Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Þriðjudagur, 6. júní 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júní 2023
SMÞMFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829301
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 22:50 SSV 7 4°C
Laxárdalsh. 22:50 VSV 5 5°C
Vatnsskarð 22:50 V 3 4°C
Þverárfjall 22:50 SV 3 4°C
Kjalarnes 22:50 NV 2 6°C
Hafnarfjall 22:50 SSV 3 7°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Ásgerði Pálsdóttur
05. júní 2023
50. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. júní 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. júní 2023
Eftir Eyjólf Ármannsson
29. maí 2023
Eftir Pétur Arason sveitarstjóra Húnabyggðar
26. maí 2023
49. þáttur: Eftir Jón Torfason
20. maí 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
18. maí 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. maí 2023
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Pistlar | 10. maí 2023 - kl. 13:14
Sögukorn: Ljóðhús á útmánuðum
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

1. Nefndin okkar, Byggðasafns-, sögu- eða jafnvel að kalla megi hana ljóðanefnd nú í vetur, hefur á síðustu árum haft talsvert frumkvæði að félagsstarfi í Húnvetningafélaginu í Reykjavík, við höfum oftast haldið nefndarfundi í Mjóddinni, stundum þrír, stundum fleiri, en þá gat ég notað strætó austan frá Selfossi og félagar mínir úr borginni létu sig ekki muna um hvort þeir óku þangað til fundar við okkur eða í Húnabúðina sem við seldum nýlega eða settumst inn á kaffihús í Skeifunni eða Hamraborg.

2. Fjórum sinnum gerðum við okkur ljóðhús – í Mjóddinni nú á nýliðnum útmánuðum, þ.e. ´23 – ætluðum að hefjast handa á Pálsmessu, með Pál í öndvegi, þ.e. Kolka lækni, fagurkera og skáld, en sáum fljótt að tíminn var of naumur svo við tókum fyrstu ljóðhús á öðrum snjöllum manni og yngri á Blönduósi, Jónasi Tryggvasyni, f. 1916, stofnanda Tónlistarskóla A-Hún, snjallar konur birtust sem lásu ljóðin hans og við sungum Ég skal vaka í nótt. Það er lagið sem Hólmfríður Kolbrún biður um:

3. Og Hólmfríður kom til ljóðastundarinnar og bræður hennar tveir, Árni og Auðólfur, prestsbörn og Sigríðar frá Æsustöðum, nágrannar og vinir fólksins okkar í Finnstungu og síðar í Ártúnum og Sigríður móðir þeirra prests- og öldungsdóttir, sr. Stefáns Jónssonar á Auðkúlu, en unga stúlkan hvarf frá því að fara í kvennaskólann svo faðir hennar þyrfti ekki að sjá af henni að heiman heilan vetur, eða tvo.

Hólmfríður skrifaði bók, úrvalsbók, um fólkið heima í dölunum, þakkarefni okkur sem eigum þar minningar, ættmenn og áa.

4. ... hjá grassins rót heitir bókin hennar, hógvært bókarheiti, sprottið upp af Blöndubökkum þar sem þau systkinin hlupu ung og hlýddu á elfunnar þunga nið. Þau voru fimm alls, tvö eru látin, Þóra og Stefán M. Gunnarsbörn.

5. Auðólfur læknir var svo sérstakur gestur þriðja fundarins, tók saman vísur og sögur norðan úr Langadal og flutti okkur, en þennan fund höfðum við ætlað að helga skólaljóðum eða öðrum uppáhaldsljóðum gestanna, einhver okkar drógu fram gömlu bláu skólaljóðin, en tvær fundarkonur komu með eigið efni, önnur limrur Hermanns heitins frá Kleifum en hin eigin ljóð og klukkutíminn sem við ætlum ljóðum og sérstökum gesti var fljótur að líða þó lítt birtust uppáhaldsljóðin.

Svo er annar klukkutími fyrir kaffi, kleinur og spjall, lítum í gestabók, aðra bók eða rifjum upp ættir og sögur norðan úr landi.

Skoðum vísu sem Sigrún orti um flóann bjarta og breiða, orti hana fyrir hagyrðingamótið 2006 sem var á Hólmavík:

6. Bára á fleti tiplar tær
tindrar sólargljái
hrifning mína fangað fær
flóinn himinblái. Sigrún Haraldsdóttir

7. Ljóðanefndin/Byggðasafnsnefnd fékk inni í Breiðholtskirkju með ljóðastundirnar og þar hefur lífið leikið við okkur, freistumst til að kalla það Stökutjald í Mjódd, neðstu hæðina. Fundargerðarbók segir, að fyrsti fundur nefndarinnar hafi verið þriðjudaginn þriðja janúar og þann góða dag gengum við þrír, Árni, Hjalti formaður og sögumaður suður í Breiðholts-kirkju og fengum þar strax góðar viðtökur hjá Hrafni húsverði og fleiri heimamönnum. Á fyrstu ljóðastundina 9. febr. var mjög ánægjulegt að fá gest ofan úr Borgarfirði og hjón norðan úr Víkursveit/Árneshreppi strax á fyrsta fundinn. Það er stór kostur að velja samkomustað í þjóðbraut.

8. Ég fór á aðalfundinn félagsins á þriðjud. 9.5., aðallega til að segja fundarmönnum frá ljóðhúsunum okkar sem eru reyndar aðeins fárra mánaða gömul og því varla fundartæk fyrr en að ári.

9. En sem ég sat á fundinum milli Reynis ritara og Grundarássystra og hlýddi á skýrslur formanna og reikninga gjaldkera, varð ég afhuga því að þylja eitthvað yfir fundarmönnum um ljóðhúsin okkar nýbyggðu – eða nýtjölduðu. Mitt erindi verður búið að fá hæfilegan fundaraldur á næsta aðalfundi. Og þá verður spurning til hvers masarinn dugir.

En við Húnaflokksmenn eigum hauk í horni þar sem er Ragnar í Húnahorninu sem tekur við efni frá okkur og lesið er frammi í Kárdalstungu, Stafni og á Bollastöðum eins og út í Víkum, Höfnum og vestur í Víkursveit og Norðfirði.

Ég fór að hugsa um þessa nefnd okkar, sem ég fór að starfa með fyrir einhverjum árum sem stjórnarmaður í Sögufélaginu Húnvetningi norður í sýslu. En svo þegar nefndir eru nú kosnar í Húnvetningafélaginu syðra þá er ég nú orðinn kjörgengur í því góða félagi, en þetta er nú einkenni góðra félaga, leggja saman í sjóð og muna svo lítt eða ekki – eftir örstuttan leik – hver átti hvað, hugsun snýst um hvað verður úr félaginu, hver er uppskeran?

10. En snúum aftur í ljóðhúsin í Stökutjaldi:
Jónas Tryggvason varð s.s. fyrstur
Björn G. Björnsson smiður og organisti á Hvammstanga annar
Auðólfur læknir frá Æsustöðum varð sérstakur gestur í þriðju ljóðhúsunum og Kristján Sigurðsson kennara á Brúsastöðum settum við í öndvegi á sumardaginn fyrsta og síðustu ljóðastundinni þar í Mjódd, Jón Benedikt las okkur þátt af afa sínum, annan Benedikt, söngkennari og Blöndal, kom frá Blönduósi ásamt fleiri norðanmönnum en Benedikt flutti okkur minningar móður sinnar frá Brúsastaðaheimilinu.

11. Við stefnum s.s. að því að hafa dagskrána um klukkustund og svo sitja gestirnir með kaffi og kleinu, nota kannski annan klukkutíma í mas og skemmtun. 

12. Já, við erum ríkisfólk, við erum auðugir Húnvetningar, að búa í huga – kannski einnig í holdi – og þá hvorutveggja, norður við flóann bjarta, getum sest við sagnabrunna eða ljóð hvar sem við kjósum, sérstaklega við sem orðin erum öldungar, megum sofa til 9 á morgnana, eigum gnótt af gersemum að una við ef við veljum það frekar en álas- og áreitismenningu, sem útbreidd er og vinsæl.

Hvað varstu annars að segja?

Þetta er algeng spurning í álasmenningunni, sem er auðvitað engin menning þó við hlífumst við að nota óið.

13. Skáld hafa mörg fæðst hér á Fróni, oft gengið grýttar brautir en skildu okkur eftir arf, stundum góðan, oft mikinn arf ef við höfðum hug til að skoða, lyfta huga í ljóði, kannski líka í söng eins Tryggva afa minn í Tungu hefur dreymt um þegar þeir stofnuðu karlakórinn 1925.

14. Aftur að útmánuðum, þeim þorra, góu og einmánuði, við höfum hug á að freista þess að fitja aftur upp á ljóðastundum að ári, Pálsmessan bíður eftir Kolka og dagurinn hans, 25. jan. ´24 lendir einmitt á fimmtudegi eins og við höfðum fyrir okkar aðaldag í vetur og veit á gott.

15. Húnvetningar áttu fræðimann í Hermanni Pálssyni prófessor frá Sauðanesi – og skáld að auki, hann þýddi lítið ljóð og kallaði útmánuði:

Í djúpu gili þyrstur lækur þegir
en þrútinn skafl á hörðum barmi sefur
og mókir yfir dýrum drykkjarföngum
sem dregið að sér nískur vetur hefur
- uns mildur þeyrinn feginsögu segir
og sumblið hefst í dimmum klettagöngum.

16. En aðalljóð af þessum síðustu vetrarmánuðum er eftir Vestfirðinginn Jón úr Vör og heitir Útmánuðir og hefst þannig:

Og manstu hin löngu,
mjólkurlausu miðsvetrardægur,
útmánaðatrosið,
bútung, sem afvatnast í skjólu,
brunnhús
og bununnar einfalda söng,
báta í nausti
og breitt yfir striga,
kindur í fjöru,
og kalda fætur,
og kvöldin löng eins og eilífðin sjálf,
oft var þá með óþreyju beðið
eftir gæftum
og nýju í soðið. ...

17. Ég skal vaka í nótt, meðan svanirnir sofa
meðan sólargeislar fela sig bláfjöllin við.
Yfir dalnum er hljótt og nú dimmir í kofa.
Inn í draumheima svíf þú hinn ljúfasta frið.
Létt um vorgróna hlíð sveipast þokubönd þýð.
Yfir þögulum skógi er næturró blíð.
Ég skal vaka í nótt, meðan húmið er hljótt.
Ég skal halda um þig vörð, meðan sefur þú rótt.

                                                              Jónas Tryggvason

Heimildir og ítarefni:
Útmánuðir Jóns úr Vör:  
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=878382882184545&id=115940931762081&substory_index=0&locale=is_IS

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið