Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Laugardagur, 21. júlí 2018
NV  2 m/s
C
Húnavaka 2018
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Júlí 2018
SMŢMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 20:00 NV 2  9°C
Reykir í Hr 20:00 N 3  9°C
Reykjavík 20:00 V 4  9°C
Akureyri - 20:00 NNV 4  10°C
Egilsstaðaf 20:00 NNV 6  11°C
Haugur 19:00 N 2  11°C
Holtavörðuh 20:00 SSV 7  8°C
Þverárfjall 20:00 VSV 2  9°C
Laxárdalshe 20:00 VSV 6  8°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 20:50 SSV 7 8°C
Laxárdalsh. 20:50 VSV 6 8°C
Vatnsskarđ 20:50 V 3 9°C
Ţverárfjall 20:50 SV 3 9°C
Kjalarnes 20:50 V 3 9°C
Hafnarfjall 20:50 SV 5 9°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. júní 2018
Mikið um að vera á Blönduósi
Það er komið sumar, eða er það ekki annars? Oft hefur maður upplifað sólríkari daga en á þessu vori, en við skulum ekki örvænta, sumarið ný byrjað og auðvitað á það eftir að verða frábært. Við kláruðum sveitarstjórnarkosningarnar í lok maí og sumir eflaust kátari en aðrir eins og gengur. Nú bíðum við spennt eftir að sjá hvern við fáum sem bæjarstjóra.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Jóhannes Torfason
27. júní 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
22. júní 2018
Eftir Guðmund Arnar Sigurjónsson
12. júní 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
10. júní 2018
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. júní 2018
Eftir Guðmund Hauk Jakobsson
26. maí 2018
Eftir Önnu Margreti Sigurðardóttur
25. maí 2018
Eftir Birnu Ágústsdóttur
25. maí 2018
Pistlar | 02. maí 2018 - kl. 12:48
Stefnuskrá N-listans í Húnavatnshreppi

Hér birtum við stefnuskrá N-Listans. Hvetjum fólk til að kynna sér hana og bendum á að fundur allra framboða verður haldinn í byrjun maí.

Ágætu sveitungar

Þann 26. maí næstkomandi verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um land allt. Húnavatnshreppur er ungt sveitarfélag sem enn er í mótun. Viljum við sem stöndum að N-listanum koma að mótun sveitarfélagsins til framtíðar og varð það kveikjan að því að þetta framboð leit dagsins ljós. Frambjóðendur N-listans er framsækið, ungt og dugmikið fólk sem ber hag sveitarfélagsins fyrir brjósti. Margt hefur verið vel gert en er það okkar trú að gera megi enn betur á mörgum sviðum. Baráttan við fólksfækkun er alltaf til staðar og meðan sú þróun á sér stað er róðurinn erfiður. Börnum í Húnavallaskóla fækkar, samfélagið verður eldra og framleiðni verður minni. Stundum er sagt að sókn sé besta vörnin og á það svo sannarlega við í þessu tilviki.

Skortur er á íbúðarhúsnæði á svæðinu, bæði leiguhúsnæði og húsnæði til kaups. Húnavatnshreppur gæti átt frumkvæði að því að leysa þann vanda með byggingu íbúða á Húnavöllum og um leið stuðlað að því að snúa við neikvæðri íbúaþróun í sveitarfélaginu. Náttúrugæði eru mikil í Húnavatnshrepp og sögufrægir staðir eru við hvert fótmál. Nýta þarf hvoru tveggja mun betur til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í okkar litla en víðfeðma samfélagi. Bæði á sviði ferðaþjónustunnar en ekki síður að efla og bæta okkar aðal lifibrauð, landbúnaðinn. Mikilvægt er að íbúar Húnavatnshrepps njóti jafnræðis, óháð búsetu, þegar kemur að nýtingu á þjónustu hreppsins.

- Ragnhildur Haraldsdóttir

 

Félags-, tómstunda og menningarmál

N-listinn vill aðstoða þá sem standa höllum fæti í samfélaginu, hvort sem um ræðir vegna veikinda, aldurs eða örorku. Vill N-listinn geta boðið upp á heimsendingu á mat til aldraðra og þeirra sem með þurfa. Við teljum það lágmarksþjónustu við það fólk sem byggt hefur upp samfélagið og borgað sína skatta til þess. Nýta mætti þá frábæru aðstöðu sem er til staðar á Húnavöllum.

N-listinn vill búa svo um að barnafólki þyki ákjósanlegt að búa hér. Við viljum auka aðgengi barna að íþrótta- og tómstundastarfi svo að börnin okkar standi jafnfætis börnum í nágrannasveitarfélögum okkar. Við viljum leita leiða til að auka samstarf við nágrannasveitarfélögin um þessi málefni.

Skólamál

N-listinn mun standa vörð um rekstur og sérstöðu Húnavallaskóla. Við munum leggja áherslu á að börn eftir eins árs aldur muni eiga sæti í skólabíl og að sveitarfélagið beri þann kostnað. N-listinn vill leita leiða til að börn undir 1 árs aldri hafi aðgang að dagvistun.

Leitað verður leiða til að auka aðgengi unglinga hér á svæðinu að dreifnáminu á Blönduósi. Teljum við mikilvægt að unglingar hér geti litið til dreifnámsins sem fyrsta kost til framhaldsnáms.

Samgöngumál

N-listinn mun leggja áherslu á að farsímasamband náist á öllum bæjum sveitarfélagins. Teljum við það sjálfsagt mál að allir standi jafnt þegar kemur að fjarskiptum auk þess sem símasamband er mikilvægt öryggistæki.

N-listinn mun berjast fyrir því að vegir í Húnavatnshrepp verði gerðir greiðfærir fyrir alla bíla, líka fólksbíla.

Að sama skapi mun N-listinn beita sér fyrir því að vegir verði mokaðir svo tímanlega að morgni að skólabílar og þeir sem sækja vinnu utan heimilis komist leiðar sinnar.

Sameiningarmál

Innan hvers sveitarfélags búa ólíkir einstaklingar sem hafa hver sína skoðun. Allir hafa þeir þó að sameiginlegu leiðarljósi að vilja búa sínu samfélagi sem bestan kost. Íbúalýðræði, þar sem raddir allra heyrast, er því mikilvægt verkfæri til að koma sinni skoðun á framfæri.

Hér á svæðinu verður kosið um sameiningu og mun N-listinn virða niðurstöðu þeirrar kosningar og starfa eftir henni. Sú kosning nær til þeirra fjögurra sveitarfélaga sem hér eru þ.e Skagabyggðar, Skagastrandar, Blönduós og Húnavatnshrepps.

Stjórnsýsla og fjármál

Ábyrgð er lykilorð þegar kemur að því að sýsla með fjármuni og ákvarðanatöku sem snerta samfélagið okkar. Vel rekið samfélag leyfir íbúunum að njóta afrakstursins með því að efla þjónustu og starfa að verkefnum ýmiskonar sem auðga hreppinn okkar. N-listinn mun kappkosta að hafa eftirfarandi að leiðarljósi:

  • Að sýna ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins
  • Að leita leiða til að efla samstarf milli sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu með það að leiðarljósi að efla sameiginlega hagsmuni og bæta velferð.
  • Að veita upplýsingar til íbúa með íbúafundum og skilvirkri heimasíðu.
  • Að nýta, eins og framast er unnt, vörur og þjónustu úr heimabyggð.

Atvinnumál

N-listinn vill efla atvinnustarfsemi í Húnavatnshrepp – teljum við eðlilegt að sveitarstjórn reyni að tryggja sem flest góð og fjölbreytt störf innan sveitarfélagsins.

Með uppbyggingu á Húnavöllum gætum við laðað að ungt fólk og treyst þannig stöðu grunn- og leikskóla. Með auknum húsnæðismöguleikum væri einnig hægt að auðvelda ábúendaskipti á bújörðum á svæðinu sem og atvinnusköpun. Nýta mætti núverandi aðstöðu á Húnavöllum svo sem mötuneyti, íþróttasal og sundlaug. Einnig búa Húnavellir að því að hafa hitaveitu og að stutt sé í aðra þjónustu s.s heilbrigðisþjónustu.

Laða mætti ný fyrirtæki að svæðinu t.d með úthlutun lóða á góðum kjörum.

N-listinn vill að sveitarfélagið styðji við þá ferðaþjónustu sem nú þegar er á svæðinu og sé opið fyrir því að koma að verkefnum tengdum greininni. Teljum við möguleikana ótvíræða þar sem straumur ferðamanna í gegnum svæðið er gríðarlegur.

Eins teljum við það skyldu sveitarfélagsins að liðka fyrir starfsumhverfi í landbúnað hér í hreppnum.

Til að vinna markvisst að eflingu atvinnulífs vill N-listinn koma af stað virkri atvinnumálanefnd hér á svæðinu.

Umhverfismál

Hreint land er fagurt land – við viljum ekki láta okkar eftir liggja þegar kemur að varðveislu náttúrunnar. Við búum við það að sorphirða hafi verið góð hér á svæðinu sé horft til annara sveitarfélaga. Í talsverðan tíma hefur íbúum staðið til boða að fá heim til sín í sólarhring gám án endurgjalds. Við viljum halda því fyrirkomulagi áfram.

Við viljum líka koma upp hrægámum þar sem bændum gefst kostur á að losa sig við hræ.

Að vinna að útrýmingu ágengra plantna – svo sem skógarkerfils og að eyða njóla teljum við mikilvægan þátt í umhverfismálum.

N-listinn vill að haldið sé uppi öflugum veiðum á ref og svo ekki síst eyðingu minks af svæðinu.

Fjallskil

N-listinn vill að safnhólf og réttir séu í góðu ásigkomulagi og að unnið sé skilvirkt að viðhaldi girðinga á vegum hreppsins. Teljum við málum fjallskila sé að öðru leiti best varið hjá viðkomandi fjallskiladeildum.

 

N-Listinn, Húnavatnshreppi

Höf. rzg
Fréttir | 21. júlí 2018 - kl. 10:20
Húnavökuhátíðin á Blönduósi fer vel af stað þó svo að rignt hafi hressilega síðdegis í gær. Veðrið í dag er fínt, hægur andvari og ágætis hiti og er vonandi að sólin láti sjá sig þegar líður á daginn. Stóri fyrirtækjadagurinn var haldinn í gær en þá kynntu fyrirtæki, söfn og setur, starfsemi sína fyrir Húnavökugestum. Um 220 manns mættu á Risa kótelettukvöld og kvöldskemmtun í Félagsheimilinu í gærkvöldi og skemmtu sér frábærlega. Þá vann Kormákur/Hvöt stórsigur á Vatnaliljunum í gærkvöldi á Blönduósvelli 6-1. Mikið verður um að vera í Blönduósbæ í allan dag.
Lífland
Frá fyrstu prjónagöngunni árið 2015
Frá fyrstu prjónagöngunni árið 2015
Fréttir | 20. júlí 2018 - kl. 09:53
Frá Textílsetri Íslands
Klukkan 12:00 sunnudaginn 22. júlí verður árleg prjónaganga Textílseturs Íslands. Gengið verður sem leið liggur frá Hótel Blöndu eftir Blöndubyggð, áfram yfir brúna, gengið eftir Húnabraut og Árbraut og endað í Kvennaskólanum þar sem verður opið hús í verkstæðum textíllistamanna sem dvelja í listamiðstöðinni í júlí.
Glaðheimar
Stóri fyrirtækjadagurinn 2016.
Stóri fyrirtækjadagurinn 2016.
Fréttir | 20. júlí 2018 - kl. 09:48
Risa kótelettukvöld og kvöldskemmtun í Félagsheimilinu
Húnavakan er hafin og stendur hún yfir alla helgina. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir gesti og gangandi og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í dag verður opið hús hjá fyrirtækjum á Blönduósi og ýmisleg spennandi Húnavökutilboð í gangi. Heimilisiðnaðarsafnið, Textílsetrið, Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refla taka á móti gestum í dag og kynna starfsemina. Risa kótelettukvöld og kvöldskemmtun verður í Félagsheimilinu í kvöld.
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Fréttir | 20. júlí 2018 - kl. 09:31
Íbúum Blönduóss heldur áfram að fjölga og eru þeir nú orðnir 930 talsins í lok 2. ársfjórðungs 2018. Um síðustu áramót var íbúafjöldi Blönduóss 890 talsins og nemur því fjölgunin um 40 íbúa á hálfu ári. Íbúum Skagastrandar fækkar aftur á móti um 30. Um síðustu áramót voru þeir 480 en voru í lok júní 450. Íbúafjöldi í Skagabyggð og Húnavatnshreppi hefur ekki breyst frá áramótum en alls búa 90 í fyrrnefnda sveitarfélaginu og 380 í því síðarnefnda. Íbúum Húnaþings vestra fækkar um 10 íbúa, fjöldinn fer úr 1.190 um áramótin niður í 1.180 í lok júní.
Upplýsingaskilti sett upp í kirkjugarðinum. Ljósm: Valdimar Guðmannsson.
Upplýsingaskilti sett upp í kirkjugarðinum. Ljósm: Valdimar Guðmannsson.
Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 22:52
Frá stjórn kirkjugarðsins á Blönduósi
Sunnudaginn 22. júlí, klukkan 13:00 verður athöfn í kirkjugarðinum á Blönduósi. Afhjúpað verður upplýsingaskilti um sögu garðsins frá þeim tíma sem hann var á Hjaltabakka og þar til nýr garður var tekinn í notkun á Blönduósi. Félagarnir Skarphéðinn Ragnarsson, fráfarandi formaður stjórnar kirkjugarðsins og hvatamaður að uppsetningu skiltinsins ásamt Hávarði Sigurjónssyni umsjónamanns garðsins til margra ára, munu afhjúpa skiltið. Að því loknu fer séra Sveinbjörn Einarsson sóknarprestur með bæn.
Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 12:35
Húnavökuhátíðin á Blönduósi hefst formlega á morgun en síðdegis í dag ætla íbúar bæjarins í þéttbýli og dreifbýli að skreyta hús sín og nágrenni hátt og lágt. Þemað er sameiginlegt og eru allir hvattir til að notast við rauðan lit og ísbjarnarlógó. Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið á kvöldvöku hátíðarinnar á laugardaginn. Íbúar í götum og hverfum eru hvattir til að grilla saman í kvöld eftir að hafa sett upp skreytingarnar.
Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 10:32
Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra hefur verið falið að hafa umsjón með hundakosti lögreglunnar hér á landi. Nýr yfirhundaþjálfari fíkniefnahunda hefur verið ráðinn til starfa og er það lögreglumaðurinn Steinar Gunnarsson á Sauðárkróki. Morgunblaðið hefur síðustu daga fjallað aðgerðarleysi í málefnum fíkniefnahunda hér á landi en áður voru þeir á snærum ríkislögreglustjóra.
Einn vænn úr Vatnsdalnum.
Einn vænn úr Vatnsdalnum.
Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 10:15
Engin laxveiðiá í Húnavatnssýslum er komin yfir þúsund veidda laxa miðað við nýjar veiðitölur frá Landssambandi veiðifélaga sem birtar eru á vefnum angling.is. Veiðin hefur oft verið meiri í húnvetnsku ánum og má í því sambandi benda á Blöndu en í gærkvöldi höfðust veiðst samtals 515 laxar í ánni frá opnun og var vikuveiðin 98 laxar. Þann 18. júlí í fyrra höfðu veiðst 745 laxar og var vikuveiðin 231 lax og á svipuðum tíma árið 2016 voru 1.492 laxar komnir á land.
Sameining A-Hún
Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 09:25
Húnavökumótið í golfi verður haldið á Vatnahverfisvelli við Blönduós laugardaginn 21. júlí næstkomandi. Keppt verður í punktakeppni með forgjöf og verður einn almennur flokkur. Hámarksleikforgjöf karla og kvenna er 36. Ræst verður út á öllum teigum klukkan 9:00. Nándarverðlaun í boði.
Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 09:16
Nes listamiðstöðin á Skagaströnd efnir til kvikmyndahátíðar í dag. Skagstrendingar eru hvattir til að líta við í Nesi á leið heim frá vinnu og horfa á stuttmyndir eftir fyrrverandi Nes listamenn. Sjá má meðal annars nokkur kunnugleg andlit heimamanna og stuttmynd af tilurð skúlptúrs eftir Ólaf Bernódusson sem er nú í Listasafni ríkisins í Osaka í Japan.
Það verður líf og fjör á Húnavöku.
Það verður líf og fjör á Húnavöku.
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 15:53
Húnavaka, bæjarhátíð Blönduósinga, verður haldin í 15 sinn nú um helgina. Hátíðin hét áður Matur og menning og var fyrst haldin árið 2003. Árið 2006 var ákveðið að breyta nafni hátíðarinnar og endurvekja hið góða og gilda nafn Húnavaka sem áratugum saman var fastur liður í menningarlífi Húnvetninga. Valgarður Hilmarsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, býður alla velkomna til Blönduóss um helgina til að njóta vel þeirrar dagskrár sem boðið verður upp á.
Frá Blönduhlaupi í fyrra.
Frá Blönduhlaupi í fyrra.
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 13:02
Hið árlega Blönduhlaup verður haldið á Húnavöku, laugardaginn 21. júlí og verður ræst klukkan 11 við útibú Arion banka að Húnabraut 5 á Blönduósi. Vegalengdir verða 2,5 km, 5,0 km og 10 km. Skráning í hlaupið fer fram í anddyri Félagsheimilisins á Blönduósi klukkan 10 á hlaupadag en einnig er hægt að forskrá sig í hlaupið með því að senda tölvupóst á usah540@simnet.is.
Blönduskóli
Blönduskóli
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 12:02
Blönduósbær auglýsir á vef sínum eftir tilboðum í skólamáltíðir skólaárið 2018-2019. Verkið felst í framleiðslu hádegisverða fyrir nemendur og starfsfólk, flutningi frá framleiðslustað til skóla og frá skóla að matarhléi loknu hvern dag. Útboðsgögn fást afhent á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós frá 19. júlí 2018. Tilboð verða opnuð á sama stað klukkan 11:00 þann 30. júlí næstkomandi.
Norðurland vestra
Norðurland vestra
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 11:00
Konur eru 47% sveitarstjórnarfulltrúa á Norðurlandi vestra samanborið við 38% á nýliðnu kjörtímabili og nýliðar í sveitarstjórnum eru nú 67% samanborið við 51% áður. Með nýliðum er átt við fulltrúa sem ekki sátu kjörtímabilið á undan en í þeim hópi eru einhverjir sem eru að koma inn í sveitarstjórnir að nýju eftir hlé í eitt kjörtímabil eða fleiri. Þessar upplýsingar voru lagðar fram á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 10. júlí síðastliðinn.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
13. desember 2017
#MeToo
Umræðan um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo byltingarinnar er mikið fagnaðarefni. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á aldrei að líða. Með byltingunni er þögnin rofin, sem er gott og karlar kallaðir til ábyrgðar. Sögurnar fjalla allar um slæm eða óeðlileg samskipti.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2018 Húnahorniđ