Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 19. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 07:18 0 0°C
Laxárdalsh. 07:18 0 0°C
Vatnsskarð 07:18 0 0°C
Þverárfjall 07:18 0 0°C
Kjalarnes 07:18 0 0°C
Hafnarfjall 07:18 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
70. þáttur. Eftir Jón Torfason
09. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Innsigli Erlendar
Innsigli Erlendar
Pistlar | 18. mars 2023 - kl. 09:14
Þættir úr sögu sveitar: Erlendur og Guðrún Skúladóttir á Torfalæk
44. þáttur. Eftir Jón Torfason

Eftir að Erlendur hafði haft sitt fram í erfðamálinu gegn frænkum sínum á Orrastöðum kom hann sér fyrir á sínum helmingi jarðarinnar, þ.e. þeim sem hann hafði eignast. Nú dundu skelfingar móðuharðindanna yfir hann og hans fólk eins og aðra með hungri og fénaðarfelli. Sumarið 1785 var sett saman búnaðarskýrsla fyrir hreppinn og voru á Torfalæk (sem þá var tvíbýli) 6 kýr, 31 ær og 21 lamb en tamdir hestar voru 6. Þetta er eiginlega ótrúlega margt kvikfé miðað við aðra bæi í hreppnum þar sem víðast voru 1-2 nautgripir en sauðfé komst aðeins á fáum bæjum yfir tvo tugi. Jörðin er stór og mikið af henni var mýri (þar sem undirritaður blotnaði æði oft í fæturna við smalamennsku á æskuárum) og e.t.v. hefur mýragróðurinn þolað betur óþverrann úr Skaftáreldamóðunni en grös á harðvelli. En það eru raunar miklar mýrar á flestum öðrum bæjum í hreppnum.

Næsta búnaðarskýrsla er gerð árið 1787 og þá kemur fram skiptingin milli tvíbýlismannanna, Erlendar og Þórðar Helgasonar. Nú hefur heldur fækkað frá 1785. Erlendur er með 1 kú og kvígu, 13 ær en lömb, sauðir og hrútar eru 8. Þórður telur fram álíka fjölda, 2 kýr og kálf og samtals 17 kindur.

Næsta ár fjölgar heldur og 1790 er Erlendur með 2 kýr, kálffulla kvígu og kálf sem vísast hefur verið nautkálfur. Ærnar eru 25, gimbrar 7, sauðir og hrútar samtals 5 en hross 6. Svipaður búfjárfjöldi er hjá Þórði sambýlismanni Erlendar. Síðasta búnaðarskýrsla sem til er frá tíð Erlendar er frá 1803 og er hann þá eini ábúandinn. Hann er með 4 kýr, 32 ær og 11 lömb en hestar og hross 6 eins og áður.

Erlendur kvæntist Guðrúnu Skúladóttur (1751-29. apríl 1824) þann 27. ágúst 1785 og var það fyrsta hjónaband þeirra beggja. Þau Erlendur og Guðrún áttu ekki börn saman en Guðrún hafði áður eignast dótturina Sigurlaugu Bjarnadóttur (1779-3. júní 1835) sem giftist Arnbirni Árnasyni frá Stóru-Giljá (sjá þátt nr. 2. Auðurinn á Stóru-Giljá) og settust þau að á Stóra-Ósi í Miðfirði. Faðir Sigurlaugar var Bjarni (1762-1827) sonur Jóns Árnasonar Hólaráðsmanns og þannig bróðir séra Björns Jónssonar í Bólstaðarhlíð sem miklar ættir eru frá komnar. Svaramaður Guðrúnar Skúladóttur við brúðkaupið var auðmaðurinn Björn Jónsson klausturhaldari í Stóradal en Halldóra móðir hans var einmitt systir Jóns Árnasonar föður Bjarna barnsföður Guðrúnar. Þessi tengsl við Bólstaðarhlíðarættina benda til að Guðrún Skúladóttir hafi verið góður kvenkostur þótt hvorki virðist Skúli faðir hennar né barnsfaðirinn Bjarni hafa verið auðugir. Stuttlega er sagt frá Bjarna þessum í Húnvetninga sögu, bls. 374 og bjó hann þá á Þverá í Hallárdal. Í Húnvetninga sögu er líka sagt að Guðrún Skúladóttir hafi átt aðra dóttur laungetna, Guðrúnu að nafni,[1] en allt er óvíst um hana, hefur trúlega látist sem ungbarn.

Forlofari, þ.e. svaramaður, Erlendar var Ólafur Jónsson (1731-1787) sem bjó um nokkurra ára bil á Torfalæk. Kona hans var Sesselja Sveinsdóttir (1729-1797) móðir Erlendar þannig að Ólafur var stjúpfaðir hans. Annar sonur Sesselju og hálfbróðir Erlendar var Guðmundur Sigurðsson á Móbergi sem nokkuð hefur verið sagt frá (þáttur nr. 27. Þröngt setið á Hnjúkum). Sesselja dvaldi um hríð á Torfalæk en síðar á Hnjúkum hjá Guðmundi syni sínum og þar lést hún.

Fyrstu búskaparár Erlendar og Guðrúnar er heimilisfólk fátt, oftast aðeins ein vinnukona, og að auki Svanhildur Þorgrímsdóttir (1719-1802) móðir húsfreyju. Mestallan tíunda áratug aldarinnar virðist ekkert sóknarmannatal hafa verið fært í Hjaltabakkasókn þannig að óvíst er um fólkshald á bæjum á þeim tíma. En skv. mantalinu 1801 eru þau sjö á heimilinu, Erlendur og Guðrún, Sigurlaug dóttir Guðrúnar og Svanhildur móðir hennar, Helgi Arnbjörnsson (1774-15. júlí 1829) vinnumaður og Þórdís Illugadóttir og virðist hafa verð hér frá því Erlendur byrjaði búskapinn, var í fyrstu talin niðurseta en síðar vinnukona. Loks var á heimilinu og hafði lengi verið Sigurður Gíslason, hreppsbarn, en frá honum segir lítillega í 25. þætti. Harmleikur á Hnjúkum.

Þegar þrýtur búnaðarskýrslur og sóknarmannatöl er helst, eins og oftar, að leita í hreppsbókina og kanna hvað húsbændur greiða í lausafjártíund, sem gefur a.m.k. nokkra hugmynd um hlutfallslega stöðu einstakra bænda í hreppnum. Árið 1791 er fyrsta árið sem hægt er að sjá lausafjártíundina og þá tíundar Erlendur 8 ½ hundrað. Hún hækkar í 10 hundruð ári síðar, upp í 15-17 hundruð árin 1798-1800 en fellur aftur niður í 10 hundruð í erfiðu árunum í byrjun 19. aldar. Þegar frá er tekið heimilið á Stóru-Giljá, sem er langhæst, er Erlendur í hópi þeirra 6-7 bænda sem hæsta tíund greiða til hreppsins, má segja að hann sé jafn meðal jafninga. Þórður Helgason, sambýlismaður hans, er í miklu lægri flokki, telur fram 3-4 lausafjárhundruð þar til hann hættir búskap árið 1796 og eftir það situr Erlendur jörðina einn.

Erlendur kom nokkuð við almenn mál. Hann er orðinn hreppstjóri 1790 og hefur kannski orðið það fyrr og hélt þeirri stöðu til dauðadags. Þegar hann féll frá voru hreppsreikningarnir ekki full frágengnir og er því nokkur óregla á þeim næsta ár en það er nú ekki beinlínis honum að kenna. Helstu mál hreppstjóra voru framfærsla fátæklinga, munaðarlausra barna og örvasa gamalmenna. En framfærslubyrði hreppsins gat ekki talist þung á hans dögum því svo fjarska margt veiklað fólk hafði látið lífið í móðuharðindunum og þannig létt á „því opinbera.“

Af einu bréfi í bréfabók Húnavatnssýslu má ráða, að Erlendur hafi eitthvað liðsinnt nágrönnum sínum með lækningar, hafi jafnvel numið hjá sjálfum landlækninum Bjarna Pálssyni og sat í Nesi/Nesstofu við Seltjörn á Seltjarnarnesi. Skv. umræddu bréfi sýslumannsins, Magnúsar Gíslasonar, til amtmannsins í Norðuramti, sem er frá 1789, voru uppi ráðagerðir um að skikka Erlend sem „chirurgus,“ þ.e. lækni, í Húnavatnssýslu.

         Til[2] hr. amtmanns Thorarinsonar um Erlends Guðmundssonar beskikkelse til chirurgus í Húnavatnssýslu, dat. 6. janúar 1789.

         Að eftir einu hr. amtmannsins háttvirðandi P.M. dat. 5. nóvember a.p.[3] meðteknu þann 18. desember þar eftir, inngef mína erklæring um þar um skrifaða 2 pósta viðvíkjandi svo nefndri Erlends Guðmundssonar skikkun til chirurgus í Húnavatnssýslu í tilliti til minnar undirskriftar á memorial héraðsprófastsins hér, séra Jónasar Benediktssonar, og nokkurra presta til hr. landphysicum, J. Sveinssonar,[4] inngefinni næstl. ár, hlýtur hún verða þessi:

         1. Að þó undirskrifaði þennan memorial skeði það af því að heyrt hafði Erlendi þessum ekki tækist illa blóðtaka og aðgjörð við lítilfjörleg sár, er meinti í þvílíku tilfelli kynni spara innbyggjurunum hér ómak og kostnað til að sækja þann rétta chirurgum sem stundum væri og ekki mögulegt. En að Erlendur vilji eður kunni þar fyrir nú undirkasta sig examini í chirurgien kann ég ekki með neinni vissu segja, þó heyrt hafi hann hafi um tíma notið tilsagnar sál. landphici Paulssonar[5] í þessum efnum.

         2. Að innbyggjararnir hér í sýslu vildu almennilega skjóta saman góðviljuglega á ári hverju til að launa þessum manni sem þeirra chirurgo vil ég í efa kalla, en ekki hitt að nokkrir kynnu finnast af þeim sérdeilislega er vildu betala honum hans ómak og meðöl sem hvörjum öðrum, er gæfu og þekking hefði til að hjálpa þeim þess þyrftu með.

Ekki verður annað sagt en sýslumaður taki heldur dræmt í þessa málaleitan, hvort sem hún kom upphaflega frá Erlendi eða einhverjum öðrum, en svo virðist af bréfinu að prófasturinn og nokkrir prestar hafi stutt þetta mál. Niðurstaðan virðist hafa orðið sú að Erlendur hafi ekki gengist undir próf eða fengið einhvers konar lækningaleyfi. Hann kann þó vel að hafa getað liðsinnt nágrönnum sínum þótt ekki séu nú til um það aðrar heimildir en þetta eina bréf.[6]

Loks skal nefnt eitt plagg enn þar sem Erlendur arfleiðir Guðrúnu konu sína og Sigurlaugu dóttur hennar að eigum sínum, arfleiðsluskráin dagsett 31. desember 1789.

         Hér með gjörist vitanlegt að ég undirskrifaður, Erlendur Guðmundsson, búandi á Torfalæk innan Húnavatnssýslu, sem í nokkur ár hefi í kærleiksfullu hjónabandi lifað með minni elskulegri egtakvinnu, Guðrúnu Skúladóttur, án þess að þeim góða Guði hafi þóknast að gefa okkur lífserfingja til samans, hefi í Guðs nafni og upp á væntanlegt kongl. Majst samþykki gjört ─ líka sem ég og hér með gjöri ─ svolátandi ráðstöfun og testamenti: Að fyrrnefnd mín elskuleg egtakvinna Guðrún Skúladóttir skal, eftir minn dauðlegan afgang (svo framt Guð ei ann okkur lífserfingja til samans), behalda öllu því góssi og eignum sem eftir mig verða, hvört heldur vera kann jarða-góss, lausaurar eða peningar, að öngvu undanteknu, og það með þeim fullkomnasta eignarrétti; þó með því skilyrði að allar mínar skuldir betalist af okkar sameiginlegu búi, eftir laganna fyrirmælum. En eftir hennar dag skulu beggja vorar eignir falla til hennar einkadóttur, Sigurlaugar Bjarnadóttur, og hennar erfingja.

         Þessum mínum testamentis-gjörningi til frekari staðfestu er mitt undirskrifað nafn og hjáþrykkt signet, að Torfalæk þann 31. desember 1789.

         Erlendur Guðmundsson
        
[Innsigli]

         Sem tilkölluð vitni vorum við undirskrifaðir yfirverandi þá Erlendur Guðmundsson gjörði hér að framan skrifað testamenti.

         Datum ut supra.
         
Björn Jónsson
         
Rafn Jónsson
        
[Innsigli][7]

Yfirvöld þurftu að staðfesta slíkar erfðaskrár og því sótti Erlendur um ókeypis staðfestingu konungs. Ég veit ekki hvað staðfestingargjaldið var hátt en það mun hafa numið talsverðum upphæðum. Í beiðninni ber Erlendur sig illa, segist tekjulítil og kona sín orðin gömul (Guðrún var þá 37 eða 38 ára) og leit helst út hann sjálfur væri við dauðans dyr:

         Ved stræbsomhed fra min ungdom af har jeg næst Guds selsignelse samlet mig de midler, at jeg nu endelig ejer min lille gaard, dens bosætning og nogen boe have af omtrent 400 rd. værdie alt samen.

         Disse ejendele der samlede kunde ernære vor liden familie, uagtet jeg lige saavel som min kone begynder at blive svag og gammel, frygter jeg vil ikke blive til strækkelige til at forsörge min kone i fald jeg, som rimeligt er, skulle döe bort fra hende og vores maaske formindsket boe maatte deles med mine mange udarvinger, hvor af ingen er saa nær som södskendebarn.

         Af ovenmeldte aarsager og at min heele aarlige indkomst i penge (udgivterne ikke fraregnede) aldrig har oversteget 20 rd., har i næste 3 aar ikke engang belöbet sig til denne halve sum, beder jeg deres kongelige Majestet allernaadigst vilde gratis skjænke mig vedlagte textaments confirmation.

Amtmaðurinn á Möðruvöllum tekur undir þess beiðni með vísan til fátæktar Erlendar og erfiðra tíma og konungur staðfesti loks erfðaskrána 12. desember 1794.

Þegar erfðaskráin var komin í höfn beið Erlendur ekki boðanna en þinglýsti á manntalsþingi 5. júní 1795 eignarjörð sinni, Torfalæk, með tilteknum landamerkjum sem þó eru ekki tilgreind að því sinni.[8]

Lýkur þar með að segja frá Erlendi Guðmundssyni en hann lést sumarið 1805 sem fyrr er rakið.


[1] Sjá Gísli Konráðsson: Húnvetninga saga, bls. 490.
[2] ÞÍ. Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu C/20 (bréfaútdrættir 1771-1793), bréf nr. 6, 1789, 6. janúar.
[3] Þ.e. fyrra ár en „P.M.“ merkir „pro memoria,“ þ.e. til minnis eða minnisblað/tillaga.
[4] Þ.e. Jón Sveinsson (1752-1803) landlæknir, tók við eftir fráfall Bjarna Pálssonar.
[5] Átt er við Bjarna Pálsson (1719-1779) fyrsta landlæknirinn á Íslandi.
[6] Bréfabók landlæknis á þessum árum hefur verið flett en ekki virðist nafn Erlendar koma þar fyrir.
[7] ÞÍ. Kansellískjöl. KA/51, örk 47. Erlendur Guðmundsson bóndi á Torfalæk biður konung að staðfesta erfðaskrá sína þar sem hann arfleiðir konu sína og stjúpdóttur að eigum sínum. Vottarnir eru Björn Jónsson í Stóradal, sem var forlofari Guðrúnar þegar þau Erlendur giftust, og séra Rafn Jónsson prestur á Hjaltabakka.
[8] ÞÍ. Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu GA/2, örk 4. Dóma- og þingbók 1788-1796, bls. 335.

Þættir úr sögu sveitar 

Undir titlinum Þættir úr sögu sveitar birtir Jón Torfason nokkra þætti úr sögu Torfalækjarhrepps frá lokum 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Þá voru í hreppnum 20 jarðir þar sem auk húsbænda var margt vinnufólk og einnig húsfólk. Í þáttunum verður saga þessara jarða og þess fólks sem þar lifði rakin lítillega. Íbúar sveitarinnar tengdust á ýmsa vegu og verður reynt að draga sitthvað fram um samskipti fólks en margt er þó óvíst um tengsl einstakra manna og kvenna.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið