Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Sunnudagur, 5. apríl 2020
NA  15 m/s
-5°C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2020
SMŢMFFL
2930311234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293012
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 11:00 NA 15 -5°C
Þverárfjall 11:00 ANA 14 -7°C
Vatnsskarð 11:00 NA 18 -8°C
Brúsastaðir 12:00 NA 18 -5°C
Haugur 12:00 NA 9  -5°C
Holtavörðuh 11:00 NNA 14  -8°C
Laxárdalshe 11:00 NNA 18 -6°C
Reykir í Hr 11:00 NNA 11  -4°C
Reykjavík 12:00 n/a n/a  0°C
Akureyri - 12:00 NNA 8  -4°C
Egilsstaðaf 11:00 NNA 12  -2°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 12:00 NNA 16 -8°C
Laxárdalsh. 12:00 NA18 -6°C
Vatnsskarđ 11:50 18.8 0 -6°C
Ţverárfjall 12:00 20.0 0 0°C
Kjalarnes 12:00 NNA20 -2°C
Hafnarfjall 12:00 ANA23 -4°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. mars 2020
Erfiður vetur
Veiran komin. Loðnan farin. Álið að fara. Túristarnir horfnir. Börn á flótta. Krónan fallin. Maxvélarnar strand. Verkföll. Jörðin hristist. Þennan texta las ég við stórgóða skopmynd í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
04. apríl 2020
Eftir Guðjón S. Brjánsson
03. apríl 2020
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
01. apríl 2020
Eftir Unni Valborgu Hilmarsdóttur
01. apríl 2020
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
28. mars 2020
Eftir Bjarna Kristjánsson, Gunnar Jónsson og Örn Ragnarsson
27. mars 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
26. mars 2020
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
23. mars 2020
Bessastaðir. Barrow: A visit to Iceland London 1835
Bessastaðir. Barrow: A visit to Iceland London 1835
Pistlar | 07. janúar 2020 - kl. 10:12
Stökuspjall: Úti fyrir Álftanesi – ofurlítil dugga
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

„Sveinbjörn var lítill og grannvaxinn, fimur frekar en sterkur og frægar eru lýsingar á stangarstökki hans yfir mýrina frá Eyvindarstöðum til Bessastaða. Hann var ágætt skáld, þótt hann hafi einungis sinnt því í hjáverkum og ort mest um og fyrir börn sín, t.d. hinar alþekktu vísur Fljúga hvítu fiðrildin og Fuglinn segir bí, bí, bí og sérhver Íslendingur þekkir þýðingu hans á jólasálminum Heims um ból. Sveinbjörn var einnig tónelskur og spilaði á flautu.“ Þannig kynnir Páll Valsson þennan kennara og meistara Jóns Árnasonar, Sveinbjörn Egilsson, kennara við Bessastaðaskóla sem varð skólameistari eftir að skólinn fluttist til Reykjavíkur og var þá kallaður Lærði skóli.

„Sú mynd af Sveinbirni sem birtist manni í bréfum hans er af ákaflega gæflyndum manni, ástríkum í garð síns fólks og sanngjörnum í hvívetna, jafnvel í garð sinna gagnrýnenda og ekki síst var SE mjög skemmtilegur húmoristi. Þá fer hann vitaskuld afar vel með mál og er frábær stílisti“ heldur Páll áfram að lýsa þessum meistara tungunnar, en hér birtist vísa sem ekki er vert að láta burt segir höfundurinn:

Þetta birtir bragarskort
blómaskert og heldur þurrt
það er stirt og illa ort
ekki vert að láta burt. SvE

Aðra yrkir hann um kú í Skerjafirði:

Árferð var afarhörð
ísaði freðinn grassvörð
alin var við bein börð
beljan við Skerjafjörð. SvE

Og elsta barnið, dóttirin Þuríður, hefur kannski verið dottin í bóklestur:

Þó ég kalli þrátt til þín
þú kannt ekki heyra:
Þuríður, Þuríður, Þuríður mín
þykkt er á þér eyra.  SvE

Jón Árnason þjóðsagnasafnari varð heimiliskennari hjá þeim hjónum Helgu og Sveinbirni Egilssyni á Eyvindarstöðum eftir að hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla. Í manntalinu 1845 er JÁ talinn með heimilisfólkinu á Eyvindarstöðum og barnahópi sem hann hefur starf við að kenna og tengist enn frekar er Sveinbjörn rektor lést 1852 en Helga kona hans nokkru síðar.

Í manntalinu 1840 tilheyra Þuríður 17 ára og Benedikt Gröndal 14 enn heimilinu á Eyvindarstöðum, elstu börn hjónanna en hún giftist einum skólapiltanna úr Bessastaðaskóla, þau flytja vestur í Flatey, verður frú Kúld, en Benedikt á eftir að semja mörg ljóð, komast í flokk þjóðskálda, teikna undursamlegar myndir og skrifa Heljarslóðarorrustu.

Þórbergur skrifar um Þuríði í ævisögu séra Árna, greinir frá ástarmálum hennar og  Snorra skólapilts á Bessastöðum og miðanum sem Þuríður varpaði út um gluggann með ástarjátningu til hans og hvernig móðir hennar og Snorri sjálfur hvöttu hana til að taka bónorði Eiríks Kúld, sem hafði góð efni að bjóða henni, reisti þeim mikið og vandað timburhús í Flatey, flutti það síðan yfir í Helgafellssveit og síðast til Stykkishólms og var þar kallað Prófastshúsið.

Þuríður gekkst fyrir því að Breiðfirðingurinn Matthías Jochumsson, sem var í vinnumennsku í Flatey, kæmist til mennta og telur séra Árni vafasamt að MJ hefði komist hærra en að verða lipur alþýðuhagyrðingur, „ef forlögin hefðu ekki beint frú Þuríði Kúld þangað vestur. Þar stendur Ísland í meiri þakkarskuld við dóttur Sveinbjarnar Egilssonar en nokkurn annan Íslending.  En ekki minnist ég þess, að landar sýndu henni það í einu eða neinu þegar nauður hennar var mestur og Matthías orðinn frægur.“

Um Matthías og Þuríði skrifaði Þórunn Erlu Valdimarsdóttir bókina Upp á Sigurhæðir og vitnar þar í meitlaða lýsingu Steingríms J. Þorsteinssonar bókmenntafræðings af prófastsfrúnni:„Frú Þuríður Kúld var gáfuð og mikilhæf, stórmannleg og gustmikil, glys- og gleðikona í meira lagi, kenjótt og keipótt og örskiptakona um skapsmuni.“

Matthías orti eftir hana hjartnæmt erfiljóð:

6. Allt í einu sá eg svanna:
sú var björt og stolt á brá,
ennið fránt sem faldur hranna,
fagur roði kinnum á.
Aðalslegri augum snót
aldrei leit á hjörvabrjót;
ekkert gróm þau augu blekkti:
allt mitt gull hún sá og þekkti.

7. Það var hún, sem gefins greiddi
götu mína raunum frá
hún, sem fyrstu blómin breiddi
brautu minnar listar á — MJ

Heimildir og tengdar síður:
Páll Valsson: Jónas Hallgrímsson Ævisaga
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir: Upp á Sigurhæðir
Þjóðsagnahandrit JÁ: https://landsbokasafn.is/index.php?
Landsbókasafn: https://landsbokasafn.is/
Jón Árnason og nokkrar þjóðsögur: http://stikill.123.is/blog/2016/08/16/753120/
Sv. Egilsson: https://is.wikipedia.org/wiki/Sveinbj%C3%B6rn_Egilsson?fbclid=IwAR0K1VmH5eq-FEgJEUDKzg87H2wLDUCZbmBIcM7mFggcC6-UlH9PaRFfCw8
Sveinbjörn Egilsson – 100 ár – Lesbók Mbl.: https://timarit.is/page/3280407?iabr=on#page/n0/mode/2up
Þuríður Kúld: https://bragi.mmagnusson.net/ljod.php?ID=739
Þuríður Sveinbjörnsdóttir Kúld: https://www.arnastofnun.is/is/greinar/barattan-um-tungumalid-gledikonur-gledimenn-og-annad-folk

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
Frá Skagaströnd. Ljósm: hofdaskoli.is
Frá Skagaströnd. Ljósm: hofdaskoli.is
Fréttir | 04. apríl 2020 - kl. 13:33
Fara þarf 25 ár aftur í tímann eða til ársins 1995 til að finna jafn snjóþungan vetur og verið hefur á Skagaströnd síðustu tæpa fjóra mánuði. Snjóþyngslin hafa valdið miklu álagi á snjómokstursmenn, sem oft hafa þurf að sinna mokstri í snarvitlausum veðrum til að hægt sé að halda hjólum atvinnulífsins gangangi. Þetta kemur fram í pistli Ólafs Bernódussonar í Morgunblaðinu í dag þar sem hann skrifar um bæjarlífið á Skagaströnd.
Húnaþing vestra Covid
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 04. apríl 2020 - kl. 12:52
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á öllu landinu í dag sem breytist síðan yfir í appelsínagula viðvörun þegar líður á helgina. Á Norðurlandi vestra er gul viðvörun í gangi frá klukkan 16:00 í dag til klukkan 08:00 í fyrramálið en þá tekur við appelsínugul viðvörun sem stendur til klukkan 22:00. Ekkert ferðaveður er á meðan appelsínugul viðvörun er í gildi.
COVID19
Pistlar | 04. apríl 2020 - kl. 12:28
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Skáldkonan Halldóra Beinteinsdóttir Björnsson var ein Grafardalssystkina en þessi ljóðelski systkinahópur ólst upp á heimili þar sem orðlist og ljóð voru í hávegum höfð. Skáldskapargáfan virðist hafa verið þeim eðlislæg. Hörpuútgáfan hafði gefið út bækur eftir sex þessara systkina þegar kom að safnritinu Raddir dalsins sem geymdi ljóð og vísur frá öllum systkinunum.
Sameining A-Hún
Mynd: AST Norðurland vestra
Mynd: AST Norðurland vestra
Fréttir | 03. apríl 2020 - kl. 15:49
Samkvæmt nýjum tölum frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra eru 29 einstaklingar í einangrun í landshlutanum vegna Covid-19, flestir í Húnaþingi vestra eða 26 og þrír í Skagafirði. Tveir einstaklingar hafa náð bata. Alls hafa 468 verið í sóttkví á svæðinu frá upphafi en í dag er 91 í sóttkví. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn kemur fram að hún hafi verið í sambandi við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu undanfarna daga í þeim tilgangi að brýna fyrir aðilum um gerð áætlana um órofinn rekstur starfseininga.
Holtastaðakirkja. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Holtastaðakirkja. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Fréttir | 03. apríl 2020 - kl. 13:41
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur beðið þá presta sem geta komið því við að sjá til þess að kirkjuklukkum í sóknum þeirra verði hringt klukkan 14 á mánudögum í tvær mínútur til að lýsa yfir stuðningi við heilbrigðisstarfsfólk og önnur þau er koma að málum er lúta að kórónuveirufaraldrinum.
Ljósm: stjornarradid.is
Ljósm: stjornarradid.is
Fréttir | 03. apríl 2020 - kl. 13:15
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja til 4. maí þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum valdi áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum hafi fjölgað hratt sem hafi þurft á gjörgæslu að halda.
Fréttir | 03. apríl 2020 - kl. 12:53
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir vonbrigðum með að umsókn sveitarfélagsins um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða skuli hafa verið synjað, sérstaklega með tilliti til þess að mikil þörf sé á uppbyggingu ferðamannastaða á svæðinu. Sveitarstjórn hafði sótt um 90 milljón króna styrk fyrir næsta áfanga Þrístapa verkefnisins.
Fréttir | 03. apríl 2020 - kl. 10:27
Tilkynning frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra
Vegna Covid-19 faraldurs sem nú herjar á landið fellur niður fyrirhuguð ferð fulltrúa sýslumanns til Hvammstanga þriðjudaginn 7. apríl nk. Þjónustuþegum er bent á að beina erindum sínum rafrænt á netfang embættisins, nordurlandvestra@syslumenn.is eða hafa samband við aðalskrifstofu embættisins í síma 458-2500.
Pistlar | 03. apríl 2020 - kl. 09:30
Eftir Guðjón S. Brjánsson
Lífið á flestum heimilum landsins er með óvenjulegum brag um þessar mundir, raunar á það við um alla heimsbyggðina. Hér á landi eigum við því láni að fagna að umsjón aðgerða til að sporna við stjórnlausri útbreiðslu Covid veirunnar hefur verið í höndum afburða fagfólks og það er vel. Því er ekki að heilsa í öllum samfélögum. Haft er á orði að þessi faraldur sé ein mesta ógn sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir frá stríðslokum, og margir eru uggandi um friðinn.
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Tilkynningar | 02. apríl 2020 - kl. 09:38
Tilkynning frá Textílmiðstöð Íslands
Ákveðið hefur verið að fresta Prjónagleðinni 2020 þar til 11.-13. júní 2021, vegna Covid-19 faraldursins. Til að viðhalda prjóna- og sköpunargleðinni höldum við ótrauð áfram með prjónasamkeppnina, en í ár verður keppnin á netinu og almenningur fær tækifæri til að kjósa sína uppáhaldshönnun. Til að viðhalda sköpunar- og prjónagleðinni á meðan á faraldrinum stendur, munum við halda samkeppnina þrátt fyrir að ekki verði af sjálfri Prjónagleðinni.
Fréttir | 02. apríl 2020 - kl. 08:52
Vinnumálastofnun og stjórn Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga hafa gert samkomulag við Bændasamtök Íslands um fjárstuðning vegna afleysingaþjónustu fyrir bændur sem veikjast af kórónuveirunni og geta af þeim sökum ekki sinnt bústörfum. Samkomulagið er afturvirkt frá 15. mars og gildir til og með 31. maí næstkomandi. Samkvæmt samkomulaginu geta bændur sem veikjast af veirunni ráðið til sín starfsfólk sem verktaka til að sinna afleysingum, að hámarki í 14 daga.
Fréttir | 01. apríl 2020 - kl. 18:23
Frá félagsmálastjóra A-Hún.
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi brugðust við ákalli félagsmálastjóra A-Hún. um afnot af spjaldtölvum með því að færa Hnitbjörgum að gjöf spjaldtölvu og heyrnatól fyrir íbúa. Er það von Hollvinasamtakanna að búnaðurinn komi að góðum notum fyrir heimilisfólkið, svo það geti haft samband við ættingja og vini með myndsamtölum, sér á lagi á meðan heimsfaraldur Covid-19 gengur yfir.
Pistlar | 01. apríl 2020 - kl. 16:17
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Kærleikans vinir! Það verður nú yfirleitt allt eitthvað svo miklu betra þar sem þið komið við og leggið lið. Því við þurfum himnesk hjörtu fyllt ástríðu og köllun, andagift og krafti, kærleikans hugsjón með von og trú á lífið til að tala samstöðu og kjark inn í harðan heim. Þess vegna getur þín fagra nærvera verið eins og faðmlag Guðs. Fegurðin er himneskt lífsins leyndarmál. Í gegnum hana geislar Guðs um sálirnar leika.
Mynd: AST Norðurland vestra
Mynd: AST Norðurland vestra
Fréttir | 01. apríl 2020 - kl. 15:53
vegna Covid-19
Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur birt fjölda þeirra sem eru í einangrun, sóttkví og hafa lokið sóttkví í umdæminu í dag, skipt eftir póstnúmerum. Þar kemur fram að 28 einstaklingar eru í einangrun, 25 í Húnaþingi vestra og þrír á Sauðárkróki. Í sóttkví eru 160 einstaklingar og 300 hafa lokið sóttkví. Flestir eru í sóttkví í Húnaþingi vestra eða 75 og þar hafa einnig flestir lokið sóttkví eða 232.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
04. febrúar 2020
Róbinson Krúsó meðferðin
Við getum flest verið sammála um að jákvæð hugsun sé forsenda þess að samþykkja það að jákvæðni auki líkurnar á skilningi og að skilningur sé ein helsta breytan í góðum mannlegum samskiptum.
::Lesa
Spaugið
04. febrúar 2020
Sherlock og Watson
Sherlock Holmes og Dr. Watson fóru í útilegu. Eftir að hafa gætt sér á góðum mat og drukkið flösku af víni, bjuggu þeir um sig og fóru að sofa.
::Lesa

©2020 Húnahorniđ