Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Þriðjudagur, 21. mars 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2023
SMÞMFL
2627281234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 11:00 NA 13 -6°C
Laxárdalsh. 11:00 ANA 14 -4°C
Vatnsskarð 11:00 A 10 -5°C
Þverárfjall 11:00 ANA 13 -6°C
Kjalarnes 11:00 A 12 3°C
Hafnarfjall 11:00 NNA 9 1°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. mars 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
11. mars 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. mars 2023
43. þáttur. Eftir Jón Torfason
06. mars 2023
Eftir Eyjólf Ármannsson
04. mars 2023
Pistill Péturs Bergþórs Arasonar, sveitarstjóra Húnabyggðar
01. mars 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
26. febrúar 2023
N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
Hvítserkur
Hvítserkur
Pistlar | 12. september 2021 - kl. 08:49
Sögukorn: Frá dal að strönd
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Í sveitum og þorpum við Húnaflóa má finna mörg glæsileg samkomuhús, austan frá Húnaveri allt vestur í Reykjaskóla og Staðarskála og enn fjölgar þegar við stefnum norður Strandir þar sem félagsheimilið Sævangur við Steingrímsfjörð, Sauðfjársetrið, varð samkomustaður unglinga og uppkominna. Það er jafngamalt Húnaveri en Húnaver var vígt 7. júlí 1957.

Yngsta samkomuhúsið við flóann er við Hof á Skaga – þangað sem við höfum safnast undanfarin ár til að rifja upp skeið úr ævi Jóns Árnasonar bókavarðar og samferðamanna hans. Skagabúð var byggt litlu fyrir aldamót og er vel í sveit sett þar á utanverðum Skaga.

Þaðan er fagurt að horfa vestur á Strandir, sjá má þar nafnkennda núpa og tinda, rifja upp sveitir og höfuðból en Strandamaðurinn Ásgeir Einarsson kom norðan úr Kollafjarðarnesi og setti saman bú á Þingeyrum og eignaðist jörðina.

Einkasonur Þingeyrahjóna, Jón á Þingeyrum var snjall hagyrðingur:

Ei mig hræðir aldan stinn
oft sem næði brýtur,
því í hæðum hugurinn
hafnir gæða lítur. JÁ

Ferðagarpurinn Jón vildi hitta bóndann í Valadal, langafa Hannesar Péturssonar skálds:

Við skulum koma í Valadal,
vænan hitta Pétur.
Mínum góða gjarðaval
gefur enginn betur.

Á Þingeyrum bjuggu á síðustu öld sæmdarhjónin Jón Pálmason og Hulda Stefánsdóttir sem stjórnaði Húsmæðraskólanum í Reykjavík og stundum Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún vildi að Byggðasafn fengi samastað á Þingeyrum fremur en vestur við Hrútafjörð og skrifaði um það grein í Húnavöku 1966. Þremur árum síðar gaf Guðbrandur Ísberg fv. sýslumaður 100 þúsund króna í því augnamiði að sýslunefndirnar ákvæðu að stefna að því að eignast Þingeyrar, en þá hafði jörðin verið í eigu Sigfúsar Bjarnasonar um árabil.

Sýslunefndir báðu megin Gljúfurár tóku þakksamlega móti þessu framlagi Guðbrands en þetta vakti hörð viðbrögð hjá eiganda jarðarinnar. Rannveig, ekkja Sigfúsar í Heklu skrifaði sýslunefndunum sumarið 1970 og lýsti því yfir að það hefði aldrei komið til mála hjá henni eða sonum hennar að selja Þingeyrar. Og þar við sat.

Svo segir Bragi Guðmundsson í Sýslunefndasögu  sinni ágætri og yfirgripsmikilli.

Á Brún í Svartárdal var einnig löngum vel búið og þar ólst upp Sigurður Jónsson, kennari, skáld og ferðagarpur:

Ég fer ekki oftar um fjöllin.
Það fellur nú bráðum snær
og dagarnir eyðast óðum
og aftanninn færist nær.

Skeifurnar mást og mjókka.
Á marina ellin leggst.
Og fjörið úr lund minni fúnar
og framtakið sundur heggst. SJ

Margar hendur og góðan hug þurfti til að reisa glæsilegu samkomuhúsin okkar - heimili til félagsstarfs - en tímafrekt reyndist og dýrt að reka þau og nýta.

Ég trúi að það gæti reynst áfangi til bættrar menningar að koma á samstarfi milli húsanna þar sem þess yrði freistað að deila með þeim hlutverkum:

Víðihlíð gæti t.d. hýst tónleika, 

í Fellsborg væri staðið fyrir málþingum.

Húnaver hýsti myndlist og lítið kaffihús, í samstarfi við Safnasafnið,

Dalsmynni sem geymir ágætt bókasafn, gæti boðið til sín rithöfundum og sögumönnum en

Sævangi var valið hlutverk fyrir mörgum árum þegar hjónin Ester og Jón fluttu að Kirkjubóli og hófu þar starf sitt við að stofna Sauðfjársetrið og sýna gestum inn á sumarlönd sauðkindarinnar og hrúta í veturhúsum.

Brúðuleikhús starfar á Hvammstanga,

Ljósar nætur eignuðust heimili í Hamarsbúð og

Jónsmessa var sungin 2 sumur á Prestbakka – fyrir Kóvíd.

Annar Jón á sér dag þ. 17. ágúst í Skagabúð og enn eru ótalin samkomu- og listahús, s.s. Listakot Dóru í Vatnsdalshólum og annað er skammt frá Norðurbraut.

Í þorpunum má einnig finna fjölskrúðugt og skapandi starf.

Dagskrána má svo birta á sameiginlegri vefsíðu, t.d. í upphafi sumars þar sem upplýst er hvað er í boði í samkomuhúsum okkar og kirkjum.

Samskipti um langan veg eru orðin auðveld með nýjum miðlum og vefsíður þjóna þegar stóru hlutverki í samskiptunum.

Vill einhver taka upp keflið?

Fleira til að skoða:

Ásgeir Einarsson alþm. og bóndi á Þingeyrum: https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=45
Jón á Þingeyrum: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=16041
Þingeyrar: https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Eingeyrar
Héraðsstjórn í Húnaþingi Ak. 1992/Bragi Guðmundsson bls. 311
Sigurður frá Brún: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=16087
Sauðfjársetur á Ströndum: https://saudfjarsetur.is/
Brúðuleikhús: https://www.facebook.com/handbendipuppet/
Safnasafnið: https://www.safnasafnid.is/safnid/
Húnaver https://www.facebook.com/people/H%C3%BAnaver-F%C3%A9lagsheimili%C3%B0/100001869987693/
Fellsborg: https://www.skagastrond.is/is/stofnanir/felagsheimili
Félagsheimilið Blönduósi: https://www.facebook.com/felagsheimilidblonduosi/
Listakot Dóru: https://www.facebook.com/Listakot-D%C3%B3ru-548718798594942/

Ingi Heiðmar Jónsson
 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið