Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Mánudagur, 16. júlí 2018
NNV  3 m/s
C
Húnavaka 2018
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Júlí 2018
SMŢMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 22:00 NNV 3  6°C
Reykir í Hr 22:00 NNA 4  8°C
Reykjavík 22:00 NNA 3  11°C
Akureyri - 22:00 VNV 3  7°C
Egilsstaðaf 22:00 N 8  9°C
Haugur 22:00 N 1  6°C
Holtavörðuh 22:00 NNV 5  3°C
Þverárfjall 22:00 VSV 1  4°C
Laxárdalshe 22:00 NNA 4  5°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 22:20 NNV 6 3°C
Laxárdalsh. 22:20 NNA 6 5°C
Vatnsskarđ 22:20 NV 3 4°C
Ţverárfjall 22:20 NV 1 4°C
Kjalarnes 22:20 NNA13 11°C
Hafnarfjall 22:20 NA 8 10°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. júní 2018
Mikið um að vera á Blönduósi
Það er komið sumar, eða er það ekki annars? Oft hefur maður upplifað sólríkari daga en á þessu vori, en við skulum ekki örvænta, sumarið ný byrjað og auðvitað á það eftir að verða frábært. Við kláruðum sveitarstjórnarkosningarnar í lok maí og sumir eflaust kátari en aðrir eins og gengur. Nú bíðum við spennt eftir að sjá hvern við fáum sem bæjarstjóra.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Jóhannes Torfason
27. júní 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
22. júní 2018
Eftir Guðmund Arnar Sigurjónsson
12. júní 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
10. júní 2018
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. júní 2018
Eftir Guðmund Hauk Jakobsson
26. maí 2018
Eftir Önnu Margreti Sigurðardóttur
25. maí 2018
Eftir Birnu Ágústsdóttur
25. maí 2018
Stikill í Blöndudal: Ljósmynd: Birgir Ingólfsson.
Stikill í Blöndudal: Ljósmynd: Birgir Ingólfsson.
Pistlar | 24. nóvember 2017 - kl. 14:20
Stökuspjall: Flóinn himinblái 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Að spegla sig í samtíðinni er nokkuð sem stjórnmálamenn, listamenn og raunar fjöldinn allur hlýtur að iðka, en hvað með karlakór, aldinn að árum, en þó skipaðan ungum mönnum eins og öldnum og kom norðan frá Húnaflóa til að taka þátt í kórakeppni Stöðvar 2, –  og til að skoða spegilmynd sína. Þeir skiluðu hlutverki sínu harla vel og hlutu fyrir fyrsta sæti í kosningu útvarpshlustenda. Þetta varð mörgum fagnaðarefni, sérstaklega þeim sem fylgst hafa með þessum sama kór frá ungum aldri eða tekið þátt í menningarstarfi hans. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hélt fyrstu söngskemmtun sína í Þinghúsinu í Bólstaðarhlíð sunnudaginn fyrsta í sumri 1925, er nú kominn á tíræðisaldur, en sýnilega í úrvalsformi. Ný ferðalög eru á döfinni en margs kyns ferðir hafa um dagana verið keppikefli kóra. Fyrstu söngförina fór Akureyrarkórinn Hekla til Noregs 1904 og hlaut frægð af eins og lesa má um í bókinni um Magnús Einarsson söngstjóra eftir sagnfræðinginn Aðalgeir Kristjánsson.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur um dagana orðið félögum sínum drjúgur skóli og hvatning til að iðka tónfræðina. Orgelskólar á þykkum bókum  stóðu gjarnan opnir á þeim orgelum sem til voru í sveitinni eða handskrifuð nótnahefti með þeim lögum sem kórinn var að æfa. Fjárlögin áttu einnig heima á orgelinu.  Einn söngstjóranna, Jónas Tryggvason, hélt dagbók vel á annan áratug sem geyma einstaka heimild um starf kórsins á þeim tíma. Önnur samtímaheimild eru bréf Elísabetar á Gili en Stefán maður hennar var meðal stofnenda kórsins og Þorsteinn á Gili, tengdasonur þeirra var annar Eyvindarstaðabræðra, sem kornungir hófust handa við að móta unga kórinn og sömdu lög sín handa honum. Gísli á Eyvindarstöðum varð skammlífur, náði ekki 35 ára aldri, Gísli frændi þeirra á Bergsstöðum andaðist 1942 og Þorsteinn brá búi og flutti til Blönduóss, en þá kom til kasta þeirra Tungubræðra, Jónasar og Jóns í Ártúnum að æfa kórinn en eignuðust síðan langan og farsælan söngstjórnarferil með kórnum. Kórinn var óskabarn Tryggva föður þeirra og það var þeim aflvaki til að láta ekki sitt eftir liggja.  

Stilka af stofni kórsins má finna hér og þar: Síðastliðinn sunnudag hélt Eiríkur Grímsson upp á sjötugsafmæli sitt með söngveislu í Langholtskirkju, en hann fór að syngja með karlakórnum aðeins 15 ára gamall. Eiríksstaðabræður, þeir Guðmundur, Pétur og Jósef Sigfússynir, rómaðir einsöngvarar, fóru allir ungir að syngja með kórnum og sá elsti, Guðmundur, var einn af stofnendum kórsins ásamt föður þeirra Sigfúsi Eyjólfssyni. Sonur hans, Óskar Eyvindur Guðmundsson, hóf ungur tónlistarnám og var orðinn organisti við kirkjuna sína þegar hann lést í bílslysi tæplega 22 ára. Synir Péturs eru söngbræðurnir landsfrægu og kenndir eru við Álftagerði í Skagafirði. Sonardóttir Jóns söngstjóra er Sigurdís Sandra Tryggvadóttir, sem stundar nú nám í djazzpíanóleik úti í Danmörku en kom með hljómsveit sína á minningarhátíð um Jónas frænda sinn í Blönduóskirkju fyrir ári síðan og flutti þau þar frumsamda tónlist hennar, m.a. við ljóð Jónasar.

Menningin getur blómstrað í svalveðrum nóvembermánaðar og blómin springa út fái þau vökvun og hlýju.

Fundaröð í Húnabúð Skeifunni 11 lýkur n. k. miðvikudag, 29. nóv. með þemanu, Hvar er ljóðið mitt? Nokkrir ljóðaunnendur munu lesa þar eftirlætisljóð sitt, Sigríður Árnadóttir flytur þátt af Þóru langömmu sinni frá Auðkúlu en Ingimar Halldórsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir standa vörð um okkar fornu tónlistarhefð og kveða. Samkoman hefst kl. 17.

Enn nú kemur hlé til að læða inn stökum. Vestur á Vatnsnesi bjó Eðvald á Stöpum:

Þar sem íslensk dafnar dyggð
dýrleg blómin gróa.
Því mun aldrei eyðast byggð
út við Húnaflóa.

Á góðbýlinu Litladal við Svínavatn ólst upp Sigrún Haraldsdóttir en horfir nú með hugarsjónum sínum til Húnaflóans sunnan af Norðlingaholti:

Bára á fleti tiplar tær
tindrar sólargljái
hrifning mína fangað fær                             
flóinn himinblái.

Sigrún á fleiri vísur um flóann:

Öldufaldur tognar tær
tindrar sjávargljái
Haraldsdóttur heillað fær
Húnaflóinn blái.

Sigrún kemur einnig til Húnabúðar miðvikdaginn 29. nóv. til að flytja ljóð sín. Faðir Sigrúnar, Haraldur Karlsson í Litladal, var einn félaganna í karlakórnum áðurnefnda og aldna.

Á síðustu fundum í Húnabúð hafa Tómas R. Einarsson tónskáld og Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur verið fyrirlesarar. Tómas rifjaði upp margar sögur af Tómasi afa og ömmu sinni á Blönduósi og lék lög af diski sínum, Strengjum, þar sem hann tekur öldugjálfur upp á myndband og semur við tónlist. Dr. Vilhelm kynnti nýútkomna bók sína, Sjálfstætt fólk –  Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Þar úir af sögum, flestum úr húnvetnskum fræðum og dómsskjölum, sem sagnfræðingurinn notar til að varpa ljósi á tilveru og réttindabaráttu vinnufólks og lausamanna eins og nafn bókarinnar bendir til: Árni Sveinsson, er fékkst við lækningar, Magnús sálarháski og Ísleifur seki frá Breiðavaði eru nöfn sem tíunda má af þeim fjölda er kemur fram á síðum þessarar nýju fræðibókar. Valdsmaður Húnvetninga, Björn sýslumaður í Hvammi, kemur einnig mjög við sögu. Bókin er ríkulega myndskreytt og rituð á ljósu og skýru máli.

Ljúkum stökuspjalli með vorlegu ljóði Sigrúnar:

Nú lægir vind
og fislétt alda
fellur þýtt
um fjörusteina máða.
Eitt stundarbil
er stafalogn
og stilla og þögnin ráða
svo grafarkyrrð
því grænklædd jörðin
gengin er til náða.

Tilvísanir:

Feykir/Kk Bólstaðarhlíðarhrepps: http://www.feykir.is/is/thad-var-lagid/kor-islands-er-karlakor-bolstadarhrepps 
Kk.Ból/Lag&ljóð Skarph.E og Bened.Bl.: http://www.visir.is/section/MEDIA99?fileid=CLP58484
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps: http://www.karlakor.net/
Karlakórinn Hekla: http://www.sikk.is/page/saga-heklu  
Minningarljóð um Óskar Eyvind/e. JTr.: http://stikill.123.is/blog/2011/11/11/550654/
Sjötugsafmæli Eiríks Grímssonar: https://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=14226
Minningarhátíð um Jónas Tryggvason í nóv. 2016: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13350
Eðvald Halldórsson: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=e0&ID=15895
Sigrún Haraldsdóttir: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=s0&ID=16120  
Stikill, grjóthóll fremst í Blöndudal, Rugludalur til vinstri en Blöndugil til hægri: http://stikill.123.is/photoalbums/52966/

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
Kortasjá Byggðastofnunar, thjonustukort.is.
Kortasjá Byggðastofnunar, thjonustukort.is.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 15:20
Ríkisstjórnin samþykkti í dag að tryggja öflun, samræmingu og áreiðanleika gagna sem þarf við áframhaldandi þróun þjónustukorts. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti fyrsta áfanga kortsins með opnun vefsjárinnar thjonustukort.is. Starfshópur skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, velferðarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins mun fylgja samþykktinni eftir.
Lífland
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 10:15
Laugardaginn 7. júlí síðastliðinn var sýning Sigurðar Guðjónssona INNLJÓS opnuð að Kleifum við Blönduós. Aðsókn hefur verið mjög góð enda eiga margir leið um Blönduós á ferð sinni eftir hringveginum um hásumarið. Von er á mörgum gestum á Húnavöku sem haldin verður um næstu helgi og líklegt að einhverjir leggi leið sína að Kleifum til að upplifa sýninguna. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 10 til 22 fram til sunnudagsins 22. júlí næstkomandi.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 09:37
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem hlaut á dögunum styrk úr sjóði Norðurslóðaverkefna. Verkefninu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Markmið samstarfsins er m.a. að þróa nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika.
Glaðheimar
Frá Landsmótinu. Ljósm: Aðsend.
Frá Landsmótinu. Ljósm: Aðsend.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 09:25
Landsmót á vegum UMFÍ fór fram á Sauðárkróki um helgina og var í fyrsta sinn haldið með nýju og breyttu sniði. Mótið var opið fyrir alla 18 ára og eldri sem hafa gaman af því að hreyfa sig og stunda íþróttir. Þátttakendur gátu valið úr tæplega 40 greinum allt frá nýjungum á borð við körfubolti 3:3, biathlon, brennó og fjallahjólreiða, bogfimi og pútts. Stígvélakast var að sjálfsögðu á sínum stað á síðasta degi mótsins.
Fréttir | 13. júlí 2018 - kl. 15:40
Það sem af er ári hefur reglulega verið sagt frá því í fréttum að kærur og sektir vegna hraðaksturs á Norðurlandi vestra hafi fjölgað mikið. Morgunblaðið fjallar um þetta í dag og þar kemur fram að útgefnar kærur á árinu voru í gær orðnar alls 3.689 talsins, samanborið við 1.417 á sama tíma fyrir ári og 602 árið 2016. Rætt er við Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón, sem segir þetta vera háar tölur í öllu samhengi.
Fréttir | 13. júlí 2018 - kl. 15:15
Ekki var einhugur á fundi sveitarstjórn Blönduósbæjar í gær þegar fjallað var um ráðningu nýs sveitarstjóra. Ástæðan var ekki neikvæð afstaða til sveitarstjórans sjálfs heldur ráðningarferlið. Óslistinn, sem er í minni hluta í sveitarstjórn, taldi aðkomu sína að ráðningarferlinu hafa verið takmarkaða, þrátt fyrir ríkan og yfirlýstan vilja til samstarfs við fulltrúa meirihlutans, L-listans. Afstaðan olli meirihlutanum vonbrigðum.
Tilkynningar | 13. júlí 2018 - kl. 10:28
Frá Önnu Margreti Valgeirsdóttur
Ágætu Blönduósingar. Sumrin notum við gjarnarn til að dytta að því sem þarf að laga og fegra í umhverfi okkar. Blönduósbær er þar engin undantekning. Meðal þess sem þarf að gera er að lagfæra gangstéttar, stundum af því að þær eru illa farnar en stundum af því að það þarf að koma fyrir nýjum lögnum eða öðru.
Fréttir | 13. júlí 2018 - kl. 09:18
Sveitarstjórn Blönduósbæjar ákvað í gær að ráða Valdimar O Hermannsson í starf sveitarstjóra. Valdimar hefur undanfarin tvö ár starfað sjálfstætt, meðal annars sem verkefnastjóri, nú síðast fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Sveitarstjórn Blönduósbæjar fagnar ráðningu Valdimars og hlakkar til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru í samstarfi við hann. Hann mun hefja störf 14. ágúst næstkomandi samkvæmt samkomulagi þar um, að því er segir í tilkynningu frá Blönduósbæ.
Sameining A-Hún
Frá byggingarstað í dag.
Frá byggingarstað í dag.
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 20:34
Byrjað er að reisa fyrstu veggina í fyrsta gagnavershúsinu við Svínvetningabraut og áætlað er að búið verði að reisa húsið í næstu viku ef allt gengur að óskum. Verkstjóri verksins á vinnustað er Einar Bjarni Björnsson en það Húsheild ehf. sem reisir húsið.
Sigurvegarar mótsins Umf. Fram á Skagaströnd
Sigurvegarar mótsins Umf. Fram á Skagaströnd
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 20:11
Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum fór fram í gær og fyrradag á Blönduósvelli. Umf. Fram stóð uppi sem sigurvegari með 388,5 stig.
Laxveiði í Blöndu
Laxveiði í Blöndu
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 14:41
Laxveiðin í húnvetnsku ánum fór almennt líflega af stað í sumar en er lakari nú miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt nýjum tölum frá Landssambandi veiðifélaga um laxveiði í helstu ám landsins hafa 515 laxar veiðst í Miðfjarará sem af er sumri en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst um 749 laxar. Vikuveiðin var 195 laxar á 10 stangir. Blanda er komin í 417 laxa en í fyrra höfðu veiðst 514 laxar. Vikuveiðin var 118 laxar á 14 stangir.
Frá Hvammstanga.
Frá Hvammstanga.
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 13:47
Vegagerðin hefur ákveðið að úthluta 1,8 milljón króna til styrkvega í Húnaþingi vestra á þessu ári og er það sama fjárhæð og í fyrra. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árið 2018 er samþykkt að veita þremur milljónum til styrkvega og er því heildarfjárhæðin til viðhalds 4,8 milljónir króna. Samþykkt var að skipta fjárhæðinni niður á eftirfarandi vegi:
Verk fyrrverandi gestalistamanna í Nesi. Ljósm: visir.is
Verk fyrrverandi gestalistamanna í Nesi. Ljósm: visir.is
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 09:49
Um helgina verður haldin sýning í Deiglunni á Akureyri í tilefni tíu ára afmælis Ness listamiðstöðvar á Skagaströnd. Til að fagna tímamótunum hafa 77 fyrrverandi gestalistamenn gefið þangað verk. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Signýju Richter sem býr á Skagaströnd en hún hefur verið í stjórn Ness frá upphafi. Hún segir að Hrafnhildur Sigurðardóttir myndlistakona hafi komið miðstöðinni á laggirnar með stuðningi sveitarfélagsins og Byggðastofnunar.
Fréttir | 11. júlí 2018 - kl. 14:50
Mikil íþróttaveisla hefst á Sauðárkróki á morgun og stendur fram sunnudag. Á Landsmótinu verða meira en 30 íþróttagreinar auk skemmtunar og fróðleiks. Íþróttir og hreyfing verða í aðalhlutverki á daginn og á kvöldin verður skemmtun og samvera í góðum félagsskap allsráðandi. Þátttakendur mótsins geta keppt í eða prófað fjölda íþróttagreina í bland við götu- og tónlistarveislu.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
13. desember 2017
#MeToo
Umræðan um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo byltingarinnar er mikið fagnaðarefni. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á aldrei að líða. Með byltingunni er þögnin rofin, sem er gott og karlar kallaðir til ábyrgðar. Sögurnar fjalla allar um slæm eða óeðlileg samskipti.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2018 Húnahorniđ