Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Sunnudagur, 19. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2024
SMÞMFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 08:56 0 0°C
Laxárdalsh. 08:56 0 0°C
Vatnsskarð 08:56 0 0°C
Þverárfjall 08:56 0 0°C
Kjalarnes 08:56 0 0°C
Hafnarfjall 08:56 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
17. maí 2024
74. þáttur. Eftir Jón Torfason
09. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
07. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. apríl 2024
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Mynd: Auðunn Blöndal
Mynd: Auðunn Blöndal
Pistlar | 06. maí 2024 - kl. 13:36
Sögukorn: Fundur á nóni miðvikudaginn 8. maí í Safninu
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

1. Kornin atarna eiga að minna okkur á aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings kl. 15 á miðvikudaginn í Bóka- og héraðsskjalasafninu Blönduósi. En hér koma þó við sögu, Fjallaskáld og Þórunn sagnfræðingur og rithöfundur sem hefur nýlega skrifað bókina Bærinn brennur um bæjarbruna og morð á Illugastöðum 1828.

2. „Ertu bara á lesa lokaorðin, vondur lesandi?" Spyr Þórunn Valdimarsdóttir í síðasta hefti tímaritsins Sögu 2024, 1.
Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn er harla orðsnjall, einarður og þó sáttfús  í samtali sínu við lesandann í greininni Valsað vítt og breitt á ritvelli og veltir fyrir sér – og honum – hverju álitamálinu á fætur öðru.

3. „Lesum hægt svo hjartað lyftist á innsoginu. Tré með rætur í raunverunni flýgur hæst er enginn sér" eru lokaorðin hennar svo ég/IHJ er orðinn vondur lesandi að lesa – og skrifa svo ykkur áfram, góðir lesendur, þessa merku lokaþanka hennar sem hún skrifar sagnfræðingum og almenningi en vondir lesendur geta móðgast í næði af þessu ávarpi og þeim runnið reiðin þegar skrifað er í staðinn fyrir skrafað sem er hinn venjulega samskiptamáti okkar.

4. Um langa stund ég leitað hef að friði
og loksins fundið hann í þessum skóg.

Þarna staðhæfir í ljóði Fjallaskáldið Kristján, er eitt sinn átti sálufélag með Matthíasi Jochumssyni og JÁrnasyni, en hans beið voldugur skáldaheimur, þó örðugt, raunar útilokað væri nokkrum að tengja hann annríkisdögum samtíðarinnar. Gengi kannski frekar í dag?

5. En hvernig ætli sé að vera skáld á þessari nýju öld? Við – í kórnum hér við Flóakirkjur syðra – áttum nærri okkur tvö snjöll skáld um síðustu aldamót: Ragnar Böðvarsson og Jóa í Stapa. Þeir ortu okkar ferðaljóð, stemningsljóð, ljóð fyrir söngkvöld og svo stökurnar, tóku þátt í ferðalögum, sátu álengdar en voru okkur þó svo nálægir.

6. Við eldri Ártúnasystkini ólumst upp með ágætu skáldi norður í Blöndudal, Jónasi frænda okkar, Tryggvasyni sem flutti síðan til Blönduóss síðla árs 1959, en ekki vissi ég þá, að hann væri skáld – og þó, kannski þegar ljóðabókin hans, Harpan mín í hylnum birtist í lok sama árs. Já, merkilegt ár ´59, IHJ orðinn 12 ára og bókabéus. Átti í vændum að verða nemandi við unglingaskólann á Blönduósi næsta, gista hjá Jónasi frænda, hann þá enn ógiftur, var í fæði hjá Imbu frá Akri, komast undir handarjaðar nýrra lærimeistara: Þorsteins Matthíassonar, vestan úr Bjarnarfirði og Stefáns kennara og bónda á Kagaðarhóli. Eignast stóran hóp af skólasystkinum, nokkuð sem ég hafði öfundað yngri systkini mín af úr barnaskóla hjá Guðmundi Klemenssyni í Húnaveri.
Þeir Þorsteinn skólastjóri á Blönduósi undirbjuggu för okkar nokkurra Húnvetninga, flestra Blönduósinga norður á bóginn, til menntaskólans á Akureyri, einn fór á Hvanneyri, einhverjir í iðnskóla, læra smíðar, mjólkurfræði o.fl., já, þeir komu okkur til  nokkurs þroska, eins og segir í gamalli sögu.

7. Verður löngum vonin tál
vetrar hrjáðu barni,
þegar góu gróðurnál
gægist undan hjarni. Jónas Tryggvason

8. Höldum áfram að lesa  grein Þórunnar:
„Við þurfum margar tegundir af sagnfræði, útgáfu textafræði, ritun fyrir hvert annað og ritun fyrir almenning.

9. Engin tvö eins – engum til meins."

10. Þótt mig ekki þjaki ár
þarf ei vitna að leita.
Ég er orðinn iljasár
ævigöngu að þreyta. Jónas Tryggvason

11. Við ólumst upp við bjartan flóa og breið héruð á Norðurlandi og eigum að geta þróað með okkur menningu, þó eitthvað flóknari verði þeirri sem fyrir er, skapaða af samspili gróinna sveita og nýrra borgar- eða þorpsbyggða, hrista af okkur áreitismælgi og álas þar sem grínið verður afgangsstærð og tómt tap í spilunum.

12. Gamlir verðum við – gömul – sem eitt sinn vorum ung og þá stundum nokkuð galin, en þreytt orðin á álasumræðunni, einhverjum þýfgunum og framítökum, nennum ekki að hugsa, nennum ekki að stefna, heimtum meiri skýringar, helst fjármuni en þakkarefni er þá að finna nokkuð til að trúa á, geta gefið sig í framboð fyrir ljóð, skáld og minni spámenn hér á fésbók. Við fáum inni hjá Ragnari ritstjóra á Húnahorni og ætlum svo – og vonum – að kyrrist æðið á okkur, þetta flóð af áreiti:

13. Og Benjamín Netanjahú hætti að ofsækja granna og meðbræður sína á Gasa, skjótandi og eltandi þá fram og aftur í Hamashatri og sennilega þó enn frekar á flótta undan ótta við að missa völd.

14. Úkraínumenn fái að flytja söngva sína óáreittir. Litli Pútín er líka hræddur og því enn hættulegri!

15. En örlítið meiri Þórunni:
„Skerum ekki greinina undan þeim almenningi sem vill skrifa um sögulega hluti.
Verum stillt.

16. Ég þorði ekki annað en skrifa þurrt í Kristni á Íslandi I-IV, en gladdist mjög er ég sá að Gunnar F. Guðmundsson heitinn skrifaði dísætan mjúkan ljúftexta og skaut okkur öllum ref fyrir rass sem frábær stílisti.

17. Fyrir löngu tók ég mér það bangsaleyfi að skrifa frjálslega, samfélagið tók svo vel í það að ég hef má segja lifað á styrkjum alla ævi. Bangsaleyfi fyrir bessaleyfi er smitun af angist komandi kosninga þeirrar „fullri af trúnaði þjóðar" er sitja mun Bessastaði.
Legg ekki meira á ykkur.
Tala ófræðilega í fyrstu persónu og ávarpa lesendur.
Það er svo notalegt.
Hver nennir á Bessastaði?
Ég vil Sigríði Bangsadóttur Hagalín, til að lyfta kúguðum konum nær allra heimshluta eins og við gerðum með kvennadeginum og gullfögru Vigdísi.
Slagorðið er Böngsu á Bangsastaði!

18. Jú, kannski er ég að stríða ... og þó ..."

19. Lýkur nú Þórunnartexti en kemur að Hafsteini á Gunnsteinsstöðum, oddvita Bólhlíðinga fram yfir miðja síðustu öld. Hann var við stjórnvölinn þegar Þinghúsið var byggt í Bólstaðarhlíð um og fyrir 1930, næst kom félagsheimilið Húnaver ´52-´57, en Hafsteinn lést í oddvitatign sinni í ágústlok 1961, orðinn 75 ára.

Jónas Tryggvason kveður vel eftir sveitunga sinn, þennan oddvita daladróttar – og fyrir sveitina þeirra, stóra þáttinn á hún:

3. Þessi sveit
þráði vor í blænum
helgan reit
heima í dölum grænum.
Þú varst sá
sem úr viðjum leysti
fólksins þrá.
Fólkið á þig treysti.

6. Sveitin þín
þakkar hlýja blæinn
frjómögn sín
flytur út í daginn.
Vaxi menn
vanda hverjum sínum
verður enn
vor í dalnum þínum.

Heimildir og ítarefni:
Fundur á miðvikud.: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=20971
Saga, tímarit Sögufélags LXII: 1 2024  bls. 23-28
Lengra ljóð Fjallaskáldsins: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=20946
Jónas Tryggvason: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=16936
JT: Hafsteinn Pétursson: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=5830
Hafsteinn Pétursson 1886-1961: https://atom.hunabyggd.is/index.php/2439-hafsteinn-petursson-1886-1961-gunnsteinsstodum
Bók Þórunnar um morðmálið 1828: https://www.salka.is/products/baerinn-brennur

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið