Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Miðvikudagur, 22. janúar 2020
S  11 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Janúar 2020
SMŢMFFL
2930311234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 19:00 S 11  2°C
Reykir í Hr 19:00 SV 14  0°C
Reykjavík 19:00 SV 7  2°C
Akureyri - 19:00 SSV 5  4°C
Egilsstaðaf 19:00 SSV 7  5°C
Haugur 19:00 SSV 12  0°C
Holtavörðuh 19:00 SSV 22 -1°C
Þverárfjall 19:00 SV 11  0°C
Laxárdalshe 19:00 SV 17 0°C
Brúsastaðir 19:00 S 7  1°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 19:30 SV21 -2°C
Laxárdalsh. 19:30 SV22 -0°C
Vatnsskarđ 19:30 SSV 14 -2°C
Ţverárfjall 19:30 17.214 0°C
Kjalarnes 19:30 VSV 10 2°C
Hafnarfjall 19:30 SV 13 2°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. desember 2019
Látum heyra í okkur
Nú held ég sé kominn tími til að Húnvetningar láti heyra frá sér, minni landsmenn á að Norðurland vestra er meira en Skagafjörður og hér gerðust alvarlegir atburðir í veðurofsanum á dögunum. Íbúar á þessu svæði fengu illilega að finna fyrir óveðrinu sem gekk yfir landið núna í desember.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
20. janúar 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
18. janúar 2020
Eftir Arnheiði Jóhannsdóttur
15. janúar 2020
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. janúar 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. janúar 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
31. desember 2019
Eftir Halldór Gunnar Ólafsson
25. desember 2019
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. desember 2019
Bessastaðir. Barrow: A visit to Iceland London 1835
Bessastaðir. Barrow: A visit to Iceland London 1835
Pistlar | 07. janúar 2020 - kl. 10:12
Stökuspjall: Úti fyrir Álftanesi – ofurlítil dugga
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

„Sveinbjörn var lítill og grannvaxinn, fimur frekar en sterkur og frægar eru lýsingar á stangarstökki hans yfir mýrina frá Eyvindarstöðum til Bessastaða. Hann var ágætt skáld, þótt hann hafi einungis sinnt því í hjáverkum og ort mest um og fyrir börn sín, t.d. hinar alþekktu vísur Fljúga hvítu fiðrildin og Fuglinn segir bí, bí, bí og sérhver Íslendingur þekkir þýðingu hans á jólasálminum Heims um ból. Sveinbjörn var einnig tónelskur og spilaði á flautu.“ Þannig kynnir Páll Valsson þennan kennara og meistara Jóns Árnasonar, Sveinbjörn Egilsson, kennara við Bessastaðaskóla sem varð skólameistari eftir að skólinn fluttist til Reykjavíkur og var þá kallaður Lærði skóli.

„Sú mynd af Sveinbirni sem birtist manni í bréfum hans er af ákaflega gæflyndum manni, ástríkum í garð síns fólks og sanngjörnum í hvívetna, jafnvel í garð sinna gagnrýnenda og ekki síst var SE mjög skemmtilegur húmoristi. Þá fer hann vitaskuld afar vel með mál og er frábær stílisti“ heldur Páll áfram að lýsa þessum meistara tungunnar, en hér birtist vísa sem ekki er vert að láta burt segir höfundurinn:

Þetta birtir bragarskort
blómaskert og heldur þurrt
það er stirt og illa ort
ekki vert að láta burt. SvE

Aðra yrkir hann um kú í Skerjafirði:

Árferð var afarhörð
ísaði freðinn grassvörð
alin var við bein börð
beljan við Skerjafjörð. SvE

Og elsta barnið, dóttirin Þuríður, hefur kannski verið dottin í bóklestur:

Þó ég kalli þrátt til þín
þú kannt ekki heyra:
Þuríður, Þuríður, Þuríður mín
þykkt er á þér eyra.  SvE

Jón Árnason þjóðsagnasafnari varð heimiliskennari hjá þeim hjónum Helgu og Sveinbirni Egilssyni á Eyvindarstöðum eftir að hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla. Í manntalinu 1845 er JÁ talinn með heimilisfólkinu á Eyvindarstöðum og barnahópi sem hann hefur starf við að kenna og tengist enn frekar er Sveinbjörn rektor lést 1852 en Helga kona hans nokkru síðar.

Í manntalinu 1840 tilheyra Þuríður 17 ára og Benedikt Gröndal 14 enn heimilinu á Eyvindarstöðum, elstu börn hjónanna en hún giftist einum skólapiltanna úr Bessastaðaskóla, þau flytja vestur í Flatey, verður frú Kúld, en Benedikt á eftir að semja mörg ljóð, komast í flokk þjóðskálda, teikna undursamlegar myndir og skrifa Heljarslóðarorrustu.

Þórbergur skrifar um Þuríði í ævisögu séra Árna, greinir frá ástarmálum hennar og  Snorra skólapilts á Bessastöðum og miðanum sem Þuríður varpaði út um gluggann með ástarjátningu til hans og hvernig móðir hennar og Snorri sjálfur hvöttu hana til að taka bónorði Eiríks Kúld, sem hafði góð efni að bjóða henni, reisti þeim mikið og vandað timburhús í Flatey, flutti það síðan yfir í Helgafellssveit og síðast til Stykkishólms og var þar kallað Prófastshúsið.

Þuríður gekkst fyrir því að Breiðfirðingurinn Matthías Jochumsson, sem var í vinnumennsku í Flatey, kæmist til mennta og telur séra Árni vafasamt að MJ hefði komist hærra en að verða lipur alþýðuhagyrðingur, „ef forlögin hefðu ekki beint frú Þuríði Kúld þangað vestur. Þar stendur Ísland í meiri þakkarskuld við dóttur Sveinbjarnar Egilssonar en nokkurn annan Íslending.  En ekki minnist ég þess, að landar sýndu henni það í einu eða neinu þegar nauður hennar var mestur og Matthías orðinn frægur.“

Um Matthías og Þuríði skrifaði Þórunn Erlu Valdimarsdóttir bókina Upp á Sigurhæðir og vitnar þar í meitlaða lýsingu Steingríms J. Þorsteinssonar bókmenntafræðings af prófastsfrúnni:„Frú Þuríður Kúld var gáfuð og mikilhæf, stórmannleg og gustmikil, glys- og gleðikona í meira lagi, kenjótt og keipótt og örskiptakona um skapsmuni.“

Matthías orti eftir hana hjartnæmt erfiljóð:

6. Allt í einu sá eg svanna:
sú var björt og stolt á brá,
ennið fránt sem faldur hranna,
fagur roði kinnum á.
Aðalslegri augum snót
aldrei leit á hjörvabrjót;
ekkert gróm þau augu blekkti:
allt mitt gull hún sá og þekkti.

7. Það var hún, sem gefins greiddi
götu mína raunum frá
hún, sem fyrstu blómin breiddi
brautu minnar listar á — MJ

Heimildir og tengdar síður:
Páll Valsson: Jónas Hallgrímsson Ævisaga
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir: Upp á Sigurhæðir
Þjóðsagnahandrit JÁ: https://landsbokasafn.is/index.php?
Landsbókasafn: https://landsbokasafn.is/
Jón Árnason og nokkrar þjóðsögur: http://stikill.123.is/blog/2016/08/16/753120/
Sv. Egilsson: https://is.wikipedia.org/wiki/Sveinbj%C3%B6rn_Egilsson?fbclid=IwAR0K1VmH5eq-FEgJEUDKzg87H2wLDUCZbmBIcM7mFggcC6-UlH9PaRFfCw8
Sveinbjörn Egilsson – 100 ár – Lesbók Mbl.: https://timarit.is/page/3280407?iabr=on#page/n0/mode/2up
Þuríður Kúld: https://bragi.mmagnusson.net/ljod.php?ID=739
Þuríður Sveinbjörnsdóttir Kúld: https://www.arnastofnun.is/is/greinar/barattan-um-tungumalid-gledikonur-gledimenn-og-annad-folk

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
Fréttir | 22. janúar 2020 - kl. 12:10
Út er komin skýrslan Kolefnisspor Norðurlands vestra sem unnin var af Stefáni Gíslasyni hjá Environice fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hún er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra árin 2018-2019. Í skýrslunni segir að langmesta losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlandi vestra komi frá framræstu landi eða tæp 90% enda sé svæðið eitt mesta landbúnaðarhérað landsins. Árangursríkasta leiðin til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda sé endurheimt votlendis á óræktuðum framræstum jarðvegi.
Blönduósbær
Mynd: ssnv.is
Mynd: ssnv.is
Fréttir | 22. janúar 2020 - kl. 10:23
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kalla eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2019. Um er að ræða nýjung í starfinu en viðurkenningin verður framvegis veitt á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra. Viðurkenningarnar eru veittar í tveimur flokkum; verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og verkefni á sviði menningar.
Lífland áburður
Fréttir | 22. janúar 2020 - kl. 10:20
Sveitarfélagið Skagaströnd vekur athygli á því á vef sínum að foreldrar barna með lögheimili á Skagaströnd eiga rétt á styrk fyrir hvert barn á grunnskólaaldri sem tekur þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Frestur til þess að skila gögnum vegna frístundaþátttöku á síðasta ári er í síðasta lagi 31. janúar næstkomandi. Eftir það fellur rétturinn niður. Sveitarfélagið hvetur foreldra til að nýta styrkinn áður en fresturinn rennur út. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins.
Maður ársins
Norðurland vestra
Norðurland vestra
Fréttir | 21. janúar 2020 - kl. 10:49
Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur hafa sent sameiginlega umsögn við frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð inn í Samráðsgátt stjórnvalda. Sveitarfélögin eru landstór og liggja mörk þeirra á Langjökul, Hofsjökul og Kjöl og ná yfir víðáttumikil landsvæði innan miðhálendisins. Málefnið varðar sveitarfélögin og íbúa þess miklu og leggjast þau gegn framgangi frumvarpsins í núverandi mynd.
Fréttir | 20. janúar 2020 - kl. 15:34
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra leitar að tíu fyrirtækjum til að taka þátt í Norðurslóðaverkefninu Digi2Market. Verkefnið snýst að mestu leyti um heildstæða stafræna tækni, 360 gráðu myndbönd, aukinn raunveruleika og sýndarveruleika og hvernig nýta megi þessa tækni í markaðssetningu. Markmið verkefnisins er að hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum á jaðarsvæðum að auka markaðshlutdeild sína með stafrænni tækni.
Fréttir | 20. janúar 2020 - kl. 15:22
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hefur ákveðið að veita árlega viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni sem farið hafa fram á Norðurlandi vestra. Viðurkenningarnar verða veittar í tveimur flokkum; verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar, og verkefni á sviði menningar. Veita á viðurkenningarnar á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.
Pistlar | 20. janúar 2020 - kl. 09:12
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Það eru ekki alltaf jólin. Að þeim tíma loknum tekur við árstími sem sumir eiga erfitt með að höndla í myrkrinu. Að þreyja þorrann og góuna fram á vorið reynist sumum erfitt. Kvíði magnast hjá mörgum eftir hátíðarnar af því að fólk veit ekki hvað verður eða hverju það má eiga von á. Mundu þá að innra með þér býr lítið ljós. Veikburða logi sem þó aldrei verður slökktur, sama hvað.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 20. janúar 2020 - kl. 09:11
Búast má við hvassviðri eða stormi á Norðurlandi vestra í dag með vindhraða á bilinu 15-23 metra á sekúndu og er gulviðvörun í gangi frá klukkan 11 og fram yfir miðnætti. Gert er ráð fyrir talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Sameining A-Hún
Dagbókarsíða Tryggva í Tungu.
Dagbókarsíða Tryggva í Tungu.
Pistlar | 18. janúar 2020 - kl. 08:45
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Að taka til tófta, stinga út, reisa tað, slóðadraga, gera við slóða og skrifa upp dánarbú eru verkefni sem koma við sögu í tæplega áttræðri dagbók Tryggva afa í Finnstungu. Í bréfum og dagbókum opnast gluggi til daglegs lífs fyrri tíma, hestur og handafl höfðu ekki enn verið leyst af hólmi, en vélaöld var að ganga í garð. Hún birtist smátt og smátt – eins og okkur virðist lífið hafa gengið fyrir sig, slóðar voru dregnir um tún – í fyrstu af hestum en dráttarvélar voru komnar til sögunnar þegar kynslóð mín – 1945 -´50 – var farin festa augu á daglegum verkum og taka þátt í þeim.
Fréttir | 18. janúar 2020 - kl. 08:14
Breytingar eru í farvatninu í húsnæðismálum Brunavarna Austur-Húnvetninga. Búið er að samþykkja kauptilboð BAH í fasteign að Efstubraut 2 á Blönduósi sem er í eigu Léttitækni ehf. og er 486 fermetrar að stærð. Kaupverðið er 62 milljónir króna og á afhending eignarinnar að fara fram 1. maí næstkomandi. Kauptilboðið var gert með fyrirvara um fjármögnun og staðfestingu stjórnar og eigenda BAH. Stjórn hefur gefið sitt samþykki sem og Blönduósbær en beðið er eftir samþykki Húnavatnshrepps.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 18. janúar 2020 - kl. 08:13
Appelsínugult ástand
Appelsínugul viðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra í nótt og gildir til hádegis á morgun eða frá 02:00-12:00. Ágætis veður verður í dag en svo er enn ein lægði á leiðinni sem skellur á landið síðdegis. Spáð er stormi eða roki, 20-28 metrum á sekúndu. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll 35-45 metrum á sekúndu, að því er segir í spá Veðurstofu Íslands. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Fréttir | 17. janúar 2020 - kl. 15:31
Þorrablótið í Húnaverið verður haldið 1. febrúar næstkomandi og hefst klukkan 20:30 en húsið opnar 19:45. Freyja Ólafsdóttir sér um matinn og veislustjóri er Axel Kárason. Afdaladrengir leika fyrir dansi. Miðapantanir þurfa að berast fyrir klukkan 12 mánudaginn 27. janúar til eftirtalinna:
Fréttir | 17. janúar 2020 - kl. 11:22
Á sveitarstjórnarfundi Blönduósbæjar í gær voru lagðar fram og samþykktar tvær bókanir sem snúa að innviðum samfélagsins. Í þeirri fyrri er komið á framfæri sérstökum þökkum til allra viðbragðsaðila sem komu að rútuslysinu við bæinn Öxl þann 10. janúar síðastliðinn við mjög erfiðar aðstæður. Þá er bæjarbúum öllum sem og öðrum sjálfboðaliðum sem komu að málum, með beinum eða óbeinum hættið, þakkað fyrir ómetanlegt framlag sitt við að taka á móti allt að 90 einstaklingum sem lentu í slysinu.
Hrognkelsi. Ljósm: biopol.is.
Hrognkelsi. Ljósm: biopol.is.
Fréttir | 16. janúar 2020 - kl. 16:09
Sveitarfélagið Skagaströnd hvetur sjávarútvegsráðherra til þess að taka reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 til gagngerrar endurskoðunar. Sveitarfélagið lýsir jafnframt yfir mikilli andstöðu við drög að reglugerðinni sem finna má í Samráðsgátt stjórnvalda. Á fundi sveitarstjórnar í gær urðu umræður um drögin og telur sveitarfélagið að ef reglugerðin verði samþykki muni veiðarnar að mestu leyti leggjast af.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
09. ágúst 2019
Aldurssmánun samtímans
Margrét S. Björnsdóttir skrifaði áhugaverða grein á visir.is fyrr á þessu ári þar sem hún talar um aldurssmánun samtímans. Í greinninni fjallar hún um mestu sóun okkar, sóun á reynsluþekkingu. Lítil samfélög hafa ekki efni á að sóa áratuga reynsluþekkingu þeirra sem eldri eru.
::Lesa
Spaugið
28. október 2019
Farandverkamaðurinn
Farandverkamaður í Neskaupstað fékk tölvupóst frá kærustu sinni í Reykjavík sem hljóðaði svona: Kæri Jón. Ég get bara ekki lengur verið með þér. Fjarlægðin er bara allt of mikil.
::Lesa
©2020 Húnahorniđ