Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 26. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 03:20 0 0°C
Laxárdalsh. 03:20 0 0°C
Vatnsskarð 03:20 0 0°C
Þverárfjall 03:20 0 0°C
Kjalarnes 03:20 0 0°C
Hafnarfjall 03:20 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Stikill í Blöndudal: Ljósmynd: Birgir Ingólfsson.
Stikill í Blöndudal: Ljósmynd: Birgir Ingólfsson.
Pistlar | 24. nóvember 2017 - kl. 14:20
Stökuspjall: Flóinn himinblái 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Að spegla sig í samtíðinni er nokkuð sem stjórnmálamenn, listamenn og raunar fjöldinn allur hlýtur að iðka, en hvað með karlakór, aldinn að árum, en þó skipaðan ungum mönnum eins og öldnum og kom norðan frá Húnaflóa til að taka þátt í kórakeppni Stöðvar 2, –  og til að skoða spegilmynd sína. Þeir skiluðu hlutverki sínu harla vel og hlutu fyrir fyrsta sæti í kosningu útvarpshlustenda. Þetta varð mörgum fagnaðarefni, sérstaklega þeim sem fylgst hafa með þessum sama kór frá ungum aldri eða tekið þátt í menningarstarfi hans. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hélt fyrstu söngskemmtun sína í Þinghúsinu í Bólstaðarhlíð sunnudaginn fyrsta í sumri 1925, er nú kominn á tíræðisaldur, en sýnilega í úrvalsformi. Ný ferðalög eru á döfinni en margs kyns ferðir hafa um dagana verið keppikefli kóra. Fyrstu söngförina fór Akureyrarkórinn Hekla til Noregs 1904 og hlaut frægð af eins og lesa má um í bókinni um Magnús Einarsson söngstjóra eftir sagnfræðinginn Aðalgeir Kristjánsson.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur um dagana orðið félögum sínum drjúgur skóli og hvatning til að iðka tónfræðina. Orgelskólar á þykkum bókum  stóðu gjarnan opnir á þeim orgelum sem til voru í sveitinni eða handskrifuð nótnahefti með þeim lögum sem kórinn var að æfa. Fjárlögin áttu einnig heima á orgelinu.  Einn söngstjóranna, Jónas Tryggvason, hélt dagbók vel á annan áratug sem geyma einstaka heimild um starf kórsins á þeim tíma. Önnur samtímaheimild eru bréf Elísabetar á Gili en Stefán maður hennar var meðal stofnenda kórsins og Þorsteinn á Gili, tengdasonur þeirra var annar Eyvindarstaðabræðra, sem kornungir hófust handa við að móta unga kórinn og sömdu lög sín handa honum. Gísli á Eyvindarstöðum varð skammlífur, náði ekki 35 ára aldri, Gísli frændi þeirra á Bergsstöðum andaðist 1942 og Þorsteinn brá búi og flutti til Blönduóss, en þá kom til kasta þeirra Tungubræðra, Jónasar og Jóns í Ártúnum að æfa kórinn en eignuðust síðan langan og farsælan söngstjórnarferil með kórnum. Kórinn var óskabarn Tryggva föður þeirra og það var þeim aflvaki til að láta ekki sitt eftir liggja.  

Stilka af stofni kórsins má finna hér og þar: Síðastliðinn sunnudag hélt Eiríkur Grímsson upp á sjötugsafmæli sitt með söngveislu í Langholtskirkju, en hann fór að syngja með karlakórnum aðeins 15 ára gamall. Eiríksstaðabræður, þeir Guðmundur, Pétur og Jósef Sigfússynir, rómaðir einsöngvarar, fóru allir ungir að syngja með kórnum og sá elsti, Guðmundur, var einn af stofnendum kórsins ásamt föður þeirra Sigfúsi Eyjólfssyni. Sonur hans, Óskar Eyvindur Guðmundsson, hóf ungur tónlistarnám og var orðinn organisti við kirkjuna sína þegar hann lést í bílslysi tæplega 22 ára. Synir Péturs eru söngbræðurnir landsfrægu og kenndir eru við Álftagerði í Skagafirði. Sonardóttir Jóns söngstjóra er Sigurdís Sandra Tryggvadóttir, sem stundar nú nám í djazzpíanóleik úti í Danmörku en kom með hljómsveit sína á minningarhátíð um Jónas frænda sinn í Blönduóskirkju fyrir ári síðan og flutti þau þar frumsamda tónlist hennar, m.a. við ljóð Jónasar.

Menningin getur blómstrað í svalveðrum nóvembermánaðar og blómin springa út fái þau vökvun og hlýju.

Fundaröð í Húnabúð Skeifunni 11 lýkur n. k. miðvikudag, 29. nóv. með þemanu, Hvar er ljóðið mitt? Nokkrir ljóðaunnendur munu lesa þar eftirlætisljóð sitt, Sigríður Árnadóttir flytur þátt af Þóru langömmu sinni frá Auðkúlu en Ingimar Halldórsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir standa vörð um okkar fornu tónlistarhefð og kveða. Samkoman hefst kl. 17.

Enn nú kemur hlé til að læða inn stökum. Vestur á Vatnsnesi bjó Eðvald á Stöpum:

Þar sem íslensk dafnar dyggð
dýrleg blómin gróa.
Því mun aldrei eyðast byggð
út við Húnaflóa.

Á góðbýlinu Litladal við Svínavatn ólst upp Sigrún Haraldsdóttir en horfir nú með hugarsjónum sínum til Húnaflóans sunnan af Norðlingaholti:

Bára á fleti tiplar tær
tindrar sólargljái
hrifning mína fangað fær                             
flóinn himinblái.

Sigrún á fleiri vísur um flóann:

Öldufaldur tognar tær
tindrar sjávargljái
Haraldsdóttur heillað fær
Húnaflóinn blái.

Sigrún kemur einnig til Húnabúðar miðvikdaginn 29. nóv. til að flytja ljóð sín. Faðir Sigrúnar, Haraldur Karlsson í Litladal, var einn félaganna í karlakórnum áðurnefnda og aldna.

Á síðustu fundum í Húnabúð hafa Tómas R. Einarsson tónskáld og Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur verið fyrirlesarar. Tómas rifjaði upp margar sögur af Tómasi afa og ömmu sinni á Blönduósi og lék lög af diski sínum, Strengjum, þar sem hann tekur öldugjálfur upp á myndband og semur við tónlist. Dr. Vilhelm kynnti nýútkomna bók sína, Sjálfstætt fólk –  Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Þar úir af sögum, flestum úr húnvetnskum fræðum og dómsskjölum, sem sagnfræðingurinn notar til að varpa ljósi á tilveru og réttindabaráttu vinnufólks og lausamanna eins og nafn bókarinnar bendir til: Árni Sveinsson, er fékkst við lækningar, Magnús sálarháski og Ísleifur seki frá Breiðavaði eru nöfn sem tíunda má af þeim fjölda er kemur fram á síðum þessarar nýju fræðibókar. Valdsmaður Húnvetninga, Björn sýslumaður í Hvammi, kemur einnig mjög við sögu. Bókin er ríkulega myndskreytt og rituð á ljósu og skýru máli.

Ljúkum stökuspjalli með vorlegu ljóði Sigrúnar:

Nú lægir vind
og fislétt alda
fellur þýtt
um fjörusteina máða.
Eitt stundarbil
er stafalogn
og stilla og þögnin ráða
svo grafarkyrrð
því grænklædd jörðin
gengin er til náða.

Tilvísanir:

Feykir/Kk Bólstaðarhlíðarhrepps: http://www.feykir.is/is/thad-var-lagid/kor-islands-er-karlakor-bolstadarhrepps 
Kk.Ból/Lag&ljóð Skarph.E og Bened.Bl.: http://www.visir.is/section/MEDIA99?fileid=CLP58484
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps: http://www.karlakor.net/
Karlakórinn Hekla: http://www.sikk.is/page/saga-heklu  
Minningarljóð um Óskar Eyvind/e. JTr.: http://stikill.123.is/blog/2011/11/11/550654/
Sjötugsafmæli Eiríks Grímssonar: https://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=14226
Minningarhátíð um Jónas Tryggvason í nóv. 2016: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13350
Eðvald Halldórsson: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=e0&ID=15895
Sigrún Haraldsdóttir: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=s0&ID=16120  
Stikill, grjóthóll fremst í Blöndudal, Rugludalur til vinstri en Blöndugil til hægri: http://stikill.123.is/photoalbums/52966/

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 22:20
Síðdegis á laugardaginn er upplagt að kíkja í heimsókn til listamannanna í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd. Hægt er að skoða og spjalla um verk þeirra og njóta fjölbreyttrar og skapandi tjáningar, þar á meðal teikninga, málverka, bókmennta og kvikmynda. Allir eru velkomnir á laugardaginn 27. apríl klukkan 16-18 að Fjörubraut 8.
Glaðheimar
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 21:19
Eins og flestir vita þá lenti Ingimar Emil Skaftason í alvarlegu slysi í Þýskalandi þann 28. mars sl. Hann er byrjaður í endurhæfingu en þurfti að fara í þriðju aðgerðina í morgun 25. apríl. Þessu fylgir mikill kostnaður og því hefur verið hrundið af stað söfnun fyrir hann.
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:33
Húnahornið óskar Húnvetningum sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn.
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:30
Frá sóknarnefnd
Aðalsafnaðarfundur Þingeyrasóknar verður haldinn í Klausturstofu mánudaginn 29. apríl nk. klukkan 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. rætt um viðhald og lýsingu í kirkjugarði og sumaropnun kirkjunnar. Það er ósk okkar að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um kirkjuna okkar og annað það sem betur má fara í kirkjulegu starfi.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 00:30
Hljómsveitin Löður ásamt listamanninum Balduuuuur.
Ungmennafélagið Hvöt og Hljómsveitin Löður ásamt listamanninnum Balduuuuur hafa gefið út stuðningsmannalagið Áfram Hvöt. Lag og texti eru eftir Einar Örn Jónsson sem vart þarf að kynna fyrir íbúum Húnabyggðar. Þá syngur Baldur Einarsson, sonur Einars Arnar, lagið. Útsetning lagsins var í höndum þeirra beggja.
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 24. apríl 2024 - kl. 11:19
Góð þátttaka var á vinnustofu um gerð loftslagsstefnu sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum sem haldin var á Hvammstanga nýverið. Það voru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem stóðu fyrir vinnustofunni í samstarfi við KPMG. Á vef SSNV kemur fram að áhugaverðar umræður hefðu skapast og ljóst sé að það er bjart yfir fólki þegar vorar, enda sé bjart framundan fyrir svæðið.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið