Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Föstudagur, 22. mars 2019
NNA  5 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Mars 2019
SMŢMFFL
242526272812
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 05:00 NNA 5  1°C
Reykir í Hr 06:00 N 13  0°C
Reykjavík 06:00 N 7  0°C
Akureyri - 06:00 NNV 5  0°C
Egilsstaðaf 06:00 ANA 10  0°C
Haugur 06:00 N 10  -1°C
Holtavörðuh 06:00 N 15  -3°C
Þverárfjall 06:00 NA 12  -1°C
Laxárdalshe 06:00 N 16  -2°C
Brúsastaðir 06:00 NNV 7  0°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 06:00 N 15 -3°C
Laxárdalsh. 06:09 0 0°C
Vatnsskarđ 06:09 0 0°C
Ţverárfjall 06:00 NA 12 -2°C
Kjalarnes 06:00 NNA21 1°C
Hafnarfjall 06:00 NA15 -0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
12. mars 2019
Vor- og framfarahugur
Ég held að veturinn sé að kveðja okkur, án þess að sýna okkur klærnar svo neinu nemi að þessu sinni. Ekki þætti mér það verra og vil trúa því að nú sé vorið aðeins nokkrum vikum fjarri, enda vorjafndægur 20. mars, svo þetta er allt að koma. Nú styttist í að við Blönduósingar tökum á móti nýjum íbúum sem við höfum boðið hingað til búsetu
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Guðjón S. Brjánsson
21. mars 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
06. mars 2019
Eftir Guðjón S. Brjánsson
01. mars 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
01. mars 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
24. febrúar 2019
Eftir Rúnar Þór Njálsson
16. febrúar 2019
Pistlar | 02. maí 2018 - kl. 12:48
Stefnuskrá N-listans í Húnavatnshreppi

Hér birtum við stefnuskrá N-Listans. Hvetjum fólk til að kynna sér hana og bendum á að fundur allra framboða verður haldinn í byrjun maí.

Ágætu sveitungar

Þann 26. maí næstkomandi verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um land allt. Húnavatnshreppur er ungt sveitarfélag sem enn er í mótun. Viljum við sem stöndum að N-listanum koma að mótun sveitarfélagsins til framtíðar og varð það kveikjan að því að þetta framboð leit dagsins ljós. Frambjóðendur N-listans er framsækið, ungt og dugmikið fólk sem ber hag sveitarfélagsins fyrir brjósti. Margt hefur verið vel gert en er það okkar trú að gera megi enn betur á mörgum sviðum. Baráttan við fólksfækkun er alltaf til staðar og meðan sú þróun á sér stað er róðurinn erfiður. Börnum í Húnavallaskóla fækkar, samfélagið verður eldra og framleiðni verður minni. Stundum er sagt að sókn sé besta vörnin og á það svo sannarlega við í þessu tilviki.

Skortur er á íbúðarhúsnæði á svæðinu, bæði leiguhúsnæði og húsnæði til kaups. Húnavatnshreppur gæti átt frumkvæði að því að leysa þann vanda með byggingu íbúða á Húnavöllum og um leið stuðlað að því að snúa við neikvæðri íbúaþróun í sveitarfélaginu. Náttúrugæði eru mikil í Húnavatnshrepp og sögufrægir staðir eru við hvert fótmál. Nýta þarf hvoru tveggja mun betur til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í okkar litla en víðfeðma samfélagi. Bæði á sviði ferðaþjónustunnar en ekki síður að efla og bæta okkar aðal lifibrauð, landbúnaðinn. Mikilvægt er að íbúar Húnavatnshrepps njóti jafnræðis, óháð búsetu, þegar kemur að nýtingu á þjónustu hreppsins.

- Ragnhildur Haraldsdóttir

 

Félags-, tómstunda og menningarmál

N-listinn vill aðstoða þá sem standa höllum fæti í samfélaginu, hvort sem um ræðir vegna veikinda, aldurs eða örorku. Vill N-listinn geta boðið upp á heimsendingu á mat til aldraðra og þeirra sem með þurfa. Við teljum það lágmarksþjónustu við það fólk sem byggt hefur upp samfélagið og borgað sína skatta til þess. Nýta mætti þá frábæru aðstöðu sem er til staðar á Húnavöllum.

N-listinn vill búa svo um að barnafólki þyki ákjósanlegt að búa hér. Við viljum auka aðgengi barna að íþrótta- og tómstundastarfi svo að börnin okkar standi jafnfætis börnum í nágrannasveitarfélögum okkar. Við viljum leita leiða til að auka samstarf við nágrannasveitarfélögin um þessi málefni.

Skólamál

N-listinn mun standa vörð um rekstur og sérstöðu Húnavallaskóla. Við munum leggja áherslu á að börn eftir eins árs aldur muni eiga sæti í skólabíl og að sveitarfélagið beri þann kostnað. N-listinn vill leita leiða til að börn undir 1 árs aldri hafi aðgang að dagvistun.

Leitað verður leiða til að auka aðgengi unglinga hér á svæðinu að dreifnáminu á Blönduósi. Teljum við mikilvægt að unglingar hér geti litið til dreifnámsins sem fyrsta kost til framhaldsnáms.

Samgöngumál

N-listinn mun leggja áherslu á að farsímasamband náist á öllum bæjum sveitarfélagins. Teljum við það sjálfsagt mál að allir standi jafnt þegar kemur að fjarskiptum auk þess sem símasamband er mikilvægt öryggistæki.

N-listinn mun berjast fyrir því að vegir í Húnavatnshrepp verði gerðir greiðfærir fyrir alla bíla, líka fólksbíla.

Að sama skapi mun N-listinn beita sér fyrir því að vegir verði mokaðir svo tímanlega að morgni að skólabílar og þeir sem sækja vinnu utan heimilis komist leiðar sinnar.

Sameiningarmál

Innan hvers sveitarfélags búa ólíkir einstaklingar sem hafa hver sína skoðun. Allir hafa þeir þó að sameiginlegu leiðarljósi að vilja búa sínu samfélagi sem bestan kost. Íbúalýðræði, þar sem raddir allra heyrast, er því mikilvægt verkfæri til að koma sinni skoðun á framfæri.

Hér á svæðinu verður kosið um sameiningu og mun N-listinn virða niðurstöðu þeirrar kosningar og starfa eftir henni. Sú kosning nær til þeirra fjögurra sveitarfélaga sem hér eru þ.e Skagabyggðar, Skagastrandar, Blönduós og Húnavatnshrepps.

Stjórnsýsla og fjármál

Ábyrgð er lykilorð þegar kemur að því að sýsla með fjármuni og ákvarðanatöku sem snerta samfélagið okkar. Vel rekið samfélag leyfir íbúunum að njóta afrakstursins með því að efla þjónustu og starfa að verkefnum ýmiskonar sem auðga hreppinn okkar. N-listinn mun kappkosta að hafa eftirfarandi að leiðarljósi:

  • Að sýna ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins
  • Að leita leiða til að efla samstarf milli sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu með það að leiðarljósi að efla sameiginlega hagsmuni og bæta velferð.
  • Að veita upplýsingar til íbúa með íbúafundum og skilvirkri heimasíðu.
  • Að nýta, eins og framast er unnt, vörur og þjónustu úr heimabyggð.

Atvinnumál

N-listinn vill efla atvinnustarfsemi í Húnavatnshrepp – teljum við eðlilegt að sveitarstjórn reyni að tryggja sem flest góð og fjölbreytt störf innan sveitarfélagsins.

Með uppbyggingu á Húnavöllum gætum við laðað að ungt fólk og treyst þannig stöðu grunn- og leikskóla. Með auknum húsnæðismöguleikum væri einnig hægt að auðvelda ábúendaskipti á bújörðum á svæðinu sem og atvinnusköpun. Nýta mætti núverandi aðstöðu á Húnavöllum svo sem mötuneyti, íþróttasal og sundlaug. Einnig búa Húnavellir að því að hafa hitaveitu og að stutt sé í aðra þjónustu s.s heilbrigðisþjónustu.

Laða mætti ný fyrirtæki að svæðinu t.d með úthlutun lóða á góðum kjörum.

N-listinn vill að sveitarfélagið styðji við þá ferðaþjónustu sem nú þegar er á svæðinu og sé opið fyrir því að koma að verkefnum tengdum greininni. Teljum við möguleikana ótvíræða þar sem straumur ferðamanna í gegnum svæðið er gríðarlegur.

Eins teljum við það skyldu sveitarfélagsins að liðka fyrir starfsumhverfi í landbúnað hér í hreppnum.

Til að vinna markvisst að eflingu atvinnulífs vill N-listinn koma af stað virkri atvinnumálanefnd hér á svæðinu.

Umhverfismál

Hreint land er fagurt land – við viljum ekki láta okkar eftir liggja þegar kemur að varðveislu náttúrunnar. Við búum við það að sorphirða hafi verið góð hér á svæðinu sé horft til annara sveitarfélaga. Í talsverðan tíma hefur íbúum staðið til boða að fá heim til sín í sólarhring gám án endurgjalds. Við viljum halda því fyrirkomulagi áfram.

Við viljum líka koma upp hrægámum þar sem bændum gefst kostur á að losa sig við hræ.

Að vinna að útrýmingu ágengra plantna – svo sem skógarkerfils og að eyða njóla teljum við mikilvægan þátt í umhverfismálum.

N-listinn vill að haldið sé uppi öflugum veiðum á ref og svo ekki síst eyðingu minks af svæðinu.

Fjallskil

N-listinn vill að safnhólf og réttir séu í góðu ásigkomulagi og að unnið sé skilvirkt að viðhaldi girðinga á vegum hreppsins. Teljum við málum fjallskila sé að öðru leiti best varið hjá viðkomandi fjallskiladeildum.

 

N-Listinn, Húnavatnshreppi

Höf. rzg
Listakot Dóru í Vatnsdalshólum.
Listakot Dóru í Vatnsdalshólum.
Fréttir | 21. mars 2019 - kl. 18:28
Dóra Sigurðardóttir í Vatnsdalshólum opnaði vinnustofu sína formlega um síðustu helgi og verður hún opin næstkomandi sunnudag milli klukkan 13 og 19. Í mars og apríl verður opið á miðvikudögum og sunnudögum frá klukkan 13-19 með þeirri undantekningu að lokað verður næstkomandi miðvikudag 27. mars. Sumaropnun verður auglýst síðar.
Bjarni Ómar
Gangbrautarvörðurinn með nýja merkið. Ljósm: grunnskoli.hunathing.is.
Gangbrautarvörðurinn með nýja merkið. Ljósm: grunnskoli.hunathing.is.
Fréttir | 21. mars 2019 - kl. 17:51
Sumir ökumenn á Hvammstanga virða ekki gangbrautarvörðinn við Grunnskóla Húnaþings vestra en hann eykur öryggi nemenda sem eru á leið til og frá matsal. Þessu hafa starfsmenn Tengils tekið eftir sem ákváðu að færa skólanum stöðvunarmerki að gjöf fyrir gangbrautarvörðinn. Merkið er einnig með ljósi sem hægt er að nota í skammdeginu.
Glaðheimar
Við undirritun samnings um nýjan þjálfara. Ljósm: FB/Knattspyrnudeild Hvatar.
Við undirritun samnings um nýjan þjálfara. Ljósm: FB/Knattspyrnudeild Hvatar.
Fréttir | 21. mars 2019 - kl. 14:50
Bjarki Már Árnason hefur verið ráðinn þjálfari sameiginlegs knattspyrnuliðs Kormáks á Hvammstanga Hvatar á Blönduósi. Bjarki Már mun einnig spila með liðinu sem leikur í 4. deild. „Ég er virkilega stoltur og ánægður með að fá þetta tækifæri á að þjálfa Kormák/Hvöt. Ég er sannfærður um það að ef allir í klúbbnum leggjast á eitt þá getur sumarið orðið mjög flott í alla staði,“ sagði Bjarki már við undirritun samningsins í gær.
Sameining A-Hún
Pistlar | 21. mars 2019 - kl. 14:39
Eftir Guðjón S. Brjánsson
Hvers vegna hefur tafist hjá starfshópi um kjör eldri borgara sem standa höllum fæti, sem ráðherra skipaði í vor og var ætlað að skila tillögum fyrir 1. nóvember 2018, að skila tillögum sínum og hvenær er von á tillögum frá hópnum? Þessa spurningu lagði Ellert B. Schram fyrir félagsmálaráðherra þegar hann tók sæti á Alþingi í nokkra daga fyrr á þessu ári, elsti þingmaðurinn til að setjast á þing í lýðveldissögunni.
Frá fundi RKÍ á Hvammstanga. Ljósm: Aðsend.
Frá fundi RKÍ á Hvammstanga. Ljósm: Aðsend.
Fréttir | 21. mars 2019 - kl. 13:11
Rauðakrossdeildin í Húnavatnssýslum hélt tvo vel sótta fundi í vikunni, á Blönduósi 18. mars og Hvammstanga 19. mars. Á fundunum flutti Guðrún Margrét Guðmundsdóttir erindi um sögu Sýrlands og aðdraganda átaka sem staðið hafa þar síðasta áratug. Fundirnir eru hluti af undirbúningi á móttöku nærri 50 sýrlenskra flóttamanna á Blönduósi og Hvammstanga sem verður líklega í byrjun maí næstkomandi.
Ísabella Líf, Sólveig Erla og Sóley Sif. Ljósm: hofdaskoli.is
Ísabella Líf, Sólveig Erla og Sóley Sif. Ljósm: hofdaskoli.is
Fréttir | 21. mars 2019 - kl. 11:14
Framsagnarkeppni Höfðaskóla var haldin í Hólaneskirkju í síðustu viku. Nemendur 5., 6. og 7. bekkjar tóku þátt og stóðu sig öll með prýði, að því er segir á vef Höfðaskóla. Sóley Sif Jónsdóttir, Sólveig Erla Baldvinsdóttir og Ísabella Líf Tryggvadóttir hreppt þrjú efstu sætin í 7. bekk og fara því áfram í Framsagnarkeppni grunnskóla í Húnavatnsþingi sem haldin verður á Blönduósi.
Fréttir | 21. mars 2019 - kl. 10:53
Opnað hefur verið fyrir skráningu fyrirtækja í Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið. Ferðamannaleiðin verður formlega opnuð 8. júní næstkomandi á Degi hafsins. Arctic Coast Way er spennandi nýtt verkefni í ferðaþjónustu sem á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað. Ferðamannavegir eru þekktir í ferðaþjónustu víða um heim, sem tæki til þess að beina ferðamönnum eftir ákveðnum leiðum um skilgreind svæði. Norðurstrandarleið fer um alla strandlengjuna, frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri.
Félagsheimilið Hvammstanga. Ljósm: hunathing.is
Félagsheimilið Hvammstanga. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 21. mars 2019 - kl. 10:24
Í dag verður haldinn upplýsinga- og umræðufundur fyrir eldri borgara (60+) og aðstandendur, í Félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan 17-19. Á dagskrá er kynning um þjónustu fyrir eldri borgara í Húnaþingi vestra og kynningar frá Tryggingastofnun, Sjúkratryggingum, Félagi eldri borgara og Heimsóknarvinum. Þá verður erindi um geðheilsurækt á efri árum.
Fréttir | 21. mars 2019 - kl. 10:04
Töframaðurinn Einar Mikael heldur galdranámskeið á Blönduósi og Skagaströnd um helgina fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Einar hefur sérhæft sig í mismunandi töfranámskeiðum fyrir börn síðastliðin átta ár og hefur opnað Galdraskólann aftur eftir þriggja ára hlé. Á námskeiðinu fá börnin innsýn inn í hinn dularfulla heim töframanna og læra undirstöðuatriði í töfrabrögðum, einfalda og skemmtilega spilagaldra, hugsanalestur og sjónhverfingar. Í lok námskeiðsins setja börnin upp sýningu ásamt Einari Mikael þar sem þau sýna afrakstur námskeiðsins. Allt Galdradót er innifalið.
Fréttir | 20. mars 2019 - kl. 15:54
Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á lögum um náttúruvernd sem áformað er að leggja fram á vorþingi 2019. Lagðar eru m.a. til breytingar í því skyni að styrkja almannarétt einstaklinga sem ferðast um óræktuð eignarlönd í byggð. Byggðarráð gerir alvarlegar athugasemdir við það ákvæði og segir í bókun ráðsins að það hljóti alltaf að vera réttur landeigenda að takmarka aðgengi að afgirtu landi í byggð. Land sé almennt ekki girt af að ástæðulausu. Þar geti bæði legi að baki landverndarsjónarmið, dýravelferðarsjónarmið auk nýtingarsjónarmiða.
Á Svínavatni. Ljósm: neisti.net
Á Svínavatni. Ljósm: neisti.net
Fréttir | 20. mars 2019 - kl. 15:27
Ísmót verður haldið á Svínavatni á sunnudaginn, 24. mars og hefst klukkan 13:30. Keppt verður í tölti og Bæjarkeppni. Keppt verður í eftirfarandi flokkum í tölti, 17 ára og yngri, áhugamannaflokk og opnum flokki. Í Bæjarkeppninni er aðeins einn flokkur. Mótið er þriðja mót vetrarins í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH Afurðum á Blönduósi.
Úrslit í unglingaflokki. Ljósm: thytur.123.is
Úrslit í unglingaflokki. Ljósm: thytur.123.is
Fréttir | 20. mars 2019 - kl. 15:22
Þriðja mótið í Norðlensku mótaröðinni fór fram síðastliðinn laugardag þegar keppt var í T4 og T7 í Þytsheimum á Hvammstanga. Sigurvegari í tölti T4, opnum flokki – 1. flokki, varð Elvar Logi Friðriksson frá hestamannafélaginu Þyt á Griffla frá Grafarkoti. Elvar Logi bar einnig sigur úr býtum í tölti T7, opnum flokki – 1. flokki, á Grámanni frá Grafarkoti. Næsta mót, sem er lokamótið í mótaröðinni verður á Sauðárkróki 30. mars. Keppt verður í tölti T3, T7 og skeiði.
Fréttir | 20. mars 2019 - kl. 10:23
Kvennakórinn Sóldís heldur tónleika í Blönduóskirkju þriðjudaginn 26. mars klukkan 20:00 Söngstjóri er Helga Rós Indriðadóttir. Undirleikari er Rögnvaldur S. Valbergsson og einsöngvarar eru Ólöf Ólafsdóttir og Íris Olga Lúðvíksdóttir Aðgangseyrir er kr. 3.000. Á efnisskrá er tónlist úr öllum áttum. Allir eru velkomnir.
Tilkynningar | 19. mars 2019 - kl. 19:57
Tilkynning frá stjórn
Aðalfundur Umf. Geisla verður haldinn á Húnavöllum sunnudaginn 24. mars n.k. og hefst kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
14. september 2018
Samfélagsmiðlar eru mikilvægir fyrirtækjum
Flest öllum notum við samfélagsmiðla eins og Facebook en þeir hjálpa okkur m.a. að vera í góðu sambandi við vini, ættingja, félagasamtök og fyrirtæki. Samfélagsmiðlar verða sífellt mikilvægari þáttur í að viðhalda góðu sambandi milli fyrirtækja og neytenda. Samfélagsmiðlar hafa látið mikið til sín taka á stuttum tíma og má búast við að vægi þeirra og áhrif verði mun áþreifanlegri í framtíðinni.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2019 Húnahorniđ