum sínum á Æsustöðum, innsta bæ í Langadal og næsta bæ við Ártún.
   
 5. Næsti bær við Æsustaði er Bólstaðarhlíð þar sem Klemens erfði jörð eftir föður sinn, Hlíðarbóndann Guðmund og Ingiríði konu hans frá Tungunesi. Klemens var fermingarbróður Tryggva afa í Finnstungu og var þriðji ættliður frá Klemensi Klemenssyni utan frá Kaldrana, mági sr. Björns í Bólstaðarhlíð sem keypti jörðina við fráfall prests og byggði þar síðan timburkirkju.
  Klemens elsti var smiður góður og orðlagður dugnaðarmaður.
  Sonarsonurinn, kvekarinn og hringjarinn snjalli, Klemens Guðmundsson varð að vísu ekki nema 94 en hann fékk nú samt að fljóta með öldungunum þegar þessi mál voru tekin á dagskrá.

   
 6. Bjarnveig í Brattahlíð var heiðursfélagi í þessum flokki, öldungahópi, tilheyrði ekki nákvæmlega á þessu tiltekna svæði við ármótin, var mikil heiðurskona og hafði oft þurft að flytja af einni jörðina á aðra með Guðmundi sínum Jakobssyni þar til þau festu kaup Brattahlíð í Svartárdal að tillögu Bjarnveigar. Hún sagði manni sínum að þessa jörð yrðu þau að kaupa – nú flytti hún ekki oftar. Hún varð 100 ára, var fædd 1886.
   
 7. Og svo varð hún Halldóra 108 ára. Við, þarna fram í dölunum, gátum svo sem lítið eignað okkur af lífshlaupi hennar, en ritið hennar Hlín, átti trygga kaupendur heima í sveitinni, einhvers staðar birtist í gömlu bréfi til Ingibjargar í Síðumúla, að Elísabet á Gili rölti út á þjóðveg til að sækja Halldóru á rútuna. Þær góðu konur höfðu lagt saman í lið til að stofna kvenfélagið í Bólstaðarhlíðarhreppi 1927. Og það flýtti fyrir byggingu efri hæðar Þinghússins í Bólstaðarhlíð, sbr. Stikil 2. Þær stöllurnar gengu svo saman fram að Gili.
   
 8. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, blaðamaðurinn snjalli, skrifaði ævisögu Halldóru Bjarnadóttur, þar sem birtast myndir frá árunum í Vatnsdal fyrir aldamótin 1900 og svo kom tuttugasta öldin, sem Halldóra átti eftir að lifa svo langt fram eftir.
   
 9. Í formála segir Halldóra:
  „Fyrir nokkrum árum gerði ég það að gamni mínu að rifja upp minningar um för mína úr Vatnsdalnum, fæðingarsveit minni suður til Reykjavíkur og um veru okkar móður minnar á heimili Jóns Árnasonar, þjóðsagnaritara, frænda okkar. Þennan sjötíu ára gamla minningarþátt birti ég svo í ársriti mínu, Hlín, 40. árgangi. Þökkuðu mér margir fyrir pistilinn og vildu fá meira að heyra."

   
 10.  Hún Halldóra var sannarlega í framboði um sína daga, og lá ekki á liði sínu. Bauð sig fram fyrir heimilisiðnað og samtök kvenna, kvenfélögin. Engin smámál! Mætti hún líta yfir þau góðu félög og ullarvinnu, vélar, prjónakvöld og kannski ekki síst sanngjarnt verðlag á góðu handverki sem sannarlega hefur talsvert þurft að hafa fyrir.
   
 11.  Halldóra skrifar:
  „Árið 1940 settist ég um kyrrt fyrst um sinn. Keypti lítið býli í Glerárþorpi við Akureyri, Móland og átti það í fimmtán ár og bjó þar eða var það viðloða. Ferðaðist mikið á þessum árum. Það var fallegt í Mólandi, þurrt og þokkalegt. Stór túnblettur fylgdi. Ég lét laga bæinn vann að því sjálf. Kotið kostaði 2.600 krónur en eftir viðgerðina 6.000 krónur. Yfirsmiðurinn hafði 2 krónur um tímann, en þarna unnu karlar í þorpinu, 70 og 80 ára. Þeir tóku 70 eða 80 aura um tímann. Rafmagn var komið í þorpið og síma fékk ég fljótlega. Torfþak var á bænum og lagði ég allt kapp á að hafa það fallegt, grænt og gróið. Öllum þótti fallegt þarna og gott var þar að vera. Túnið spratt vel og ég heyjaði. Ég hafði stúlku fyrstu fimm árin, en síðar bjó ég ein, en oft var vinkona hjá mér eða ég hjá henni, sú hin sama sem hefur hjálpað mér við útsendingu Hlínar árum saman með hinni mestu prýði: Helga Pétursdóttir Bergi í Glerárþorpi."
  Helga var fædd árið 1887 vestur í Sellátranesi í Sauðlauksdalssókn.

   
 12.  Halldóra stofnaði tóvinnuskóla á Svalbarði við Eyjafjörð með Rannveigu H. Líndal fyrir skólastjóra. Sá skóli starfaði í 9 ár, hóf starfsemi í ársbyrjun 1946, fékk nemendur úr öllum landsfjórðungum og naut styrks frá alþingi. Sérstakur vefnaðarkennari var ráðinn og starfaði öll árin en Rannveig kenndi tóvinnuna. Skólatíminn var sex mánuðir. Þær höfðu keppni í spuna að vorinu með dómnefnd og verðlaunum.
   
 13.  Og Halldóra segir frá:„Þegar skólinn hafði starfað í níu ár, að okkur fannst með sóma, þótti okkur tilhlýðilegt að hætta við svo búið þar sem annar forstjórinn var áttatíu og tveggja en hinn sjötíu og tveggja. Aðsókn hafði verið sæmileg."
   
 14.  Þegar afráðið var að leggja skólann niður, skrifaði Halldóra alþingi og þakkaði ágæta hjálp veitta skólanum og mæltist til þess að Kvennaskólinn á Blönduósi mætti veitast styrkurinn, sem skólinn hafði notið því hún hafði von um að skólinn tæki upp kennslu í ullarvinnu undir forystu Huldu Á. Stefánsdóttur forstöðukonu, sem hafði mikinn áhuga á því að þessi merka íslenska iðngrein félli ekki í gleymsku. Og tóvinnuáhöldin voru seld skólanum á Blönduósi í þessu skyni.
   
 15.  Um búferli sín vestur á Blönduós segir Halldóra:
  „Það varð svo að ráði, eftir að mér var kunnugt um að Húnvetningar voru að koma sér upp sjúkra- og elliheimili á Blönduósi, að ég kaus mér þar verustað framvegis, seldi Móland og flutti vestur haustið 1955. Hef ég þar litla íbúð við hæfilegu verði og hef unað þar ágætlega vel hag mínum í sambúð við þau góðu læknishjón, P.V.G.Kolka, konu hans og starfsfólk hælisins."

   
 16.  Lokaorð Halldóru í ævisögu þeirra VSV. eru:
  „Móðir mín sagði mér einhvern tíma, að ég hefði óskað þess, þegar ég var krakki, að verða fræg. Það hefur nú dregist með frægðina, sem von var. En nú segja þeir mér, karlarnir á Blönduósi, að ég sé orðin fræg þar á staðnum fyrir bréf og bréfaskriftir!
  Betra er seint en aldrei. Það mátti ekki seinna vera."

   
 17.  Halldóra var 82 ára þegar hún flutti vestur og átti eftir að lifa, starfa og hvílast þar við Blönduós í aldarfjórðung. Á afmælisdögunum sínum birtist hún stundum í sjónvarpi allra landsmanna, því Grímur Gíslason fréttaritari á Blönduósi brá sér gjarnan upp á Héraðshæli og hafði þar viðtal hana.
  Hún lést 27. nóv. 1981, nýlega orðin 108 ára

   
 18.  Mynd af Halldóru prýðir Baðstofuna á fjórðu hæð Héraðshælins á Blönduósi. Úr gluggunum þar er dýrðlegt að horfa vestur yfir flóann á björtum degi. Álitið er að koma Halldóru vestur þangað hafi orðið byggingarnefnd hvatning til að efna þar til baðstofu þegar þessi landsfrægi heimilsiðnaðarpostuli pantaði sér þar húsaskjól og heimili. Í Baðstofunni er bæði píanó og orgel sem notað er við jóla- og skírdagsmessur sem þar eru árvissar. Og þar var organisti með prestinum, Árna Sigurðssyni á Blönduósi, vinur hans Jónas Tryggvason sem flutti á Húnabrautina haustið 1959.
  Og afmælisveisla með glöðum söng var síðast haldin í Baðstofu nú síðustu helgi þar sem þessar Halldórusögur hófust en hafa svo haldið áfram að þroskast eftir að hægt var að fletta upp í bókinni þeirra góðu, Halldóru og Vilhjálms S. – Og kíkja á Íslendingabókina.

Heimildir og ítarefni:
VSV: Halldóra Bjarnadóttir Ævisaga Rv. 1960
Nanna Ólafsdóttir: Halldóra Bjarnadóttir heimilisiðnaðarráðunautur: https://timarit.is/page/3138646#page/n34/mode/2up
Sigríður mín! Bréf til formanns kvenfélagsins á Skagaströnd: https://timarit.is/files/19537342
Næsta síða: Tapaði heyrn, en átti gott með að lesa: https://timarit.is/files/19537345
Halldóra í wikipediu: https://is.wikipedia.org/wiki/Halld%C3%B3ra_Bjarnad%C3%B3ttir

Ingi Heiðmar Jónsson
Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið