Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 3. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 23:11 0 0°C
Laxárdalsh. 23:11 0 0°C
Vatnsskarð 23:11 0 0°C
Þverárfjall 23:11 0 0°C
Kjalarnes 23:11 0 0°C
Hafnarfjall 23:11 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 11:58
Sögukorn: Hin örugga vorsókn birtunnar
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
  1. Á miðvikudegi þann 8. maí, boðum við aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings, kl. 15, þ.e. á nóni í Bóka- og skjalasafninu Blönduósi. Þar munu þau Svala skjalavörður Runólfsdóttir og Benedikt Blöndal segja frá og sýna okkur árangur starfs þeirra hjóna við að safna upplýsingum um minnismerki í Austur-Húnavatnssýslu síðustu misserin.
    Einnig mun Hjalti Pálsson sagnfræðingur koma til okkar á fundinn og segja okkur frá upphaflegum tillögum og umræðu sem leiddu til þess stórvirkis sem Byggðasaga Skagfirðinga varð í höndum hans.

     
  2. Og svo venjuleg aðalfundarstörf.
     
  3. Guðmundur rithöfundur og garðyrkjumaður við Héraðshælið, stóð fyrir því að reisa lækninum Guðmundi Hannessyni minnismerki fram á Guðlaugsstöðum og segir frá því hvernig Guðmundur bjargaði lífi föður hans, Jóns í Stapa, með því að taka af honum fótinn – að frumkvæði sr. Jóns Magnússonar á Mælifelli.
    GJ leggur eftirfarandi ræðu í munn presti:

     
  4. Ég er nýbúinn að frétta það, að sonur Hannesar á Eiðsstöðum, sem er að læra læknisfræði í Kaupmannahöfn, sé kominn heim og muni verða heima í sumar. Ég ætla að skreppa vestur til þess að sækja piltinn og láta hann skoða á yður fótinn, Jón minn. Hann er útaf lánsfólki og ætti að geta gert eitthvað, sem vit væri í. Sjá krækju neðar.
     
  5. Höldum nú áfram að glugga í dagbók JTr. frá 1945:
    10. júní: Áttundi sunnudagur í sumri: Sameiginleg söngæfing beggja kirkjukóranna var að Bólstaðarhlíð til undirbúnings hátíðamessu 17.júní en þann dag gengst sveitarstjórnin fyrir fyrir samkomu að Bólstaðarhlíð. Er svo til ætlast, að þar fari fram ræðuhöld, söngur, kappreiðar, þolhlaup og reiptog.

     
  6. 12.júní: Mundi bróðir fór fram í Leifsstaði, þar sem hann verður við byggingu nýs íbúðarhúss, Sigurður á Leifsstöðum er nú í annað sinn að byggja upp á jörð sinni. Geri aðrir betur.
     
  7. 14. júní: Í dag tókum við Nonni til tóftarinnar minnar og versnaði mér við það um allan helming, þótt lítil væri að vísu áreynslan. Ég kvíði fyrir sunnudeginum ef ég verð ekki betri.
    16. júní: Bjartur og fagur dagur og er vonandi að svo verði einnig á morgun. Pabbi og Nonni eru í vegavinnu í dag fyrir utan Svartárbrú. Stúlkurnar hafa nú lokið við að hreinsa bæði túnin og eru að byrja austurfrá. Nú er ég nokkru skárri í bakinu og svaf sæmilega í nótt. Sennilega er liðið hjá það versta í þetta skipti.

     
  8. 17. júní Fjölmenn sveitarhátíð var haldin að Bólstaðarhlíð í dag og sóttu hana um 150 manns þar af um 20 utansveitar, flest vegamenn af Vatnsskarði. Svo vel sótt samkoma af innansveitarfólki hefur ekki farið hér fram til margra ára. Samkoman hófst rúmlega eitt með skrúðgöngu frá samkomuhúsinu til kirkjunnar. Þar hófst síðan hátíðaguðsþjónusta í tilefni dagsins. Kirkjukórar beggja sókna önnuðust sönginn. Hvert sæti í kirkjunni var skipað og mun langt síðan jafnfjölmenn guðsþjónusta hefur farið fram.
    Að messu lokinni var aftur gengið í skrúðgöngu til samkomuhússins. Var þá sest að kaffidrykkju, sem tók alllangan tíma þar sem drekka varð í þrennu lagi. Á meðan fór fram 5000 metra hlaup og var hlaupið frá Æsustöðum að Bólstaðarhlíð. Þátttakendur voru 3 og sigraði Erlendur Klemensson á 22 mínútum, en næstur varð Guðmundur Tryggvason og var aðeins sjónarmunur á þeim. Þriðji var Haukur Gíslason, en hann hljóp ekki alla leið. Næst fór fram reipdráttur milli þriggja sveita, Blönddælinga, Svartdælinga og Langdælinga og Laxdælinga.  Úrslit urðu þau að, að Blönddælingar höfðu 3 vinninga, Svartdælingar 2 og Langdælingar og Laxdælingar 1. Í hverri sveit voru 8 menn.
    Þá fóru fram kappreiðar á eyrinni fyrir neðan túnið og voru reyndir 9 stökkhestar, þrenn verðlaun voru veitt og urðu úrslit þessi:
    1. verðlaun 50 krónur hlaut Eyvindur frá Vatnshlíð
    2. verðlaun hlaut Léttir frá Leifsstöðum en þau voru 30 krónur og 3. verðlaun hlaut Víkingur frá Bólstaðarhlíð 20 kr. Allgóður tími mun hafa náðst þarna, eitthvað neðan við 23 sekúndur, en skeiðvöllurinn mun ekki hafa verið nákvæmlega mældur.
    Þá fór þarna fram spretthlaup, 100 metra, og voru þátttakendur 6. Fyrstur varð Sigurjón Ólafsson, en tími var ekki tekinn í hlaupinu.
    Að þessu loknu voru fluttar tvær ræður í kirkjunni, Hafsteinn Pétursson mælti fyrir minni Íslands en Jón Tryggvason fyrir minni sveitarinnar. Almennur söngur var milli ræðanna  og karlakórinn söng tvö lög. Eftir þetta hófst dans og var dansað fram yfir miðnætti.
    Það mun allra sannmæli, er þarna voru staddir, að dagurinn hafi yfirleitt verið hinn ánægjulegasti, enda þótt veðrið væri að vísu ekki sem ákjósanlegast, því nokkur rigning hélst allan daginn og hafði blotnað mjög um að kveldi.
    Meira en annar hver íbúi sveitarinnar var þarna staddur og á þriðja hverjum bæ var mannlaus bær um daginn.

     
  9. 18. Júní. Enn hefur jörð lagst í eyði hér í hreppnum, Brún í Svartárdal. Ábúandinn, Björn Jónsson, fluttist að Gili og það eru engar líkur til þess að jörðin byggist á ný á þessu vori, hvað sem síðar kann að verða.
    Um nokkurt árabil hefur árlega farið í eyði eitthvað af jörðum hér í sveitinni, sumar hafa að vísu byggst aftur eftir eitt eða tvö ár en aðrar ekki. Síðan ég man fyrst eftir, hefur býlum fækkað um fullan þriðjung í sveitinni. Þau voru 44 flest í mínu minni, en eru nú 31 í byggð eftir að Brún er komið í eyði, hér er um fullan fjórðung að ræða. Ýmislegt bendir til að á næstu árum verði þessi þróun málanna jafnvel enn örari en til þessa.

     
  10. 21. júní Í fyrramálið leggja af stað í skemmtiferð til Mývatnssveitar um 60 konur af félagssvæði K.H. austan Blöndu.  Kaupfélagið tók upp þá nýbreytni fyrir nokkrum árum að stuðla að slíkum skemmtiferðum kvenna með því að leggja bílana til ókeypis. Er þetta eitthvart þarfasta verk félagsins, því að í mörgum tilfellum verða þessar ferðir konunum ómetanlegar, bæði til upplyftingar og þó ekki síður til aukinnar gagnkvæmra kynningar. Verst er að útlitið er ekki sem glæsilegast hvað veðrið snertir, rigning og þoka hefur verið í dag, en vel má þó vera að létti til í nótt og er það vonandi.
     
  11. 22. júní Í dag eru liðin 5 ár frá því Þjóðverjar réðust inn í Rússland. Það átti vafalaust að verða glæstasta sigurför Hitlers …
     
  12. 23. júní Kl. 9 í gærmorgun lögðu konurnar upp frá Bólstaðarhlíð. Í gær og dag hafa þær verið sérstaklega lánssamar með veðrið. Að vísu hefur hér ekki verið glatt sólskin nema stund og stund, en þokan, sem alla útsýn byrgði í fyrradag, er öll á bak og burt og þessir tveir dagar eru þeir hlýjustu það sem af er sumrinu og hefur hitinn verið um 17 stig hér og yfir 20 stig norður undan.
     
  13. 24. júní Sunnudagur, sá 10. í sumri. Jónsmessa. Grasið þýtur upp þessa síðustu daga, næstum því að daglega sjáist því fara fram enda er nú norðlenskt Jónsmessuveður eins og það getur fegurst orðið.
    Konurnar komu heim í kvöld úr skemmtiferðalagi sínu. Mamma og Anna láta mjög vela f förinni og var hún öll hin ánægjulegasta.
    Í fyrrinótt var gist að Laugum og ferðast í gær um Þingeyjarsýslum. Farið var út í Slútnes, að Goðafossi og Laxárvirkjunin skoðuð. Í nótt sem leið var svo gist á Akureyri, keyrt fram að Grund í gær, en síðan haldið heimleiðis.
    25. júní Dagarnir eru farnir að styttast. Næturnar lengjast á ný. Hin örugga vorsókn birtunnar hefur náð hámarki og undanhaldið er hafið.

     
  14. Björtustu vornæturnar eru að baki og jafnvel nú þegar er sem lágnættið sé mun dimmra en það áður var. Kannski er það einmitt þessi fyrsti fyrirboði haustsins, sem á miðju sumri setur ákveðnari svip á hugsanir okkar, á annan veg og viðhorfin breytast ótrúlega mikið þegar fram yfir kemur þenna fegursta tíma ársins.
     
  15. 26. júní Ég geri ekki handtak hvorki í gær eða dag – er svo afleitur í bakinu núna að ég hef sjaldan verið eins.
    27. júní Nú eru loks hafnar vikulegar póstferðir hér um dalina. Samkv. þingsályktun  frá Alþingi í vetur áttu bættar póstsamgöngur að koma til framkvæmda þegar úr áramótum þar sem því yrði við komið. En það hefur að líkindum ekki verið hægt að koma svo stórkostlegri nýsköpun í framkvæmd á þessum hjara, enda mun hann sjálfsagt ekki teljast til fyrirheitna landsins.
    28. júní Í dag var áætlunarferð að Bergsstöðum. Smalað var á Brandsstöðum, Austurhlíð og Eyvindarstöðum og fór pabbi frameftir. Þar voru 23 kindur héðan og var tekið af 19, en hinum sleppt á Brandsstöðum og voru þær mæðiveikar. Áttum við sínar 2 hvor, við Mundi.
    Á morgun verður smalað hér, ef þokuna birtir.

     
  16. 29.júní Þoka og súld. Ekki varð af smalamennsku fyrr en í kvöld að nokkuð létti til og er ekki líklegt að vel hafi smalast. Tæplega helmingur af fénu kom að hér heima, hitt er komið fram á bóginn, í átt til heiðar. Þannig er það vor hvert, að heiðarþráin grípur skepnurnar í þann mund er þær eru vanar að fara til afréttar. Líklega grípur heimþráin, nokkuð á svipaðan hátt, sveitamanninn, sem dvelur vetrarlangt í Reykjavík eða á öðrum slíkum stað. Með vaxandi gróðriog grænku leitar hugurinn í átthagana þangað sem vorið á sínum tíma mótaði hann í fyrsta sinn.
    30. júní Í dag stendur rúningur yfir og er vafamál hvort hann hefst af í kvöld.
    1. júlí Við vöktum til kl. 3 í nótt og höfðum þá lokið við að taka af. Enn vantar eitthvað í ull og er sumt af þeim kindum sjálfsagt komið fram í Bollastaðagirðingu en hún er enn ósmöluð.
    Kl. hálftíu í morgun kom bíll hér í dalina til þess að sækja folk á héraðsmót U.S.A.H., sem fram fer á Blönduósi í dag. Við systkinin höfðum ætlað okkur öll en ég guggnaði við að fara því bakið var ekki sem best í morgun.
    Alltaf hálfleiðinlegt að hætta við það, sem maður hefur ætlað sér og verður þó stundum svo að vera.

     
  17. 2. júlí Ég hringdi til Sigvalda á Skeggsstöðum í dag og óskaði honum til hamingju með daginn, en hann er 87 ára, blessaður karlinn. Ég tala einstöku sinnum við hann í síma, en það er sjaldnar en vera ætti, því að hann hefur ánægju af að einhver masi við hann öðru hvoru um það sem við ber og mættu menn í því efni líta sjálfum sér nær.
     
  18. Hér lýkur dagbók JTr. að sinni en verið er að skipuleggja ferð fram á Hveravelli, finna bíl til að sækja fund til Blönduós o.fl.
    Sigvaldi á Skeggsstöðum átti mörg æskuár sín í Tungu, missti þar föður sinn 1873, Björn Ólafsson frá Auðólfsstöðum, en þeir frændur, Jónas Illugason, voru þar samtíða eitt ár, sjá þátt Jónasar Eitt ár í húnvetnsku söguritunum.
    Sigvaldi var afi Péturs á Skeggsstöðum og Sigvalda Hjálmarssonar ritstjóra.

Heimildir og ítarefni:
Dagbók Jónasar Tryggvasonar frá árinu 1945.
Nýjustu sögukorn/dagb.JTr: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=20956
Þáttur Guðmundar Jónssonar af skurðaðgerð í Stapa: https://www.laeknabladid.is/tolublod/2014/02/nr/5081
Einn vegamanna á Vatnsskarðinu var Stefán Sveinsson: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=18568
Nýsköpunarstjórnin: https://is.wikipedia.org/wiki/Anna%C3%B0_r%C3%A1%C3%B0uneyti_%C3%93lafs_Thors

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið