Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Miðvikudagur, 23. október 2019
NNA  6 m/s
-3°C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Október 2019
SMŢMFFL
293012345
6789101112
13141516171819
20212223242526
272829303112
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 16:00 NNA 6  -3°C
Reykir í Hr 16:00 NNA 9  -3°C
Reykjavík 16:00 NNA 5  -1°C
Akureyri - 16:00 N 7  -3°C
Egilsstaðaf 16:00 NNV 6  -4°C
Haugur 16:00 NNA 11  -5°C
Holtavörðuh 16:00 NNA 10  -7°C
Þverárfjall 16:00 NNA 8  -7°C
Laxárdalshe 16:00 NA 11 -5°C
Brúsastaðir 16:00 NNV 9  -3°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 16:50 NNA 10 -8°C
Laxárdalsh. 16:50 NNA 10 -6°C
Vatnsskarđ 16:50 NNA 7 -8°C
Ţverárfjall 16:50 NNA 10 -7°C
Kjalarnes 16:50 ANA 6 -3°C
Hafnarfjall 16:50 NNA 10 -3°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
14. október 2019
Haustnöldur
Sumarið er búið og haustlægðirnar koma nú til okkar hver af annarri. Maður er farinn að finna lykt af vetri enda styttist í fyrsta vetrardag. Það kætir mig svo sem ekkert, enda líkar mér ólíkt betur við blessað sumarið og sólina og fæ hroll af að hugsa um stórhríð og snjóskafla.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
23. október 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
11. október 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
03. október 2019
Frá Heilsuhópnum
29. september 2019
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. september 2019
Eftir Guðjón S. Brjánsson
09. september 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
04. september 2019
Fyrirhuguð nýbygging á Blönduósi
Fyrirhuguð nýbygging á Blönduósi
Fyrirhuguð bygging á Hvammstanga
Fyrirhuguð bygging á Hvammstanga
Fréttir | 20. september 2019 - kl. 10:56
Áform um byggingu fjölbýlishúsa á Blönduósi og Hvammstanga enn á borðinu

Ekkert bólar á framkvæmdum fyrirtækisins Uppbyggingar ehf. á fyrirhuguðum fjölbýlishúsum á Blönduósi og Hvammstanga. Til stóð að hefja uppbyggingu á 20 íbúða fjölbýlishúsi á fimm hæðum í báðum sveitarfélögunum síðastliðið vor. Engilbert Runólfsson, eigandi Uppbyggingar, segir að það séu mikil vonbrigði að verkefnin hafi ekki gengið hraðar fyrir sig. „Ástæðurnar eru einkum þær að erfiðlegra hefur gengið að fá efndir loforða um fjármögnun en við áttum von á.“

Mikill áhugi á íbúðunum
Í lok árs 2016 sendi Uppbygging fyrirspurn til Blönduósbæjar um lóð á Hnjúkabyggð 29 til að byggja 20 íbúða fjölbýlishús á fimm hæðum og var áætlað að verktími myndi standa frá vori 2017 til vors 2018. Félagið sótti einnig um lóð að Höfðabraut 28 á Hvammstanga og kynnti hugmyndir sínar á íbúafundi á Hvammstanga 15. janúar í fyrra um byggingu á fimm hæða og 20 íbúða húsi.

Í desember á síðasta ári voru íbúðirnar auglýstar og kom þá fram að gert væri ráð fyrir að húsin færu í byggingu í apríl eða maí á þessu ári, og að byggingatími yrði 12-14 mánuðir. Fram kom í frétt Húnahornsins í mars síðastliðnum að Blönduósingar hafi sýnt húsinu á Blönduósi mikinn áhuga, fyrirspurnir verið margar og nokkrir hafi látið taka frá íbúð fyrir sig. Í apríl á þessu ári var svo gert samkomulag milli Húnaþings vestra og Uppbyggingar um leigu á fjórum íbúðum í fyrirhuguð fjölbýlishúsi á Hvammstanga.

Samdráttur í fasteignafjármögnun
Aðspurður um hvers vegna verið sé að draga loforð um fjármögnun á langinn segir Engilbert að skýringa sé að leita í samdrætti í fasteignafjármögnun hjá fjármálastofnunum sem allur byggingabransinn sé að finna fyrir þessa dagana. „Við slíkan samdrátt verða „jaðarsvæðin“ verst úti og var þetta nú ekki auðvelt fyrir, segir Engilbert og bætir við að allir séu sammálla um þörfina á báðum stöðum og vonandi komist þetta í gang fyrr en síðar.

Áformin eru því enn á borðinu segir Engilbert og bendir á að búið sé að nálgast verktaka af svæðinu, t.d. rafvirkja, pípara og húsasmíðameistara til að vinna við verkin, allar teikningar séu klárar og samþykktar og Loftorka í Borgarnesi sé reiðubúin að hefja framleiðslu um leið og fjármögnun liggi fyrir.

Engir kaupsamningar verið undirritaðir
Spurður út í eftirspurn eftir íbúðunum og hvort samningar hafi verið gerðir um kaup segir Engilbert að samningar og „biðlistar“ séu nú þegar um 22 íbúðir, en ekkert sé þó selt ennþá en að hann viti að margir séu áhugasamir um íbúðirnar. „Engir kaupsamningar hafa verið undirritaðir og engar greiðslur verið inntar af hendi til okkar frá neinum áhugasömum kaupendum,“ segir Engilbert Runólfsson eigandi Uppbyggingar ehf.

Höf. rzg
Fréttir | 23. október 2019 - kl. 15:37
Jóhanna Erla Pálmadóttir á Akri er í viðtalið í nýjum hlaðvarpsþætti vikunnar hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Rætt er við Jóhönnu um handavinnuáhugann, verkefnin sem hún hefur ráðist í og auðvitað um fálkaorðuna sem hún var sæmd í sumar. Jóhanna er mörgum að góðu kunn fyrir störf sín tengd textíl í hinum breiðasta skilningi.
Lífland landbúnaður
Þari í Húnaflóa. Ljósm: Úr skýrslu Biopol.
Þari í Húnaflóa. Ljósm: Úr skýrslu Biopol.
Fréttir | 23. október 2019 - kl. 11:22
Biopol á Skagaströnd hefur að undanförnu stundað athuganir á þarabreiðum í austanverðum Húnaflóa. Verkefnið ber heitið „Þarabreiður í Húnaflóa – Athugun á nýtingu á sjálfbæran hátt“. Tilgangur þess var að gera forkönnun á nýtingu þaraskóga með áherslu á stórþara, hrossaþara og beltisþara. Verkefnið var styrkt af Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og unnið í samstarfi við Náttúrustofnun Norðurlands vestra.
Glaðheimar
Pistlar | 23. október 2019 - kl. 10:31
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Meðal stórbýla á Laxárdal var Mörk, ysti bær í Bólstaðarhlíðarhreppi og átti sókn til Bólstaðarhlíðarkirkju. Merkurhús og grænar hlíðar upp frá túninu horfðu til suðvesturs og þangað fluttu vorið 1867 hjónin Steinunn og Guðmundur vestan yfir Blöndu, foreldrar Erlendar rithöfundar frá Mörk, sem þá var á barnsaldri, ólst upp þar á Laxárdal og reisti síðar bú með konu sinni út á Hallárdal.
Sameining A-Hún
Fréttir | 22. október 2019 - kl. 21:55
Blönduósbær hefur á undanförnum mánuðum unnið að gerð húsnæðisáætlunar. Markmiðið er að skapa yfirsýn yfir húsnæðismál sveitarfélagsins, meta þarfir ólíkra hópa og gera áætlun um uppbyggingu íbúða til næstu átta ára. Þessi fyrsta útgáfa áætlunarinnar má finna á vef Blönduósbæjar en hún er lifandi plagg og er gert ráð fyrir að fyrsta breyting verði gerð á henni 1. mars á næsta ári.
Tilkynningar | 22. október 2019 - kl. 21:50
Tilkynning frá SAH Afurðum ehf.
SAH Afurðir ehf. á Blönduósi óska eftir að ráða starfsmann í mötuneyti og þvottahús. Um er að ræða 100% starf. Vinnutími frá 07:00 – 15:45. Íslenskukunnátta skilyrði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Fréttir | 22. október 2019 - kl. 20:05
Lögreglan á Norðurlandi vestra ætlar ekki að sekta bifreiðaeigendur fyrir notkun nagladekkja sökum veðurfarsaðstæðna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en hún kemur í kjölfar fjölda fyrirspurna, að því er segir á Facebook síðu hennar. Þar eru ökumenn minntir á að aka með gát og á að hámarkshraði á vegum miðist við bestu aðstæður.
Fréttir | 21. október 2019 - kl. 16:39
Ný Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2020-2024 var samþykkt samhljóða á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem fram fór á Sauðárkróki á föstudaginn. Vinna við gerð hennar hefur staðið yfir frá því á vordögum og var lögð rík áhersla á víðtækt samráð við íbúa og aðra hagaðila. Ætla má að vel á fimmta hundrað manns hafi komið að gerð áætlunarinnar með einum eða öðrum hætti, að því er segir á vef SSNV.
Fréttir | 21. október 2019 - kl. 15:36
Unglingar í Æskulýðsfélagi Hólaneskirkju ætla að halda Biblíumaraþon í kirkjunni í kvöld frá klukkan 20:00-21:15. Tekið verður við áheitum til að fjármagna ferð þeirra á Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar sem haldi er í Ólafsvík um næstu helgi. Lesið verður upp úr Markúsarguðspjalli. Þá verður spurningaleikur og sýndar ljósmyndir sem teknar voru í þemanu Græn í garði Guðs.
Fréttir | 21. október 2019 - kl. 15:19
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2020. Veittir eru styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarstarfs og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs. Umsóknarfrestur er til klukkan 16, miðvikudaginn 20. nóvember næstkomandi. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra.
Tilkynningar | 21. október 2019 - kl. 13:39
Frá Félagi eldir borgara
Á vegum Félags eldri borgara í Húnaþingi verður farin leikhúsferð að Melum í Hörgársveit, að sjá leikritið „Gauragang" eftir Ólaf Hauk Símonarson. Farið verður frá Hnitbjörgum klukkan 14 föstudaginn 8. nóvember og ekið til Akureyrar þar sem fyrirhugað er að fá sér að borða. Að því loknu verður ekið að félagsheimilinu á Melum þar sem sýningin hefst klukkan 20. Að sýningu lokinni verður ekið rakleitt aftur heim.
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 21. október 2019 - kl. 10:29
Sveitarstjórn Skagastrandar auglýsir á vef sínum byggingarlóðir við tilbúnar götur á Skagaströnd með 100% afslætti gatnagerðargjalda. Er það í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá 20. ágúst síðastliðnum um að auglýsa byggingalóðirnar sérstaklega. Umsóknir eiga að berast eigi síðar en 1. maí á næsta ári og verða afgreiddar af hafnar- og skipulagsnefnd. Röð umsókna gildir um nýtingu afsláttarins.
Körfuboltaæfing á Blönduósi
Körfuboltaæfing á Blönduósi
Fréttir | 20. október 2019 - kl. 09:54
Körfuboltaæfingar fyrir krakka á aldrinum 8-16 ára halda áfram í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Í síðustu viku mættu 30 hressir krakkar á æfingarnar sem haldnar eru á vegum Körfuboltaskóla Norðurlands vestra og var mikið fjör í íþróttahúsinu. Athygli er vakin á breyttu skipulagi í þessari viku. Krakkar á aldrinum 8-11 ára æfa á mánudaginn klukkan 19-20. Krakkar á aldrinum 12-16 ára æfa á þriðjudaginn klukkan 19-20. Frítt er á æfingarnar. Þjálfari er Helgi Freyr Margeirsson.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Fréttir | 18. október 2019 - kl. 13:30
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag það vera mikið afrek að framkvæmdir við Vatnsnesveg hafi ratað inn á nýja samgönguáætlun. Íbúar á Vatnsnesi hafa lengi barist fyrir bættum vegasamgöngum enda vegurinn slæmur og umferð um nesið aukist mikið. Samkvæmt samgönguáætluninni á að veita þremur milljörðum króna í samtals 60 kílómetra kafla á árunum 2030-2034.
Tilkynningar | 18. október 2019 - kl. 13:13
Tilkynning frá stjórn
Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi, mánudaginn 21. október og hefst kl. 20:00. Nýir félagar hjartanlega velkomnir.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
09. ágúst 2019
Aldurssmánun samtímans
Margrét S. Björnsdóttir skrifaði áhugaverða grein á visir.is fyrr á þessu ári þar sem hún talar um aldurssmánun samtímans. Í greinninni fjallar hún um mestu sóun okkar, sóun á reynsluþekkingu. Lítil samfélög hafa ekki efni á að sóa áratuga reynsluþekkingu þeirra sem eldri eru.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2019 Húnahorniđ