Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 26. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 21:28 0 0°C
Laxárdalsh. 21:28 0 0°C
Vatnsskarð 21:28 0 0°C
Þverárfjall 21:28 0 0°C
Kjalarnes 21:28 0 0°C
Hafnarfjall 21:28 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Pistlar | 02. maí 2018 - kl. 12:48
Stefnuskrá N-listans í Húnavatnshreppi

Hér birtum við stefnuskrá N-Listans. Hvetjum fólk til að kynna sér hana og bendum á að fundur allra framboða verður haldinn í byrjun maí.

Ágætu sveitungar

Þann 26. maí næstkomandi verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um land allt. Húnavatnshreppur er ungt sveitarfélag sem enn er í mótun. Viljum við sem stöndum að N-listanum koma að mótun sveitarfélagsins til framtíðar og varð það kveikjan að því að þetta framboð leit dagsins ljós. Frambjóðendur N-listans er framsækið, ungt og dugmikið fólk sem ber hag sveitarfélagsins fyrir brjósti. Margt hefur verið vel gert en er það okkar trú að gera megi enn betur á mörgum sviðum. Baráttan við fólksfækkun er alltaf til staðar og meðan sú þróun á sér stað er róðurinn erfiður. Börnum í Húnavallaskóla fækkar, samfélagið verður eldra og framleiðni verður minni. Stundum er sagt að sókn sé besta vörnin og á það svo sannarlega við í þessu tilviki.

Skortur er á íbúðarhúsnæði á svæðinu, bæði leiguhúsnæði og húsnæði til kaups. Húnavatnshreppur gæti átt frumkvæði að því að leysa þann vanda með byggingu íbúða á Húnavöllum og um leið stuðlað að því að snúa við neikvæðri íbúaþróun í sveitarfélaginu. Náttúrugæði eru mikil í Húnavatnshrepp og sögufrægir staðir eru við hvert fótmál. Nýta þarf hvoru tveggja mun betur til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í okkar litla en víðfeðma samfélagi. Bæði á sviði ferðaþjónustunnar en ekki síður að efla og bæta okkar aðal lifibrauð, landbúnaðinn. Mikilvægt er að íbúar Húnavatnshrepps njóti jafnræðis, óháð búsetu, þegar kemur að nýtingu á þjónustu hreppsins.

- Ragnhildur Haraldsdóttir

 

Félags-, tómstunda og menningarmál

N-listinn vill aðstoða þá sem standa höllum fæti í samfélaginu, hvort sem um ræðir vegna veikinda, aldurs eða örorku. Vill N-listinn geta boðið upp á heimsendingu á mat til aldraðra og þeirra sem með þurfa. Við teljum það lágmarksþjónustu við það fólk sem byggt hefur upp samfélagið og borgað sína skatta til þess. Nýta mætti þá frábæru aðstöðu sem er til staðar á Húnavöllum.

N-listinn vill búa svo um að barnafólki þyki ákjósanlegt að búa hér. Við viljum auka aðgengi barna að íþrótta- og tómstundastarfi svo að börnin okkar standi jafnfætis börnum í nágrannasveitarfélögum okkar. Við viljum leita leiða til að auka samstarf við nágrannasveitarfélögin um þessi málefni.

Skólamál

N-listinn mun standa vörð um rekstur og sérstöðu Húnavallaskóla. Við munum leggja áherslu á að börn eftir eins árs aldur muni eiga sæti í skólabíl og að sveitarfélagið beri þann kostnað. N-listinn vill leita leiða til að börn undir 1 árs aldri hafi aðgang að dagvistun.

Leitað verður leiða til að auka aðgengi unglinga hér á svæðinu að dreifnáminu á Blönduósi. Teljum við mikilvægt að unglingar hér geti litið til dreifnámsins sem fyrsta kost til framhaldsnáms.

Samgöngumál

N-listinn mun leggja áherslu á að farsímasamband náist á öllum bæjum sveitarfélagins. Teljum við það sjálfsagt mál að allir standi jafnt þegar kemur að fjarskiptum auk þess sem símasamband er mikilvægt öryggistæki.

N-listinn mun berjast fyrir því að vegir í Húnavatnshrepp verði gerðir greiðfærir fyrir alla bíla, líka fólksbíla.

Að sama skapi mun N-listinn beita sér fyrir því að vegir verði mokaðir svo tímanlega að morgni að skólabílar og þeir sem sækja vinnu utan heimilis komist leiðar sinnar.

Sameiningarmál

Innan hvers sveitarfélags búa ólíkir einstaklingar sem hafa hver sína skoðun. Allir hafa þeir þó að sameiginlegu leiðarljósi að vilja búa sínu samfélagi sem bestan kost. Íbúalýðræði, þar sem raddir allra heyrast, er því mikilvægt verkfæri til að koma sinni skoðun á framfæri.

Hér á svæðinu verður kosið um sameiningu og mun N-listinn virða niðurstöðu þeirrar kosningar og starfa eftir henni. Sú kosning nær til þeirra fjögurra sveitarfélaga sem hér eru þ.e Skagabyggðar, Skagastrandar, Blönduós og Húnavatnshrepps.

Stjórnsýsla og fjármál

Ábyrgð er lykilorð þegar kemur að því að sýsla með fjármuni og ákvarðanatöku sem snerta samfélagið okkar. Vel rekið samfélag leyfir íbúunum að njóta afrakstursins með því að efla þjónustu og starfa að verkefnum ýmiskonar sem auðga hreppinn okkar. N-listinn mun kappkosta að hafa eftirfarandi að leiðarljósi:

  • Að sýna ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins
  • Að leita leiða til að efla samstarf milli sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu með það að leiðarljósi að efla sameiginlega hagsmuni og bæta velferð.
  • Að veita upplýsingar til íbúa með íbúafundum og skilvirkri heimasíðu.
  • Að nýta, eins og framast er unnt, vörur og þjónustu úr heimabyggð.

Atvinnumál

N-listinn vill efla atvinnustarfsemi í Húnavatnshrepp – teljum við eðlilegt að sveitarstjórn reyni að tryggja sem flest góð og fjölbreytt störf innan sveitarfélagsins.

Með uppbyggingu á Húnavöllum gætum við laðað að ungt fólk og treyst þannig stöðu grunn- og leikskóla. Með auknum húsnæðismöguleikum væri einnig hægt að auðvelda ábúendaskipti á bújörðum á svæðinu sem og atvinnusköpun. Nýta mætti núverandi aðstöðu á Húnavöllum svo sem mötuneyti, íþróttasal og sundlaug. Einnig búa Húnavellir að því að hafa hitaveitu og að stutt sé í aðra þjónustu s.s heilbrigðisþjónustu.

Laða mætti ný fyrirtæki að svæðinu t.d með úthlutun lóða á góðum kjörum.

N-listinn vill að sveitarfélagið styðji við þá ferðaþjónustu sem nú þegar er á svæðinu og sé opið fyrir því að koma að verkefnum tengdum greininni. Teljum við möguleikana ótvíræða þar sem straumur ferðamanna í gegnum svæðið er gríðarlegur.

Eins teljum við það skyldu sveitarfélagsins að liðka fyrir starfsumhverfi í landbúnað hér í hreppnum.

Til að vinna markvisst að eflingu atvinnulífs vill N-listinn koma af stað virkri atvinnumálanefnd hér á svæðinu.

Umhverfismál

Hreint land er fagurt land – við viljum ekki láta okkar eftir liggja þegar kemur að varðveislu náttúrunnar. Við búum við það að sorphirða hafi verið góð hér á svæðinu sé horft til annara sveitarfélaga. Í talsverðan tíma hefur íbúum staðið til boða að fá heim til sín í sólarhring gám án endurgjalds. Við viljum halda því fyrirkomulagi áfram.

Við viljum líka koma upp hrægámum þar sem bændum gefst kostur á að losa sig við hræ.

Að vinna að útrýmingu ágengra plantna – svo sem skógarkerfils og að eyða njóla teljum við mikilvægan þátt í umhverfismálum.

N-listinn vill að haldið sé uppi öflugum veiðum á ref og svo ekki síst eyðingu minks af svæðinu.

Fjallskil

N-listinn vill að safnhólf og réttir séu í góðu ásigkomulagi og að unnið sé skilvirkt að viðhaldi girðinga á vegum hreppsins. Teljum við málum fjallskila sé að öðru leiti best varið hjá viðkomandi fjallskiladeildum.

 

N-Listinn, Húnavatnshreppi

Höf. rzg
Fréttir | 26. apríl 2024 - kl. 10:39
Fimm textíllistamenn í Kvennaskólanum á Blönduósi halda sýningu í skólanum í dag klukkan 17-19 og nefnist hún Warped. Listamennirnir eru Siri Petterson og Klara Gardtman frá Svíþjóð, Brianna Dunn frá Kanada og Linda Lemire og Kristen L´Esperance frá Bandaríkjunum. Allir eru velkomnir.
Glaðheimar
Fréttir | 26. apríl 2024 - kl. 10:32
Stóri plokkdagurinn er á sunnudaginn. Íbúar sveitarfélaga eru hvattir til þess að taka þátt í deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni, eða á öðrum vel völdum svæðum. Í Húnaþingi vestra verður plokkað alla helgina og ætla krakkar í leik- og grunnskólanum að ríða á vaðið og byrja að plokka í dag. Hægt verður að nálgast plastpoka í sundlauginni á opnunartíma og þar verður einnig hægt að losa sig við ruslið í ruslakör.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 22:20
Síðdegis á laugardaginn er upplagt að kíkja í heimsókn til listamannanna í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd. Hægt er að skoða og spjalla um verk þeirra og njóta fjölbreyttrar og skapandi tjáningar, þar á meðal teikninga, málverka, bókmennta og kvikmynda. Allir eru velkomnir á laugardaginn 27. apríl klukkan 16-18 að Fjörubraut 8.
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 21:19
Eins og flestir vita þá lenti Ingimar Emil Skaftason í alvarlegu slysi í Þýskalandi þann 28. mars sl. Hann er byrjaður í endurhæfingu en þurfti að fara í þriðju aðgerðina í morgun 25. apríl. Þessu fylgir mikill kostnaður og því hefur verið hrundið af stað söfnun fyrir hann.
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:33
Húnahornið óskar Húnvetningum sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn.
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:30
Frá sóknarnefnd
Aðalsafnaðarfundur Þingeyrasóknar verður haldinn í Klausturstofu mánudaginn 29. apríl nk. klukkan 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. rætt um viðhald og lýsingu í kirkjugarði og sumaropnun kirkjunnar. Það er ósk okkar að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um kirkjuna okkar og annað það sem betur má fara í kirkjulegu starfi.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 00:30
Hljómsveitin Löður ásamt listamanninum Balduuuuur.
Ungmennafélagið Hvöt og Hljómsveitin Löður ásamt listamanninnum Balduuuuur hafa gefið út stuðningsmannalagið Áfram Hvöt. Lag og texti eru eftir Einar Örn Jónsson sem vart þarf að kynna fyrir íbúum Húnabyggðar. Þá syngur Baldur Einarsson, sonur Einars Arnar, lagið. Útsetning lagsins var í höndum þeirra beggja.
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 24. apríl 2024 - kl. 11:19
Góð þátttaka var á vinnustofu um gerð loftslagsstefnu sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum sem haldin var á Hvammstanga nýverið. Það voru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem stóðu fyrir vinnustofunni í samstarfi við KPMG. Á vef SSNV kemur fram að áhugaverðar umræður hefðu skapast og ljóst sé að það er bjart yfir fólki þegar vorar, enda sé bjart framundan fyrir svæðið.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið