Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 26. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 16:35 0 0°C
Laxárdalsh. 16:35 0 0°C
Vatnsskarð 16:35 0 0°C
Þverárfjall 16:35 0 0°C
Kjalarnes 16:35 0 0°C
Hafnarfjall 16:35 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Þingeyrakirkja. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Þingeyrakirkja. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Pistlar | 07. desember 2017 - kl. 09:37
Stökuspjall: Guðaðu á gluggann minn
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Um ljóð og sendibréf leitum við leiða til fortíðar, tengjum okkur við söguna eða sækjum til orðaforða áa okkur. Miðlar nútímans, vefir og póstar eru kjörlendi fyrir samskipti fárra manna í stóru landi. Ör skipti. Áður var póstur borinn á bakinu eða reiddur í kistum frá Stað í Hrútafirði, aðalleiðina suður, vestur í Dali, norður Strandir og svo áfram um Norðurland. Og hjólin verða að snúast eigi ferðin að ganga! Ritgleðin og skáldskapurinn hafa lengi staðið – þó stundum hjarað – á frónskum ströndum og fríðum dölum að ógleymdum völlum Rangæinga þar sem söguslóðir Njálssögu leynast. Öll héruð eiga sína sögu, sumar má finna í Landnámu eða þjóðsögunum sem safnað var á nítjándu öldinni og æ síðan, en skáldin sækja innblástur og efni til þeirra sagna.

Bjarni frá Gröf er orðsnjall, óspar á grín um eigið ágæti sem og lesti. Hann veitir áheyrendum sínum keim af þeim unað sem fljóðið Gunna býr yfir:

Á meðan öndin í okkur hjarir
og ástin bruggar sitt rauða vín
þínir kossar og þrýstnu varir
er þúsundfaldasta gleðin mín.

Þeir Bjarni og Sigvaldi í Enniskoti voru á líkum aldri, hagyrðingar báðir og ljóðabréf sendi úrsmiðurinn æskuvini sínum heim í Víðidalinn. Hann þakkar honum góða skemmtun í ferð þeirra um grónar rústir, Miðhópssel og Grafardali. Bjarni var orðinn afvanur fákum:

Var ég hræddur við ég myndi velta af baki.
Ég hafði ekki árum saman
átt við svona reiðargaman.

Bjarni hefur lengi verið vel metinn af traustum aðdáendahópi og vísur hans að jafnaði hlýjar og smellnar:

Vanti skjól á veginn þinn
vetur þegar dynur.
Guðaðu á gluggann minn
gamli bernskuvinur.

Til annars Húnvetnings og vísnasmiðs, Gísla frá Eiríksstöðum orti Bjarni:

Láttu góða vísu og vín
verma ljóðastrengi.
Andans glóðar gullin þín
geymir þjóðin lengi.

Vísan líkist hundrað öðrum, vel sköpuð og minnir lesandann á hið flókna samband skálds og samferðarmannanna. Hvorugt má án hins vera.

En það þarf ekki endilega að lesa gömul ljóð til að fá sér siglingu á öldum sögunnar: Á bókasafninu freistaði mín látlaus bók og nýkomin, eftir Svein Einarsson. Sveinn er sögumaður, kannski þessi með greini en þar eru svo margir í framboði að óráð er að hefja þá umræðu en hér kemur saga af bls. 83.

„Udbye var organisti Niðarósdómkirkju um miðbik 19. aldar. Hann langaði mjög að mennta sig meira í listinni, en var óvart kominn með konu og fjögur börn, sem flækti málið. Þá kom til skjalanna rík og fín frú, sem sagði:„Þér farið til Leipzig í tvö ár, góði maður, ég sé um konu og börn." Og hann hélt alsæll suður á bóginn og lærði hjá nemendum Mendelsohns."

Gunnar í Hrútatungu hitti ég í Bókakaffinu v/Austurveginn á Selfossi í gær, einn sögumaðurinn til og minnugur eftir því.

Magnús á Stað var að flytja norður hey á flutningabílnum sínum á kalárunum um 1968 og var svo snjall að fá kaupendur syðra að heyrudda í böggum sem Húnvetningum voru útbærir og Magnús hafði flutning báðar leiðir. Eitt sinn er hann seint um kvöld í Reykjavík og fer upp á Hótel Sögu þar sem fær herbergi og spurði eftir bændaafslætti. Jú, hann var til staðar en hafði hann skilríki? Ekki var það, svo stúlkan segir honum að hún geti ekki gefið honum afsláttinn. En Magnús hefur annað bevís, fer úr öðrum skónum og hristir úr honum heymoð á borðið. Það dugði og Magnús svaf vel í Bændahöllinni eftir strangan dag.

Seinni sagan er af Birni Pálssyni þingmanni, sem var á Framsóknarþingi í Húnaveri en þar voru líka Ólafur Jóhannesson samþingsmaður hans og Ólafur Ragnar Grímsson sem ekki var orðinn þingmaður. Undir kvöld hurfu þeir síðarnefndu báðir suður en þeir sem eftir voru settust að kvöldverði þar í félagsheimilinu. Þá stendur Björn upp og segir: Ólafarnir eru nú farnir og nú skulum við hafa gaman! Og það var sko gaman lýkur Tómas Gunnar sögumaður máli sínu.

Ætli ritari verði maður fyrir meira stökuspjalli þetta árið, ég vil óska lesendum spjalls og Húnahorns gleðilegra jóla og þakka fyrir liðið ár. Þakkarefni annað er, hve blítt sólskinið var á Tjarnartúninu messudaginn góða í ágúst og stundin ljúf í kaffinu á Geitafelli.

 Tilvísanir:

Gunna, ljóð Bjarna frá Gröf: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=5568 
Vísur Bjarna í eldra stökuspjalli: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13600
Ljóðabréf Bjarna til Sigvalda: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?U=b0&ID=5567
Sigvaldi í Enniskoti: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?ID=16064  
Organistinn norski: https://no.wikipedia.org/wiki/Martin_Andreas_Udbye
Messudagur á Tjörn 20/8 ´17: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=14000

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
Fréttir | 26. apríl 2024 - kl. 10:39
Fimm textíllistamenn í Kvennaskólanum á Blönduósi halda sýningu í skólanum í dag klukkan 17-19 og nefnist hún Warped. Listamennirnir eru Siri Petterson og Klara Gardtman frá Svíþjóð, Brianna Dunn frá Kanada og Linda Lemire og Kristen L´Esperance frá Bandaríkjunum. Allir eru velkomnir.
Glaðheimar
Fréttir | 26. apríl 2024 - kl. 10:32
Stóri plokkdagurinn er á sunnudaginn. Íbúar sveitarfélaga eru hvattir til þess að taka þátt í deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni, eða á öðrum vel völdum svæðum. Í Húnaþingi vestra verður plokkað alla helgina og ætla krakkar í leik- og grunnskólanum að ríða á vaðið og byrja að plokka í dag. Hægt verður að nálgast plastpoka í sundlauginni á opnunartíma og þar verður einnig hægt að losa sig við ruslið í ruslakör.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 22:20
Síðdegis á laugardaginn er upplagt að kíkja í heimsókn til listamannanna í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd. Hægt er að skoða og spjalla um verk þeirra og njóta fjölbreyttrar og skapandi tjáningar, þar á meðal teikninga, málverka, bókmennta og kvikmynda. Allir eru velkomnir á laugardaginn 27. apríl klukkan 16-18 að Fjörubraut 8.
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 21:19
Eins og flestir vita þá lenti Ingimar Emil Skaftason í alvarlegu slysi í Þýskalandi þann 28. mars sl. Hann er byrjaður í endurhæfingu en þurfti að fara í þriðju aðgerðina í morgun 25. apríl. Þessu fylgir mikill kostnaður og því hefur verið hrundið af stað söfnun fyrir hann.
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:33
Húnahornið óskar Húnvetningum sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn.
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:30
Frá sóknarnefnd
Aðalsafnaðarfundur Þingeyrasóknar verður haldinn í Klausturstofu mánudaginn 29. apríl nk. klukkan 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. rætt um viðhald og lýsingu í kirkjugarði og sumaropnun kirkjunnar. Það er ósk okkar að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um kirkjuna okkar og annað það sem betur má fara í kirkjulegu starfi.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 00:30
Hljómsveitin Löður ásamt listamanninum Balduuuuur.
Ungmennafélagið Hvöt og Hljómsveitin Löður ásamt listamanninnum Balduuuuur hafa gefið út stuðningsmannalagið Áfram Hvöt. Lag og texti eru eftir Einar Örn Jónsson sem vart þarf að kynna fyrir íbúum Húnabyggðar. Þá syngur Baldur Einarsson, sonur Einars Arnar, lagið. Útsetning lagsins var í höndum þeirra beggja.
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 24. apríl 2024 - kl. 11:19
Góð þátttaka var á vinnustofu um gerð loftslagsstefnu sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum sem haldin var á Hvammstanga nýverið. Það voru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem stóðu fyrir vinnustofunni í samstarfi við KPMG. Á vef SSNV kemur fram að áhugaverðar umræður hefðu skapast og ljóst sé að það er bjart yfir fólki þegar vorar, enda sé bjart framundan fyrir svæðið.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið