Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 23. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 00:23 0 0°C
Laxárdalsh. 00:23 0 0°C
Vatnsskarð 00:23 0 0°C
Þverárfjall 00:23 0 0°C
Kjalarnes 00:23 0 0°C
Hafnarfjall 00:23 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Kaldakinn Torfalækjarhreppi um 1930. Mynd: Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu
Kaldakinn Torfalækjarhreppi um 1930. Mynd: Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu
Pistlar | 24. mars 2024 - kl. 09:47
Þættir úr sögu sveitar: Nýtt fólk í Köldukinn
71. þáttur. Eftir Jón Torfason

Eftir flutning Sveins Halldórssonar að Hnjúkum 1809 bjuggu Halldór Jónsson og Guðrún Jónsdóttir kona hans áfram í Köldukinn til 1811 en í stað Sveins kom nýtt sambýlisfólk um tveggja ára skeið (1809-1811). Það voru Jón Jónsson (um 1740-1816) og Jarþrúður Jónsdóttir (1748-20. ágúst 1825), höfðu lengi búið á Miðgili í Langadal  og fluttu héðan að Engihlíð þar sem Jón lést 1816. Skv. tíundarskrám höfðu þau viðlíka bú og Halldór og Guðrún; Jón tíundaði 7 hundurð 1809 og 9 hundruð 1810 en Halldór 11 hundruð bæði þessi ár.

En nú kom alveg nýtt fólk að Köldukinn, sem var viðverandi hér langa hríð, Jón Halldórsson (1754-18. júlí 1814) og Þórunn Kráksdóttir (1763-1849) og börn þeirra þrjú, Helga (2. október 1792-8. apríl 1834), Gísli (14. febrúar 1797-21. apríl 1887) og Sveinn (14. júlí 1799-13. janúar 1845). Höfðu þau áður búið á Höllustöðum rúmlega 20 ár og áttu þá jörð. Þeir Halldór Jónsson og Jón Halldórsson höfðu sum sé bústaðaskipti, Halldór og Guðrún fluttu að Höllustöðum  en Jón og Þórunn þaðan að Köldukinn. Jón Halldórsson þurfti að borga allmikið á milli því Höllustaðir töldust 10 hundruð að fornu mati en Kaldakinn 30 hundruð eins og oft hefur komið fram. Á manntalsþingi á Tindum 24. maí 1811 var lýst þessum kaupgerningum:

Lesið[1] kaupbréf Jóns Halldórssonar á Höllustöðum fyrir 15 # í jörðunni Köldukinn í Torfalækjarhrepp fyrir 110 rd. andvirði, samt 3 #, 40 al. í jörðinni Höllustöðum til ekkjunnar Filippíu Jónsdóttur á Köldukinn sem seljandi téð 15 # Köldukinnar, af dato 23. maí 1810.

        Samt ennú sama manns kaupbréf fyrir 5 # í nefndri jörð, Köldukinn, fyrir 55 rd. til Sveins Halldórssonar, af sama dato.

        Lesið makaskiptabréf millum sama manns og Halldórs Jónssonar á Köldukinn, hvar með sá síðari fyrir 10 # í jörðinni Köldukinn tekur 6 #, 80 al. í Höllustöðum af Jóni með engu millilagi, daterað þann 23. maí fyrra ár.

Jón Halldórsson kaupir sum sé 15 # í Köldukinn af Filippíu fyrir 110 rd. og þriðjungs part í Höllustöðum. Hann kaupir 5 hundruð af Sveini á Hnjúkum og loks hafa þeir Jón og Halldór skipti á 6# og 80 álnum í Höllustöðum fyrir 10 # í Köldukinn. Þar með hafa Jón Halldórsson og Þórunn Kráksdóttir eignast alla jörðina í Köldukinn. Jón naut jarðarinnar því miður ekki lengi því hann dó úr brjóstveiki 18. júlí 1814 en Þórunn bjó hér áfram.

Halldór Jónsson varð heldur ekki langlífur, hann lést á Höllustöðum 23. september 1819, og Filippía móðir hans 26. júní 1821. Gögn um dánarbú þeirra beggja hafa varðveist[2] og skiptust þá Höllustaðir milli barna Halldórs. Þegar Filippía dó kom fram að Sveinn Halldórsson, tengdasonur hennar, hefur eftirgefið börnum Halldórs  hlut barna sinna (þ.e. hlut barna Sveins og Guðrúnar Jónsdóttur sem var dóttir Filippíu). Það voru að vísu ekki stórar upphæðir, 6-7 rd. en bendir þó til þess að ekki hafi nein óvinátta ríkt á milli þessa fólks þrátt fyrir deilur á árum áður um eignarhald á Köldukinn.

Þess var fyrr getið að Rósa dóttir Halldórs Jónssonar bjó rúmlega 10 ár á Höllustöðum áður en hún flutti suður að Draghálsi í Borgarfirði en Jón Halldórsson bróðir hennar tók þá við jörðinni og bjó þar til elli.

Skal þá vikið að búskap Þórunnar Kráksdóttur í Köldukinn. Þau Þórunn og Jón Halldórsson áttu þrjú börn sem upp komust. Helga Jónsdóttir (2. október 1792-8. apríl 1834) varð húsfreyja á Stóra-Kambi í Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi, eignaðist þar tvo syni en varð ekki langlíf.

Sveinn Jónsson (14. júlí 1799-13. janúar 1845) var bóndi í Hvammshlíð og á Efri-Mýrum en dó á miðjum aldri. Hann var þó um tíma eftir 1820 talinn með búskap að hluta til í Köldukinn, en það var aðeins fá ár og mun hafa verið smátt í sniðum.

Eldri drengurinn, Gísli (14. febrúar 1797-21. apríl 1887) varð bóndi í Köldukinn nærri hálfa öld, stundum í sambýli við aðra en oftast einn. Hann var tvíkvæntur, átti fyrst Margréti Þórðardóttur sem dó á besta aldri (1792-11. júlí 1828) og síðar Sigþrúði Hannesdóttur (1801-31. maí 1866). Börn hans sem upp komust voru Hannes (19. júní 1830-7. júní 1882)  smáskammtalæknir á Fjósum; Einar (17. janúar 1837-25. júní 1887) bóndi í Hafursstaðakoti[3] og Þorbjörg (1833-1887) húsfreyja á Hafgrímsstöðum í Tungusveit.[4]

Frá dánarári Jóns Halldórssonar 1814 er til búnaðarframtal úr hreppnum. Þá eru í Köldukinn 3 kýr, 1 kvíga, 1 tarfur og 1 kálfur; ærnar 50, lömbin 44 og veturgamalt 15 + 1 sauður; tamdir hestar eru 5 og ótamið 2. Loks er talinn fram sáðgarður. Þessi bústofn er í góðu meðallagi miðað við aðra bæi, örfáir með fleira fé en nokkrir allmiklu minna. Heimilismenn eru 7 að tölu, skv. skýrslunni.

Þegar litið er til tíundarskýrslna gerist málið nokkuð flókið því næsta áratuginn eru sum árin tveir til þrír framteljendur en ábúendaskipti tíð, sumir ekki nema 2-3 ár. En heildartíund framteljenda á jörðinni er yfirleitt frá 12 til 15 hundruð sem er nálægt meðaltali í hreppnum. Upp úr 1830 virðist Gísli Jónsson vera eini bóndinn lengst af og tíundar kringum 15 hundruð sem er nálægt meðaltali.

Skv. búnaðarframtali frá 1836 eru á bænum 4 kýr, 74 mylkar ær og 55 lömb; sauðir og gimbrar samanlagt 26; hestar tamdir 8 en ótamið 4 og 2 folöld. Árið eftir eru kýrnar og hrossin jafnmörg en fénu hefur fækkað verulega, því ærnar eru aðeins 50, lömbin 40 og sauðir og gimbrar 13. Björn Bjarnason segir í Brandsstaðaannál að veturinn 1836 hafi verið harður eftir nýár, heyskapur lítill sumarið eftir og menn hafi haft lítinn arð af fénu „mátti þykja gott að skepnur lifðu af.“[5]

Árið 1838 fækkar fénu enn, ærnar eru 38 og lömbin 33 en sauðir og gimbrar 21 talsins. Árið 1839 hefur ásettu fé fjölgað lítillega, ærnar og lömbin eru 42 hvort um sig en sauðir og gimbrar 26. Nú vantar því miður skýrslur næstu ár en 1844 eru kýrnar 4 sem fyrr og kvíga að auki; hrossin 8 talsins, mest tamið; ærnar orðnar 53 og lömbin 50; gamlir sauðir 12, tvævetrir sauðir 14 og veturgamalt 30. Tala mjólkandi áa hækkar smám saman en svo virðist sem Gísli bóndi sé farinn að leggja meiri áherslu á að rækta sauði. Tíu árum síðar, 1855, eru ærnar nær 70 talsins og gemlingar (lömb) 50 en sauðirnir 36, geldar ær 35. Öll þessi ár mun hafa verið kálgarður í Köldukinn, en það vekur athygli að 1855 er talinn fram þriðji partur í allstórum báti (í flokknum 4 til 6 manna för) og smáfleytu, byttu, að auki. Það kemur fram í skýrslunum að nágrannar Gísla, Jón Sveinsson í Sauðanesi og frændi hans Jón Hannesson á Hnjúkum, eiga sinn þriðjunginn hvor í bátnum. Vafalaust hefur hann verið hafður á Laxárvatni og notaður við veiðar í vatninu.

Hér skal í lokin á búskaparsögu Gísla sett lýsing á jörðinni í jarðalýsingum sem voru gerðar 1849 í sambandi við nýtt fasteignamat í landinu:

        Túnið[6] slétt og greiðfært, liggur móti landsuðri, harðlent en töðugott, fóðrar 4 kýr. Slægjur reytingslegar hér og hvar og sumar nokkuð langt frá, ekki heyslæmar, fremur snöggar, bæði á þurru og votu, fremur litlar yfir höfuð. Sumarhagar fremur léttir, nærtækir og nægilegir því landið er ekki lítið. Vetrarbeit góð, einkum þó hvað jarðsæld snertir og landvídd, samt hægð alla.


[1] ÞÍ. Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu GA/3, örk 2. Dóma- og þingbók 1807-1812, bls. 229-230.
[2] Sbr. ÞÍ. Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu ED1/1. Skiptabók 1817-1821, bls. 193 og ED1/2. Skiptabók 1821-1822, bls. 87. Einnig vegna Filippíu ED2/7, örk 19.
[3] Ættir Austur-Húnvetninga, bls. 394-396 og 667.
[4] Skagfirskar æviskrár 1850-1890 III, bls. 153.
[5] Brandsstaðaannáll bls. 123.
[6] Jarðamat 1849. Aðgengilegt á vefslóðinni „heimildir.is.“

Þættir úr sögu sveitar 

Undir titlinum Þættir úr sögu sveitar birtir Jón Torfason nokkra þætti úr sögu Torfalækjarhrepps frá lokum 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Þá voru í hreppnum 20 jarðir þar sem auk húsbænda var margt vinnufólk og einnig húsfólk. Í þáttunum verður saga þessara jarða og þess fólks sem þar lifði rakin lítillega. Íbúar sveitarinnar tengdust á ýmsa vegu og verður reynt að draga sitthvað fram um samskipti fólks en margt er þó óvíst um tengsl einstakra manna og kvenna.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið