Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Laugardagur, 25. maí 2019
NV  4 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Maí 2019
SMŢMFFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 11:00 NV 4  6°C
Reykir í Hr 11:00 NNV 7  6°C
Reykjavík 12:00 n/a n/a  0°C
Akureyri - 11:00 NNA 2  8°C
Egilsstaðaf 11:00 N 3  6°C
Haugur 11:00 N 4  8°C
Holtavörðuh 11:00 NNV 5  4°C
Þverárfjall 11:00 NNA 4  4°C
Laxárdalshe 11:00 NA 3  5°C
Brúsastaðir 11:00 NNV 5  8°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 11:50 N 5 5°C
Laxárdalsh. 11:50 NA 4 6°C
Vatnsskarđ 11:50 ANA 6 4°C
Ţverárfjall 11:50 NNA 4 6°C
Kjalarnes 11:50 VSV 2 11°C
Hafnarfjall 11:50 N 4 11°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
14. maí 2019
Gleðilegt sumar
Gleðilegs sumars óska ég ykkur öllum og vonandi fáum við gott sumar eftir þennan góða vetur. Nú þegar hefur fólk hafist handa við að snyrta til á lóðum sínum, klippa runna og tré í görðum og raka saman lauf og rusl sem nóg er af í kringum okkur eftir veturinn.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Elínu S. Sigurðardóttur
18. maí 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
10. maí 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. apríl 2019
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
19. apríl 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
12. apríl 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. apríl 2019
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
01. apríl 2019
Eftir Guðjón S. Brjánsson
21. mars 2019
Seint verða menn sammála um hvað er hóll og hvað hólar.
Seint verða menn sammála um hvað er hóll og hvað hólar.
Sá hluti Vatnsdalsfjalls, sem lagði til efni í Hólana.
Sá hluti Vatnsdalsfjalls, sem lagði til efni í Hólana.
Jörundarfell og stóra skálin þar norður af. Efnið í Hólana hljóp úr fjallinu norðan við skálina á um 2 km löngum kafla.
Jörundarfell og stóra skálin þar norður af. Efnið í Hólana hljóp úr fjallinu norðan við skálina á um 2 km löngum kafla.
Þrístapar.
Þrístapar.
Pistlar | 08. október 2018 - kl. 09:33
Hvernig urðu Vatnsdalshólar til
Eftir Magnús Ólafsson

Nýlega gekk ég í lýðheilsugöngu með hópi fólks um Vatnsdalshóla og sagði frá náttúruhamförum á þessu svæði. Vona að allir hafi haft nokkuð gaman af og muni síðar leggja leið sína á þessar merku slóðir í betra veðri. Það er vel þess virði að ganga frá Þrístöpum, suðuraustur um hólana allt þar til sýn opnast yfir Flóðið. Virða fyrir sér margbreytilega myndun hólanna og misjöfn berglög.

Landslagið er allt stórbrotið og kjörið að rifja upp í huganum þau náttúruöfl, sem mynduðu þetta landslag. Raunar er auðvelt að ganga allt niður í Þórdísarlund, fallegan skógarlund sem Húnvetningafélagið á og hefur ræktað af myndarskap, en á þeim slóðum fæddist fyrsti innfæddi Húnvetningurinn.

Berghlaup (framhlaup) úr Vatnsdalsfjalli
Vatnsdalshólar mynduðust með óhemju miklu berghlaupi (framhlaupi) úr Vatnsdalsfjalli í lok ísaldar. Ís, björg og óhemju magn af aur og grjóti féll úr fjallinu og vestur yfir það stóra landsvæði sem hólarnir þekja. Sammála eru menn um þá kenningu að það stóra fell sem þarna hefur verið hafi á einhvern hátt hlaupið frá fjallinu, jafnvel á einhvers konar íshellu. Meginhólarnir eru á um fimm ferkílómetra svæði, en stakir hólar allvíða þar í kring. Þetta magnaða náttúruundur er mjög fagurt og gaman að fara um og skoða. Víða eru fagrar lautir, víða sérkennilegar myndir í hólunum, sem sumir eru stakir en á öðrum stöðum samfelld hólaþyrping, einkum um miðbik þeirra. Sérkennilegir dalir eru allvíða milli hólanna. Þeirra stærstur er Torfdalur en svo er þarna líka Krossdalur eða Krossdalir, Kýrlaut efri og neðri og Skjónudalur. Um hann liggur núverandi vegur. Þar rétt hjá, en sést ekki frá veginum, er lautin heitir Danslaut, enda var þar danspallur fyrir löngu og þar haldin böll. Það var raunar fyrir svo löngu að ég náði aldrei að komast þangað á ball, en man aðeins eftir síðasta spýtnabrakinu úr pallinum. Næsta laut heitir Hestalaut, enda voru hestar ballgesta geymdir þar meðan á dansleik stóð.

Ég nota stundum þá líkingu þegar ég lýsi því hvernig hólarnir mynduðust að það hafi gerst þannig að ísinn á toppi Vatnsdalsfjalls hafi farið kollhnís ofan af fjallinu og borið þetta mikla magn af aur og grjóti með sér. Allavega stíflaðist Vatnsdalsá ekki fyrr en mörgum öldum síðar, heldur rann hún óheft með fjallsrótum. Lengi fram eftir öldum náði eylendið, sem svo er kallað suður fyrir þann stað sem það nær nú. Það var við mikið skriðufall, Skíðastaðaskriða 1545, sem myndaði landsvæðið sem bærinn Hnausar stendur og árið 1720 féll Bjarnastaðaskriða og stíflaði ána þannig að Flóðið myndaðist. Án þess að ræða þessi skriðuföll meira í þessari grein þarf ég að nefna að einhvers staðar hefur komist á prent að Bjarnastaðaskriða hafi teygt sig um 3 km í vestur. Það hef ég einnig gert mig sekan um að endurtaka þá ég lýsi náttúruhamförum á þessu svæði, en við samantekt á þessari grein hef ég komist að því að í samtímaheimild frá því í júní 1721 segir á einum stað: „Að vestanverðu við farveg árinnar hefur áminnst skriða hlaupið áfram yfir stærstu hóla og björg, sem frá fornu fari hafa verið kallaðir Vatnsdalshólar. Lengd skriðunnar í þá átt frá farveginum var um 279 faðmar og hefur margnefnd skriða, eftir að hún hafði fallið yfir ána þakið hólana með stórum steinum og eðju, svo mikilfenglengt ef á að horfa. Yfir að sjá lítur allt út eins og nýrunnin skriða. Hæð sumar stærstu klettanna mælt upp og niður er 20 faðmar.“ Samkvæmt þessu hefur skriðan náð um 500 m vestur fyrir núverandi farveg og hæð stærstu klettanna í þeirri skriðu verið 30-40 metra. 

Ekki úr skálinni norðan við Jörundarfell
Efnið í hólana kom úr fjallinu beint austur af þeim. Þeir koma ekki úr stóru skálinni norðan við Jörundarfell, eins og sumir hafa haldið, heldur er efnið komið úr um tveggja kílómetra svæði þar norður af. Trúlega hafa fjallsbrúnir undir íshellunni verið á hæð við Jörundarfellið, þegar það hlaup brast á. Það er óhemju magn jarðvegs sem myndaði alla hólana. Hvernig þessar náttúruhamfarir í lok ísaldar gerðust skal að öðru leiti ósagt látið, en alltaf finnst mér best að nota kenninguna um kollhnís íss og aurs. Það skýrir líka vel lögun hólanna, grjót og aur, sem brýtur sér leið niður um bráðnandi íshellu. Hvort framhlaupið sem myndað skálina norðan við Jörundarfellið hefur komið áður eða eftir skal ósagt látið. Bergtegundirnar sem úr því hlaupi komu eru enn ófundnar.

Kenningu um hvaðan efni í Vatnsdalshólana er komið setti sjálfmenntaði náttúrufræðingurinn Jakob H. Líndal á Lækjamóti fram árið 1936 í grein í Náttúrfræðingnum, 6. tbl. Þá grein má finna á netinu á vefslóðinni www.timarit.is  Áður hafði Þorvaldur Thoroddsen komið fram með allt aðrar hugmyndir og svo hefur einnig verið gert síðar. Kenningar Jakobs voru dyggilega studdar af fræðimönnum eins og Sigurði Þórarinssyni og Ólafi Jónssyni. Síðari tíma fræðimenn hafa líka komið fram með kenningar og aðrar skýringar á hvernig Vatnsdalshólar eru myndaðir eins og t.d.  Ágúst Jónsson gerði í grein í Náttúrufræðingnum 1997 en þær skýringar voru hraktar í BS ritgerð Höskuldar B. Jónssonar 1998 og grein sem birtist í Náttúrufræðingnum, 72 árgangi 2004, undir nafninu: Myndaði berghlaup Vatnsdalshólana. Greinin er eftir Höskuld og tvo kennara hans og leiðbeinendur við BS ritgerðina, þá Hreggvið Norðdahl og Halldór G. Pétursson. Þá grein má tinna á www.timarit.is  Í þessum skrifum og vísindaathugunum þessara þremenninga eru kenningar Jakobs rækilega staðfestar m.a. með eftirfarandi orðum í lok greinar þeirra félaga í Náttúrufræðingnum árið 2004.  

- Það er niðurstaða þessarar athugunar að Vatnsdalshólar séu hvorki hluti af óhreyfðum berggrunni né mótaðir eða myndaðir af jöklum eða jafnvel hvort tveggja, eins og Ágúst Guðmundsson hefur haldið fram. Ljóst er að hugmyndir Jakobs H. Líndals um að berghlaup hafi myndað hólana hafa staðist tímans tönn og þó svo að þær skýringar sem hér eru settar fram séu að einhverju leyti frábrugðnar skýringum Jakobs, eru niðurstöðurnar að mestu leyti samhljóða. Niðurstaðan undirstrikar orð Sigurðar Þórarinssonar í formála bókarinnar Með huga og hamri, sem m.a. geymir safn jarðfræðidagbóka Jakobs H. Líndals, en þar segir: „... eru þær óbrotgjarn minnisvarði glöggskyggni, skarpskyggni og vísindalegum hugsunarhætti þessa hógværa húnvetnska bónda." –

Auk þessa má lesa stutta en góða samantekt um hvernig Vatnsdalshólar hafi myndast á vísindavef Háskólans: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1409 

Áfram má glíma við gátuna
Örugglega eiga menn síðar eftir að koma með enn aðrar kenningar um myndun þessa merka náttúrufyrirbæris. Jakob H. Líndal var mjög hógvær í lok greinar sinnar en segist hafa gert nokkra grein fyrir athugunum sínum um myndun Vatnsdalshóla og ályktunum sem hann geti dregið af þeim. „Gætu þær ef til vill orðið til umhugsunar einhverjum, um leið og leið þeirra liggur um eða í námunda við hólana. Gögnin, sem hólarnir sjálfir bera í skauti sínu fyrnast ekki né týnast. Gátan liggur opin áfram til að glíma við. Ef til vill tekst einhverjum öðrum að koma auga á einhver atriði, sem leiða til annarrar og fyllri úrlausnar.“

Nú þegar þessar línur eru skrifaðar hefur engum fræðimanni tekist að sannfæra mig um að Vatnsdalshólarnir hafi myndast á annan hátt en þann sem Jakob lýsir. Síðan hann skráði sínar athuganir eru þó liðin 82 ár. Jakob byggir sínar niðurstöður m.a. á því að bera saman bergtegundirnar í Vatnsdalshólunum og bergið sem eftir stendur í Vatnsdalsfjalli. Með rannsóknum sínum fann hann út að efni hólanna kemur úr næstu tveimur kílómetrum norðan við stóru skálina, sem enn sést í Vatnsdalsfjalli norðan við Jörundarfellið. Um þetta segir hann í greininni í Náttúrufræðingnum á bls. 68. „Svo nákvæmt samræmi virðist þarna milli, að norðan til í framhlaupssvæðinu fann ég sérkennilega umbreytt afbrigði af eygðu basalti, sem ég hef ekki fundið annars staðar með sama blæ. Norðan til í hólunum fann ég talsvert af samskonar afbrigði, einmitt gengt legu þess í fjallinu. Þegar lengra kom suður í hólana fann ég það ekki. Aftur er meira af ýmis konar líparíti sunnar í hólunum og stendur það heima við legur þeirra í fjallinu, og afbrigðin hin sömu.“

Ýmsar bergtegundir í Vatnsdalshólum
Efni Vatnsdalshólanna er úr ýmsum bergtegundum, sem flestar eru mjög auðveðraðar. Á nokkrum stöðum er talsvert af basalti, en þó meira af móbergskenndu efni, einkum líparíti ýmislega litu, rauðu, bleiku, bláleitu og hvítu. Hvergi hef ég fundið betri lýsingu á lögun hólanna en í grein Jakobs frá 1936 og get staðfest eftir margar ferðir um hólana, bæði gangandi og ríðandi, að þessi lýsing stenst tímans tönn. Endurskrifa því þessa góðu lýsingu nær óbreytta:

- Aðalgerð hólanna eru snarbrattar keilumyndanir með ávölum toppi. Standa hólarnir víða einstakir, en með stuttu millibili í allskonar stærðum, allt frá stórri þúfu upp hóla 40-50 m á hæð. Víða rennar hólarnir þó saman í samofnar þyrpingar og hólaraðir. Keiluhlíðarnar eru að mestu gróðurlausar, veðraðar niður í smáflísar og leirkennda möl. Njóta sín því vel litbrigði bergtegundanna í viðfeldinni mótsetningu við grænt valllendið milli hólanna og grasgeira upp í þá. Ef inn í hólana er grafið, er á nokkrum stöðum áframhaldandi samryskja af sundurlausu bergi og óslípaðri möl, en víða stækkar þó grjótið og verður nær samfellt hrúgald af hvassbrúna stórbjörgum, ýmist samstæðum að berggerð eða samsafn fleiri þeirra bergtegunda, sem hólana mynda. –

Aldir síðan bergið hljóp fram
Fræðimenn hafa ekki komist að niðurstöðu um hvenær þetta mikla framhlaup hefur átt sér stað en líklega hefur það gerst eftir að sjór hvarf úr Vatnsdal sem talið er að hafi orðið um 7.300 árum f. Krist en áður en súra öskulagið úr Heklu, H5 féll rúmlega 4.000 árum fyrir Krist. Trúlega er eldra ártalið nær sanni um þetta mikla framhlaup þó ekkert sé hér fullyrt um það. Síðan geta hafa liðið mörg ár, jafnvel aldir, þar til íshellan var að fullu bráðnuð. Þá hafa einstakir hólar veðrast í áranna rás.

Vatnsdalshólarnir eru og verða um aldir óteljandi. Menn munu þó áfram reyna að telja og gaman verður að fylgjast með tilraunum Verkfræðistofunnar Eflu að nota nýjustu tækni við slíkt. Ástæðan að aldrei mun fást niðurstaða um fjölda hólanna, sem allir sættast á, er sú að menn munu aldrei geta skilgreint hvað er hóll og hvað er þúfa. Tökum dæmi Þrístapa, staðinn sem síðasta aftakan fór fram. Er það einn hóll eða fleiri. Það er samfelldur hólarani sem hægt er að skilgreina sem einn hól, en eins hægt að skilgreina sem þrjá og jafnvel fjóra hóla, þ.e. ef menn telja þústina norðan við gröfina sjálfsstæðan hól. Sjá meðfylgjandi loftmynd.

Tekið saman 7. október 2018

Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum.

Höf. rzg
Fréttir | 25. maí 2019 - kl. 09:46
Í dag verða haldnar fimm lista- og vísindasmiðjur á vegum Textílmiðstöðvarinnar og samstarfsaðila þar sem allir áhugasamir um verkefnið eru hvattir til að mæta í eina af fimm fjörum á Norðurlandi vestra, safna saman rusli og reisa vörður undir leiðsögn nemenda frá Listaháskóli Íslands og listamanna sem dvelja á svæðinu. Tvær fjörur eru staðsettar við Sauðárkrók, Borgar- og Garðasandur, ein við Hvammstanga og tvær úti á Skaga, milli tveggja bæja sem heita Hafnir og Víkur, fjörur við Selvíkurtanga.
Greta Clough
Greta Clough
Fréttir | 25. maí 2019 - kl. 09:28
Greta Clough, listrænn stjórnandi Handbendis Brúðuleikhúss á Hvammstanga, er nýr formaður UNIMA á Íslandi og tekur hún við formennskunni af Bernd Ogrodnik. UNIMA eða Union Internationale de la Marionette, eru heimssamtök brúðulistafólks, stofnuð árið 1929. Samtökin eru með deildir í 101 landi og opinber samstarfsaðili UNESCO.
Glaðheimar
Fréttir | 25. maí 2019 - kl. 09:04
Húnaþing vestra tekur þátt í Hreyfiviku fimmta árið í röð en hún fer fram dagana 27. maí -2. júní næstkomandi. Tilgangur Hreyfivikun er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum þannig að fólk hreyfi sig að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Mánudaginn 27. maí hefst sundkeppni sveitafélaga og munu blöð liggja frammi í afgreiðslu sundlaugarinnar á Hvammstanga og eru allir hvattir til að skrá niður þá metra sem þeir synda.
Sameining A-Hún
Keppendur að keppninni lokinni. Ljósm. mtr.is.
Keppendur að keppninni lokinni. Ljósm. mtr.is.
Fréttir | 25. maí 2019 - kl. 08:38
Úrslit í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga fór fram í Ólafsfirði á fimmtudaginn. Keppnin var jöfn og spennandi og allir keppendur voru sjálfum sér og skólum sínum til sóma. Hjalti Freyr Magnússon úr Grunnskóla Húnaþings vestra sigraði keppnina en hún hefur verið haldin í 22 ár.
Fréttir | 24. maí 2019 - kl. 15:43
Tilkynning frá bæjarskrifstofu
Umhverfis- og tiltektardagar verða á Blönduósi frá þriðjudeginum 28. maí til og með fimmtudeginum 30. maí, þar sem bæjabúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til. Einnig gott að plokka opin svæði með frjálsri aðferð.
Fjara á Norðurlandi vestra. Ljósm: Róbert D. Jónsson.
Fjara á Norðurlandi vestra. Ljósm: Róbert D. Jónsson.
Fréttir | 24. maí 2019 - kl. 07:51
Frá Textílmiðstöð Íslands
Mikil vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu á síðustu árum er snýr að plastmengun. Á laugardaginn nk. verða haldnar fimm lista- og vísindasmiðjur á vegum Textílmiðstöðvarinnar og samstarfsaðila þar sem allir áhugasamir um verkefnið eru hvattir til að mæta í eina af fimm fjörum á Norðurlandi vestra, safna saman rusli og reisa vörður undir leiðsögn nemenda frá Listaháskóli Íslands og listamanna sem dvelja á svæðinu.
Tilkynningar | 23. maí 2019 - kl. 11:54
Frá Snjólaugu og Huldu Birnu
Það styttist óðum í okkar skemmtilega leikjanámskeið, en það mun hefjast 10. júní. Elsti árgangur í leikskóla og þau börn sem að eru að ljúka 1-4. bekk í ár eru velkomin á leikjanámskeiðið. Í ár ætlum við aðeins að hrista upp í þessu og hefur verið sett upp glæný skemmtileg 6 vikna dagskrá . Hulda Birna Vignisdóttir ætlar að leiða börnin í leik og starfi í sumar þar sem ýmislegt hopp og trall verður í boði og að sjálfsögðu verða kofabyggingarnar á sínum stað.
Tilkynningar | 23. maí 2019 - kl. 11:51
Félags- og skólaþjónustan leitar eftir einstaklingum til að starfa við liðveislu í sumar. Um er að ræða fjölbreytt verkefni með ólíkum einstaklingum. Hlutverk liðveitanda er m.a. að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur þeirra til að viðhalda sjálfstæði og styrkja stöðu þeirra, m.a. með aðstoð við vinnu eða tómstundir. Frekari upplýsingar veitir Ásdís Ýr Arnardóttir, félagsmálstjóri, í síma 455-4170 eða í tölvupósti asdis@felahun.is.
Gagnaverið á Blönduósi. Skjáskot úr sjónvarpsfréttum RÚV.
Gagnaverið á Blönduósi. Skjáskot úr sjónvarpsfréttum RÚV.
Fréttir | 22. maí 2019 - kl. 09:58
Gagnaver Etix á Blönduósi var formlega tekið í notkun í gær að viðstöddu fjölmenni. Fyrsta skóflustungan var tekin 23. maí í fyrra og hófst starfsemi í fyrsta húsinu af sjö þremur mánuðum síðar. Húsin eru alls um 4000 fermetrar á gagnaverssvæðinu í Fálkagerði við Svínvetningabraut rétt fyrir utan Blönduós og samtals eru 25 þúsund tölvuþjónar í gagnaverinu. Fjallað var um málið í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi og rætt við Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóra Etix á Íslandi og Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóra Blönduósbæjar.
Norðurstykkið er ofar á myndinni
Norðurstykkið er ofar á myndinni
Fréttir | 21. maí 2019 - kl. 21:22
Tilkynning frá stjórn knattspyrnudeildar Hvatar
Nú er tími til kominn að pota niður útsæðinu en Selvíkurgarðurinn er klár. Búið er að vinna garðinn og stika út þau stæði sem voru í notkun í fyrra. Nú þarf fólk bara að láta vita hvort það ætlar að vera með áfram eða hvort að kartöflurækt þeirra sem voru í fyrra með garð sé lokið í Selvíkurgarðinum.
Eyvindarstofa er á Norðurlandsvegi 4, 2. hæð.
Eyvindarstofa er á Norðurlandsvegi 4, 2. hæð.
Tilkynningar | 21. maí 2019 - kl. 16:23
Sögufélagið Húnvetningur heldur aðalfund sinn sunnudaginn 26. maí klukkan 14 í Eyvindarstofu Blönduósi. Fyrirlesari: Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur. Einnig verður greint verður frá undirbúningi ráðstefnu á Skagaströnd á 200. afmælisdegi Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara, laugardaginn 17. ágúst. Þá verður afhjúpað minnismerki um þjóðsagnasafnarann og bókavörðinn. Jón var sonur prestshjónanna á Hofi, fæddur árið 1819.
Fréttir | 21. maí 2019 - kl. 15:36
Arctic Coast Way – Norðurstrandarleið var í dag valið á topp tíu lista yfir þá áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja, að mati Lonely Planet sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum. Leiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi, en dagskráin verður kynnt síðar, að því er segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Um er að ræða 900 kílómetra leið meðfram Norðurströndinni, frá Hvammstanga til Bakkafjarðar.
Skagaströnd
Skagaströnd
Fréttir | 21. maí 2019 - kl. 10:23
Vinnuskóli Skagastrandar hefst þriðjudaginn 4. júní og er skráning í skólann á skrifstofu sveitarfélagsins eða í gegnum rafræna umsókn. Skólinn verður starfræktur í tíu viku og lýkur 2. ágúst en hann er fyrir nemendur búsetta á Skagaströnd sem hafa nýlokið 8., 9. og 10. bekk Höfðaskóla. Markmiðið er að gefa unglingum kost á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í sumarleyfi sínu.
Tilkynningar | 21. maí 2019 - kl. 10:14
Frá stjórn GÓS
Golfkennarinn John Garner verður á Blönduósi sunnudaginn 26. maí en þetta er fyrsta heimsókn hans í sumar. Garner kennir börnum 10-15 ára, byrjendum og lengra komnum og er sú kennsla í boði golfklúbbsins. Einnig verður haldið golfleikjanámskeið fyrir 6-9 ára en það verður auglýst nánar síðar.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
14. september 2018
Samfélagsmiðlar eru mikilvægir fyrirtækjum
Flest öllum notum við samfélagsmiðla eins og Facebook en þeir hjálpa okkur m.a. að vera í góðu sambandi við vini, ættingja, félagasamtök og fyrirtæki. Samfélagsmiðlar verða sífellt mikilvægari þáttur í að viðhalda góðu sambandi milli fyrirtækja og neytenda. Samfélagsmiðlar hafa látið mikið til sín taka á stuttum tíma og má búast við að vægi þeirra og áhrif verði mun áþreifanlegri í framtíðinni.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2019 Húnahorniđ