Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 23. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 00:09 0 0°C
Laxárdalsh. 00:09 0 0°C
Vatnsskarð 00:09 0 0°C
Þverárfjall 00:09 0 0°C
Kjalarnes 00:09 0 0°C
Hafnarfjall 00:09 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Mynd: forlagid.is
Mynd: forlagid.is
Pistlar | 06. mars 2024 - kl. 20:19
Sögukorn: Að unna bókum
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
 1. Kvennaskólinn á Ytri-Ey fluttist til Blönduóss 1901, en á Ey hafði setið sýslumaður og voru húsakynni þar rýmri en annars staðar í héraði og fegurðin ríkir á Skagaströnd hvort sem við lítum til lands eða sjávar – eða himins, norðurljósin eiga þar heima, m.k. ef árvökull – þ.e. kvöldgóður – myndasmiður er í sveitinni.
   
 2. Ég kveð þig, fuglinn fleygi
  sem fjarst við sjónarrönd
  um loftsins víða vegi
  á vængjum berst frá strönd.
  Þinn bróðir vildi ég vera
  er vindar haustsins bera
  mitt sumar suður í lönd. Ólafur Halldórsson – Haustvísa

  Má. s. l., þ. e. má. 4. mars ´24 fékk vefsýslumaður í tvígang ljóðatengda pósta og til að þrennt yrði þá birtist um nónbil vinur minn og nágranni og er af Krókskyni eins og Ólafur vísuhöfundur og lánaði mér ljóðakver Ólafs frænda síns, sem var íslensku- og handritasérfræðingur. Þ.e. í fjölriti.

   
 3. Gísli Halldórsson var bóndinn í Króki, skáld Flóamanna og bróðir Halldórs, orti Flóavísur fyrir hagyrðingamótið á Hvolsvelli 2004 – og flutti á því góða móti og var frumflutningur:

  Enginn veit hvað okkar bíður
  eða hvar í kvöld mun gist.
  Elfur tímans áfram líður,
  eflaust margt í burtu flyst.
  Fullvíst er samt það, að þó hann
  þætti blautur, gamla Flóann
  helst ég kýs sem himnavist.

   
 4. Ágætt lag gerði Sigurður Sigurðarson dýralæknir og sögumaður við þennan snjallorða texta Gísla:

  Lengst í fjarska sé ég síðan
  safírbláan, mikið víðan
  fagursveigðan fjallahring. GH

   
 5. Aftur að Ytri-Ey og Blönduósi, en við Kvennaskólann á Blönduósi stundaði nám, Málfríður Hulda f. 1917 í hálfan annan vetur og Guðrún Ingólfsdóttir f. 1959, dóttir hennar safnaði efni frá konum – og um konur – á fyrri öldum og gerði af bók fyrir 8 árum: Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar (bókmenning íslenskra kvenna fram á 18. öld.)
   
 6. Í formála segir Guðrún meginviðfangsefni bókarinnar að varpa ljósi á sambúð íslenskra kvenna og bóka á miðöldum til 1730. Fimmti kafli fjallar um skriftariðju íslenskra kvenna, handrit með þeirra hendi, bréf og pár á spássíum. Fáar konur lærðu að skrifa en þó fleiri en ætla mætti. Af ýmsum ummælum má marka að skriftarkunnátta kvenna vakti aðdáun og hlýtur að hafa kvatt þær margar til dáða. Ritfærni sína notuðu þær einkum til bréfaskrifta eða til að undirrita skjöl. Til að skrifa handrit þurfti þjálfaðan skrifara. Öruggar heimildir um handrit með hendi kvenna eru af skornum skammti á tímanum sem var til rannsóknar þó að bent hafi verið á nokkur sem gætu verið skrifuð af konum.
   
 7. Enn segir Guðrún í formála: Eitt handrit fann ég sem óyggjandi er með hendi konu, Þóru Þorsteinsdóttur f. 1640. Þegar faðir Þóru varð blindur gerðist hún skrifari hans. Til er annað eldra dæmi frá lokum 16. aldar um konu sem varð skrifari fóstra síns. Nauðsyn braut því stundum lög og konur gengu í störf sem þeim voru alla jafna ekki ætluð. Á fyrri tíð var samfélagið viðkvæmt fyrir áföllum og í fjölskyldum þar sem sonum var ekki til að dreifa fengu dæturnar gjarnan meiri menntun en stúlkum var almennt skömmtuð.
   
 8. Einbúaklif heitir gamankvæði, eignað séra Jóni Þórðarsyni 1616-1689 m.a. presti í Laxárdal ytri í Skagafirði. Nokkrar vísur úr því birtir GI í bók sinni:

  Karl ógiftur einn réð á
  einu sinni að klífa
  kvað hann þunga kvöl og þrá
  konulaus að lifa.

  Einn eg rétti að mér föt
  einn eg til þeim haga
  einn eg bæti á þeim göt
  og að mér sjálfur staga.

  Einn ég soðið allt upp lep
  áður en sný að hátta
  einn eg lýsnar af mér drep
  einn svo fer að nátta.

  Kvæðið er raunatala Karls sem býr konulaus. Karlinn tíundar öll verkin á bænum sem hann neyðist til að inna af hendi einn, bæði þau sem eru í verkahring karla og kvenna. Kvæðið endar á því, að hann biður þá karla sem búa við konur vel að njóta og sættist við kvenmannsleysið:

  Látir þeir vel lynda sér
  líns sem bryggjur hljóta
  veiga bil þó vefi hér
  vel sé þeim að njóta.

  Þó eg gangi einn til alls
  aldrei skal mig gifta
  þar skal niður klifið kalls
  kljáð til þagnar skrifta.

   
 9. Í bók GI, Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar, segir höf. frá bréfi Jóns Hreggviðssonar f. 1650, dagsett 31.júlí 1708, sem varð kveikjan að Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Ólafur Halldórsson birti íslenska bréfið og skrifaði formála að því, aftan við útgáfuna á Íslandsklukkunni árið 1969: Þó að Jón segist vera „vanvitugur, gamall, heilsuveikur og margvelktur í mótlæti, eymdum og hrakningi“ er bréf hans bæði fróðlegt og einkennist af frásagnargleði.
   
 10. Guðrún rekur í fyrsta hluta bókar sinnar, efni Guðrúnarbókar og segir:

  Allt er á huldu um hvort bókin hennar Guðrúnar var skrifuð fyrir hana sjálfa en efni hennar bendir eindregið til þess, hún var verkfærakista húsmóður. Þar sem skortur var á öryggiskerfi af ýmsu tagi, svo og heilbrigðisþjónustu, dugði kynngimagnaður kveðskapur til að reka á flótta allt það sem mætti manni í bæjargöngunum, hvort sem var hyski þessa heims eða annars, ellegar pestir. Nóg er þar af þess háttar kveðskap.

   
 11. Margt merkiskvenna og bókasvanna kemur við sögu í bók Guðrúnar, s.s. Margréti Vigfúsdóttur f. 1406, sem rak ritstofu, giftist ríkum manni sem lést eftir 10 ára hjónaband en Margrét lifði ekkja í 40 ár. Höf. GI segir svo:
   
 12. Sýnt hefur verið fram á að rekja megi tilurð  margra stórra og veglegra handrita til Möðruvalla á valdatíma hennar. Handritin geyma Íslendingasögur, fornaldar- og riddarasögur, konungasögur. Konungs skuggsjá  og Jónsbók bera vitni um hugðarefni, sterka sjálfsmynd og víða heimsmynd höfðingja í Eyjafirði á 15. öld og tengsl þeirra við norsku krúnuna. Að lokum má geta þess að Margrét var ekki einasta bókaunnandi, hún var einnig listunnandi. Hún gaf kirkjunni á Möðruvöllum enska altarisbrík úr alabastra og fleiri dýrgripi.
   
 13. Brátt fer að ljúka masi af þessari merku bók Guðrúnar Ingólfsdóttur og fæ ég þá til bræðurnar frá Króki í Bæjarhreppi og ljóð þeirra. Þriðji bróðirinn, Páll Axel í Syðri-Gróf gaf sig minna að stuðlum en var góður sögumaður og eftirminnilegur ferðafélagi þegar Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna gerði leiðangur norður í dali Skagafjarðar laust fyrir aldamótin. Messað var í Goðdalakirkju þar sem tók á móti okkur með heimafólki, sr. Ólafur á Mælifelli og blíðviðri svo magnað að Axel datt í sögur með prestunum í kirkjugarðinum, en sr. Kristinn Ágúst var auðvitað í för með okkur í sunnankórnum – og steig í stólinn. Organistinn staðkunnugur var hafður fyrir fararstjóra en hann fann hvergi hörku í sinni til að drífa áfram ferðina, nota stundina til að aka yfir í Austurdalinn, helst fram á móti Merkigili. Jú það fór svo að lokum að við risum upp frá mjúkum leiðum og safaríkum sögum í garðinum og ókum yfir hálsinn. Við vorum komin í tímaþröng, ókum ekki lengra en yfir að Bústöðum og fengum leyfi hjá Sigríði Björnsdóttur húsmóður þar að ganga yfir túnið til móts við náttúruundrið Merkigil sem skerst inn í Tröllaskagann á móts við okkur sem stóðum þar á vesturbrúninni, gilið nær eðlilega niður í dalbotn Austurdalsins og þar getur að líta hrikalega sjón. Bátar frá Bakkaflöt biðu okkar við brúna hjá Goðdölum, nepalskir ræðarar og mágur minn, Sigurður á Bakkaflöt, sem stýrði landfarartækinu, rútunni og framkvæmdinni allri. Sótti okkur niður á Héraðsdalseyrar eftir bátsferðina og hlýjaði okkur með viskíbættu kaffi þar við straumaklið Héraðsvatnanna. Svo slógum við upp söngkvöldi í salnum á Bakkaflöt, fengum gesti frá Ytri-Mælifellsá, Laugarhvammi o.v. en hvíta slagharpan hljómaði fram yfir miðnætti, Guðmunda heitin á Vorsabæjarhóli tók lagið og ljóð Jóa í Stapa um sólstöðurnar var sungið í fyrsta sinni, var samið sérstaklega fyrir þessa ferð kórsins, en þar voru margir vinir Jóa:
   
 14. Úr Sólstöðukveðja heim – fáeinar línur – krækja neðar:

  Sælt er að lifa um sumarblíð kvöld
  við sæinn dvelur eygló stillt og rjóð
  en norðurhvel ljómar við aftanskinseld
  upp til skýja sendir roðans töfraglóð. Jói í Stapa

   
 15. Þó að ástin æskurjóð
  ekki lifna kunni
  leynist ennþá ögn af glóð
  undir felhellunni. Ólafur Halldórsson/Ellivísa

   
 16. Flóavísur

  1. Enn ég horfi yfir Flóann
  og í hljóði vísu syng,
  túnið, börðin, mýrar, móann,
  mosaþúfur, berjalyng.
  Lengst í fjarska sé ég síðan
  safírbláan, mikið víðan
  fagursveigðan fjallahring.

  2. Hér er mjúkt og gott að ganga,
  gata sjaldan upp í mót.
  Mjaðarjurt og ilmgrös anga,
  allra meina fæst því bót.
  Skammt mun þó til hulduheima
  hörmulegar sagnir geyma
  Heljarstaðir, Hamarsgrjót.

  3. Enginn veit hvað okkar bíður
  eða hvar í kvöld mun gist.
  Elfur tímans áfram líður,
  eflaust margt í burtu flyst.
  Fullvíst er samt það, að þó hann
  þætti blautur, gamla Flóann
  helst ég kýs sem himnavist. Gísli í Króki

   
 17. Sögukorn þessi hófust í Kvennaskólanum, sem fræðast má meira um, s. s. í Húnaþingi 1 þar sem sr. Þorsteinn í Steinnesi segir ítarlega frá húnvetnsku skólunum: Kvennaskólinn var fyrst settur á Undirfelli í skjóli sr. Hjörleifs, ættföður Kvaranfólks, en dagurinn var 20. sunnudagur e. trin, þ.e. 26. okt. 1879. Prestur kenndi bóklegar greinar en Björg Schou húslegu greinarnar. En eldhuginn og framkvæmdamaður þessa verkefnis er Björn Sigfússon á Kornsá, dóttursonur Blöndals sýslumanns í Hvammi. Saga segir að móðir Björns, prestsfrúin á Tjörn hafi lært að lesa eins og bræður hennar sem settir voru til lærdóms og mennta, en þegar hún vildi líka læra að skrifa eins og þeir, hafði móðir hennar sagt að það væri óþarft, hún færi bara að skrifast á við einhverja stráka.
   
 18. Fyrstu árin var skólinn á Undirfelli, Lækjamóti og hjá Birni sjálfum, þá á Hofi, en haustið 1883 var skólinn fluttur út að Ytri-Ey, síðar að Blönduósi 1901.

Ítarefni:
Elín Bríem: https://is.wikipedia.org/wiki/El%C3%ADn_Briem
Kvennaskólinn – þekkingarsetur: https://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=9339
sr. Ólafur las Passíusálmana um árabil: https://kirkjan.is/frettir/frett/2023/04/08/Passiusalmarnir-lesnir-i-kirkjum-um-allt-land/
Flóavísur Gísla: https://bragi.arnastofnun.is/ljod.php?ID=4988
Sólstöðukvæði Jóa: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=6136  

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið