Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 26. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 05:42 0 0°C
Laxárdalsh. 05:42 0 0°C
Vatnsskarð 05:42 0 0°C
Þverárfjall 05:42 0 0°C
Kjalarnes 05:42 0 0°C
Hafnarfjall 05:42 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Íslenskar þjóðsögur/Heimur. Teikningar: Freydís Kristjánsdóttir. F.v.: Guðmundur góði. Skugginn. Sæmundur á selnum.
Íslenskar þjóðsögur/Heimur. Teikningar: Freydís Kristjánsdóttir. F.v.: Guðmundur góði. Skugginn. Sæmundur á selnum.
Pistlar | 29. ágúst 2018 - kl. 09:05
Stökuspjall: Eg var oftast að lesa
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Úti í Hofssókn standa bæirnir þétt suður af Króksbjarginu, en sunnan og ofan bæjahverfisins eru jarðirnar Skeggjastaðir, kirkjustaðurinn Hof og Skagabúð, félagsheimili Skagamanna sem byggt var undir aldamótin suður frá Hofi í landi Skeggjastaða. 
 
Þar í Skagabúð var nýlega minnt á þjóðsögur og safnarann Jón Árnason sem fæddist á Hofi 1819. Haldinn var bókamarkaður með gömlum bókum en þó var þar á söluborðum ný þjóðsagnabók skreytt teikningum Freydísar Kristjánsdóttur. Þar gleymdust ekki Bakkabræðrasögur, Búkolla eða sögur af Sæmundi fróða og mögnuð er myndin af honum þar sem hann sleppur úr klóm Kölska í Svartaskóla. 
 
Ný bók frá hendi Lárusar Ægis um kvenfélagið Heklu var þar líka til sölu og fleiri bækur nýjar en flestar voru þó allfornar. Bókamarkaðurinn, sem var kynntur með heitinu Jónsdagar á Skaga og stóð í fjóra daga, varð ekki síður tilefni mannfunda, sérstaklega síðasta daginn, þá var afmælisdagur Jóns Árnasonar, föstudaginn 17. ágúst. Komu þá til liðs nafnar hans tveir, Jón Björnsson reifaði kenningu sína um það hvernig Vatnsdalshólar urðu til en Jón Torfason sagði frá Hofskirkju og gripum hennar, setrinu þar sem Árni Illugason lauk prestskap sínum er hann lést 1825 frá ungum syni og þriðju konu sinni, Steinunni ljósmóður frá Harastöðum. Prestur var þá sjötugur, sem var hár aldur fyrir tveimur öldum. Sigríður Sigvaldadóttir, prestfrú í Grímstungu og ættmóðir Snæbirninga og sr. Árni voru bræðrabörn, sonabörn Halldórs prests á Húsafelli, en sr. Illugi tengdafaðir Halldórs var prestur í Grímsey í 36 ár rétt eins og Árni prestur síðar, þó ekki yrðu nema 9 ár. 
 
Ýmsar sögur geymast af mannsköðum í Grímseyjarferðum, s. s. af Árna Eyjafjarðarskáldi sem fór til Grímseyjar eftir matföngum, mátti kasta öllu fyrir borð þegar þeir hrepptu óveður á heimleiðinni, en orti þó um:
Lifi eg enn með láni stóru
liggur það í ættinni
ýsurnar hans Árna fóru
eftir fiskavættinni.
 
Hverfum aftur til nútímans og Bjarna Pálssonar póstafgreiðslumanns á Blönduósi, sem hlustaði á klið jökulelfunnar marga daga ævi sinnar og gerði rammar vísur eins og fleiri ættmenn hans:
Árið gamla er ég kveð
efst er það í sinni.
Gaman væri að geta séð
grein af framtíðinni.
 
Sigvaldi Hjálmarsson frá Skeggstöðum orti:
Bak við aftaneldsins firrð
eitthvað sálin nemur
öræfanna angurkyrrð
yfir hugann kemur.
 
Ingibjörg á Refsteinsstöðum kvað:
Draumaland þó sökkvi í sjá
sjálf í vanda standi
ekkert grandar ylnum frá 
einu handabandi.
 
Guðmundur Þ. Sigurgeirsson Drangsnesi gleymdi ekki innríminu:
Eg hef hnotið oft um stein
af því hlotið trega.
En staka hrotið ein og ein
og yljað notalega.
 
Ofangreindar vísur eru flokkaðar á Húnaflóa - vísnavef sem skáldaþankar utan Grímseyjarsundsvísa Árna Eyjafjarðarskálds. Sú vísa má minna okkur á hlutskipti þeirra er þreyðu öldina nítjándu og aðrar aldir en þurftu öllu að fórna til að verja líf sitt. 
 
Jón  Árnason bókavörður var einn þeirra sem þurfti að vaka lengur en aðrir, í fyrstu til að ná félögum sínum í Bessastaðaskóla en síðar til að hreinskrifa sögur til útgáfu í sjálfri Leipzig. Jón segir í ævisögubroti sínu:„Meðan eg var hjá Egilsen, var ég oftast heima, kynntist mjög fáum og tók ekkert þátt í bæjarlífinu, enda var ei mikið um að vera. Eg var oftast að lesa, enda hefi eg komist það sem eg hefi komist meira af iðni en gáfum." 
 
Tilvísanir:
Gamalt stökuspjall kringum Jón Árnason: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13068 
Wikipedia JÁ: https://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3n_%C3%81rnason_(1819)  
Æviágrip JÁ: http://stikill.123.is/blog/2016/06/21/750654/  
Nokkrar stuttar þjóðsögur: http://stikill.123.is/blog/2016/08/16/753120/   
Efnisyfirlit Húnavöku: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=384258&pageId=6458112&lang=is&q=H%FAnavaka
 
Ingi Heiðmar Jónsson
Höf. rzg
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 22:20
Síðdegis á laugardaginn er upplagt að kíkja í heimsókn til listamannanna í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd. Hægt er að skoða og spjalla um verk þeirra og njóta fjölbreyttrar og skapandi tjáningar, þar á meðal teikninga, málverka, bókmennta og kvikmynda. Allir eru velkomnir á laugardaginn 27. apríl klukkan 16-18 að Fjörubraut 8.
Glaðheimar
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 21:19
Eins og flestir vita þá lenti Ingimar Emil Skaftason í alvarlegu slysi í Þýskalandi þann 28. mars sl. Hann er byrjaður í endurhæfingu en þurfti að fara í þriðju aðgerðina í morgun 25. apríl. Þessu fylgir mikill kostnaður og því hefur verið hrundið af stað söfnun fyrir hann.
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:33
Húnahornið óskar Húnvetningum sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn.
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:30
Frá sóknarnefnd
Aðalsafnaðarfundur Þingeyrasóknar verður haldinn í Klausturstofu mánudaginn 29. apríl nk. klukkan 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. rætt um viðhald og lýsingu í kirkjugarði og sumaropnun kirkjunnar. Það er ósk okkar að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um kirkjuna okkar og annað það sem betur má fara í kirkjulegu starfi.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 00:30
Hljómsveitin Löður ásamt listamanninum Balduuuuur.
Ungmennafélagið Hvöt og Hljómsveitin Löður ásamt listamanninnum Balduuuuur hafa gefið út stuðningsmannalagið Áfram Hvöt. Lag og texti eru eftir Einar Örn Jónsson sem vart þarf að kynna fyrir íbúum Húnabyggðar. Þá syngur Baldur Einarsson, sonur Einars Arnar, lagið. Útsetning lagsins var í höndum þeirra beggja.
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 24. apríl 2024 - kl. 11:19
Góð þátttaka var á vinnustofu um gerð loftslagsstefnu sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum sem haldin var á Hvammstanga nýverið. Það voru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem stóðu fyrir vinnustofunni í samstarfi við KPMG. Á vef SSNV kemur fram að áhugaverðar umræður hefðu skapast og ljóst sé að það er bjart yfir fólki þegar vorar, enda sé bjart framundan fyrir svæðið.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið