Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 26. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 09:23 0 0°C
Laxárdalsh. 09:23 0 0°C
Vatnsskarð 09:23 0 0°C
Þverárfjall 09:23 0 0°C
Kjalarnes 09:23 0 0°C
Hafnarfjall 09:23 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Klara Jakobsdóttir fiskifræðingur og Pétur í “feigsfirði upptekin í hákarlafræðum.
Klara Jakobsdóttir fiskifræðingur og Pétur í “feigsfirði upptekin í hákarlafræðum.
Úr Húnabúð.
Úr Húnabúð.
Úr Húnabúð.
Úr Húnabúð.
Úr Húnabúð.
Úr Húnabúð.
Pistlar | 01. apríl 2019 - kl. 12:54
Stökuspjall: Upp var hann boðinn velkominn!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Hákarl og veiðar á þeirri lítt þekktu skepnu voru fundarefni í Húnabúð nú á útmánuðum. Byggðasafnsnefnd félagsins skipulagði fundina, sem hófust með frásögnum Þórs Magnússon fv. þjóðminjavarðar og Péturs í Ófeigsfirði tengdar hákarlaskipinu Ófeigi sem varðveittur er á safninu á Reykjum í Hrútafirði. Einnig las Þór ljóðið Í hákarlalegum sem birtist hér að hluta, síðar í greininni.
 
Á annan fund félagsins kom Hallgrímur Helgason rithöfundur sem fær hákarlaveiðunum stórt hlutverk í síðustu sögu sinni, Sextíu kíló af sólskini. Skáld hákarlaveiðanna kemur norðan úr Reykjafirði á Ströndum, Jakob Thorarensen, vitavarðarsonur frá Gögri, en fæddur á Fossi í Hrútafirði og á þar rætur:
 
1. Í skaparans nafni ýtt var út
opnu skipi er leyst var festi.
Með Andrarímur í andans nesti
en annars harðfisk og blöndukút
en munaðaraukinn eini og besti
ögn af sykri í vasaklút.
 
2. Skipverjar allir áttu þar
einhvern skyldleikasvip í framan
útigangsjálkar allir saman
um það hörundið vottinn bar.
Þar var annað glóðvolgt gaman
að gera sér mjög um þvotta far.
 
3. Öruggt var þeirra áralag
engum skeikaði vissa takið
stæltur var armur, breitt var bakið
og brjóstið harðnað við stormsins slag. 
Seigluna gátu´ og vaskleik vakið
vetrarins armlög nótt og dag.
 
Þannig hefst óður skáldsins til drengjanna sem héldu til hákarlamiða, oft djúpt út af Norðurlandi, en á korti fiskifræðingsins, Klöru Bjargar Jakobsdóttur sást að hákarl hefur veiðst allt í kringum Ísland. Hann unir sér best á 170 - 730 m dýpi en kemur ofar á veturnar til að ná sér í sel. Klara Björg hitti gesti Húnabúðar á síðasta fundinum og miðlaði til þeirra fróðleik af þessu lítt þekkta og harla fjarlæga dýri.Það er svo hægvaxta að það lengist um sentimetra á ári, svo langlíft að wikipedia nefnir 150 ár, en Klara hafði nýrri rannsóknir og enn hærri tölur. 
 
4. Jafnan var dembt á dýpstu mið
- dregnar inn árar, lagst við stjóra.
Nútíð mun fyrir naumast óra
hvað napurt var þar að leggjast við.
Og þolinmæðina sterka og stóra
stundum þurfti í þá veiðibið.
 
5. Því hann hafði jafnan, hákarlinn
hugleitt það vel og rökum metið
hvort ginnandi hráa hrossaketið
holt mundi fyrir skoltinn sinn.
En aldrei gat hann þó á sér setið -
og upp var hann boðinn velkominn.
 
6. Og þar voru fyrir fálmkennd tök
færar hendur með brýnda hnífa
knálega tóku að krytja og stýfa
því kák við hákarla er dauðasök
- skoltarnir á þeim hvergi hlífa
höndum sem eiga við þá mök.
 
7. Dvölin var köld og þurrleg þar
þarna var allt að viku setið.
Mikið var stritað en minna étið
en minnstur þó jafnan svefninn var
því eins og þú nærri getur getið
gustaði þar um rekkjurnar.
 
8. Kaldari hef ég hvergi frétt
kafalds heldimmar vetrarnætur.
Stormar ískruðu og Ægisdætur
öðru hvoru þeim sendu skvett
þær höfðu á því mestu mætur
í myrkrinu að taka þangað sprett.
 
10. Loks þegar rauk og reiddist sjór
- risu við borðin hrannir stríðar
steðjuðu að norðan hörkuhríðar
þá hentaði ei neinum dorg og slór.
Oft mátti þá ei sigla síðar,
svo var hinn krappi vegur mjór.
 
15. En þarna var ófalskt íslenskt blóð
orka í geði og seigar taugar.
Hörkufrostin og hrannalaugar
hömruðu í skapið dýran móð. -
Orpnir voru þeim engir haugar
en yfir þeim logar hróðrarglóð.
 
Byggðasafnið á Reykjum: http://reykjasafn.is/ 
Hákarl, wikipedia - https://is.wikipedia.org/wiki/H%C3%A1karl
Í hákarlalegum: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=4095 
Jakob Thorarensen: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1466327/ 
Jakob Thorarensen/Richard Beck: https://timarit.is
Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið