Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Föstudagur, 19. október 2018
S  7 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Október 2018
SMŢMFFL
30123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 10:00 S 7  7°C
Reykir í Hr 10:00 S 9  6°C
Reykjavík 10:00 SV 6  6°C
Akureyri - 10:00 SSA 6  8°C
Egilsstaðaf 10:00 SSA 5  7°C
Haugur 10:00 SSV 9  5°C
Holtavörðuh 10:00 SSV 15 2°C
Þverárfjall 10:00 SV 10  4°C
Laxárdalshe 10:00 SV 11  4°C
Brúsastaðir 10:00 SSA 6  6°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 10:50 SV 16 3°C
Laxárdalsh. 10:50 SV 13 4°C
Vatnsskarđ 10:40 SSV 10 3°C
Ţverárfjall 10:50 SV 10 4°C
Kjalarnes 10:50 SV 6 6°C
Hafnarfjall 10:50 SSV 7 6°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. október 2018
Nú myrkrið læðist að
Gaman var að heyra að menningarverðlaun DV fyrir 2017 í flokki myndlistar, voru veitt húsráðendum á Kleifum þeim Áslaugu Thorlacius og Finni Arnari Arnarssyni en þau hafa síðastliðin tvö sumur staðið fyrir frumlegum og áhugaverðum sýningum í gömlu fjárhúsunum á Kleifum.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
15. október 2018
Eftir Magnús Ólafsson
09. október 2018
Eftir Magnús Ólafsson
08. október 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
26. september 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
07. september 2018
Eftir Guðmann Jónasson
02. september 2018
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. ágúst 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
27. ágúst 2018
Stikill í Blöndudal: Ljósmynd: Birgir Ingólfsson.
Stikill í Blöndudal: Ljósmynd: Birgir Ingólfsson.
Pistlar | 24. nóvember 2017 - kl. 14:20
Stökuspjall: Flóinn himinblái 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Að spegla sig í samtíðinni er nokkuð sem stjórnmálamenn, listamenn og raunar fjöldinn allur hlýtur að iðka, en hvað með karlakór, aldinn að árum, en þó skipaðan ungum mönnum eins og öldnum og kom norðan frá Húnaflóa til að taka þátt í kórakeppni Stöðvar 2, –  og til að skoða spegilmynd sína. Þeir skiluðu hlutverki sínu harla vel og hlutu fyrir fyrsta sæti í kosningu útvarpshlustenda. Þetta varð mörgum fagnaðarefni, sérstaklega þeim sem fylgst hafa með þessum sama kór frá ungum aldri eða tekið þátt í menningarstarfi hans. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hélt fyrstu söngskemmtun sína í Þinghúsinu í Bólstaðarhlíð sunnudaginn fyrsta í sumri 1925, er nú kominn á tíræðisaldur, en sýnilega í úrvalsformi. Ný ferðalög eru á döfinni en margs kyns ferðir hafa um dagana verið keppikefli kóra. Fyrstu söngförina fór Akureyrarkórinn Hekla til Noregs 1904 og hlaut frægð af eins og lesa má um í bókinni um Magnús Einarsson söngstjóra eftir sagnfræðinginn Aðalgeir Kristjánsson.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur um dagana orðið félögum sínum drjúgur skóli og hvatning til að iðka tónfræðina. Orgelskólar á þykkum bókum  stóðu gjarnan opnir á þeim orgelum sem til voru í sveitinni eða handskrifuð nótnahefti með þeim lögum sem kórinn var að æfa. Fjárlögin áttu einnig heima á orgelinu.  Einn söngstjóranna, Jónas Tryggvason, hélt dagbók vel á annan áratug sem geyma einstaka heimild um starf kórsins á þeim tíma. Önnur samtímaheimild eru bréf Elísabetar á Gili en Stefán maður hennar var meðal stofnenda kórsins og Þorsteinn á Gili, tengdasonur þeirra var annar Eyvindarstaðabræðra, sem kornungir hófust handa við að móta unga kórinn og sömdu lög sín handa honum. Gísli á Eyvindarstöðum varð skammlífur, náði ekki 35 ára aldri, Gísli frændi þeirra á Bergsstöðum andaðist 1942 og Þorsteinn brá búi og flutti til Blönduóss, en þá kom til kasta þeirra Tungubræðra, Jónasar og Jóns í Ártúnum að æfa kórinn en eignuðust síðan langan og farsælan söngstjórnarferil með kórnum. Kórinn var óskabarn Tryggva föður þeirra og það var þeim aflvaki til að láta ekki sitt eftir liggja.  

Stilka af stofni kórsins má finna hér og þar: Síðastliðinn sunnudag hélt Eiríkur Grímsson upp á sjötugsafmæli sitt með söngveislu í Langholtskirkju, en hann fór að syngja með karlakórnum aðeins 15 ára gamall. Eiríksstaðabræður, þeir Guðmundur, Pétur og Jósef Sigfússynir, rómaðir einsöngvarar, fóru allir ungir að syngja með kórnum og sá elsti, Guðmundur, var einn af stofnendum kórsins ásamt föður þeirra Sigfúsi Eyjólfssyni. Sonur hans, Óskar Eyvindur Guðmundsson, hóf ungur tónlistarnám og var orðinn organisti við kirkjuna sína þegar hann lést í bílslysi tæplega 22 ára. Synir Péturs eru söngbræðurnir landsfrægu og kenndir eru við Álftagerði í Skagafirði. Sonardóttir Jóns söngstjóra er Sigurdís Sandra Tryggvadóttir, sem stundar nú nám í djazzpíanóleik úti í Danmörku en kom með hljómsveit sína á minningarhátíð um Jónas frænda sinn í Blönduóskirkju fyrir ári síðan og flutti þau þar frumsamda tónlist hennar, m.a. við ljóð Jónasar.

Menningin getur blómstrað í svalveðrum nóvembermánaðar og blómin springa út fái þau vökvun og hlýju.

Fundaröð í Húnabúð Skeifunni 11 lýkur n. k. miðvikudag, 29. nóv. með þemanu, Hvar er ljóðið mitt? Nokkrir ljóðaunnendur munu lesa þar eftirlætisljóð sitt, Sigríður Árnadóttir flytur þátt af Þóru langömmu sinni frá Auðkúlu en Ingimar Halldórsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir standa vörð um okkar fornu tónlistarhefð og kveða. Samkoman hefst kl. 17.

Enn nú kemur hlé til að læða inn stökum. Vestur á Vatnsnesi bjó Eðvald á Stöpum:

Þar sem íslensk dafnar dyggð
dýrleg blómin gróa.
Því mun aldrei eyðast byggð
út við Húnaflóa.

Á góðbýlinu Litladal við Svínavatn ólst upp Sigrún Haraldsdóttir en horfir nú með hugarsjónum sínum til Húnaflóans sunnan af Norðlingaholti:

Bára á fleti tiplar tær
tindrar sólargljái
hrifning mína fangað fær                             
flóinn himinblái.

Sigrún á fleiri vísur um flóann:

Öldufaldur tognar tær
tindrar sjávargljái
Haraldsdóttur heillað fær
Húnaflóinn blái.

Sigrún kemur einnig til Húnabúðar miðvikdaginn 29. nóv. til að flytja ljóð sín. Faðir Sigrúnar, Haraldur Karlsson í Litladal, var einn félaganna í karlakórnum áðurnefnda og aldna.

Á síðustu fundum í Húnabúð hafa Tómas R. Einarsson tónskáld og Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur verið fyrirlesarar. Tómas rifjaði upp margar sögur af Tómasi afa og ömmu sinni á Blönduósi og lék lög af diski sínum, Strengjum, þar sem hann tekur öldugjálfur upp á myndband og semur við tónlist. Dr. Vilhelm kynnti nýútkomna bók sína, Sjálfstætt fólk –  Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Þar úir af sögum, flestum úr húnvetnskum fræðum og dómsskjölum, sem sagnfræðingurinn notar til að varpa ljósi á tilveru og réttindabaráttu vinnufólks og lausamanna eins og nafn bókarinnar bendir til: Árni Sveinsson, er fékkst við lækningar, Magnús sálarháski og Ísleifur seki frá Breiðavaði eru nöfn sem tíunda má af þeim fjölda er kemur fram á síðum þessarar nýju fræðibókar. Valdsmaður Húnvetninga, Björn sýslumaður í Hvammi, kemur einnig mjög við sögu. Bókin er ríkulega myndskreytt og rituð á ljósu og skýru máli.

Ljúkum stökuspjalli með vorlegu ljóði Sigrúnar:

Nú lægir vind
og fislétt alda
fellur þýtt
um fjörusteina máða.
Eitt stundarbil
er stafalogn
og stilla og þögnin ráða
svo grafarkyrrð
því grænklædd jörðin
gengin er til náða.

Tilvísanir:

Feykir/Kk Bólstaðarhlíðarhrepps: http://www.feykir.is/is/thad-var-lagid/kor-islands-er-karlakor-bolstadarhrepps 
Kk.Ból/Lag&ljóð Skarph.E og Bened.Bl.: http://www.visir.is/section/MEDIA99?fileid=CLP58484
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps: http://www.karlakor.net/
Karlakórinn Hekla: http://www.sikk.is/page/saga-heklu  
Minningarljóð um Óskar Eyvind/e. JTr.: http://stikill.123.is/blog/2011/11/11/550654/
Sjötugsafmæli Eiríks Grímssonar: https://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=14226
Minningarhátíð um Jónas Tryggvason í nóv. 2016: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13350
Eðvald Halldórsson: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=e0&ID=15895
Sigrún Haraldsdóttir: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=s0&ID=16120  
Stikill, grjóthóll fremst í Blöndudal, Rugludalur til vinstri en Blöndugil til hægri: http://stikill.123.is/photoalbums/52966/

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
Húnavallaskóli
Húnavallaskóli
Tilkynningar | 18. október 2018 - kl. 13:24
Frá nemendum í 9. og 10. bekk Húnavallaskóla
Föstudaginn 19. október verður spilakvöld í Húnavallaskóla. Spiluð verður félagsvist og inn kostar 500 krónur. Verðlaun fyrir stigahæstu spilara. Byrjað verður að spila klukkan 20:00. Sjoppa verður á staðnum og vonumst við til að sjá sem flesta. Enginn posi.
Fréttir | 18. október 2018 - kl. 13:14
Skagfirski kammerkórinn ræðst í stórverkefni í tilefni afmælis fullveldis á Íslandi og flytur verkið Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter í Miðgarði á laugardaginn klukkan 16. Kórinn hefur fengið til samstarfs við sig hljómsveitarstjórann Guðmund Óla Gunnarsson, Sinfóníettu Vesturlands, Kammerkór Norðurlands og Kalman listfélag á Akranesi. Einsöngvari í verkinu er Helga Rós Indriðadóttir sópran sem jafnframt er söngstjóri Skagfirska kammerkórsins.
Glaðheimar
Fréttir | 18. október 2018 - kl. 11:34
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps er að hefja vetrarstarf sitt og er margt spennandi í bígerð fyrir tímabilið. Æfingar verða í Blönduóskirkju á mánudögum og í Húnaveri á fimmtudögum. Kórinn er opinn fyrir því að bæta við sig fleiri söngmönnum og er áhugasömum bent á að setja sig í samband við Skarphéðinn H. Einarsson kórstjóra í síma 861-8850. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps er 93 ára gamall. Kórinn hélt fyrstu söngskemmtun sína í Þinghúsinu í Bólstaðarhlíð 26. apríl 1925.
Sameining A-Hún
Við undirritun samnings. Unnur Valborg og Stefán. Ljósm: ssnv.is.
Við undirritun samnings. Unnur Valborg og Stefán. Ljósm: ssnv.is.
Fréttir | 17. október 2018 - kl. 12:33
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa fyrst landshlutasamtaka skrifað undir samning um vinnu við stöðugreiningu á kolefnisspori Norðurlands vestra í heild. Greina á helstu orsakavalda kolefnislosunar eins og í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði og neyslu íbúa. Að þeim niðurstöðum fengnum verða greindir möguleikar á minnkun á losun kolefnis og hvaða mótvægisaðgerðir komi helst til greina í landshlutanum. Umhverfisvöktun ehf. mun vinna verkefnið fyrir SSNV.
Fréttir | 17. október 2018 - kl. 09:54
Næsta kótelettukvöld Frjálsa kótelettufélagsins í Austur-Húnavatnssýslu verður haldið í Eyvindastofu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi og hefst klukkan 19:30. Veislustjóri verður Skagfirðingurinn góðkunni Gunnar Rögnvaldsson frá Hrauni og mun hann koma með gítarinn með sér. Kóteletturnar koma áfram frá SAH-Afurðum, raspið frá Vilkó og Björn Þór og félagar hjá B&S nota svo sömu aðferðirnar sem húnvetnskar ömmur notuðu við undirbúning og eldamennsku hér á árum áður ásamt meðlæti.
Kormákskonur. Ljósm: FB/kormakurblak
Kormákskonur. Ljósm: FB/kormakurblak
Fréttir | 16. október 2018 - kl. 20:25
Haldið var blakmót á Hvammstanga í fyrsta sinn um síðustu helgi. Mótið var liður í Íslandsmótinu í blaki í 4. deild kvenna. Kormákur mætti þar til leiks ásamt ellefu öðrum liðum. Mótið fór vel fram og voru gestir ánægðir með framkvæmd þess og umgjörð. Lið Kormáks sigraði tvo leiki, tapaði tveimur í oddahrinu, sem þýðir að stig fékkst úr leikjunum þrátt fyrir tap, og einn leikur tapaðist án þess að stig fengist. Kormákur fékk því samtals 6 stig og situr í 6. sæti. Efst er Keflavík og KA-Skautar.
Vatnsdalshólar. Ljóms: efla.is.
Vatnsdalshólar. Ljóms: efla.is.
Fréttir | 16. október 2018 - kl. 11:36
Það hafa fleiri en verkfræðistofan Efla og Finna Birna Steinsson reynt að telja Vatnsdalshóla, sem hafa reyndar verið álitnir óteljandi. Í byrjun júlí árið 1960 héldu húnvetnskir skátar skátamót fyrir Norðlendinga við Vatnsdalshóla. Um 120 skátar, stúlkur og drengir frá fimm félögum tóku þátt í mótinu. Einkunnarorð mótsins voru: „Það er ekkert ómögulegt. Það sem er erfitt, gerum við strax, en það sem er ómögulegt tekur aðeins lengri tíma.“ Eitt af verkefnum skátanna var að kortleggja og telja Vatnsdalshóla.
Fréttir | 16. október 2018 - kl. 10:37
Breyting verður á fyrirkomulagi fuglaveiða í haust á stóru landsvæði vestan Vatnsdals en búið er að leigja Kornsárselsland, Gilhaga, Þingeyraselsland og Fremrihlíð í Víðidalsfjalli til einstaklinga. Fuglaveiði á þessum löndum er því bönnuð nema þeim sem hafa til þess leyfi. Veiðileyfi kostar kr. 7.000 fyrir hvern veiðimann. Veiði verður takmörkuð bæði hvað varðar fjölda veiðimanna hvern dag og eins með fjölda veiddra fugla.
Tilkynningar | 16. október 2018 - kl. 09:59
Smávirkjanasjóður SSNV auglýsir
Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð. Miðað er við fyrirliggjandi yfirlit á mögulegum rennslisvirkjunum sem upp eru taldir í skýrslu Mannvits 2018: Frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Þó er heimilt að bæta við fleiri virkjunarkostum með samþykki SSNV.
Tilkynningar | 16. október 2018 - kl. 09:46
Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps heldur hrútasýningu næstkomandi laugardag klukkan 13 að Hvammi 2 í Vatnsdal. Þar verða sýndir lambhrútar í eigu félagsmanna. Keppt verður í þremur flokkum; hvítum hyrndum, hvítum kollóttum og mislitum. Áhorfendur eru velkomnir. Tekið skal fram að þessi sýning er haldin með leyfi héraðsdýralæknis, enda verði sóttvarna gætt og samgangur hrúta lágmarkaður eins og hægt er.
Pistlar | 15. október 2018 - kl. 16:22
Kvenfélagið Vaka er 90 ára gamalt félag, sem við viljum blása nýju lífi í. Við höfum staðið fyrir ýmsum söfnunum til hjálpar í okkar nærumhverfi í gegnum árin og erum enn að. Síðustu ár höfum við safnað m.a fyrir blöðruskanna á sjúkrahúsið, stólum í Félagsheimilið, bókakaupum í bókasafnið í skólanum og spjaldtölvum fyrir börn með fötlun til að nota í leikskólanum. Þá höfum við styrkt dýnukaup fyrir júdóiðkendur og eitt árið styrktum við skólann í dúkkuverkefninu þar sem unglingadeildinn fékk að reyna fyrir sér sem foreldrar ungbarns sem var í formi rafeindabrúðu. Núna síðast keyptum við uppþvottavél fyrir safnaðarheimili kirkjunnar.
Plastmengun í hafinu.
Plastmengun í hafinu.
Fréttir | 15. október 2018 - kl. 14:30
Starfsmenn sjávarlíftæknisetursins BioPol á Skagaströnd vinna nú að því að taka saman skýrslu um losun örplasts fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Markmiðið er að safna saman upplýsingum um losun örplasts hér á landi. Það á við um hversu mikið örplast berst til sjávar, hverjar eru helstu uppsprettur þess og eftir hvaða leiðum það berst til sjávar. Út frá því á að forgangsraða aðgerðum til að draga úr losun örplasts hérlendis. Sagt var frá þessu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag.
Frá undirrituninni um fjármögnun.
Frá undirrituninni um fjármögnun.
Fréttir | 15. október 2018 - kl. 13:42
Rúm þrjú ár eru síðan sveitarfélögin á Norðurlandi vestra undirrituðu samstarfssamning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekstur á 120 þúsund tonna álveri á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Áætlanir gerðu ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álverinu og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma. Undirrituð var viljayfirlýsing í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, um fjármögnun álversins 1. júlí 2015 en fyrirtækin sem stóðu að henni voru Klappir Development og China Nonferrous Metal Industry´s Foreign Engineering and Construction (NFC).
Fréttir | 15. október 2018 - kl. 12:02
Selasetur Íslands á Hvammstanga fékk á þessu ári styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir nýjan sela- og náttúruskoðunarstað á Flatnefsstöðum á Vatnsnesi. Styrkurinn fékkst vegna vinnu við deiliskipulag og hönnun á aðkomuvegi, bílstæðum, göngustígum, pöllum og fleira. Vatnsnes er þekkt selaskoðunarsvæði og með því að fjölga selaskoðunarstöðum er markmiðið að dreifa álagi ferðaþjónustu á náttúruna.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
14. september 2018
Samfélagsmiðlar eru mikilvægir fyrirtækjum
Flest öllum notum við samfélagsmiðla eins og Facebook en þeir hjálpa okkur m.a. að vera í góðu sambandi við vini, ættingja, félagasamtök og fyrirtæki. Samfélagsmiðlar verða sífellt mikilvægari þáttur í að viðhalda góðu sambandi milli fyrirtækja og neytenda. Samfélagsmiðlar hafa látið mikið til sín taka á stuttum tíma og má búast við að vægi þeirra og áhrif verði mun áþreifanlegri í framtíðinni.
::Lesa
Spurning vikunnar
Hvort er það?
Kótiletta
Kóteletta
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2018 Húnahorniđ