Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Sunnudagur, 3. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 03:21 0 0°C
Laxárdalsh. 03:21 0 0°C
Vatnsskarð 03:21 0 0°C
Þverárfjall 03:21 0 0°C
Kjalarnes 03:21 0 0°C
Hafnarfjall 03:21 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
69. þáttur. Eftir Jón Torfason
25. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
25. febrúar 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. febrúar 2024
Frá Leikfélagi Dalvíkurbyggðar
16. febrúar 2024
68. þáttur. Eftir Jón Torfason
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
11. febrúar 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
08. febrúar 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Breiðholtskirkja. Mynd: breidholtskirkja.is
Breiðholtskirkja. Mynd: breidholtskirkja.is
Pistlar | 26. febrúar 2023 - kl. 07:31
Stökuspjall: Viska og tíska
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Hví sækir það á konur og karla að stunda ljóðasmíði, öldungana, laugargesti sem og hátíðlega handritafræðinga? Jú, það er skemmtilegt að skapa, ætli þar sé ekki stór skýring og við áttum aldrei nógan leir til að móta úr á bernskudögunum, legókubbarnir voru þá að birtast, lítt var sinnt um myndmennt á barnaskólaárunum, nokkuð meira um söng en bækur voru í uppáhaldi margra og ljóðabækurnar komu upp í hendur þegar á leið ævina og snjallir vísnasmiðir spruttu upp þegar vantaði texta við þýska eða finnska lagið í nýja kórnum og kalla varð til svo sem eitt skáldmenni að sinna því. Jú, þetta var yndislega frjálst og glatt – og stefnulaust, m. k. stefnulítið, stundum gaspur en svo kviknaði meiri alvara ef þurfti að vígja eitt félagsheimilið enn eða yrkja ljóð til áttræðs vinar.

En það er yndislegt að skapa, leggja sig eftir tengslum manns og myndar, stráks og stuðla, fá að verða vitni að því þegar listin færist frá skapandi höndum listamanns til samfélagsins, kórfélaganna eða mótsgestanna, hraninn í okkur hljóðnar við, fer kannski að hlusta eða horfa, sér málarann í nýju ljósi eða hvað vildi Þórarinn segja okkur um Kjarval:

Kjarval fór að mála stóra mynd
mörgum fannst það vera skömm og synd
að hann skyldi mála mosa og grjót.
Myndin fannst þeim ljót.

Síðan liðu ótal ár
öllum fór að þykja hann klár.

Enginn kvartar lengur hætishót
við horfum uppi í sveit á mosa og grjót.
Enginn heyrist segja. Þvílík synd!
Við segjum: Fallegt eins og Kjarvalsmynd.

Jói í Stapa hafði ort svolítið ljóð áður en við hittum félaga okkar að norðan að Hveravöllum haustið 1990 og flutti okkur þar í skálanum á, innan um kojur og rúmdýnur. Hann hafði skapað nýtt ljóð í huga sínum og hreif okkur með sér:

Áfram leiðum orku og dug.
Örvaður seiði vænum
andinn greiðast fer á flug
frjáls í heiðablænum. JG

Nokkrir vildu meina að þetta mót, annað í röð þessara 24 hagyrðingamóta, væri það eftirminnilegasta og besta og líklega var það góður upptaktur fyrir það þriðja sem var haldið vestur í Sælingsdal næsta haust. Þarna á Hveravöllum var harla þröngt og enginn formlegur veislustjóri en harmoniku hafði einn meðferðis og glætu á glasi ýmsir meðan Reynir Hjartarson komin norðan af Akureyri kvartaði yfir því að heyra ekki spakmæli Jóns í Skollagróf fyrir háreystinni, hitt mætti gera um hverja helgi að syngja með dragspili eða gítar á krá niður í bæ.

Sumt situr vel í minni.

En hringhendur Jóa fóru á flug í heiðablænum og féllu í góðan jarðveg hjá okkur, félögum hans en ári síðar vorum við komin vestur að Laugum þar sem voru mjúkar sessur og stólar, en sængur til reiðu þegar leið á nótt. Og þangað óku Hlíðarhjón blessuð, Katrín og Steinar, höfðu fengið snepil frá okkur um samkomuna, voru svo ekkert að spyrja meira, en hringdu vestur í hótelið í Sælingsdal, pöntuðu og fóru svo vestur á tilsettum tíma. Yndislegt var að hitta þau þar – svona óvænt.

Það eru að verða þrjátíu og fimm ár síðan þessar samkomu hófust, við Jói lögðum fyrstir af stað 1989, landsnefnd sett á Flúðum 1994, góðir menn komu til liðs, Sigvaldi undirbjó fjórða mótið í Skúlagarði 1992 með Guðmundi syni sínum, Sigurður dýralæknir fór þá þegar að safna í rútu og Keldhverfingar voru svo margir hagorðir að þeir fylltu sviðið í félagsheimilinu.

Við tengdum sannarlega saman sveit og borg á yndislegu kvöldi þar við Öxarfjörðinn.  Prentarinn og Jóafrændinn, Guðmundur Ingi bættist í hópinn þetta kvöld og munaði mikið um þennan hægláta mann í Bragaliðinu, prentaði síðan vísnakver, söngbækur og Stikilshefti fyrir okkur Jóa og mótsgesti. Hann kom við þriðja mann frá Dalvík. En Borgarrútan fór þennan dag í Jökulsárgljúfur og þar fékk Jói efni í nýtt ljóð:

Milli kaldra klettaþilja
kastar bergmál röddu þinni.
Skyldu huldar vættir vilja
vekja grun að návist sinni. JG

Þær eru ýmsar sögurnar af listamönnum, sem mátu meira að tengja og skapa heldur en safna auði. Þeir hinir sömu hefðu kunnað að meta skjót boð í tölvupóstum eða á fésbókinni, setja inn myndir eins og ber við hér á fésbókum og þurfa ekki að þramma fjórtán dagleiðir norður í Eyjafjörð eins og Stefán Stutta-Lákason hugðist gera áður en hann fékk gistingu á Hrísbrú og þeir frétta af sem hlusta á kvöldsöguna hálftíu og Halldór sjálfan í útvarpinu á RUV1.

Hjá Húnvetningafélaginu starfar nefnd, sem hefur staðið fyrir fræðslu- og skemmtifundum síðustu ár og stendur nú fyrir ljóðalestri í Mjódd n. k. fimmtudag þar sem ljóð Björns G. Björnsson smiðs og organista á Hvammstanga verða sett í öndvegi, en gefin var út ljóðabókin Glæður þegar liðin var öld frá fæðingu hans. Um tískuna orti Björn:

Viska og tíska vega salt
veitir tísku betur
þó hann blási þéttingsfast
þessi snjóavetur. BGB

Sveitungi BGB, Þór Magnússon fv. þjóðminjavörður rifjar upp nokkur æviatriði Björn og nokkrir fundargesta lesa ljóð eftir skáldið.

Ljóða-, stöku- og félagsvinir eru velkomnir í Mjódd fi. 2. mars kl. 14, en samkoman er í safnaðarheimili Breiðholtskirkju, gengið inn að sunnan.  

Eftirmálar:

Kannski náum við að tengja saman borg og sveit á þessu móti, en við fengum gesti frá Selfossi og vísnasmið úr Flókadalnum á síðasta fund og Borgfirðingurinn fékk strætó heim kl. 15.30, en náði samt að bíta í kleinu með kaffinu.

 Þeir Jóhannes á Gunnsteinsstöðum og Þorlákur á Auðólfsstöðum fengu stundum skáldið frá Bólu í heimsókn vestur yfir skarðið. Hann fylgdist með félagsmálavafstri Húnvetninganna þar vestur í dölunum og orti:

Miklu fá áorkað
í mannvina höndum
samlynd tryggðatök
og hreinsaður vilji
frá vana fornum,
heimsku og hindurvitnum. Bólu-Hjálmar

Ítarefni:
Kjarval og Eldjárn: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=12221
JG: Á Hveravöllum 1990: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=5803
JG: Úr Jökulsárgljúfrum: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=5945
Myndir úr gljúfrunum: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/svaedin/jokulsargljufur
Ljóð BGB á Húnaflóa – vísnavef: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=17475  
Sögukorn undan svipmiklum hnjúkum: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=19831

Ingi Heiðmar Jónsson
 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið