Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Þriðjudagur, 31. janúar 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Janúar 2023
SMÞMFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 04:10 NNA 11 -5°C
Laxárdalsh. 04:10 NNA 14 -4°C
Vatnsskarð 04:10 NNA 10 -5°C
Þverárfjall 04:10 NA 11 -5°C
Kjalarnes 04:10 NNA21 2°C
Hafnarfjall 04:10 NA25 -2°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
42. þáttur. Eftir Jón Torfason
29. janúar 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
26. janúar 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
26. janúar 2023
Eftir Snjólaugu M. Jónsdóttur
21. janúar 2023
Eftir Eyjólf Ármannsson
19. janúar 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. janúar 2023
41. þáttur. Eftir Jón Torfason
15. janúar 2023
Eftir Sigríði Helgu Sigurðardóttur
11. janúar 2023
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Pistlar | 19. janúar 2023 - kl. 10:26
Vörusvik og sýndarmennska í boði stjórnvalda
Eftir Eyjólf Ármannsson

Lands­virkj­un hef­ur nú ákveðið og skráð að öll raf­orka sem fyr­ir­tækið sel­ur hér á landi sé nú fram­leidd með kol­um, olíu eða kjarn­orku. Ef smá­sal­ar, sem selja raf­magn til al­menn­ings, vilja grænt raf­magn þurfa þeir að borga fyr­ir vott­un eða bjóða not­end­um sín­um að gera það. Not­andi sem kaup­ir grænt raf­magn, fram­leitt á Íslandi, þarf því sam­kvæmt þessu að greiða sér­stak­lega fyr­ir það. Sam­kvæmt frétt­um er hér um 15% hækk­un á grænni raf­orku að ræða. Orku sem er og hef­ur alltaf verið GRÆN!

All­ir vita að Ísland fram­leiðir enga raf­orku með kol­um, olíu eða kjarn­orku. Ísland fram­leiddi 19,1 tWh af grænni raf­orku 2020; vatns­orku (69%) og jarðhita (31%).

Afar mik­il­vægt er að þekkja upp­runa þeirra vara sem við kaup­um. Skipt­ir þá engu hvort var­an er full­kom­lega skipt­an­leg eins og raf­orkan eða ekki. Það væru t.d. ful­kom­in vöru­svik að selja upp­runa­ábyrgð á ís­lensk­um þorski og setja hann á þorsk ann­ars lands. Það sama gild­ir um raf­orku frá Íslandi. Græna ork­an okk­ar hætt­ir ekki að vera frá Íslandi við sölu á upp­runa­ábyrgð. Það er ekki flókn­ara en það. Ísland er ekki tengt raf­orku­kerfi Evr­ópu og eng­in kjarn­orku- og kola­fram­leidd raf­orka er til sölu í ís­lenska dreifi­kerf­inu. Ósk­hyggja Lands­virkj­un­ar um annað breyt­ir engu um þá staðreynd.

Það er grát­legt að horfa upp það hvernig hin hreina og græna ásýnd okk­ar er máluð í kol­svört­um meng­andi lit­um.

Sala upp­runa­ábyrgða til ESB sýn­ir á papp­írn­um að 87% raf­orku á Íslandi sé fram­leidd með 57% jarðefna­eldsneyt­is og 30% kjarn­orku. Væg­ast sagt öm­ur­legt er að horfa upp á þessa föls­un á raun­veru­leik­an­um. Á papp­írn­um fyr­ir árið 2021 erum við sögð hafa losað 7,2 millj­ón­ir tonna af kol­díoxíði og 20.660 tonn af geisla­virk­um kjarn­orku­úr­gangi vegna sölu upp­runa­ábyrgða. Fyr­ir­tæki ESB skreyta sig með hreinni raf­orku Íslands og kola- og kjarn­orku­meng­un­in skrif­ast á okk­ur.

Sýnd­ar­mennska rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar ríður ekki við einteym­ing. Rík­is­stjórn­in ætl­ar sér – sé eitt­hvað að marka stjórn­arsátt­mála henn­ar – að Ísland verði í for­ystu í orku­skipt­um á alþjóðavísu. Er sú for­ysta fólg­in í því að heim­ili lands­ins séu sögð nota raf­orku fram­leidda úr kjarn­orku og kol­um?

Í lög­gjöf ESB eru regl­ur sem segja til um sönn­un á upp­runa vöru. Ætlum við að láta bjóða okk­ur það að heim­il­in okk­ar séu stimpluð á alþjóðavísu sem um­hverf­is­sóðar sem kaupi raf­orku fram­leidda með kjarn­orku og kol­um nema við greiðum hærra verð fyr­ir?

Við eig­um að krefjast upp­lýs­inga um upp­runa þeirr­ar raf­orku sem okk­ur er seld. Hvar verður sú raf­orka til á Íslandi sem fram­leidd er úr kol­um eða með kjarn­orku? Við vilj­um fá svar við því.

__________________

Höf­und­ur er þingmaður Flokks fólks­ins í Norðvesturkjördæmi og formaður Ork­unn­ar okk­ar.  eyjolfur.armannsson@althingi.is

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið