Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Föstudagur, 22. febrúar 2019
SSV  2 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Febrúar 2019
SMŢMFFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272812
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 17:00 SSV 2  4°C
Reykir í Hr 17:00 NNA 4  2°C
Reykjavík 17:00 S 14 8°C
Akureyri - 17:00 S 1  4°C
Egilsstaðaf 17:00 VSV 2  1°C
Haugur 17:00 NNA 2  3°C
Holtavörðuh 17:00 NNV 5  1°C
Þverárfjall 17:00 A 5  2°C
Laxárdalshe 17:00 ANA 8  2°C
Brúsastaðir 17:00 SA 7  6°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 17:10 NNV 5 1°C
Laxárdalsh. 17:10 ANA 7 2°C
Vatnsskarđ 17:10 ASA 9 4°C
Ţverárfjall 17:10 SA 4 2°C
Kjalarnes 17:10 SA 11 8°C
Hafnarfjall 17:10 ASA 9 9°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
14. febrúar 2019
Ekki boðlegt að fæða börn á fjallvegum
Aldrei fór það svo að við fengjum ekki snjó á þessum vetri. Hann hefur eflaust verið mörgum kærkominn og hefði mátt vera miklu meiri að sumra mati og kannski á eftir að bæta á, hver veit. Þegar þetta er ritað er þegar búið að halda tvö þorrablót hér á Blönduósi.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Rúnar Þór Njálsson
16. febrúar 2019
Eftir Arnheiði Jóhannsdóttur
17. janúar 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
15. janúar 2019
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. janúar 2019
Eftir Guðjón S. Brjánsson
09. janúar 2019
Seint verða menn sammála um hvað er hóll og hvað hólar.
Seint verða menn sammála um hvað er hóll og hvað hólar.
Sá hluti Vatnsdalsfjalls, sem lagði til efni í Hólana.
Sá hluti Vatnsdalsfjalls, sem lagði til efni í Hólana.
Jörundarfell og stóra skálin þar norður af. Efnið í Hólana hljóp úr fjallinu norðan við skálina á um 2 km löngum kafla.
Jörundarfell og stóra skálin þar norður af. Efnið í Hólana hljóp úr fjallinu norðan við skálina á um 2 km löngum kafla.
Þrístapar.
Þrístapar.
Pistlar | 08. október 2018 - kl. 09:33
Hvernig urðu Vatnsdalshólar til
Eftir Magnús Ólafsson

Nýlega gekk ég í lýðheilsugöngu með hópi fólks um Vatnsdalshóla og sagði frá náttúruhamförum á þessu svæði. Vona að allir hafi haft nokkuð gaman af og muni síðar leggja leið sína á þessar merku slóðir í betra veðri. Það er vel þess virði að ganga frá Þrístöpum, suðuraustur um hólana allt þar til sýn opnast yfir Flóðið. Virða fyrir sér margbreytilega myndun hólanna og misjöfn berglög.

Landslagið er allt stórbrotið og kjörið að rifja upp í huganum þau náttúruöfl, sem mynduðu þetta landslag. Raunar er auðvelt að ganga allt niður í Þórdísarlund, fallegan skógarlund sem Húnvetningafélagið á og hefur ræktað af myndarskap, en á þeim slóðum fæddist fyrsti innfæddi Húnvetningurinn.

Berghlaup (framhlaup) úr Vatnsdalsfjalli
Vatnsdalshólar mynduðust með óhemju miklu berghlaupi (framhlaupi) úr Vatnsdalsfjalli í lok ísaldar. Ís, björg og óhemju magn af aur og grjóti féll úr fjallinu og vestur yfir það stóra landsvæði sem hólarnir þekja. Sammála eru menn um þá kenningu að það stóra fell sem þarna hefur verið hafi á einhvern hátt hlaupið frá fjallinu, jafnvel á einhvers konar íshellu. Meginhólarnir eru á um fimm ferkílómetra svæði, en stakir hólar allvíða þar í kring. Þetta magnaða náttúruundur er mjög fagurt og gaman að fara um og skoða. Víða eru fagrar lautir, víða sérkennilegar myndir í hólunum, sem sumir eru stakir en á öðrum stöðum samfelld hólaþyrping, einkum um miðbik þeirra. Sérkennilegir dalir eru allvíða milli hólanna. Þeirra stærstur er Torfdalur en svo er þarna líka Krossdalur eða Krossdalir, Kýrlaut efri og neðri og Skjónudalur. Um hann liggur núverandi vegur. Þar rétt hjá, en sést ekki frá veginum, er lautin heitir Danslaut, enda var þar danspallur fyrir löngu og þar haldin böll. Það var raunar fyrir svo löngu að ég náði aldrei að komast þangað á ball, en man aðeins eftir síðasta spýtnabrakinu úr pallinum. Næsta laut heitir Hestalaut, enda voru hestar ballgesta geymdir þar meðan á dansleik stóð.

Ég nota stundum þá líkingu þegar ég lýsi því hvernig hólarnir mynduðust að það hafi gerst þannig að ísinn á toppi Vatnsdalsfjalls hafi farið kollhnís ofan af fjallinu og borið þetta mikla magn af aur og grjóti með sér. Allavega stíflaðist Vatnsdalsá ekki fyrr en mörgum öldum síðar, heldur rann hún óheft með fjallsrótum. Lengi fram eftir öldum náði eylendið, sem svo er kallað suður fyrir þann stað sem það nær nú. Það var við mikið skriðufall, Skíðastaðaskriða 1545, sem myndaði landsvæðið sem bærinn Hnausar stendur og árið 1720 féll Bjarnastaðaskriða og stíflaði ána þannig að Flóðið myndaðist. Án þess að ræða þessi skriðuföll meira í þessari grein þarf ég að nefna að einhvers staðar hefur komist á prent að Bjarnastaðaskriða hafi teygt sig um 3 km í vestur. Það hef ég einnig gert mig sekan um að endurtaka þá ég lýsi náttúruhamförum á þessu svæði, en við samantekt á þessari grein hef ég komist að því að í samtímaheimild frá því í júní 1721 segir á einum stað: „Að vestanverðu við farveg árinnar hefur áminnst skriða hlaupið áfram yfir stærstu hóla og björg, sem frá fornu fari hafa verið kallaðir Vatnsdalshólar. Lengd skriðunnar í þá átt frá farveginum var um 279 faðmar og hefur margnefnd skriða, eftir að hún hafði fallið yfir ána þakið hólana með stórum steinum og eðju, svo mikilfenglengt ef á að horfa. Yfir að sjá lítur allt út eins og nýrunnin skriða. Hæð sumar stærstu klettanna mælt upp og niður er 20 faðmar.“ Samkvæmt þessu hefur skriðan náð um 500 m vestur fyrir núverandi farveg og hæð stærstu klettanna í þeirri skriðu verið 30-40 metra. 

Ekki úr skálinni norðan við Jörundarfell
Efnið í hólana kom úr fjallinu beint austur af þeim. Þeir koma ekki úr stóru skálinni norðan við Jörundarfell, eins og sumir hafa haldið, heldur er efnið komið úr um tveggja kílómetra svæði þar norður af. Trúlega hafa fjallsbrúnir undir íshellunni verið á hæð við Jörundarfellið, þegar það hlaup brast á. Það er óhemju magn jarðvegs sem myndaði alla hólana. Hvernig þessar náttúruhamfarir í lok ísaldar gerðust skal að öðru leiti ósagt látið, en alltaf finnst mér best að nota kenninguna um kollhnís íss og aurs. Það skýrir líka vel lögun hólanna, grjót og aur, sem brýtur sér leið niður um bráðnandi íshellu. Hvort framhlaupið sem myndað skálina norðan við Jörundarfellið hefur komið áður eða eftir skal ósagt látið. Bergtegundirnar sem úr því hlaupi komu eru enn ófundnar.

Kenningu um hvaðan efni í Vatnsdalshólana er komið setti sjálfmenntaði náttúrufræðingurinn Jakob H. Líndal á Lækjamóti fram árið 1936 í grein í Náttúrfræðingnum, 6. tbl. Þá grein má finna á netinu á vefslóðinni www.timarit.is  Áður hafði Þorvaldur Thoroddsen komið fram með allt aðrar hugmyndir og svo hefur einnig verið gert síðar. Kenningar Jakobs voru dyggilega studdar af fræðimönnum eins og Sigurði Þórarinssyni og Ólafi Jónssyni. Síðari tíma fræðimenn hafa líka komið fram með kenningar og aðrar skýringar á hvernig Vatnsdalshólar eru myndaðir eins og t.d.  Ágúst Jónsson gerði í grein í Náttúrufræðingnum 1997 en þær skýringar voru hraktar í BS ritgerð Höskuldar B. Jónssonar 1998 og grein sem birtist í Náttúrufræðingnum, 72 árgangi 2004, undir nafninu: Myndaði berghlaup Vatnsdalshólana. Greinin er eftir Höskuld og tvo kennara hans og leiðbeinendur við BS ritgerðina, þá Hreggvið Norðdahl og Halldór G. Pétursson. Þá grein má tinna á www.timarit.is  Í þessum skrifum og vísindaathugunum þessara þremenninga eru kenningar Jakobs rækilega staðfestar m.a. með eftirfarandi orðum í lok greinar þeirra félaga í Náttúrufræðingnum árið 2004.  

- Það er niðurstaða þessarar athugunar að Vatnsdalshólar séu hvorki hluti af óhreyfðum berggrunni né mótaðir eða myndaðir af jöklum eða jafnvel hvort tveggja, eins og Ágúst Guðmundsson hefur haldið fram. Ljóst er að hugmyndir Jakobs H. Líndals um að berghlaup hafi myndað hólana hafa staðist tímans tönn og þó svo að þær skýringar sem hér eru settar fram séu að einhverju leyti frábrugðnar skýringum Jakobs, eru niðurstöðurnar að mestu leyti samhljóða. Niðurstaðan undirstrikar orð Sigurðar Þórarinssonar í formála bókarinnar Með huga og hamri, sem m.a. geymir safn jarðfræðidagbóka Jakobs H. Líndals, en þar segir: „... eru þær óbrotgjarn minnisvarði glöggskyggni, skarpskyggni og vísindalegum hugsunarhætti þessa hógværa húnvetnska bónda." –

Auk þessa má lesa stutta en góða samantekt um hvernig Vatnsdalshólar hafi myndast á vísindavef Háskólans: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1409 

Áfram má glíma við gátuna
Örugglega eiga menn síðar eftir að koma með enn aðrar kenningar um myndun þessa merka náttúrufyrirbæris. Jakob H. Líndal var mjög hógvær í lok greinar sinnar en segist hafa gert nokkra grein fyrir athugunum sínum um myndun Vatnsdalshóla og ályktunum sem hann geti dregið af þeim. „Gætu þær ef til vill orðið til umhugsunar einhverjum, um leið og leið þeirra liggur um eða í námunda við hólana. Gögnin, sem hólarnir sjálfir bera í skauti sínu fyrnast ekki né týnast. Gátan liggur opin áfram til að glíma við. Ef til vill tekst einhverjum öðrum að koma auga á einhver atriði, sem leiða til annarrar og fyllri úrlausnar.“

Nú þegar þessar línur eru skrifaðar hefur engum fræðimanni tekist að sannfæra mig um að Vatnsdalshólarnir hafi myndast á annan hátt en þann sem Jakob lýsir. Síðan hann skráði sínar athuganir eru þó liðin 82 ár. Jakob byggir sínar niðurstöður m.a. á því að bera saman bergtegundirnar í Vatnsdalshólunum og bergið sem eftir stendur í Vatnsdalsfjalli. Með rannsóknum sínum fann hann út að efni hólanna kemur úr næstu tveimur kílómetrum norðan við stóru skálina, sem enn sést í Vatnsdalsfjalli norðan við Jörundarfellið. Um þetta segir hann í greininni í Náttúrufræðingnum á bls. 68. „Svo nákvæmt samræmi virðist þarna milli, að norðan til í framhlaupssvæðinu fann ég sérkennilega umbreytt afbrigði af eygðu basalti, sem ég hef ekki fundið annars staðar með sama blæ. Norðan til í hólunum fann ég talsvert af samskonar afbrigði, einmitt gengt legu þess í fjallinu. Þegar lengra kom suður í hólana fann ég það ekki. Aftur er meira af ýmis konar líparíti sunnar í hólunum og stendur það heima við legur þeirra í fjallinu, og afbrigðin hin sömu.“

Ýmsar bergtegundir í Vatnsdalshólum
Efni Vatnsdalshólanna er úr ýmsum bergtegundum, sem flestar eru mjög auðveðraðar. Á nokkrum stöðum er talsvert af basalti, en þó meira af móbergskenndu efni, einkum líparíti ýmislega litu, rauðu, bleiku, bláleitu og hvítu. Hvergi hef ég fundið betri lýsingu á lögun hólanna en í grein Jakobs frá 1936 og get staðfest eftir margar ferðir um hólana, bæði gangandi og ríðandi, að þessi lýsing stenst tímans tönn. Endurskrifa því þessa góðu lýsingu nær óbreytta:

- Aðalgerð hólanna eru snarbrattar keilumyndanir með ávölum toppi. Standa hólarnir víða einstakir, en með stuttu millibili í allskonar stærðum, allt frá stórri þúfu upp hóla 40-50 m á hæð. Víða rennar hólarnir þó saman í samofnar þyrpingar og hólaraðir. Keiluhlíðarnar eru að mestu gróðurlausar, veðraðar niður í smáflísar og leirkennda möl. Njóta sín því vel litbrigði bergtegundanna í viðfeldinni mótsetningu við grænt valllendið milli hólanna og grasgeira upp í þá. Ef inn í hólana er grafið, er á nokkrum stöðum áframhaldandi samryskja af sundurlausu bergi og óslípaðri möl, en víða stækkar þó grjótið og verður nær samfellt hrúgald af hvassbrúna stórbjörgum, ýmist samstæðum að berggerð eða samsafn fleiri þeirra bergtegunda, sem hólana mynda. –

Aldir síðan bergið hljóp fram
Fræðimenn hafa ekki komist að niðurstöðu um hvenær þetta mikla framhlaup hefur átt sér stað en líklega hefur það gerst eftir að sjór hvarf úr Vatnsdal sem talið er að hafi orðið um 7.300 árum f. Krist en áður en súra öskulagið úr Heklu, H5 féll rúmlega 4.000 árum fyrir Krist. Trúlega er eldra ártalið nær sanni um þetta mikla framhlaup þó ekkert sé hér fullyrt um það. Síðan geta hafa liðið mörg ár, jafnvel aldir, þar til íshellan var að fullu bráðnuð. Þá hafa einstakir hólar veðrast í áranna rás.

Vatnsdalshólarnir eru og verða um aldir óteljandi. Menn munu þó áfram reyna að telja og gaman verður að fylgjast með tilraunum Verkfræðistofunnar Eflu að nota nýjustu tækni við slíkt. Ástæðan að aldrei mun fást niðurstaða um fjölda hólanna, sem allir sættast á, er sú að menn munu aldrei geta skilgreint hvað er hóll og hvað er þúfa. Tökum dæmi Þrístapa, staðinn sem síðasta aftakan fór fram. Er það einn hóll eða fleiri. Það er samfelldur hólarani sem hægt er að skilgreina sem einn hól, en eins hægt að skilgreina sem þrjá og jafnvel fjóra hóla, þ.e. ef menn telja þústina norðan við gröfina sjálfsstæðan hól. Sjá meðfylgjandi loftmynd.

Tekið saman 7. október 2018

Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum.

Höf. rzg
Tilkynningar | 22. febrúar 2019 - kl. 16:37
Tilkynning frá sóknarpresti
Guðsþjónusta verður í Blönduósskirkju á konudaginn 24. febrúar kl. 11:00. Þá verður guðsþjónusta í Þingeyraklausturskirkju á konudaginn kl. 14:00.
Tilkynningar | 22. febrúar 2019 - kl. 15:48
Textíllistamiðstöðin tekur á móti textíllistamönnum í hverjum mánuði og í lok hvers mánaðar er haldin sýning á því sem þau hafa unnið þann mánuðinn. Þann 27. febrúar, klukkan 15:30 verður haldin sýning á verkum listamanna febrúarmánaðar og eru allir velkomnir upp á aðra hæð Kvennaskólans þar sem stúdíó þeirra er.
Glaðheimar
Frá Blönduósi
Frá Blönduósi
Fréttir | 22. febrúar 2019 - kl. 14:29
Blönduósbær hefur áhuga á að fá fleiri hugbúnaðar- eða tæknifyrirtæki á gagnaverssvæðið. Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar segir í Morgunblaðinu í dag að mikilvægt sé að nýta betur þá innviði sem fjárfest hafi verið í. Í þeim tilgangi taki bærinn þátt í stærstu gagnaverssýningu heims sem haldin verður í Þýskalandi í næsta mánuði. Þar verður Etix-verkefnið kynnt sérstaklega á „stóra sviðinu“.
Sameining A-Hún
Félagsheimilið Hvammstanga fékk hæsta styrkinn. Ljósm: hunathing.is
Félagsheimilið Hvammstanga fékk hæsta styrkinn. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 22. febrúar 2019 - kl. 08:40
Stjórn Menningarsjóðs Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu auglýsti í síðasta mánuði eftir umsóknum um menningarstyrki úr sjóðnum árið 2019. Sjóðnum bárust 25 umsóknir að fjárhæð tæplega 28 milljónir króna og ákvað stjórnin að veita styrki að fjárhæð 10,7 milljónir króna. Hæsta styrkinn fékk Félagsheimilið Hvammstanga, samtals 3,3 milljónir, vegna endurnýjunar og uppfærslu ljósabúnaðar og hljóðkerfis.
Fréttir | 22. febrúar 2019 - kl. 08:06
Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, SFR og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félagsmönnum sínum á námskeið, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru haldin á vegum Farskólans á Norðurlandi vestra en þau eru öllum opin og geta aðrir en félagsmenn þessara félaga kannað rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Tilkynningar | 22. febrúar 2019 - kl. 06:43
Í tilefni af 50 ára afmæli Krabbameinsfélags Austur-Húnvetninga, býður félagið til afmælisveislu í Félagsheimilinu á Blönduósi, sunnudaginn 3. mars klukkan 15:00. Á dagskrá verða ávörp, tónlistaratriði, og veislukaffi. Fram koma eftirtaldir tónlistarmenn:
Blönduskóli
Blönduskóli
Fréttir | 21. febrúar 2019 - kl. 10:00
Hin árlega árshátíð Blönduskóla verður haldin á morgun, föstudaginn 22. febrúar, í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið opnar klukkan 18:30, árshátíðin sjálfs hefst klukkan 19:00 og henni líkur klukkan 24:00. Á dagskrá er m.a. leikrit um Emil í Kattholti í leikstjórn Jófríðar Jónsdóttur og hin árlega Blönduvision, söngkeppni nemenda í 8.-10. bekk, verður á sínu stað.
HSN á Blönduósi
HSN á Blönduósi
Fréttir | 21. febrúar 2019 - kl. 09:46
Þorragleði var haldin hjá íbúum og aðstandendum HSN á Blönduósi 10. febrúar síðastliðinn. Rúmlega 50 manns skemmtu sér saman yfir sögn og gómsætum þorramat. Hafa gaman og Retró gáfu þorramatinn og meðlætið og svignuðu borðin undan kræsingum. „Silla, Lullý, Baldur og Bóta héldu uppi söng og gleði og skapaðist góð stemming í fallegu baðstofunni okkar,“ segir Eva Hrund Pétursdóttir hjá HSN á Blönduósi.
Tilkynningar | 21. febrúar 2019 - kl. 09:02
Tilkynning frá HSN
Krabbameinsleit verður á heilsugæslustöðinni á Blönduósi dagana 27.-28. febrúar 2019. Þær konur sem fengið hafa boðunarbréf eða telja að kominn sé tími á skoðun eru eindregið hvattar til að bóka sér tíma í síma 4554100 alla virka daga milli kl. 9-15.
Tilkynningar | 21. febrúar 2019 - kl. 09:01
Tilkynning frá HSN
Örn Sveinsson augnlæknir verður með móttöku á Heilbrigðsstofnun Norðurlands á Blönduósi dagana 27. og 28. febrúar 2019. Tímapantanir í síma 4554100 virka daga milli kl. 9-15.
Fréttir | 21. febrúar 2019 - kl. 08:30
Kvennakórinn Sóldís heldur sína árlegu Konudagstónleika klukkan 15:00 næstkomandi sunnudag í Menningarhúsinu Miðgarði. Söngstjóri er Helga Rós Indriðadóttir, undirleikari Rögnvaldur S. Valbergsson og einsöngvarar þær Ólöf Ólafsdóttir og Íris Olga Lúðvíksdóttir. Söngdagskráin er fjölbreytt að anda og veisluhlaðborð að loknum tónleikum. Aðgangseyrir er 3.500 krónur.
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 21. febrúar 2019 - kl. 08:22
Sveitarstjórn Skagastrandar ákvað nýverið að hækka styrk vegna frístundakorts fyrir árið 2019 um 67% eða úr 15.000 krónum í 25.000 krónur. Foreldrar barna með lögheimili á Skagaströnd eiga rétt á styrk, fyrir hvert barn á grunnskólaaldri, sem tekur þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Sveitarfélagið hvetur foreldra til að nýta styrkinn, en nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins, að því er segir á vef Skagastrandar.
Frá Blönduósi. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Frá Blönduósi. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Fréttir | 20. febrúar 2019 - kl. 16:59
Sveitarstjórn Blönduósbæjar boðar til kynningarfundar, vegna móttöku flóttafólks, mánudaginn 25. febrúar næstkomandi, í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan 20:00. Á fundinum mun Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri, gera grein fyrir aðdraganda og stöðu málsins hjá Blönduósbæ og í Húnavatnssýslum. Þá munu þær Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, og Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur frá félagsmálaráðuneytinu, flytja erindi. Íbúa Blönduósbæjar eru hvattir til þess að mæta á kynningarfundinn og verða kaffiveitingar í boði.
Frá Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Frá Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 20. febrúar 2019 - kl. 09:39
Blönduósbær hefur auglýst tillögu að deiliskipulag að nýjum íbúðalóðum við Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut á Blönduósi. Auglýsingin er í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá 12. febrúar síðastliðnum. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð. Allar meginforsendur deiliskipulagsins eru í samræmi við Aðalskipulag Blönduóss 2010–2030, að því er segir í auglýsingunni.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
14. september 2018
Samfélagsmiðlar eru mikilvægir fyrirtækjum
Flest öllum notum við samfélagsmiðla eins og Facebook en þeir hjálpa okkur m.a. að vera í góðu sambandi við vini, ættingja, félagasamtök og fyrirtæki. Samfélagsmiðlar verða sífellt mikilvægari þáttur í að viðhalda góðu sambandi milli fyrirtækja og neytenda. Samfélagsmiðlar hafa látið mikið til sín taka á stuttum tíma og má búast við að vægi þeirra og áhrif verði mun áþreifanlegri í framtíðinni.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2019 Húnahorniđ